Dagur - 16.05.1991, Blaðsíða 7

Dagur - 16.05.1991, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 16. maí 1991 - DAGUR - 7 svæðinu eru einnig vaxandi vandamál sem að mestu skapast af miklum og stöðugt vaxandi umferðarþunga. Þar eiga flest umferðarslys sér stað og víða eru þrengsli svo mikil í umferðinni að ekkert má útaf bera til að öng- þveiti myndist. Einnig eru mörg erfið samgönguhöft á lands- byggðinni sem ekki verður unn- inn bugur á nema með kostnað- arsömum framkvæmdum. Á það einkum við þar sem leysa verður samgönguvanda með fjarðaþver- unum og jarðgöngum. Benda má á að víða standi samgönguhindr- anir í vegi fyrir eðlilegri byggða- þróun og því eðli málsins sam- kvæmt nauðsynlegt að sigrast á þeim hið fyrsta. Með hliðsjón af þeim vandamálum var tekinn upp nýr verkefnaflokkur við gerð vegaáætlunar 1989. Nefnist hann stórverkefnaflokkur og undir hann heyra verkefni á borð við jarðgöng, stórbrýr og fjarðaþver- anir auk þess sem verkefni á höfuðborgarsvæðinu tilheyrðu honum um tíma. Eitt fyrsta verk- efnið sem unnið var samkvæmt áætlun um stórverkefni er bygg- ing jarðganga í gegnum Ólafs- fjarðarmúla. Frekari áhersla var síðan lögð á gerð jarðganga með samþykkt Alþingis um flýtingu gerðar jarðganga á Vestfjörðum og lánsheintildir til handa ríkis- stjórn í því sambandi. Hlutur höfuðborgar- svæðisins fer vaxandi í vegaáætlun fyrir árin 1989 til 1992 voru vegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu flokkaðar með stórverkefnum. Nú hefur sú breyting verið gerð að þær eru flokkað undir sérstakan lið. Er það meðal annars gert til hag- ræðingar við frekari vinnslu áætl- unarinnar þar sem höfuðborgar- svæðið hefur mikla sérstöðu hvað vegagerð varðar en það fær einnig framlög af fjárveitingum til þjóðvega í þéttbýli. Á undan- förnum árum hefur þörfin fyrir framkvæmdir við stofnvegakerfi á höfuðborgarsvæðinu farið ört vaxandi. Kemur þar fyrst og fremst til mjög ört vaxandi umferðarþungi. Nú er talið að nauðsynlegt sé að verja um 19 milljörðum króna til vegafram- kvæmda á höfuðborgarsvæðinu og á það bæði við unt þjóðvegi á svæðinu og framkvæmdir er falla undir þjóðvegi í þéttbýli. Talið er að umferðaröryggi sé víða orðið verulega áfátt og miklar vonir bundnar við að slysum fækki ef lagt verður í verulegar frarn- kvæmdir við úrbætur. Ýrnsar framkvæmdir eru orðnar mjög aðkallandi á þessu svæði en eru að sama skapi verulega kostnað- arsamar. í langtímaáætluninni kentur fram að ljóst sé að undan þeim verði ekki vikist á komandi árum. Heildarútgjöld til vegamála hækka - en lækka sem hlutfall af þjóðarframleiðslu Árið 1964 voru heildarútgjöld til vegamála 2.529 milljónir króna á verðlagi ársins 1990 eða 1,58% af þjóðarframleiðslu. Útgjöld til þessa málaflokks héldust svipuð fram til ársins 1970 en 1971 var varið 5.248 milljónum eða 2,26% af þjóðarframleiðslu til vegamála á sama verðlagi. Mestu fé var varið til vegamála á árinu 1973 eða 6.262 milljónum króna sem samsvaraði 2,25% af þjóðarfram- leiðslu. Síðan hafa útgjöld til vegamála verið á bilinu 3.936 til 5.230 milljónir króna á ári miðað við verðlag 1990 eða frá 1,16% til 1,76% af þjóðarframleiðslu. Fyr- ir árið 1971 var ástand vegamála á landsbyggðinni óviðunandi. Engir vegaspottar voru lagðir bundnu slitlagi, flestar brýr voru einbreiðar og margar að falli komnar. Einnig voru margir veg- ir svo illa upp byggðir að þeir lok- uðust við minnstu snjóa. Lands- byggðin býr þar af leiðandi nokk- uð vel að því átaki sem gert var í vegamálum á árunum 1971 til 1974. Þótt framkvæmdafé til vegamála hafi aldrei farið niður á það stig sem það var fyrir 1971 hefur hlutfall þess af þjóðarfram- leiðslu farið minnkandi. Eins og sést af þeim upplýsingum sem langtímaáætlun í vegagerð hefur að geyma er þó langt í land að íslendingar hafi náð að ljúka nauðsynlegustu verkefnum á sviði samgöngumála. Enginn landshluti sker sig úr í byrjun þessa árs var lokið við jarðgöng í gegnum Ólafsfjarðar- múla. Næstu stórverkefni liggja víðsvegar um landið. Má þar nefna brýr yfir Markarfljót og Kúðafljót á Suðurlandsvegi. Gert ráð fyrir framkvæmdum á Vest- fjarðavegi í Gilsfirði og Dýrafirði og brú á Breiðadalsá á Áustur- landsvegi. Einnig er verulegu fé veitt til jarðganga á Vestfjörðum á næstu fjórum árum og minni fjárveitingar eru til jarðganga á Áustfjörðum sem einkum eru ætlaðar til undirbúningsvinnu. Þá eiga verkefni á höfuðborgarsvæð- inu verulegan hluta í langtíma- áætlun í vegagerð. í grófum dráttum er áætluðum kostnaði vegna vegaframkvæmda til og með ársins 2002 skipt á þann hátt að til verkefna við stofnbrautir er áætlað að verja 27,2 milljörðum, til þjóðbrauta 17,5 milljörðum, til jarðgangagerðar 10,6 ntilljörð- um og til vegaframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu er áætlað að verja 18,8 milljörðum króna eða um fjórðungi allrar fjáröflunar til vegaframkvæmda fram til ársins 2002. Þ1 Fermingarböm í DaMkur- kirkju á hvítasunnudag - hátíðarmessa verður í Dalvíkurkirkju á hvítasunnudag kl. 10.30 - fermd verða eftirtalin börn: Aðalbjörg Þórey Ólafsdóttir, Hafdís Heiðarsdóttir, Ólafur Helgi Rögnvaldsson, Brimnesbraut 21 Svarfaðarbraut 17 Dalbraut 8 Anton Örn Ingvason, Heiðar Sigurjónsson, Ólafur Ingi Steinarsson, Karlsrauðatorgi 22 Reynihólum 10 Karlsbraut 9 Brina Rut Willardsdóttir, Heiðdís Þorsteinsdóttir, Rakel Friðriksdóttir, Svarfaðarbraut 30 Böggvisbraut 4 Böggvisbraut 9 Birgir Már Hannesson, Heiðveig Nanna Halldórsdóttir, Rán Aðalheiður Lárusdóttir, Karlsrauðatorgi 26 Sunnubraut 1 Hólavegi 11 Dagur Óskarsson, Hólmfríður Þorsteinsdóttir, Stefán Friðrik Stefánsson, Svarfaðarbraut 11 Ásvegi 14 Böggvisbraut 25 Friðrikka Björg Antonsdóttir, Jón Már Jónasson, Sveinn Arndal Torfason, Bjarkarbraut 19 Öldugötu 8 Stórhólsvegi 1 Halla Ingvarsdóttir Margrét Magnúsdóttir, Sylvía Ósk Ómarsdóttir, Lönguhlíð 21, Ak. Hjarðarslóð 2e Ægisgötu 3 Hallgrímur Hrafnsson, Þorgerður Kristín Guðmunds- Sognstúni 4 dóttir, Böggvisbraut 11 Fermingarböm í Ólafsljarðar- kirkju á hvítasunnudag Kl. 10.30 Albert Högni Arason, Ægisgötu 8 Andrea Ævarsdóttir, Kirkjuvegi 7 Baldur Vigfússon, Ólafsvegi 23 Díana Guðmundsdóttir, Vesturgötu 8 Guðmundur Rafn Jónsson, Aðalgötu 44 Jóhanna María Gunnarsdóttir, Hlíð Jóna Ellen Valdimarsdóttir, Hlíðarvegi 75 Kristján Ragnar Ásgeirsson, Hlíðarvegi 51 Sveinn Aðalsteinn Gunnarsson, Ægisbyggð 14 Kl. 13.30 Elísabet Sigmundsdóttir, Hrannarbyggð 10 Heiðbjört Gunnólfsdóttir, Hrannarbyggð 13 íris Dröfn Jónsdóttir, Óslandi Ólafur Pálmi Guðnason, Hrannarbyggð 9 Óskar Gunnarþór Jónsson, Bylgjubyggð 6 Ragnheiður Reykjalín Magnúsdóttir, Áðalgötu 40 Sigrún Anna Þorleifsdóttir, Hlíðarvegi 38 Sigurður Garðar Barðason, Hlíðarvegi 41 Sæunn Gunnur Pálmadóttir, Kirkjuvegi 17 Fermingarböm í Ilúsavíkur- kirkju á hvítasunnudag KI. 10.30 Stúlkur: Elín Guðrún Björnsdóttir, Baldursbrekku 7 Hanna Björg Guðmundsdóttir, Garðarsbraut 62 Erla Dögg Ásgeirsdóttir, Baughóli 10 Alda Sveinsdóttir, Heiðargerði 8 Anna María Héðinsdóttir, Brúna^erði 3 Emilía Ásta Örlygsdóttir, Laugarbrekku 16 Þórey Valsdóttir, Skólagarði 4 Hróðný Sveinbjörnsdóttir, Brúnagerði 14 Eyrún Björg Þorfinnsdóttir, Árholti 18 Jónína Ósk Lárusdóttir, Túngötu 22 Freyja Dögg Frímannsdóttir, Sólbrekku 7 Þórdís Birna Arnardóttir, Garðarsbraut 11 Drengir: Halldór Stefánsson, Litlagerði 5 Gunnlaugur Snorri Hrafnkelsson, Árholt 1 Björn Halldórsson, Laugarholti 3 a Arnbjörn Kristjánsson, Grundargarði 5 Björn Þórhallsson, Garðarsbraut 69 Alcureyringar - ferðafóik Opið til kL 23.30 öll kvöld Bensínsölur Esso • Shell • OLÍS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.