Dagur - 16.05.1991, Blaðsíða 5

Dagur - 16.05.1991, Blaðsíða 5
leiklist Fimmtudagur 16. maí 1991 - DAGUR - 5 BMrapiðBji ávaxta Páll Þór Jónsson og Dóra Yilhelinsdóttir við Gistiheiinilið Árból. kirkjunnar við Vestmannsvatn Aðaldal Flokkaskipting sumarið 1991 1. fl. 18. júní-25. júní börn 7-10 ára 2. fl. 26. júní- 3. júlí börn 8-11 ára 3. fl. 5. júlí -12. júlí börn 10-13 ára 4. fl. 15. júlí -22. júlí börn 7-10 ára 5. fl. 23. júlí -26. júlí aldraðirfrá Dalvík 6. fl. 27. júlí - 3. ágúst blindirog aldraðir Innritun er hafin í síma 96-27540 frá kl. 17.00-18.30 virka daga. 1----- Lilí ævintýri Fimmtudaginn 9. maí var mikið um dýrðir á Raufarhöfn. Að kvöldi þess dags setti leikfélag byggðarinnar upp viðamikla sýn- ingu, þegar það frumsýndi verkið I teiti hjá prinsessunni á baun- inni, eftir Margréti Óskarsdóttur, kennara og leikstjóra á Raufar- höfn. í sýningunni tóku þátt unt eitt hundrað og tíu flytjendur og aðr- ir starfsmenn, en það er rétt tæp- lega einn þriðji af heildar íbúa- tölu Raufarhafnar. Bara þetta er mikið afrek og sýnir vel þann stórhug og þá dirfsku, sent aðstandendur uppsetningarinnar hafa til að bera. Annað, sent ekki síður var eftirtektarvert og glæsi- legt var umbúnaður sýningarinn- ar allur. Leiksviðið var afar fallegt. Það var í sjálfu sér ekki flókið að gerð, en þjónaði sínunt tilgangi mjög vel. Að miklu leyti var það gert úr akryl-dúk, sent notaður var sem baktjald allan hringinn, en innan dúksins voru lystilega málaðir flekar, sem skipt var um eftir þörfunt. Þá voru búningar leikenda allra, sem skiptu tugum, vel gerðir-og sumir reyndar glæsilegir - og féllu vel að þeim persónum, sem í hlut áttu. í öllu þessu hefur leg- ið gífurlcg undirbúningsvinna, sem sannar kyrfilega hvers menn eru megnugir, þegar höndum er tekið saman og verki stýrt af ákveðni og dug. Efni verksins í teiti hjá prins- essunni á bauninni er fengið úr fjölda ævintýra og sagna. Þarna voru ininni úr Stígvélaða kettin- unt, Mjallhvít, Dvergunum sjö, Rauðhettu, Hans og Grétu, Prinsessunni á bauninni, Dimma- limm og Þyrnirós, svo nokkuð sé nefnt, og einnig mátti sjá þarna Línu langsokk, persónur úr Kardimommubænum og Dýrun- um í Hálsaskógi og hina íslensku Bakkabræður. Lykilpersónur hvers ævintýris eða sögu tóku þátt í leiknum og voru allar að fara í teiti hjá prinsessunni á bauninni. Allt var þetta fléttað saman í samfellda sýningu, sem gekk lipurlega og fjörlega fyrir sig. Hnökrar voru afar fáir og yfirleitt óverulegir. Þó að Leikfélag Raufarhafnar stæði að sýningunni, voru flytj- endur verksins og langflestir starfsmenn nemendur í Grunn- skóla Raufarhafnar. Hver einasti nemandi tók þátt í henni í ein- hverja veru. Hér eru ekki nokkur tök á að geta einstakra leikenda, því að ef slíku ætti að gera skil, yrði upptalningin miklu of löng. Nægja verður því að segja, að í heildina var frammistaða hinna ungu leikenda góð. Leikgleðin lýsti af andlitum þeirra og fjörið í flutningi var smitandi. Þrátt fyrir það var ljóst, að allt var agað og allir vissu gjörla hvað þeim bar að gera og hvar átti að standa. Ekki síst var þó eftirtektarvert hve greinilegur sem næst allur texaflutningur var og hve vel barst frant í salinn. Slíkt verður seint oflofað og reyndar talsvert of mikið um hið gagnstæða jafnt hjá börnum sem fullorðnum. Mikið var um söng og tónlist í sýningunni. Undirleik og annan tónlistarflutning annaðist hljóm- sveit skipuð nemendum grunn- skólans. Hljómsveitin lék vel og af öryggi en ekki síður má geta mikillar smekkvísi í styrkleika- stillingu, sem gerði það að verkum, að raddir söngvara á sviðinu, þó að ungir væru að árum, þurftu engrar mögnunar við andstætt því, sem virðist vera hald ýmissa fullorðinna flytjenda, sent virðast ekki telja, að í sér heyrist í söng nema með hjálp hljóð- nema. Uppsetning leikritsins í teiti hjá prinsessunni á bauninni var hin besta skemmtun. Margrét Óskarsdóttir, leikstjóri sýningar- innar og höfundur verksins á mikið hrós skilið fyrir þetta glæsi- lega framtak og hið sama eiga all- ir þeir, sent lögðu hönd á plóginn. Með sanni má segja, að það sé ævintýri líkast, hve vel allt tókst. Slík ævintýri gerast sem betur fer iðulega í starfi áhuga- manna um menningu og listir. Enda er starf þeirra, jafnt karla sem kvenna, unnið undir því mottói, sem kom fram í loka- orðunt sýningarinnar á Raufar- höfn: „Lifi leiklistin, lifi sönglist- in, lifi ævintýr." Haukur Ágústsson. Bíladagar • BOadagor Húsavík: Árból, nýtt vistlegt gistiheimili opnað U3L Sýnum í dag bifreiðar frá Honda á íslandi. Bílar í takt við tímann Honda Accord Honda á íslandi. BílasalaÞórshamars Glerárgötu 36 Akureyri Árból, nýtt gistiheimili á Húsavík hóf starfsemi um síð- ustu helgi. Árból er að Ásgarðsvegi 2, niður við aðal- götu hæjarins, en húsið stend- ur einnig við Búðarána, rétt neðan skrúðgarðsins, og fá gestir hússins einstaklega fal- legt útsýni úr gluggum her- bergja sinna. Eigendur Árbóls eru Björn Hólmgeirsson, Björn Sigurðsson og hjónin Dóra Vilhelmsdóttir og Páll Þór Jónsson. Það eru Dóra og Páll sem reka gistiheimilið. Þau eiga og búa á neðri hæð húss- ins en í vetur keypti hlutafélagið Árból efri hæðina og risið. í ris- inu er svefnpokapláss í rúmum, á efri hæðinni eru herbergi með uppbúnum rúmum og á neðstu hæð er afgeiðsla og borðstofa fyr- ir morgunverðargesti, auk íbúð- arinnar. Alls er boðið upp á gist- ingu í sjö herbergjum, eins til fjögra manna, auk svefnpoka- plássins. Verði á gistingunni er mjög stillt í hóf. Vel hefur tekist til með þær breytingar sem gerðar hafa verið á húsnæðinu og er aðstaðan hin vistlegasta. Alúð hefur verið lögð við að lagfæra og leyfa því sem eldra er í húsinu að þjóna sínum tilgangi áfrant, í stað þess að henda öllu út og setja ný efni í staðinn. Nýtt hefur þó verið not- að þar sem þörf var til svo að gestir geti notið þeirra þæginda sem sjálfsögð eru talin í dag. Húsið var byggt 1903 og í upp- hafi sent hótel, það var í eigu Sig- urjóns Þorgrímssonar, vert, sem einnig rak bakarí í húsinu til 1920. Um áratugaskeið var húsið sýslumannsbústaður er Júlíus JJavsteen bjó þar ásamt sinni fjölskyldu og þá var sýsluskrif- stofan einnig þar til húsa. „Það er talsvert bókað og við hljótum að vera vongóð. Það er verst hvað stutt ferðamannatíma- bil háir slíkum rekstri," sagði Páll Þór, aðspurður hvernig þeint hjónum litist á rekstur gistiheim- ilisins. Talsvert hefur verið um það að Hótel Húsavík hafi pant- að viðbótargistirými í Árbóli fyr- ir væntanlega hópa sumargesta. 1M Einingabréf henta þeim sem vilja ávaxta sitt fé til lengri tíma, en vilja jafnframt geta losað það með skömmum fyrirvara. Skammtímabréf henta þeim sem eru með laust fé í skamman tíma, 1-6 mánuði og þau eru einnig laus með skömmum fyrirvara. Ávöxtun sl. 12 mánuði Raunávöxtun Nafnávöxtun Einingabréf 1 7,5% 14,9% Einingabréf2 6,0% 13,3% Einingabréf3 7,2% 14,5% Skammtímabréf 5,9% 13,2% éálKAUPÞING NORÐURLANDS HF Ráðhústorgi 1 • Akureyri • Sími 96-24700

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.