Dagur - 13.04.1991, Blaðsíða 10

Dagur - 13.04.1991, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 13. apríl 1991 Litið inn til Helga Jónssonar einbúa ó Merkigili í Austurdal: Ekki hœli ég einverunni - spjallað um draugagang, hrekkjótta hesta og fleira Bærinn Merkigil er fremsti byggði bærinn í Austurdal í Skagafirði. Þar býr einbúi, Helgi Jónsson, en hann hefur búið einn frá árinu 1988. Helgi er ættaður frá Herríðarhóli á Ásum í Rangárvallasýslu en hann flutti að Merkigili árið 1974. Á Merkigili bjó þá fyrir sá mikli kvenskörungur Monika Helgadóttir, sem Guðmundur Haga- lín gerði landsfræga með bók sinni um Konuna í dalnum og dæt- urnar sjö. Monika bjó hjá Helga allt til að hún andaðist árið 1988 en síðan hefur Helgi setið einn að búi sínu að Merkigili. Ókunnug- ir furða sig á að maður á besta aldri eins og Helgi Jónsson á Merki- gili skuli búa einn á jafn afskekktum stað og Merkigil er. Til að forvitnast um hagi Helga brá blm. Dags undir sig betri fætinum um páskana og heimsótti Helga á Merkigili eins og hann er kallaður af sveitungum sínum. Helgi býr viö sauðfé og hross að Merki- gili. Ærnar eru um 150 og hrossin nokkur eins og Helgi orðar það. Áður hafði Helgi alið nokkuð af gæsum en þann búskap lagði hann af fyrir nokkru. Eina kú hefur Helgi haft að jafnaði en fyrir nokkru drapst kýrin og hefur Helgi ekki fengið nýja. „Ég sakna þess að hafa ekki kúna. Ég hafði það þannig að kálfurinn gekk undir en þegar ég þurfti mjólk fór ég og mjólkaði. Þessi tilhögun var mjög þægileg og ekki mjög bindandi." Gagnstætt því sem ókunnugir gætu haldið er Helgi mjög vel tækjum búinn við búskap sinn að Merkigili, þó er bærinn afskekktur og yfir lélega brú að fara með alla aðdrætti. Við heyskapinn notar Helgi rúllubaggavél og nýlega Massey Ferguson 4x4 dráttarvél og einnig lítinn vörubíl til að flytja rúllurn- ar. „Mín skoðun er sú að menn verði að eiga góð tæki. Ég álít ekki sparnað af því að kaupa lélegt í upphafi þó það kunni að vera ódýrara. Drasl verður alltaf drasl og það besta er aldrei of gott,“ sagði Helgi þegar heyskaparhættir bárust í tal. Helgi er ekki bjartsýnn þegar talið berst að framtíð landbúnaðar á Islandi. „Ég get ekki séð neitt sem kemur í stað- inn fyrir hefðbundinn landbúnað. Ferðmannaþjónusta getur borið sig á ákveðnum stöðum en síður en svo alls staðar. Fleiri bjargræði sýnast mér vera mjög hæpin.“ Helgreipar myrkfælninnar Óhjákvæmilega flýgur gestkomandi í hug á jafn afskekktum stöðum eins og Merkigili hvort einbúinn þekki ekki til myrkfælni? „Mikil ósköp. Ég var vitlaus í myrkfælni sem barn. Ég gat ekki verið einn úti eftir að rökkva tók án þess að ég fyndi fyrir myrk- fælni. Segja má að fyrir því séu ákveðnar .ástæður. Skömmu áður en ég fæddist drukknuðu tveir menn í Þjórsá og annan þeirra rak skammt frá heimili mínu að Herr- íðarhóli. Þegar ég var um tíu ára sáum við systir mín „mann“ niðri við Þjórsána. Hann óð út í ána, ýmist móti straumi eða undan og fór svo djúpt að aðeins stóð höfuðið upp úr. Ég held að litla systir mín hafi ekki áttað sig á Brúin yfir Merkigilið er orðin mjög léleg og er orðið varasamt að fara yfir hana með hrossahópa. hvað gekk á en eftir þetta var ég alltaf smeykur eftir að skyggja tók.“ Draugurinn í fjárhúsunum Þegar Helgi var um fermingu hafði hann þann starfa með höndum að sækja tað í poka út í fjárhús sem stóðu skammt frá bænum á Herríðarhóli. Af einhverjum ástæðum var álitið að draugur héldi til í fjár- húsunum. „Einu sinni sem oftar þurfti ég að sækja tað í fjárhúsin. Húsin voru nokkuð löng og taðið var innst í krónni þannig að aðstæður voru hinar verstu. Ég hafði þann vana á að hafa fjárhúsdyrnar opnar meðan ég sótti taðið svo ég væri sneggri ef draugsi gerði atlögu að mér. Þegar ég var langt kominn með að tína í pokann fór ég að finna fyrir hræðslu og svitinn bogaði af mér. Þá þótti mér nóg komið í pokann og tók á rás fram króna með pokann í hendinni. Þegar ég nálgaðist dyrnar tók ég undir mig stökk og ætlaði að sleppa út. Eitthvað hef ég misreiknað stökkið, því ég lenti með hausinn á dyratrénu og stein- rotaðist. Þegar ég rankaði við mér gerði:ég mér grein fyrir að fyrst að draugsi vann ekki á mér í rotinu væri hann varla mjög skæður." * Ymislegt sem mannshugurinn ekki skilur Myrkfælni Helga hvarf með aldrinum og hefur hann ekki fundið fyrir henni á síðari árum. Að sögn Helga skynjaði hann strax og hann kom í Merkigil að þar væri ekkert á ferli sem hann gæti ekki látið sér lynda við. „Ég er ekki í vafa um að það er ýmislegt á ferðinni sem við skynjum ekki og skiljum ekki. Ég álít að ýmis fyrirbæri sé ekki hægt að skýra með góðu móti. Ef ég hefði fundið fyrir ónotum þegar ég kom hingað fyrst hefði ég aldrei sest hér að. Myrkfælni er hlutur sem ekki þýðir að reyna að útskýra fyrir þeim sem ekki hafa kynnst henni. Hræðslan og skelfingin er ólýsan- leg.“ Hestamennska og tamningar Á sínum yngri árum stundaði Helgi tamn- ingar m.a. á Hellu á Rangárvöllum. Til Helga komu til tamningar margir baldnir folar og sumir hverjir mannskæðir eins og Helgi orðaði það. „A þeim aldri hafði ég mest gaman af því að eiga við baldna fola og því baldnari sem þeir voru því meiri áskorun var að geta tam- ið þá. Fyrir sunnan eru betri aðstæður til að ríða hrekkjóttum, þar eru mýrarnar og sandurinn. Landeyingar fara t.d. mikið með hrekkjótta í sand í fyrstu skiptin. Hér fyrir norðan eyða menn minni tíma í þessi hrekkjóttu kvikindi enda er minna af þeim hér.“ Helgi hefur jafnan tamda hesta til heima- brúks við sauðburð og göngur og leggur mikið upp úr því að eiga góð og ræktuð hross. Svaðilför með graðhesta Helgi á Merkigili hefur lent í mörgum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.