Dagur - 22.05.1991, Side 7
Miðvikudagur 22. maí 1991 - DAGUR - 7
Bidasoa missti af Evrópumeistaratitlinum:
„Það var þýska
markið sem
vann leikiim“
- sagði Alfreð Gíslason sem átti stórleik
Alfreð Gíslason og félagar í
Bidasoa misstu af Evrópu-
meistaratitli þegar þeir töpuðu
17:25 fyrir þýska liðinu Mil-
bertshofen í síðari úrslitaleik
Evrópukeppni bikarhafa í
handknattleik í Þýskalandi á
mánudag. Bidasoa vann fyrri
leikinn á Spáni með 5 marka
mun en það dugði ekki til.
Alfreð átti enn einn stórleikinn
og skoraði 9 mörk fyrir Bida-
soa.
Leikurinn var sögulegur og
hitnaði allverulega í kolunum.
Dómararnir dæmdu þýska liðinu
mjög í hag og þurfti að fá lögregl-
una til að stilla til friðar á tíma-
bili.
Alfreð var vonsvikinn yfir
þessum málalokum þegar Dagur
ræddi við hann í gær. „Það var
þýska markið sem vann þennan
leik, það fór ekkert á milli mála.
Dómgæslan var furðuleg svo ekki
sé meira sagt, við byrjuðum t.d.
tveimur færri í upphafi seinni
hálfleiks án þess að nokkur vissi
af hverju og annað var eftir
þessu. Þetta var alveg hrikalegt.
Það hefði ekki skipt neinu máli
þótt við hefðum unnið með 10
inarka mun á Spáni, þá hefðu
þeir bara unnið með 11 mörkum í
Þýskalandi. Þetta var síðasti leik-
ur þessara dómara þannig að þeir
gátu alveg tekið áhættuna á að
verða dæmdir í bann,“ sagði
Alfreð Gíslason.
Karl Karlsson, fyrrum KA-maður, átti stórleiki í Finnlandi og skoraði 33
mörk í 4 leikjum.
Handknattleikur:
íslendingar urðu
Norðurlandameistarar
- Karl Karlsson markahæstur
íslenska landsliðið í hand-
knattleik, skipað leikmönnum
19 ára og yngri, varð um helg-
ina Norðurlandameistari í
handknattleik en mótið fór
fram I Finnlandi. íslendingar
unnu alla sína leiki og hlutu
fullt hús stiga. Akureyringur-
inn Karl Karlsson, sem leikur
með Fram, varð markahæsti
maður mótsins en Dagur Sig-
urðsson, Val, var kjörinn besti
leikmaðurinn.
íslendingar unnu Svía 22:20,
Finna 27:21, Dani 23:19 og Norð-
menn 22:19. Þessi árangur er
auðvitað mjög glæsilegur en
íslendingar urðu síðast Norður-
landameistarar 1970. Þjálfari
þeirra er Geir Hallsteinsson.
Karl varð eins og fyrr segir
markahæsti maður mótsins en
hann skoraði 33 mörk í þessum
fjórum leikjum.
Þórarinn Árnason fékk eitt besta færi leiksins en var of seinn og varnarmaður ÍBV náði að trufla hann. Mynd: Goih
Knattspyrna:
KA-menn misstu tveggja
marka forystu í tap
- Pavel skoraði í fyrsta leik
„Það er grátlegt að missa
svona niður unninn leik. Við
fengum á okkur tvö klúðursleg
inörk í lokin en vorum þá rétt
búnir að fá dauðafæri og hefð-
um getað gert út um leikinn.
Við börðumst ekki nógu vel en
reynum bara að gera betur
næst,“ sagði Steingrímur Birg-
isson, fyrirliði KA, eftir 2:3
ósigur KA gegn IBV í 1.
umferð íslandsmótsins í knatt-
spyrnu á KA-velli á mánudags-
kvöldið.
KA-menn hafa sennilega nag-
að sig í handarbökin því það er
ekki á hverjum degi sem lið missa
tveggja marka forystu niður í
tap. Þeir fengu óskabyrjun þegar
besti maður liðsins, Tékkinn
Pavel Vandas, skoraði strax á 6.
mínútu. Gauti Laxdal tók þá
hornspyrnu frá hægri og Pavel
skoraði með skalla af stuttu færi.
Má segja að þetta hafi verið
fyrsta sókn KA-manna í leikn-
um.
Eyjamenn sóttu öllu meira í
framhaldinu og má segja að KA-
menn hafi verið heppnir að hafa
forystuna í hléi því þá var Leifur
Hafsteinsson búinn að skora
mark sem dæmt var af vegna
rangstöðu auk þess sem boltinn
hafnaði tvisvar í þverslá KA-
marksins. Pavel var reyndar
nálægt því að koma KA í 2:0 á
síðustu mínútu fyrri hálfleiks
þegar hann kastaði sér aftur í
vítateignum og klippti boltann
skemmtilega rétt framhjá marki
ÍBV.
KA-menn byrjuðu seinni hálf-
leik eins og þann fyrri og enn var
Pavel á ferðinni. Á 50. mínútu
var hann felldur í vítateig ÍBV og
Ormarr Örlygsson skoraði örugg-
lega úr vítaspyrnunni.
Eyjamenn voru ekki á þeim
buxunum að gefast upp og á 63.
mínútu minnkaði Leifur Haf-
steinsson muninn með góðu skoti
úr núðjum vítateig. Á 80. mínútu
fékk Þórarinn Árnason tækifæri
til að gera út um leikinn fyrir
KA. Hann fékk boltann á auðum
sjó í vítateig ÍBV en skot hans
fór hvergi nálægt markinu og
mínútu síðar jafnaði ÍBV. Liðið
fékk aukaspyrnu skammt utan
vítateigs, skotið fór í varnarvegg-
inn og til Martins Eyjólfssonar
sem var dauðafrír og renndi auð-
veldlega framhjá Hauk í mark-
inu. Aðeins tveimur mínútum
seinna braut Ormarr á Sindra
Grétarssyni, sem var nýlega
kominn inná sem varamaður, og
Hlynur Stefánsson skoraði úr
vítaspyrnunni og tryggði ÍBV öll
stigin.
Þetta var að rnörgu leyti dæmi-
gerður vorleikur, fór frant á möl
og knattspyrnan samkvæmt því.
Það verður hins vegar að segjast
að sigur ÍBV var sanngjarn.
Sóknarleikur liðsins var mun
beittari en KA-manna og miðj-
unni réðu þeir nánast allan leik-
inn. KA-menn bökkuðu mjög
mikið eftir seinna mark sitt og
stóðust hreinlega ekki pressuna
sem á þeim var. Pavel var besti
maður liðsins, rnjög ógnandi og
duglegur og á örugglega eftir að
gera góða hluti í sumar. Haukur
var góður og verður ekki sakaður
um mörkin, Steingrímur sterkur í
vörninni og Páll Gíslason góður í
fyrri hálfleik. Búast má við að
uppstilling KA-liðsins eigi eftir
að breytast því Hafsteinn Jakobs-
son var fjarverandi og Erlingur
Kristjánsson á bekknum.
Eyjamenn léku vel og virðast
bera missinn úr framlínunni vel.
Leifur Hafsteinsson var stór-
hættulegur og varamaðurinn
Martin Eyjólfsson mjög frískur.
Þá var Hlynur sterkur á miðjunni
en annars var liðið jafnt og enga
verulega veika hlekki að finna í
því.
Liö KA: Haukur Bragason, Halldór
Halldórsson, Gauti Laxdal, Ormarr
Örlygsson, Stcingrímur Birgisson, Einar
Einarsson. Árni Freystcinsson (Örn Við-
ar Arnarson 76.), Páll Gíslason, Sverrir
Sverrisson, Þórarinn Árnason, Pavel
Vandas.
IVIörk KA: Pavel Vandas 6. og Ormarr
Örlygsson 50.(v).
Gul spjöld: Einar Einarsson og Ormarr
Örlygsson.
Lið IBV: Þorsteinn Gunnarsson, Friðrik
Sa:björnsson, Leifur Hafsteinsson, Sigur-
lás Þorleifsson, Elías Friðriksson (Sindri
Grétarsson 78.), Nökkvi Sveinsson, Ingi
Sigurðsson (Martin Eyjólfsson 46.),
Hlynur Stefánsson, Sigurður Ingason,
Arnljótur Davfðsson, Heimir Hallgríms-
son.
Mörk ÍBV: Leifur Hafsteinsson 63..
Martin Eyjólfsson 81. og HlynurStefáns-
son 83.(v).
Gul spjöld: Martin Eyjólfsson og Nökkvi
Sveinsson.
Dömari: Eyjólfur Ólafsson.
Línuveröir: Gísli Guðmundsson og
Kjartan Björnsson.
SamskípadeQd 1. umferð:
FH-Víkingur 2:4
KA-ÍBV 2:3
Fram-UBK 3:3
Víðir-KR 0:4
Stjurnan-Valur 0:3
KR 1 1-0-0 4:0 3
Valur 1 1-0-0 3:0 3
Víkingur 1 1-0-0 4:2 3
ÍBV 11-0-0 3:2 3
Fram 1 0-1-0 3:3 1
UBK 1 0-1-0 3:3 1
KA 1 0-0-1 2:3 0
FH 1 0-0-1 2:4 0
Stjaman 1 0-0-1 0:3 0
Víðir 1 0-0-1 0:4 0