Dagur - 13.04.1991, Blaðsíða 17

Dagur - 13.04.1991, Blaðsíða 17
efst í hugo Laugardagur 13. apríl 1991 - DAGUR - 17 l „Kosið um atvinnumálin“ „Þá riöu hetjur um héröð," kvaö Fjölnis- maöurinn og skáld rómantískustefnunn- ar Jónas Hallgrímsson og vitnaöi til þeirrar ímynduðu gullaldar sem líklega hefur aldrei veriö til nema í bókum. Jón- as var á sinn upphafna hátt aö stappa stáli í |anda sína heima á hjaranum og hefur taliö til ávinnings aö minna þá á af hverjum þeir væru komnir. Þótt íslenska þjóöin hafi aldrei nærst á hetjudýrkun fornsagnanna í veraldlegum skilningi lögöu Fjölnismenn sitt lóö á vogarskálar íslenskrar sjálfstæöisbaráttu á árdögum hennar. Nú „ríða“ fréttamenn sjónvarpsstöðv- anna um héröö og tala við venjulegt íslenskt fólk við dagleg störf. Kosningar til Alþingis eru í nánd og fréttamennirnir kanna hug fólksins áður en þeir setjast fyrir framan frambjóðendur í beinum útsendingum. Kosningaundirbúningur er tími fréttamanna ekki síöur en frambjóð- enda og kjósenda. Hvar sem frétta- mennirnir fara um byggðir landsins og spyrja heimafólk um hvað veröi kosið svara flestir á sömu lund. „Þaö verður kosið um atvinnumálin." Alþingiskosn- ingar snúast í eöli sínu um val á fulltrú- um til setu á Alþingi og löggjafastarfs fyr- ir þjóöina. En Alþingiskosningar snúast einnig í hugum margra um val á mönn- um til þess aö tryggja atvinnu og lífsaf- komu. Á undanförnum árum hefur þjóöin gengiö í gegnum tíma samdráttar í atvinnulífi. Fólk hefur oröiö aö leggja nokkrar byröar á heröar sér í baráttu til nýrrar uppbyggingar. Einkum hafa íbúar utan höfuðborgarsvæðisins þurft að hafa áhyggjur af afkomumálum sínum. Af þeim sökum er ekki óeðlilegt aö fólkið sem sjónvarpsmennirnir hitta á förnum vegi og spyrja um hvaö kosið verði nefni atvinnumálin í svari sínu. Fóik ber áhyggjur í brjósti og veit að þaö getur hvorki lifaö af minningum um fortíðina eöa óskum um framtíðina. „Þaö veröur kosið um atvinnumálin," segir fólkiö á meðan sjónvarpstökuvél- arnar suða og festa mynd þess og tal á ræmu. Fólk verður aö gera kröfur til stjórnmálamanna. En fólk verður einnig aö gera kröfur til sjálfs sín. Atvinnulíf verður að byggjast á frumkvæöi og fram- taki fólksins á hverjum staö. Atvinnulíf veröur einnig aö byggjast á því aö stjórnvöld beiti áhrifum og skapi fram- leiðslu og atvinnu þaö umhverfi aö hún geti skilað þeim sem aö henni standa viðunandi lífskjörum. Þjóöin er nú á leið út úr tíma samdráttar og mikilvægt er að hún villist ekki af vegi. Meö frumkvæöi fólksins og stuðningi stjórnmálamanna á hún aö geta varðað þann veg til fram- búðar. Ef landsmenn minnast þessarar staðreyndar viö kjörborðiö að viku liðinni þá snúast kosningarnar um atvinnumál- in. Þóröur Ingimarsson. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtalinni eign fer fram á eigninni sjálfri, á neðangreindum tíma: Fagrasíða 9a, Akureyri, þingl. eig- andi Stjórn verkamannbústaða, tal- inn eigandi Þorgerður Þorgilsdóttir, miðvikud. 17. apríl 1991, kl. 16.00 Uppboðsbeiðendur eru: Ævar Guðmundsson hdl., Jón Eiríksson hdl., Sigríður Thorlacius hdl., Bæjarsjóður Akureyrar og Björn Jósef Arnviðarson, hdl. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Stuðningshópur fyrir aðstandendur aldraðra: Fundur á Heilsu- gæslustöðinni Fundur verður haldinn mánudag- inn 15. apríl kl. 17.30 á 4. hæð Heilsugæslustöðvarinnar. Jón Björnsson félagsmálastjóri kemur á fundinn og ræðir um ell- ina og hamingjuna. Allir þeir sem annast aldraða heima eru velkomnir. Sýna þarf sömu aðgæslu á fáförnum vegum 1 ^ sem öðrum! víðaIeynast HÆTTUR! ® ®. BéííiS S ffl Sliiiliiiliiilliiliiiliiilliiiliiilliiiliiiliilliiiliiiliiil r fflfflfffl tiij tni ttii STITTTTTTI Tffij ffl fflBlTTTT Ltit tit nnr T¥¥ T¥¥, Frá Menntaskólanum á Akureyri NÝTT SÍMANÚMER 1-14-33 Frá og meö mánudegi 15. apríl 1991 er símanúmer Menntaskólans á Akureyri 1 14 33. Skólameistari. ——------------. AKUREYRARBÆR Akureyrarbær auglýsir eftir DEILDARSTJÓRA DAGVISTARDEILDAR Deildarstjóri dagvistardeiidar hefur umsjón meö uppbyggingu, starfsháttum og rekstri á dagheim- ilum, leikskólum, gæsluvöllum og leiksvæöum og annast samstarf við dagmæöur á Akureyri. Ráöningin er tímabundin til eins árs, helst frá 15. maí nk. Umsækjendur þurfa aö hafa menntun og reynslu á sviði uppeldisfræða og stjórnunar. Umsóknum um starfiö skal skilað fyrir 24. arpíl nk. á sérstök- um umsóknareyðublööum sem fást hjá starfs- mannastjóra Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 600 Akureyri. Auk starfsmannastjóra veitir félags- málastjóri upplýsingar um starfiö (s. 96 25880) og deildarstjóri dagvistardeildar (s. 96 24600). Félagsmálastjóri. mmmmmmmm^mm^mmi^mmmmm^—mmmm Yfirverkstjóri Vélsmiðjan Oddi hf. óskar að ráða yfirverkstjóra yfir þjónustu- og nýsmíðadeild. Leitaö er að manni meö starfsreynslu í málmiönaöi og menntun á rekstrarsviði. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 96- 21244. Mötuneyti Óskum eftir að ráða starfskraft til þess að sjá um mötuneyti hjá bankastofnun. Vinnutími 9-14. Starfið er laust nú þegar. Upplýsingar og umsóknareyöublöö aðeins á skrif- stofunni. RÁÐNINCAR Endurskoðun Akureyri hf., Glerárgötu 24, sími 26600 ■ I ■ ® ffl | l;sil;;;l;!:li:iiiiiiiiiili;;l;uliiiiiiiiiiilliiiliiiliiil [ínnniTn mnnirnbttts mnnm ntinritíTi b iu iiM m in I in iii m Im in m i Frá Menntaskólanum á Akureyri Starf aðstoðarskólameistara við Menntaskólann á Akureyri er laust til umsóknar. Aðstoðarskólameistari er staögengill skólameistara og vinnur meö honum við daglega stjórn skólans og rekstur. Skólameistari ræöur aðstoðarskólameistara til fimm ára í senn úr hópi framhaldsskólakennara, að höföu samráði við skólanefnd. Umsóknir skulu sendar skólameistara fyrir 10da maí 1991. Akureyri, 10da apríl 1991 Tryggvi Gíslason, skólameistari MA. FJORÐUNGSSJUKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Hjúkrunarfræðingar - Barnadeild Við á F.S.A. óskum aö ráöa hjúkrunarfræðinga á Barnadeildina okkar. Hún er eina sérhæföa barna- deildin á landinu utan Reykjavíkur og rúmar 10 börn á aldrinum 0-16 ára. Innan deildarinnar er gjörgæsla fyrirbura. Hvað bjóðum við? ☆ sveigjanlegan vinnutíma ☆ skipulagða fræöslu ☆ skipulagða aðlögun ☆ áhugavert, fjölbreytt og uppbyggjandi starf Hvenær vantar okkur hjúkrunarfræðinga? Vegna veikindaforfall strax. Til aö efla fræðslu og innra starf fljótlega og tii sumarafleysinga í vor. Umsóknarfrestur er til 15. maí 1991. Nánari upplýsingar gefa: Valgeröur Valgarösdóttir deildarstjóri og Sonja Sveinsdóttir hjúkrunarfram- kvæmdastjóri í síma 96-22100. Hjúkrunarfræðingar - Lyflækningadeild Óskum aö ráöa hjúkrunarfræðing í 60-80% nætur- vaktir á Lyflækningadeild II. Deildin er opin frá mándegi til föstudags og þjónar sjúklingum sem koma inn til rannsókna eöa til styttri meðferðar. Umsóknarfrestur er til 30. apríl. Nánari upplýsingar gefa Ragnheiður Dóra Árnadóttir deildarstjóri og Sonja Sveinsdóttir hjúkrunarfram- kvæmdastjóri í síma 96-22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.