Dagur - 16.05.1991, Blaðsíða 9

Dagur - 16.05.1991, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 16. maí 1991 - DAGUR - 9 Stöðug þjálfun og endurhæfing er flestum fötluðum nauðsynleg. Sjálfsbjargarhúsið í Reykjavík. Margir fatlaðir dvelja á stofnunum, en lögin miða við að sem flestum verði gert mögulegt að búa í eigin húsnæði utan stofnana. Hús Öryrkjabandalags íslands við Hátún 10, Reykjavík. Lög þessi skarast ekki við lögin um málefni fatlaðra, en í 45. gr. segir að fatlaðir eigi rétt á almennri þjónustu og aðstoð, og skuli þeim veitt viðeigandi þjón- usta á stofnunum eftir því sem við á, enda þótt meginstefnan sé að styðja fatlaða til að búa sem lengstan hluta ævinnar utan stofnana, þ.e. á sambýlum eða í einkahúsnæði. Þá segir einnig að samstarf skuli vera sem víðtækast á milli svæðisstjórna um málefni fatlaðra og einstakra sveitarfé- laga um þjónustu. Húsnæðismál á félagslegum grunni í 12. kafla laganna er fjallað um húsnæðismál. Þar segir í 46. gr. að sveitarstjórnir skuli tryggja framboð af leiguhúsnæði, félags- legu kaupleiguhúsnæði og félags- legum eignaríbúðum handa fjöl- skyldum og einstaklingum sem eru ekki færir um að sjá sér fyrir húsnæði vegna lágra launa, þungrar framfærslubyrði eða af öðrum félagslegum ástæðum. Hlutverk félagsmálanefnda í húsnæðismálum er m.a. að sjá fjölskyldum og einstaklingum sem eiga undir högg að sækja af framangreindum ástæðum fyrir úrlausn í húsnæðismálum, meðan beðið er varanlegra lausna, til að ráða bót á bráðum vanda. í lögunum um breytingu á lög- um um Húsnæðisstofnun ríkisins frá 19. og 20. mars er fjallað um húsnæðissamvinnufélög og bú- seturétt. Þetta eru vel þekkt fyrirbæri innan íslenska hús- næðiskerfisins, og hefur færst mjög í vöxt undanfarin ár að fólk gangi í félög til að byggja eftir búsetukerfinu. 2. liður 11. greinar laganna hljóðar á þá leið að heimilt sé að veita sérstök lán til einstaklinga með sérþarfir. Lán samkvæmt þessum lið er aðeins heimilt að veita þeim sem eru ellilífeyris- þegar, öryrkjar eða búa við skerta starfsorku, eru t.d. hreyfi- hamlaðir. Lánin eru veitt til bygg- ingar eða kaupa á íbúðarhúsnæði vegna aukins kostnaðar af völd- um sérþarfa umsækjanda og geta komið til viðbótar fasteignaveð- lánum sem húsbréfadeild gefur út vegna byggingar eða kaupa á íbúð. Ennfremur má veita lán sem þessi til endurbóta á húsnæði þeirra aðila sem rétt eiga á lánum vegna örorku eða annars slíks, og falla undir skilgreiningu laga- ákvæða þessara. Einnig má veita lán samkvæmt þessum lið til þeirra sem hafa orðið fyrir meiriháttar röskun á högum og hafa vegna fráfalls maka eða af öðrum ástæðum lækkað svo í tekjum að þeir geta ekki haldið íbúðum sfnum. Umsóknum um lán samkvæmt þessum lið skal fylgja umsögn viðkomandi sveitarstjórnar eða félagsmálastofnunar. Það hefur lengi verið ljóst að öryrkjar eða aðrir þeir sem hafa skerta starfsorku geta tæplega keypt íbúðir á frjálsum markaði nema í einstaka tilvikum. Hús- næðisamvinnufélög, þar sem bú- seturéttur myndast við leigu og menn ávinna sér vissan rétt með tímanum, er í mörgum tilvikum æskilegri kostur, þ.c. ef viðkom- andi hefur eitthvað rýmri fjárhag en þó ekki nægilega góðan til að kaupa á frjálsum markaði. Lögin um húsnæðissamvinnufélög og búseturétt komu því í góðar þarf- ir á sínum tíma. Húsnæðíssam- vinnufélög sækja um lán úr Bygg- ingarsjóði verkamanna, en afla auk þess fjár með öðrum leiðum til framkvæmda. EHB Takið eftir! Áklæði og gluggatjaldaefni Glæsilegt úrval - frábært verð, frá kr. 280 kr. per. m. Svampdýnur fyrir heimilið, sumar- húsið, hjólhýsið eða tjaldvagninn. Latexdýnur, eggjabakkadýnur. SVAMPUR OG BÓLSTRUN Austursíða 2 (Sjafnarhúsið), sími 96-25137. V___________________________________/ Vortónleikar Karlakórs Akureyrar - Geysis verða haldnir í Miðgarði Skagafirði laugardaginn 18. maí kl. 21.00, íþróttaskemmunni Akureyri sunnudaginn 19. maí kl. 17.00 og mánudaginn 20. maí kl. 20.30. Mjög fjölbreytt söngskrá. Stjórnin. Háskólinn á Akureyri Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður við rekstrardeild Háskólans á Akureyri: Staða lektors í iðnrekstrarfræði (50%). Staða lektors í þjóðhagfræði. Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni ræki- lega skýrslu um vísindastörf sín, ritsmíðar og rann- sóknir, svo og námsferil sinn og störf. Upplýsingar um störfin gefur forstöðumaður rekstar- deildar í síma 96-11770. Umsóknir skulu hafa borist Háskólanum á Akureyri fyrir 10. júní nk. Háskólinn á Akureyri. Kynning föstudaginn 17. maí frá kl. 15.00-19.00 Barilla pasta, Uncle Bens hrísgrjón og súr sæt sósa. Fimmtudag, föstudag og laugardag: Kynning á maltöli og appelsíni frá Ölgerðinni Kynningarverð Opið til kl. 19.00, föstudaga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.