Dagur - 16.05.1991, Blaðsíða 16

Dagur - 16.05.1991, Blaðsíða 16
LykUl að IjúM tónlist éík ísólfur Pálmarsson Hljóðfæraumboð verkstæði & verslun Vesturgötu 17 - sími 11980 TTT Söluumboð húsgagnaverslunin AUGSYN Sauðárkrókur: Sjómenn samþykkja kjarasamninga Sjómenn hjá Útgerðarfélaginu Skagfirðingi hafa samþykkt nýja kjarasamninga. Helstu nýmæli í samningunum eru varðandi stærðarflokkun þorsks um borð í togurum félagsins. En stærðarflokkun um borð leiðir af sér verulega hagræðingu við vinnslu. Þrjátíu og átta sjómenn greiddu atkvæði um samningana og voru þeir samþykktir með Innanlandsflug Flugleiða: Nýjar vélar að árí tuttugu og fjórum atkvæðum gegn fjórtán. Nýtt ákvæði er í samningunum um námskeið í gæðamati sem öilum sjómönnum fyrirtækisins verður gert mögu- legt að sækja. Slíkt námskeið fyr- ir sjómenn á ísfisktogurum hefur ekki verið haldið hérlendis. „Við álítum slíkt námskeið eiga rétt á sér því námskeið hafa verið haldin fyrir landverkafólk en meðferð fisksins hefst að sjálf- sögðu úti á sjó,“ sagði Einar Svansson framkvæmdastjóri Fiskiðju Sauðárkróks. Samning- ur sjómanna á Sauðárkróki var unninn með hliðsjón af samning- um sjómanna á Norðfirði. í samningi sjómanna á Norðfirði er einnig borgað álag fyrir stærð- arflokkun þorsks um borð í togurum. kg Þórunn Sveinsdóttir VE-401 rennur út úr húsi Slippstöðvarinnar í gærmorgun. Þetta skip mun verða afhent eigend- um sínum í lok júlí í sumar. Mynd: Goiii Ný Pórunn Sveinsdóttir sjósett í Slippstöðinni á Akureyri í gær: „Þetta verður sama happafleytan“ - sagði hinn kunni aflaskipstjóri, Sigurjón Óskarsson Flugleiðir hafa nú tekið ákvörðun um að leigja með kauprétti fjórar nýjar Fokker 50 skrúfuþotur. Aður hafði verið tekin ákvörðun um þrjár vélar en einni vél var bætt við. Smíði vélanna hefst næsta haust og koma þær til landsins í mars og aprfl á næsta ári. Samkvæmt upplýsingum Ein- ars Sigurðssonar, blaðafulltrúa Flugleiða, eyða nýju vélarnar um 32% minna eldsneyti á hvert sæti en eldri innanlandsflugvélar félagsins, Fokker 27. Nýju vél- arnar taka 50 manns í sæti og hafa flugdrægi til Bretlands, Noregs, Svíþjóðar, Grænlands og Færeyja. En er ætlunin að not- færa sér þennan kost vélanna? „Menn hafa ekki í augnablik- inu uppi áform um áætlunarflug til staða erlendis en það er ljóst að reynt verður að halda þessum vélum úti í tilfallandi leiguflug- um. Með þessum vélum gefst því t.d. kjörið tækifæri fyrir hópa að fljúga beint frá stöðum úti á landi til nágrannalandanna. Sem dæmi má nefna að með þessum vélum væri hægt að fljúga beint frá Akureyri til Skotlands og Noregs,“ sagði Einar. Fokker 50 vélarnar verða í öðrum litum en millilandaflug- floti félagsins. Þessi gerð hefur þegar verið reynd hérlendis því Fokker verksmiðjurnar gerðu á sínum tíma tilraunir með Fokker 50 á malarflugbrautinni á Egils- stöðum til að kanna útkomu vél- arinnar við erfiðar aðstæður. Niðurstöður prófananna voru henni í hag. JÓH „Við erum 40 mflur frá Langa- nesi á heimleið. Við dýfðum í kantinum út af Héraðsflóadýpi til að athuga með grálúðu. Grálúða er á togslóð, en hún er svo agnarsmá að ekki er áhugavert að stunda veiðar. Grálúðustofninn minnkar ár frá ári. Þetta er þverrandi stofn,“ sagði Stefán Aspar, skipstjóri á Hrímbak EA. „Þetta er stór dagur fyrir okkur, það er ekki hægt að segja annað,“ sagði hinn kunni skipstjóri, Sigurjón Oskars- son, þegar ný Þórunn Sveins- dóttir VE-401 var sjósett í gær í Slippstöðinni á Akureyri. Nýja skipið er í eigu Oss hf. í Vestmannaeyjum, útgerðar- Vélsmiðjan Vík á Grenivík mun í dag afhcnda Vegagerð ríkisins nýja gerð af snjóblás- ara sem fyrirtækið hefur hafið framleiðslu á. Fyrirtækið hefur framleitt fimm snjóblásara sem drifnir eru af afli vélanna sem þeir eru festir á en nýja gerðin er búin eigin mótor og því óháð vélarafli traktoranna. Þórður Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Vélsmiðjunnar Víkur, sagði þessa nýju gerð í beinni samkeppni við innflutta snjóblásara með sama búnaði en Hrímbakur EA er á heimleið með tæp 100 tonn eftir 12 daga veiðiferð. Að sögn skipstjórans hefur áhöfn Hrímbaks ekki reynt við grálúðuna fyrir vestan land sl. mánuð þrátt fyrir að samkvæmt venju hefði grálúðuvertíðin átt að standa sem hæst. „Mjög lítið veiðist af grálúðu og hún stendur djúpt. Veiðin fer fyrirtækis þeirra feðga Óskars Matthíassonar og Sigurjóns Óskarssonar, og mun leysa af hólmi 150 tonna skip með sama nafni. Sigurjón er skip- stjóri á Þórunni Sveinsdóttur VE-401 og hefur hann tólf sinnum á tuttugu árum verið aflahæstur báta á vetrarvertíð slíka blásara hefur Vegagerð ríkisins flutt inn. „Þetta er fyrsti blásarinn af þessari gerð sem smíðaður hefur verið hérlendis og að því leytinu til er þetta merkilegt og einnig það að þetta er í beinni samkeppni við innflutning," sagði Þórður. Snjóblásararnir frá Vík er eig- in hönnun og smíð fyrirtækisins. Sem áður segir hafa þegar verið seldir fimm blásarar af eldri gerð- inni og standa vonir til að fleiri blásarar verði smíðaðir af nýju gerðinni fyrir næsta vetur. JÓH að mestu fram neðan við 600 faðma, þannig að mjög fá skip eiga möguleika. Skipin sækja því í aðra fiskistofna og lítið er að hafa samkvæmt venju í maí. Þorskur sést vart á grunnunum og því drögum við í köntunum og dýpra. Við erum með blandaðan afla, mest af góðum karfa úr Rósagarðinum,“ sagði Stefán Aspar, skipstjóri. ój þannig að óhætt er að segja að gæfa fylgi þessu skipi. Sigurjón sagðist í gær ekki eiga von á öðru en nýja skipinu muni fylgja sama gæfan. „Það er ekki spurning að þetta verður sama happafleytan. Gamla skipið var byggt í Stálvík fyrir Ós hf. og við höldum okkur við þetta íslenska. Við höfum góða reynslu af því,“ sagði Sig- urjón í samtali við Dag. Þó nýja skipið hafi verið sjó- sett í gær er nokkuð eftir við smíðina, t.d. eftir að setja brú á skipið. Stefnt er að afhendingu í lok júlímánaðar. Skipið er búið til troll og netaveiða, en Sigurjón reiknar með að farið verði fljót- lega á troll, verði eitthvað eftir af kvótanum. „Sjósetning á nýju skipi er stór stund í lífi okkar allra. Við sem höfum séð margra mánaða þrot- Þegar er búið að lóga 400 fjár á bænum Lóni í Kelduhverfi samkvæmt fyrirskipun Sauð- fjárveikivarna, en eins og greint var frá í Degi í gær var staðfest riðuveiki í einni kind þar sl. mánudag. í Lóni er eitt stærsta fjárbú á þessu svæði, en þar hefur ekki áður greinst riða. Bárður Guðmundsson, dýra- læknir á Húsavík, segir að riðu- veiki hafi ekki orðið vart í Keldu- hverfi frá árinu 1986. Þá var skor- ið niður á þeim bæjum sem riðu hafði orðið vart undanfarin fimm ár. Lón var ekki einn af þeim og segir Bárður að riða hafi ekki greinst þar áður. lausa vinnu verða smám saman að skipi horfum á eftir því út úr þessu húsi með stolti og kannski örlítilli eftirsjá,“ sagði Sigurður Ringsted, forstjóri Slippstöðvar- innar við þetta tækifæri. „Væntanlegir eigendur sem hér eru saman komnir ásamt aðstandendum sínum fylgjast með af áhuga og sjá kannski draum rætast þegar skipið rennur í sjó fram. Nú eru liðin sjö og hálft ár síð- an við sjósettum skip síðast að viðstöddum eigendum. Það þykir okkur langur tími, ekki síst vegna þess að á þessu tímabili hafa komið til landsins tugir nýrra skipa,“ sagði Sigurður. í máli hans kom fram að takast mun að ljúka smíði skipsins á innan við 10 mánuðum en smíðin hófst í október síðastliðnum. Sýni var sent suður til greining- ar úr einni kind frá Lóni og lágu niðurstöður fyrir strax daginn eftir. í fyrradag var síðan allt fé þar skorið niður. Að sögn Bárðar er í gildi sam- komulag Sauðfjárveikivarna og bænda í Kelduhverfi um að fé verði skorið niður strax á þeim bæjum sem riða kemur upp. Hins vegar verði ekki farið í allsherjar niðurskurð í Kelduhverfi. Sam- kvæmt því var öllu fé í Lóni lóg- að strax, þrátt fyrir að sauðburð- ur hafi verið byrjaður. Gert er ráð fyrir að fjárlaust verði í Lóni í tvö ár og fá bændur þar bætur fyrir fjárstofninn sam- kvæmt gildandi samningum við ríkisvaldið. óþh Stefán Aspar, skipstjóri á Hrímbak EA: „Grálúðustofiiirm minnkar ár frá ári“ Vélsmiðjan Vík á Grenivík: Snjóblásari af nýrri gerð aflientur Vegagerðinni í dag JÓH Kelduhverfi: Þegar búið að lóga öllum kindum í Lóni

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.