Dagur - 16.05.1991, Blaðsíða 8

Dagur - 16.05.1991, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 16. maí 1991 Alþingi samþykkti ný lög sem snerta málefni fatlaðra í mars- mánuði sl. Þetta eru lög um félagsþjónustu sveitarfélaga frá 19. mars, og lög um breytingu á lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins nr. 86 frá 1988, með síðari breytingum, samþykkt 19. og 20. mars. Lögin um félagsþjónustu sveitarfélaga skiptast í sautján kafla. í markmiðum laganna segir: Markmið félags- þjónustu sveitarfélaga er að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi og stuðla að velferð íbúa á grundvelli samhjálpar. Skal það gert með því að a) bæta lífskjör þeirra sem standa höll- um fæti, b) að tryggja þroskavænleg uppeldisskilyrði barna og ungmenna, c) að veita aðstoð til þess að íbúar geti búið sem lengst í heimahúsum, stundað atvinnu og lifað sem eðli- legustu lífi, d) að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir félagsleg vandamál. Framkvæmd laganna og eftirlit með að þau séu haldin Við framkvæmd félagsþjónust- unnar skal þess gætt að hvetja einstaklinginn til ábyrgðar á sjálf- um sér og öðrum, virða sjálfs- ákvörðunarrétt hans og styrkja hann til sjálfshjálpar. Með félagsþjónustu samkvæmt þessum lögum er átt við þjón- ustu, ráðgjöf og aðstoð í tengsl- um við þessa málaflokka: Félags- lega ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu, málefni barna og ungmenna, þjónustu við unglinga, þjónustu við aldraða og fatlaða, húsnæðis- mál, aðstoð við áfengissjúka og varnir gegn vímugjöfum, og að lokum atvinnuleysisskráningu og vinnumiðlun. Frá stjórnskipulagi séð heyrir félagsþjónusta sveitarfélags undir félagsmálaráðuneytið, en það hefur eftirlit með því að sveitar- félögin veiti lögboðna þjónustu á þessu sviði eins og fleirum. Sveit- arstjórnir skulu kjósa félagsmála- nefndir eða ráð, sem fara með stjórn og framkvæmd félagsþjón- ustu í sveitarfélögum í umboði sveitarstjórna. Sveitarstjórnum er skylt að semja starfsreglur fyr- ir félagsmálanefndir, og senda reglurnar til félagsmálaráðu- neytisins. Heimilt er að skipa sér- stakar undirnefndir félagsmála- nefnda, sem sinna sérstökum verkefnum. mörgum að taka þyrfti stærri skref og dýpra í árinni, en þá sáum við fram á að minni líkur væru til að þetta næði fram að ganga. Því vildum við frekar koma fætinum inn fyrir dyrnar, ef svo má að orði komast, en að hafa dyrnar alveg lokaðar áfram. Þetta er mikil breyting til batn- aðar frá því sem áður var. Áður var lítill sem enginn lagagrunnur fyrir heimaþjónustu. Auðvitað er margt fleira sem breytist til batn- aðar með setningu þessara laga, en fyrir félaga í Sjálfsbjörgu skipta ákvæðin um heimaþjón- ustu mestu máli,“ segir Jóhann Pétur. „Möguleiki á aö fylgja hlutunum eftir viö ráðuneytið“ - En hvaða tryggingu hafa menn fyrir því að þessi lagaákvæði verði ekki dauðir og staðlausir stafir? Jóhann Pétur segir að eina tryggingin sé sú að löggjöfin hafi tekið gildi, og samtök fatlaðra geti nú bent á þau til að ná fram leiðréttingu sinna mála. „Áður var það fyrst og fremst móralskt atriði hvort heimaþjónustu væri sinnt eða ekki, en nú eru þó kom- in lög yfir þessi mál. Þetta er spurning um að framfylgja lög- gjöfinni,“ segir hann. Félagsmálaráðuneytið á, sam- kvæmt lögunum, að sjá um að lögum þessum sé framfylgt. Jó- IWeð nýju lögunum er í fyrsta sinn kveðið skýrt á um skyldu sveitarfélaga til að sinna heimaþjónustu. Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga og Húsnæðisstofnun ríkisins: Akvæði lun heimaþjónustu lögfest í fyrsta sinn nérlendis - Jóhann Pétur Sveinsson: Mikilvægt skref í jafnréttisbaráttu fatlaðra Málefni fatlaðra þarfnast stöðugrar endurskoðunar hjá löggjafanum, margt hefur áunnist en stór verkefni bíða. Nákvæm ákvæði eru í lögunum um stjórnskipulag, samvinnu sveitarfélaga, félagsmálastofnan- ir og hlutverk félagsmálanefnda. Jóhann Pétur Sveinsson: Mikið undir því komið að sveitarfélögin framfylgi lögunum Jóhann Pétur Sveinsson, formað- ur Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, var spurður álits á lögunum um félagsþjónustu sveitarfélaga, og á hvern hátt þau stuðluðu að framgangi málefna fatlaðra. Jóhann Pétur segir að með lögunum sé brotið blað, einkum hvað snertir heimaþjón- ustu. „Þetta er rammalöggjöf, og það fer talsvert eftir því hvernig sveitarfélögin framfylgja henni hvað verður úr. En þetta gefur möguleika á því, sem ekki var beinlínis fyrir hendi áður, að gera stórátak til að fá sveitarfélögin til að sinna heimaþjónustunni, sem er tvímælalaust mikilvæg fyrir fatlaða. Þetta er stærsti kosturinn við lögin. Þegar drög að lögunum voru til umræðu og umsagnar hjá Lands- sambandi Sjálfsbjargar fannst hann Pétur segir að það kæmi sér á óvart ef það ákvæði virkaði, því þetta tæki til svo stórs mála- flokks. „Þessi löggjöf er þannig að hún gefur vissa möguleika. Ef menn telja að pottur sé brotinn þá er alla vega hægt að benda ráðuneytinu á að taka þurfi á til- teknum málum eða máli. Þetta ákvæði gefur mönnum möguleika á að fylgja hlutunum eftir, og það er kannski stærsti ávinningur- inn,“ segir Jóhann Pétur Sveins- son. Félagsleg heimaþjónusta Ákvæðin um félagslega heima- þjónustu er að finna í 7. kafla laganna. Þau hljóða þannig: 26. gr. Sveitarfélag skal sjá um félagslega heimaþjónustu til handa þeim sem búa í heimahús- um og geta ekki séð hjálparlaust um heimilishald og persónulega umhirðu vegna skertrar getu, fjölskylduaðstæðna, álags, veik- inda, barnsburðar eða fötlunar. 27. gr. Með félagslegri heima- þjónustu skal stefnt að því að efla viðkomandi til sjálfsbjargar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsum við sem eðlilegastar aðstæður. 28. gr. Með félagslegri heima- þjónustu er átt við hvers konar aðstoð við heimilishald, persónu- lega umhirðu, félagslegan stuðning, gæslu og umönnun barna og unglinga. 29. gr. Áður en aðstoð er veitt skal sá aðili, sem fer með heima- þjónustu, meta þörf í hverju einstöku tilviki. Læknisvottorð skal liggja fyrir þegar um heilsu- farsástæður er að ræða. 30. gr. Sveitarstjórn setur nán- ari reglur um framkvæmd félags- legrar heimaþjónustu. Eins og sést í þessum laga- ákvæðum þá er sveitarfélögum beinlínis skylt að veita nauðsyn- lega heimaþjónustu til þeirra sem á þurfa að halda, t.d. vegna fötlunar. Það yrði síðan hlutverk félagsmálanefnda eða ráða að úrskurða um þörf fyrir slíka þjónustu eða hversu mikil hún eigi að vera, en samkvæmt lögun- um er það alveg ljóst að fatlað fólk, t.d. hreyfihamlað, á ský- lausan rétt á slíkri þjónustu. Eins og kemur fram í 30. gr. laganna eiga sveitarstjórnir að setja reglur um hvernig standa skuli að heimaþjónustu á hverj- um stað. í 11. kafla laganna er fjallað um þjónustu við fatlaða. Þar seg- ir m.a. að félagsmálanefndir skuli vinna að því að tryggja fötluðu fólki sambærileg lífskjör og jafn- rétti á við aðra þjóðfélagsþegna. Fötluðum skulu sköpuð skilyrði til að lifa sem eðlilegustu lífi, miðað við getu hvers og eins. Hlutverk félagsmálanefnda er, eins og áður sagði, að skipuleggja heimaþjónustu fyrir fatlaða mið- að við mat læknis hverju sinni, og jafnframt að leitast við að tryggja fötluðum íbúðarhúsnæði við hæfi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.