Dagur - 16.05.1991, Blaðsíða 3

Dagur - 16.05.1991, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 16. maí 1991 - DAGUR - 3 fréftir i Amtsbókasafnið á Akureyri: Veruleg útlánsaukning nií ára - vaxandi vinsældir myndbandaleigunnar Heildarútlán Amtsbókasafns- ins á Akureyri á árinu 1990 voru 103.621 bindi á móti 95.842 bindum árið 1989. Aukningin nemur 7.779 bind- um eða 8,2% og einnig var nokkur aukning á útlánum til skipa, skóla og stofnana eða 3.185 bindi á móti 3.112. Þess- ar upplýsingar koma fram í ársskýrslu safnsins. Útlán voru mest í október, 9.849 bindi, og einnig yfir níu þúsund í janúar og mars. Lán- þegar voru hins vegar latastir við lesturinn í maí en þá voru ríflega sex þúsund bindi lánuð út. Fjölmörg skip og stofnanir fengu bókakassa á árinu og þá nutu 69 lánþegar, aldraðir og öryrkjar, heimsendingarþjón- ustu. Félagar í Soroptimista- klúbbi Akureyrar annast út- keyrslu á bókunum. Skráðir gestir á lestrarsal, sam- kvæmt gestabók, voru 5.299, eða um 20 á dag til jafnaðar. Aðsókn- in var mest í mars svo og bóka- notkun en alls voru 26.166 bindi úr prentskilasafninu lánuð til notkunar á lestrarsalnum á síð- asta ári. Myndbandaeign Amtsbóka- safnsins jókst um 60 titla og á safnið nú 126 myndbönd. Pessi þjónusta nýtur sívaxandi vin- sælda. í upphafi var áherslan lögð á fræðsluefni en í seinni tíð hafa einnig verið keyptar valdar kvikmyndir. Alls voru 752 útlán á myndböndum á árinu. Tölvuvæðing bókasafnsins hófst á miðju ári og væntanlega líða ekki mörg ár þar til allur bókakostur safnsins verður tölvu- skráður. Aðsókn skólanema var að vanda mikil að safninu og orðrétt segir Lárus Zophoníasson, amts- bókavörður, í ársskýrslunni: „Þó ÁTVR opnar á Húsavík: Bóndí úr Kinn keypti íyrsta bjórinn Sigurður Þórarinsson, verslun- arstjóri ATVR á Húsavík opn- aði dyr verslunarinnar fyrsta sinni fyrir viðskiptavinum kl. 13:33 á miðvikudaginn. Fyrsti viðskiptavinur verslunarinnar var Þórólfur Jónasson, bóndi á Syðri-Skál í Kinn og keypti hann tvær kippur af bjór. Húsnæði verslunarinnar er smekklega innréttað og virðist áfengisútsalan fara ágætlega í sambýli við Fatahreinsun Húsa- víkur. ÁTVR verður opið fram- vegis kl. 13:30 til 18, mánudaga til fimmtudaga, en á föstudögum verður opið frá 10 til 18. Kvöldið fyrir opnun var boð í versluninni þar sem gestir virtust kunna ágætlega að meta væntan- lega söluvöru ÁTVR sem þar var boðið upp á. Meðal boðsgesta var Bæjarstjórn Húsavíkur og bæjarstjóri, Einar Njálsson sagði við þetta tækifæri: „Ég álít ekki að áfengið sem slíkt verði Húsa- vík til bjargar, en hér er um að ræða ákveðna þjónustu sem menn vildu fá. Okkur finnst eðli- legt, í samkeppni við aðra aðila um þjónustu, að þessi þjónusta sé veitt í bænum af innanbæjar- mönnum og skapi hér atvinnu.“ Einar brá á létta strengi og sagði að Sigurði, útibústjóra mundi líklega ekki veita af einum sterkum áður en hann opnaði dyr verslunarinnar, sem vega rnunu nokkur hundruð kíló. Mikla athygli vakti sýning sem sett var upp í tilefni af opnun ATVR á Húsavík, en þar sýnir Húsvíkingurinn Sigfús Þráinsson hátt á annað hundrað óáteknar vískíflöskur, úr einstöku vískí- flöskusafni sínu. Myndir frá opnun verslunar- innar og opnunarteitinu verða síðar birtar í Degi. IM Húsavík: Bæjarverksíjóri hættír Bæjarstjórn Húsavíkur hefur ákveðið að auglýsa stöðu bæjarverkstjóra lausa til umsóknar, en Guðmundur Þorgrímsson sem gegnt hefur stöðunni um árabil lætur af störfum þann 1. júní nk. Guðmundur mun breyta um starfsvettvang hjá bænum og hefja störf við íþróttahöllina í haust. IM Ljóðasamkeppni Dags og Menor: Úrslit ktmngerð á mánudaginn - alls bárust 104 ljóð Svo fór að yfir eitt hundrað Ijóð bárust í Ijóðasamkeppni Dags og Menningarsamtaka Norðlendinga og er endanleg tala 104 Ijóð. Þetta er öllu meiri þátttaka en reiknað hafði verið með en hún þarf þó ekki að koma á óvart miðað við þær viðtökur sem smásagnasam- keppni sömu aðila fékk. Störf dómnefndar hafa gengið vel þótt ljóðin séu mörg, en þau voru öll lesin vandlega og síðan komin séu bókasöfn við flesta skóla bæjarins, misjafnlega öflug að sjálfsögðu, þá verður Amts- bókasafnið, með sitt prentskila- safn, ætíð hinn sterki bakhjarl, sem mennta-, upplýsinga- og menningarstofnun, ef bæjaryfir- völd bera gæfu til að sýna því skilning og hlúa að því eftir bestu getu.“ SS þúsund Útlán á mánuði 1988-1990 Amtsbókasafnið á Akureyri Jan. Fcb. Mars Apríl Maí Júnf Júlí Ágúsl Scpl. Okl. Nóv. Dcs. Mánuðir 11988 1989 CJ 1990 HoffsÓS: Dýralæknis- staða laus Landbúnaðarráðuneytið hefur auglýst lausa til umsóknar stöðu héraðsdýralæknis í Hofsósi. Staðan er auglýst laus tíma- bundið til eins árs. Gísli Hall- dórsson hefur gegnt stöðu hér- aðsdýralæknis í Hofsósi undanfarin ár. Staða héraðsdýralæknis í Hofs- ósi er laus frá og með 1. septem- ber á þessu ári til 31. ágúst árið 1992. Starfandi dýralæknir Gísli Halldórsson hefur tekið sér árs leyfi frá störfum til að gegna stöðu framkvæmdastjóra Slátur- samlags Skagfirðinga. Gísli tekur við framkvæmdastjórn af Birgi Bogasyni en hann andaðist á síð- asta ári. kg Pí prH'omPfPÍr í mm Ítí • endurunninn pappír ín . TELEFAXPAPPIR • ÁÆTLUNARBLOÐ .ÁÆTLUNARBLOÐ pyrir sumarleyfi • 5KÝRSLUBLOKKIR LsSSnpapw .hvers kyns , SÉRPRENTUN DAGSPRENT STRANDGÖTU 31 • 600 AKUREYRI SÍMAR 24222 & 24166 var þeim fækkað smátt og smátt eftir gagnrýninn yfirlestur og greiningu. Erfiðasta verkefnið var að velja „bestu“ ljóðin (hug- takið getur verið illhöndlanlegt) úr þeim 15-20 sem eftir voru í lokatörninni, en dómnefnd mun gera nánari grein fyrir störfum sínum er úrslit liggja fyrir. Dómnefndin er nú að skila af sér niðurstöðum og fer verð- launaafhending fram í Gamla Lundi á annan í hvítasunnu. SS L66 Rroers ^ ®MR Lee HERRADEILD ^ Gránufélagsgötu 4

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.