Dagur - 16.05.1991, Blaðsíða 4

Dagur - 16.05.1991, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 16. maí 1991 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1100 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 100 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), KÁRI GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÓRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Þensla í mjólkur- framleiðslunni Síðustu daga hafa þær fréttir borist að bændur væru farnir að hella niður mjólk. Þessir bændur hafa fullnýtt framleiðslurétt sinn fyrir yfirstandandi verðlagsár og verða að framleiða verðlausa vöru fram til 1. septem- ber er nýtt framleiðslutímabil hefst. Þeir sem fyrstir fylltu framleiðslukvótann mega henda framleiðslu sinni í allt að ársfjórðung á þeim tíma sem kostnaður við mjólkurframleiðsluna er í lágmarki vegna sumar- beitar nautgripa. Framleiðsla á mjólk hefur verið mun meiri en neysla að undanförnu. Á síðustu tólf mánuð- um voru framleiddir 109 milljón mjólkurlítrar og gert er ráð fyrir að heildarframleiðsla yfirstandandi verð- lagsárs verði allt að fimm milljón lítrum meiri en neysla landsmanna á mjólkurvörum á sama tímabili. Fyrir um tveimur árum var mjólkurframleiðslan orð- in talsvert minni en neyslan. Óttuðust þá margir að skortur gæti orðið á mjólkurvörum sem ýta myndi undir kröfur um innflutning. Því var gefin út sérstök reglugerð á síðasta verðlagsári sem heimilaði fram- leiðendum að færa 15% framleiðslu sinnar yfir á það verðlagsár sem lýkur í byrjun næsta hausts. Margir bændur notfærðu sér þessa heimild til fulls og ýmsir eflaust í þeirri trú að þeir fengju að færa þetta fram- leiðsluhlutfall áfram á milli ára. Vegna aukningarinnar nú verður ekki um slíkt að ræða og þurfa bændur því að skila tveim þriðju hlutum viðbótarheimildarinnar þar sem aðeins verður leyft að færa 5% mjólkurfram- leiðslunnar yfir til verðlagsársins 1991 til 1992. Við þetta bætist að síðasta sumar var gjöfult og voru flest- ir bændur vel birgir af góðum vetrarforða á haustnótt- um sem einnig hefur skilað sér í auknu framleiðslu- magni. Síðast liðinn mánudag var gefin út reglugerð sem heimilar bændum að kaupa og selja fullvirðisrétt til framleiðslu mjólkur. Er þessi reglugerð í samræmi við drög að nýjum búvörusamningi sem samþykkt hafa verið af Stéttarsambandi bænda en Alþingi á enn eftir að fjalla um. Þótt hin nýja reglugerð sé veruleg rým- kun á miðstýringu í mjólkurframleiðslunni nær hún ekki að leysa þann bráða vanda sem nú er að skapast því kaup og sala á framleiðslukvóta samkvæmt henni taka ekki gildi fyrr en í byrjun næsta verðlagsárs. Til- færsla á framleiðslurétti minnkar heldur ekki fram- leiðsluna í einni svipan þótt hún muni leiða af sér ýmiskonar hagræðingu í mjólkurframleiðslu á lengri tíma. Fyrir nokkrum dögum lýsti Benjamín Baldursson, bóndi á Ytri Tjörnum í Eyjafirði því yfir við fréttamann Ríkissjónvarpsins að þessi vandi væri að nokkru leyti heimatilbúinn. Sú skýring er alveg rétt og ánæjulegt að heyra þau orð af vörum mjólkurframleiðanda. Kom- ið er fram að bændur tóku fullvel við sér er þeir fengu tímabundna rýmkun á framleiðsluheimildum í hendur og margir hugsuðu dæmið ekki til enda. Markaður fyr- ir mjólkurvörur er takmarkaður. Þótt jafnvægi hafi ver- ið á milli framleiðslu og eftirspurnar á undanförnum árum sýnir sá vandi sem 15% tilfærslan hefur leitt af sér að lítið má útaf bera til að skapa þenslu í mjólkur- framleiðslunni. ÞI Vorpistill II: Gæsagarg o.fl. Gæsin er auðvitað einn af okkar stærstu og myndarlegustu sumar- fuglum. íslenskar gæsir hafa flestar eða allar vetursetu á og við Bretlandseyjar. í norð-aústur Skotlandi er stórt vatn sem heitir Loch Leven. Þar er sagt að megnið af íslensku gæsinni haldi sig allan veturinn. Hingað komu fyrstu grágæsa- pörin í miðjum apríl í vor. f Svarfaðardal hafa 3-4 undanfarin ár verið ein eða tvær nærri alhvít- ar grágæsir og enn er a.m.k. ein hvít gæs komin. Það er skrýtið að sjá, hvernig þær haga sér í hópnum. Þær eru yfirleitt alltaf í jaðrinum, helst einar sér utan við aðalhópinn. Líklega eru þær utangarðsfuglar og eiga sér ekki maka. Samt eru þetta raunverulegar grágæsir, en hafa tekið þetta lit- leysi í arf og fá að gjalda fyrir það. Ekki er allt sem sýnist, gæsir eru ekki bara grágæsir. Á sunnu- daginn ók ég til Akureyrar. f nýrækt frá Ytri-Reistará voru einar 100 gæsir að gæða sér á Hjörtur E. Þórarinsson. nýgresinu hans Kristjáns jóska. Þegar að var gáð kom í Ijós, að í þessum stóra hóp var ekki ein einasta grágæs. Þarna var sem sagt komin heiðagæs. Þessi teg- und verpir uppi á hálendinu en er nú líklega að bíða eftir fregnum þaðan, hvort snjó hafi tekið í Þjórsárverum eða upp með Skj álfandaflj óti. Nú er þessi fallega gæs hér á hverju vori og stöðugt fleiri og fleiri. Hún var þó sjaldséður gest- ur hér alveg fram á síðustu ár. Líklega fjölgar henni svo mikið, að gömlu varplöndin séu fullset- in. Það er annars vandalaust að þekkja þessar tegundir sundur á vorin. Heiðagæsin hefur kaffi- brúnt höfuð og háls og bleika fætur, Bleikfættu gæsina kalla Bretar hana. Svo er hún minni en grágæsin, en það sést nú ekki svo greinilega nema þær sjáist báðar saman. Helsingjarnir eru hérna líka og eru að hressa sig á ungum íslenskum gróðri áður en þeir fljúga áfram til Grænlands. Jú, vorið er greinilega komið til að vera. Túnin í Kræklinga- hlíðinni eru að verða fagurgræn og þá ekki síður á Svalbarðsströnd. En allra grænust eru þau samt hjá þeim í Stóra-Dunhaga í Hörgár- dalnum og þar í kring. Þeir verða ábyggilega farnir að slá eftir svo sem 5 vikur. Við bíðum og sjáum hvað setur. Hjörtur E. Þórarinsson. Styrktarsjóður Blindrabóka- safiis Islands stofiiaður Blindrabókasafn íslands var stofnað með lögum árið 1982. Safnið heyrir undir menntamála- ráðuneytið og er úthlutað fé á fjárlögum hvert ár til starfsemi þess. Þjónusta safnsins við blinda og sjónskerta á öllum aldri felst í útlánum á hljóðbókum, bæði skáldritum og fræðibókum, en einnig í aðstoð við þá sem stunda vilja nám á framhaldsskólastigi. Þegar talað er um sjónskerta er hér átt við fjölda fólks sem á í lestrarerfiðleikum án þess að um beina sjónskerðingu sé að ræða. Stór hluti þessa fólks eru aldraðir í heimahúsum og á stofnunum. Á undanförnum árum hefur verkefnum safnsins fjölgað mjög og eftirspurnin eftir þjónustu stóraukist. Fjárframlög liins opinbera hafa hins vegar ekki verið í samræmi við þessa aukn- ingu. Allt að 5000 manns víðs vegar um landið njóta þjónustu safnsins árlega. Er hún lánþegum að kostnaðarlausu. Síðan safnið var stofnað hafa ýmsir velunnarar þess, aðallega lánþegar og aðstandendur þeirra, sýnt góðan hug sinn til safnsins með því að gefa til þess fjárupp- hæðir. Þetta varð m.a. kveikjan að því að árið 1989 var stofnaður sérstakur Styrktarsjóður Blindra- bókasafns íslands. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að framförum í starfsemi safnsins hvað varðar tæknilega þróun og starfsþekkingu. Úr sjóðnum skal veita fé m.a. til kaupa á tækjum vegna framleiðslu lesefnis fyrir lánþega. Tekjur sjóðsins eru frjáls framlög frá einstaklingum, fyrirtækjum og félögum. Á síðasta ári var úthlutað fé úr styrktarsjóðnum í fyrsta skipti, 1 milljón króna, til tölvuvæðingar á útlánakerfi safnsins. Þetta verk- efni mun auðvelda mjög öll sam- skipti milli safns og lánþega sem flestir reiða sig nijög á aðstoð starfsmanna safnsins við val á les- efni. Útlánskerfi safnsins er að því leyti frábrugðið öðrum bóka- safnakerfum að það geymir láns- sögu lánþega en það er nauðsyn- legt til þess að komast hjá því að senda lánþega aftur og aftur sömu bókina. Brýn þörf er einnig á viðbótartækjum til framleiðslu hljóðbóka og blindraletursbóka. Stjórn styrktarsjóðsins hefur því ákveðið að kynna málið fyrir ýmsum fyrirtækjum, sveitarfélög- um svo og almenningi og leita stuðnings þessara aðila. Send hafa verið bréf til ýmissa fyrirtækja svo og sveitarfélaga. Gíróseðlar eru sendir þeim sem þess óska en einnig er tekið á móti framlögum í safninu sjálfu. Leggja má fé inn á kjörbók nr. 262466 í Landsbanka Islands. í ráði er að stofna Vinafélag Blindrabókasafns íslands og eru þeir sem áhuga hafa á þátttöku beðnir að hafa samband við for- stöðumann safnsins eða stjórn styrktarsjóðsins og láta skrá nöfn sín. Forstöðumaður Blindrabóka- safns íslands er Helga Ólafsdótt- ir, bókasafnsfræðingur. Stjórn Styrktarsjóðs Blindrabókasafns íslands skipa Elfa Björk Gunn- arsdóttir, Kristín H. Pétursdóttir og Sigurbjörn Sigtryggsson. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins á Akureyri: Almennur fundur í kvöld um rann- sóknir og nvjungar í fiskiðnaði - flölmörg fróðleg erindi verða ílutt á fundinum Rannsóknastofnun fiskiðnað- arins á Akureyri boðar til opins kynningarfundar í kvöld, fimmtudaginn 16. maí, kl. 20, um rannsóknir og nýjungar í fiskiðnaði. Fundurinn verður haldinn í húsnæði sjávar- útvegsbrautar Háskólans á Akureyri að Glerárgötu 36 annari hæð. Fjölmörg fróðleg erindi verða flutt á fundinum. Klukkan 20 ríð- ur Arnheiður Eyþórsdóttir, for- stöðumaður á vaðið og fjallar um starfsemi Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins á Akureyri. Dagskrá fundarins verður annars sem hér segir (tölurnar vísa til tímasetningar erindanna): 20.15 Hverju skila rannsóknir í fiskiðnaði? - Grímur Valdi- marsson, forstjóri. 20.30 Vannýttar fisktegundir- Sigurjón Arason, deildarstjóri. 20.45 Betri nýting hrognkelsa - Halldór Þórarinsson, matvæla- verkfræðingur. 21.30 Umhverfismál í fiskiðn- aði - Stefán Einarsson, efna- fræðingur. 21.45 Ný viðhorf í hreinlætis- málum - Hjörleifur Einarsson, örverufræðingur. 22.00 Hagræðing og jiróun í frystihúsum - Hannes Arnason, verkfræðingur. 22.30 Almennar umræður.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.