Dagur


Dagur - 13.04.1991, Qupperneq 7

Dagur - 13.04.1991, Qupperneq 7
Laugardagur 13. apríl 1991 - DAGUR - 7 tónlist Gjallandi lúðrar Sunnudagin 7. apríl var efnt til tónleika í íþróttahúsi Hafralækj- arskóla. Þeir voru lokaatriði blás- arasveitamóts, sem haldið var í skólanum þessa helgi. Til mótsins komu blásarasveitir Tónlistar- skólans á Húsavík, Tónlistar- skóla Eyjafjarðar, Tónlistarskól- ans á Akureyri, sem sendi þrjár blásarasveitir, og Tónlistarskól- anna á Dalvík og Ólafsfirði, sem sendu blásarasveit þá, sem er samvinnuverkefni við skólana tvo. Til mótsins komu um eitt hundrað og tíu nemendur. Skóla- hljómsveitirnar fóru hver yfir þau lög, sem þær höfðu að heiman, en einnig voru myndaðar þrjár hljómsveitir, þar sem saman komu í fyrsta lagi þeir nemendur, sem styttst voru komnir á hljóð- færi sín, í öðru lagi þeir, sem miðlungs langt höfðu náð, og loks þeir, sem mesta færni höfðu til að bera. Pessar þrjár hljóm- sveitir æfðu hver sín lög. Loks æfðu allir nemendurnir í einni stórri hljómsveit tvö lög, sem leikin voru í lok tónleikanna. Blásarasveit Tónlistarskólans á Húsavík reið á vaðið á tónleikun- um. Stjórnandi hcnnar er Norman Dennis. Hljómsveitin er ekki fjölskipuð, en hún lék af.fjöri og gleði og hreif áheyrendur með sér. Næst kom A-sveit Tónlistar- skólans á Akureyri, en það er byrjendasveit skólans. Stjórn- andi hennar er Sveinn Sigur- björnsson. Eins og vænta mátti og eðlilegt er, voru verkefni A- sveitarinnar af léttara taginu. B-sveit Tónlistarskólans á Akureyri lék næst undir stjórn Inga Vaclavs. Hljómsveitin lék af talsverðum þrótti og fjöri. Hún fór lipurlega með verkefni sín og lét vel að stjórn. Hljómsveit tónlistarskólanna á Dalvík og Ólafsfirði kom næst. Stjórnandi hennar er Michael Jacques. Útsetningar stjórnand- ans fyrir hljómsveitina voru skemmtilegar og nýstárlegar. Hljómsveitin skilaði þeim þolan- lega, en hún mun ekki hafa verið fullskipuð. C-sveit Tónlistarskólans á Akureyri lék næst undir stjórn Christophers Thorntons. Veru- legur þróttur var í leik hljóm- sveitarinnar, en hann var heldur óagaður og spillti það talsvert flutningi hennar. Síðasta skólahljómsveitin var svo Blásarasveit Tónlistarskóla Eyjafjarðar, sem lék undir stjórn Atía Guðlaugssonar. Hljómur hljómsveitarinnar var nokkuð góður, en flutningur hennar held- ur þungur og stirðlegur. Hljómsveitirnar þrjár, sem myndaðar voru á mótinu, léku næst hver af annarri. Norman Dennis stjórnaði hljómsveit þeirra nemenda, sem styttst voru komnir, Michael Jacques mið- hljómsveitinni og Atli Guðlaugs- son þeirri síðustu. Leikur allra þessara hljómsveita einkenndist talsvert af þeim stutta tíma, sem hafði verið til æfinga, og í sumum tilfellum gætti þess einnig, að verkefnin virtust vera í erfiðara lagi fyrir hina ungu hljóðfæra- leikara. Yfirleitt var árangurinn þó dágóður miðað við kringum- stæður. Loks léku allir nemendurnir saman undir stjórn Michaels Jacques. Það var sannarlega skemmtilegt að sjá öll þessi ung- menni stilla saman hljóðfæri sín til leiks og ekki síður ánægjulegt að heyra, að þeim tókst það bæri- lega þrátt fyrir skamman tíma til undirbúnings. Á tónleikunum lék hver hljóm- sveit tvö til þrjú lög. Allar skipt- ingar gengu afar lipurlega fyrir sig og urðu tafir vegna þeirra afar litlar. Engin ókyrrð skapaðist og virtust allir þessir mörgu nemendur una sér hið besta og njóta samverunnar. Til þess framar öðru eru mót af þessu tagi haldin. Tónlistin er að sjálfsögðu tilefni þess, að menn koma saman, en kynnin, sem skapast, samhygðin, sem myndast, og samvinnan að tónlistinni eru höfuðatriðin. Fyrirhugað er að halda mót af svipuðum toga að ári á sama tíma, það er að segja um fyrstu helgina eftir páska. Þá mun vera ætlunin að víkka það svæði, sem mótið nær til, og bjóða þátttöku hljómsveitum af öllu Norður- landi. Mótstaður hefur þegar ver- ið ákveðinn og verður hann í Hafralækjarskóla. Atli Guð- laugsson, skóiastjóri Tónlistar- skóla Eyjafjarðar, sem var tals- maður mótshaldara, sagði það von sína, að mót sem þetta gæti orðið árlegur viðburður í starfi tónlistarskólanna á Norðurlandi. Óskandi er, að honum verði að von sinm. Haukur Ágústsson. leiklist r- 99 Tímamótaverk 66 „Tímamótaverk" er það heiti, sem sjónleikur sá hlaut, sem Hilmir Jóhannsson á Sauðár- króki skrifaði fyrir Leikfélag Sauðárkróks í tilefni af fimmtíu ára afmæli félagsins. Verkið er því sannarlega réttnefnt, því að vissulega eru það tímamót á ferli leikfélags að fylla fimmtíu ár í starfi sínu. { leikskrá segir, að „leikritið gerist hjá leikfélagi úti á landi, sem á bráðlega fimmtíu ára afmæli. En eins og gerist eru fáir virkir í félaginu og peningamálin í ólestri". f þessari tilvitnun kem- ur fram rammi leikritsins. Inn í hann fléttar Hilmir Jóhannsson atriði, sem gerast þegar halda á aðalfund í félaginu, en hann fer talsvert úr böndunum. Margt í persónulegum aðstæðum félag- anna jafnt í nútíð sem samtíð er dregið fram og einnig atriði, sem snerta samstarf þeirra, valdatog og fleiri þætti, sem upp koma í félagsskap. Hilmir Jóhannsson hefur gott lag á að setja saman texta, sem leikur lipurlega á vörum flytj- enda. Skyn hans á hið skoplega er sívakandi og honum tekst oft að kitla hláturtaugar áhorfenda svo um munar jafnt í texta sínum sem spaugilegri atburðarás. Úr verður léttur farsi, sem er þó eng- an veginn efnislaus, heldur felur í sér talsverða umfjöllun um og jafnvel ádeilu á þá aðstöðu og þau viðhorf, sem áhugamenn í leiklist búa við víða. Leikstjóri Tímamótaverks er Elsa Jónsdóttir á Sauðárkróki. Elsa hefur greinilega haft á marg- an veg gott vald á verki sínu. Uppsetning hennar gengur lipur- lega fyrir sig. Lítið er um daufleg atriði. Rennslið ersamfellt, stöð- ur leikenda yfirleitt góðar og textaflutningur almennt skýr og greinilegur. Útfærsla einstakra atriða er á stundum stórgóð, svo sem „rapp-atriðis“ ungliðans Gunna, sem flutt er af Skúla B. Gunnarssyni af þrótti og fjöri. Hilmir Jóhannsson, höfundur verksins, leikur Ella, leiktjalda- smið leikfélagsins og meðstjórn- anda. Hilmir gerir þessari skop- leg persónu góð skil og vekur iðulega verulega kátínu í túlkun sinni. Ágústa Ingólfsdóttir fer með hlutverk Katrínar, gjaldker- ans í félaginu. Henni tekst vel að túlka þessa persónu, sem „borgar bara reikningana", en virðist að öðru leyti ekki mikið vita um það, hvernig fjárhagurinn stendur. Lalli Alla, ritari félags- ins, er leikinn af Sverri Valgarðs- syni. Hann er fjörlegur í hlut- verki mannsins, sem vill gera stóra hluti - það er að segja láta gera þá - en ber fyrir sig tíma- leysi, þegar til hans sjálfs er Ieit- að. Dóra, meðstjórnandi, er leikin af Sólveigu Jónasdóttur og Anna, kaffikerling, af Helgu Hannes- dóttur. Þessar persónur eru hinar sístarfandi kjölfestur félagsins, sem hella upp á kaffið, taka tii og vinna þau störf, sem enginn tekur eftir að unnin eru en allir finna að vinna þarf, ef þeim er ekki sinnt. Sólveig og Helga valda hlutverk- um sínum vel, en þó skortir á stundum nokkra snerpu í túlkun Helgu. Baldur, formaður félagsins, sem telur sig að mestu ómissandi, er leikinn af Þorleifi H. Óskars- syni og Elsa Jónsdóttir leikur Fjólu, konu hans, sem er síspyrj- andi eftir honum og ævinlega að ráðskast með hitt og þetta. Samspil hjónanna er skoplegt frá höfundarins hendi. Þorleifur og Elsa gera hlutverkum sínum bærileg skil, en nokkuð skortir á að þau nái því flugi, sem efni virðist vera til. Fjóra ungliða í félaginu þau Höllu, Ingu, Gunna og Jóa leika Regína Gunnarsdóttir, Guðný Axelsdóttir, Skúli B. Gunnars- son og Páll Friðriksson. Öll fara lipurlega með hlutverk sín og lífga verulega upp á sýninguna. Tímamótverk er talsvert gott leikverk. Það er ekki gallalaust. Til dæmis hefði verið æskilegt að nokkur atriði verksins hefðu ver- ið endurunnin og skerpt sér í lagi í þeim hluta þess, sem kemur eft- ir hlé. Verkið er engan veginn stað- bundið, heldur ætti það að geta átt erindi á svið hvarvetna á land- inu. Af því er greinilegt, að Hilmi Jóhannssyni lætur vel að skrifa fyrir leiksvið, enda hefur hann gert mikið af því, þó ekki hafi ýkja hátt farið til þessa. Von- andi verður þetta verk upphaf þess, að hann taki að gefa sig að leikritun af alvöru. Það verður seint of mikið af léttum, gaman- sömum stykkjum, ekki síst af þeirri tegundinni, sem jafnframt felur í sér nokkurn boðskap eða ádrepu, eins og Tímamótaverk einmitt gerir. Haukur Ágústsson. ýlsöUtnm lattgardag opið»a"8atdX *ERR,i««° 255,9

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.