Dagur - 22.05.1991, Blaðsíða 9

Dagur - 22.05.1991, Blaðsíða 9
8 - DAGUR - Miðvikudagur 22. maí 1991 Knattspyrna: „Verðum að nýta færin til að vinna“ - sagði Nói Björnsson, fyrirliði Þórs, eftir 1:1 jafntefli gegn Þrótti Þórsarar máttu sætta sig við jafntefli í 1. umferð 2. deiidar í knattspyrnu sem fram fór í gærkvöld. Liðið fékk þá Þrótt- ara í heimsókn á grasvöll sinn í Þorpinu og urðu Iokatölur 1:1. „Við vorum miklu betri í þess- um leik en við verðum að nýta færin til að vinna. Við höfum oft spilað betur og það var ein- hver taugatitringur í þessu. Við lentum undir strax í upp- hafi og kannski hafði það ein- hver áhrif,“ sagði Nói Björnsson, fyrirliði Þórsara í leikslok. Leikmenn voru enn að ná átt- um þegar Jóhannes Jónsson náði forystunni fyrir Þrótt strax á 5. mínútu. Hann var með boltann 2-3 m fyrir utan teig og lét vaða á markið með góðum árangri. Friðrik Friðriksson hefði á góð- um degi varið skotið en virtist ekki átta sig. Þórsarar virtust slegnir út af laginu við þetta mark og áttu erfitt með að byggja upp spil. Þeir voru reyndar öllu meira með boltann en sóknin var bitlaus. Þróttarar voru heldur aðgangs- harðari og litlu munaði að Sigurður Hallvarðsson bætti öðru marki við fyrir hlé en þrumuskot hans fór rétt yfir. í seinni hálfleik tóku Þórsarar öll völd og á 60. mínútu átti Þor- steinn Jónsson skot í samskeytin á marki Þróttara. Tveimur mínútum síðar stakk hann lag- lega inn á Bjarna Sveinbjörnsson sem geystist inn í teiginn, mark- vörður braut á honum og víta- spyrna var dæmd sem Júlíus Tryggvason skoraði úr. Þórsarar sóttu ákaft í lokin en færin létu á sér standa utan eitt skipti að Bjarni komst einn inn fyrir en Guðmundur Erlingsson varði skot hans mjög vel. í lokin vildu Þórsarar svo fá vítaspyrnu þegar boltinn hrökk í hönd eins varnarmanna Þróttar en Bragi Bergmann, dómari, taldi ekki ástæðu til að dæma vítaspyrnu og úrslitin því jafntefli. Þórsarar voru tvímælalaust betri aðilinn í leiknum en voru lengi í gang og allir vita að liðið getur betur. Það var ekki fyrr en seint og um síðir sem liðið sýndi hvað það gat en þá var það of seint. Halldór Askelsson var besti maður vallarins og virðist vera að komast í sitt fyrra form, Hlynur sterkur og Þorsteinn góð- ur þegar á leið. Þróttarliðið er sterkara en kannski mátti búast við, leikur á köflum hraða og skemmtilega knattspyrnu og gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna. Dragan Manolojvic var eins og klettur í vörninni og var besti maður liðsins. Lið Þórs: Friðrik Friðriksson, Nói Björnsson, Júlíus Tryggvason, Orri Sigurðsson, Þórir Áskclsson, Birgir Þór Karlsson (Árni Þór Árna- son 75.), Þorsteinn Jónsson, Hlynur Birgisson, Halldór Áskelsson, Ásmundur Arnarsson, Axel Vatnsdal (Bjarni Sveinbjörnsson 50.). IMark Þórs: Júlíus Tryggvason 62.(v). Gult spjald: Halldór Áskelsson. Halldór Áskelsson lék nú að nýju með Þórsurum eftir tveggja ára hlé og var besti maður vallarins. Innritun í 3. og 4. flokk kvenna fer fram í dag, miðvikudag milli kl. 17.00 og 18.00 í Hamri. Allar upplýsingar á staðnum. Knattspyrnudeild Þórs. Lið Þróttar: Guðmundur Erlingsson, Ásmund- ur Helgason, Haukur Magnússon, Kári Ragn- arsson, Jóhannes Jónsson, Kristinn Gunnars- son, óskar Óskarsson, Sigfús Kárason (Baldur Baldursson 63.), Sigurður Hallvarðsson, Theo- dór Jóhannsson, Dragan Manolojvic. Mark Þróttar: Jóhannes Jónsson 5. Gult spjald: Dragan Manolojvic. Dómari: Bragi Bergmann. Línuverðir: Marinó Þorsteinsson og Valdimar Freysson. ■■■■■■ ■ ■ v Þorsteinn Jónsson var áberandi í Þórsliðinu og á hér skot sem hafnaði í samskeytum Þróttarmarksins. Myndir: ehb Afleit byijun hjá Tindastól - tapaði 0:4 í Grindavík Það var eins og Grindvíkingar væru hlaðnir orku úr hitaveit- unni í Svartsengi þegar þeir mættu Tindastól í 1. umferð 2. deildarinnar í knattspyrnu í Grindavík í gærkvöld. Þeir höfðu yfirburði í leiknum og þegar upp var staðið höfðu þeir skorað fjögur mörk gegn engu Tindastóls. Strax á 7. mínútu átti Páll Björnsson, sem var einna rösk- astur Grindvíkinga, en Gísli Sig- urðsson, markvörður Tindastóis, varði og aftur skömmu seinna frá Ómari Torfasyni. Gísli varði mjög vel í leiknum þrátt fyrir mörkin fjögur og kom í veg fyrir að sigur heimamanna yrði stærri. Fyrsta markið kom á 22. mín- útu og það var Páll Björnsson sem sá um að skora það. Hann braust í gegnum vörn Tindastóls og skoraði allsendis óverjandi fyrir Gísla. Þá var komið að framherjanum Einari Daníels- syni en hann átti eftir að reynast norðanmönnum erfiður. Hann skoraði annað mark Grindvík- inga á 35. mínútu og síðan það þriðja á 43. mínútu. Staðan í leikhléi var því 3:0. Óhætt er að segja að Grindvíkingar hafi ráðið lögum og lofum í fyrri hálfleik því Þorsteinn Bjarnason, marg- reyndur landsliðsmarkvörður Grindvíkinga, snerti boltann aðeins þrisvar sinnum í hálfleikn- um. í seinni hálfleik jafnaðist leikurinn mikið og þá voru Tindastólsmenn farnir að ná sér á strik, einkum Bandaríkjamaður- inn Kevin Grimes sem virtist kunna vel við sig á mölinni í Grindavík og fellur vel inn í leik Sauðkrækinga. Og það má segja að það hafi verið gegn gangi leiksins þegar Einar Daníelsson skoraði sitt þriðja mark á 71. mínútu. Annars gekk Stólum illa að skapa sér færi, það langbesta kom í hlut Guðbrands Guð- brandssonar þegar hann slapp einn innfyrir en þá sýndi Þor- steinn gamalkunnug tilþrif og varði frábærlega vel. Þrátt fyrir úrslitin léku Tinda- stólsmenn ekki afleitlega, þeir minntu helst á villta en vakra hesta. Þeir börðust vel og sýndu ágæt tilþrif á köflum en erfiður undirbúningur háir liðinu greini- lega enda leikur þess heldur óskipulagður. Vörnin var góð en sóknarleikurinn mun síðri og bit- iítill allan tímann. Kevin Grimes var besti maður liðsins, leikinn og með gott auga fyrir spili, Gísli Sigurðsson stóð sig vel og Björn Sverrisson var fastur fyrir í vörn- inni og endurkoma hans styrkir liðið greinilega. Grindvíkingar koma greinilega vel undirbúnir til leiks og eru til alls líklegir. Einar Daníelsson var þeirra besti maður, eldtljótur og leikinn, Þorsteinn traustur í markinu og Ómar Torfason kann ýmislegt fyrir sér. MG Lið Tindastóis: Gísli Sigurðsson, Björn Sverris- son, Hólmar Ástvaldsson, Gunnar Gestsson, Sigurjón Sigurðsson, Kevin Grimes, Stefán Pét- ursson, Guðbrandur Guðbrandsson, Þórður Gíslason, Sigurður Ágústsson, Guðbjartur Har- aldsson. Gul spjöld: Björn Sverrisson, Guðbrándur Guðbrandsson, Sigurður Ágústsson. Lið UMFG: Þorsteinn Bjarnason, Ragnar Eðvaldsson, ólafur Ólafsson, Einar Ásbjörn Ólafsson, Guðlaugur Jónsson, Ólafur Ingólfs- son, Ómar Torfason, Hjálmar Hallgrímsson, Arnar Bjarnason, Páll N. Björnsson, Einar Daníelsson. Mörk UMFG: Páll Björnsson 22., Einar Daníelsson 35., 43. og 71. Gul spjöld: Ómar Torfason, Einar Daníelsson. Dómari: Kári Gunnlaugsson. 2. defld 1. umferð: Haukar-ÍA 1:4 Þór-Þróttur 1:1 ÍBK-Fylkir 1:1 UMFG-Tindastóll 4:0 Selfoss-IR 0:4 ÍR 1 1-0-0 4:0 3 UMFG 1 1-0-0 4:0 3 ÍA 1 1-0-0 4:1 3 Fylkir 1 0-1-0 1:1 1 ÍBK 1 0-1-0 1:1 1 Þór 1 0-1-0 1:1 1 Þróttur 1 0-1-0 1:1 1 Haukar 1 0-0-1 1:4 0 Selfoss 1 0-0-1 0:4 0 Tindastóll 1 0-0-1 0:4 0 íþróttir i l Leikjatafla Samskipadeildar 1991 1. umferð FHIVíkingur Stjarnan-Valur Fram-UBK KA-ÍBV Víðir-KR 20.05. kl. 16.00 20.05 kl. 20.00 20.05. kl. 20.00 20.05. kl. 20.00 20.05. kl. 20.00 7. umferð FH-KA Víðir-Valur Víkingur-Fram KR-Stjarnan ÍBV-UBK 30.06. kl. 16.00 30.06. kl. 20.00 30.06. kl. 20.00 01.07. kl. 20.00 01.07. kl. 20.00 13. umferð FH-UBK KR-Valur Víðir-Stjarnan KA-Fram Víkingur-ÍBV 11.08. kl. 16.00 11.08. kl. 19.00 11.08. kl. 19.00 11.08. kl. 19.00 12.08. kl. 19.00 2. umferð Valur-Víkingur Stjarnan-Fram ÍBV-Víðir UBK-KA KRLFH 30.05. kl. 20.00 30.05. kl. 20.00 30.05. kl. 20.00 31.05. kl. 20.00 31.05. kl. 20.00 8. umferð Fram-KR KA-Víkingur Víðir-FH Valur-UBK Stjarnan-ÍBV 04.07. kl. 20.00 04.07. kl. 20.00 04.07. kl. 20.00 05.07. kl. 20.00 05.07. kl. 20.00 14. umferð Stjarnan-FH Fram-Víðir Valur-KA UBK-Víkingur ÍBV-KR 14.08. kl. 19.00 14.08. kl. 19.00 15.08. kl. 19.00 15.08. kl. 19.00 15.08. kl. 19.00 3. umferð Víðir-UBK FH-ÍBV KA-Stjarnan Víkingur-KR Fram-Valur 08.06. kl. 14.00 08.06. kl. 14.00 09.06. kl. 20.00 09.06. kl. 20.00 10.06. kl. 20.00 9. umferð FH-Valur ÍBV-Fram UBK-Stjarnan KR-KA Víkingur-Víðir 12.07. kl. 20.00 12.07. kl. 20.00 14.07. kl. 20.00 14.07. kl. 20.00 14.07. kl. 20.00 15. umferð FH-Fram ÍBV-Valur Víðir-KA KR-UBK Víkingur-Stjarnan 18.08. kl. 19.00 19.08. kl. 19.00 19.08. kl. 19.00 19.08. kl. 19.00 20.08. kl. 19.00 4. umferð Stjarnan-Víðir UBK-FH ÍBV-Víkingur Valur-KR Fram-KA 12.06. kl. 20.00 12.06. kl. 20.00 12.06. kl. 20.00 13.06. kl. 20.00 14.06. kl. 20.00 10. umferð ÍBV-KA Valur-Stjarnan Víkingur-FH UBK-Fram KR-Víðir 21.07. kl. 16.00 21.07. kl. 20.00 21.07. kl. 20.00 22.07. kl. 20.00 22.07. kl. 20.00 16. umferð UBK-ÍBV Valur-Víðir Stjarnan-KR Fram-Víkingur KA-FH 30.08. kl. 20.00 31.08. kl. 14.00 31.08. kl. 14.00 01.09. kl. 16.00 01.09. kl. 16.00 5. umferð FH-Stjarnan Víðir-Fram KR-ÍBV KA-Valur Víkingur-UBK 19.06. kl. 20.00 19.06. kl. 20.00 19.06. kl. 20.00 20.06. kl. 20.00 20.06. kl. 20.00 11. umferð Víkingur-Valur KA-UBK Víðir-ÍBV FH-KR Fram-Stjarnan 28.07. kl. 20.00 28.07. kl. 20.00 28.07. kl. 20.00 28.07. kl. 20.00 29.07. kl. 20.00 17. uinferð ÍBV-Stjarnan Víkingur-KA FH-Víðir KR-Fram UBK-Valur 07.09. kl. 14.00 07.09. kl. 14.00 07.09. kl. 14.00 08.09. kl. 20.00 08.09. kl. 20.00 6. umferð Stjarnan-Víkingur Valur-ÍBV KA-Víðir UBK-KR Fram-FH 24.06. kl. 20.00 25.06. kl. 20.00 25.06. kl. 20.00 25.06. kl. 20.00 26.06. kl. 20.00 12. umferð UBK-Víðir ÍBV-FH KR-Víkingur Valur-Fram Stjarnan-KA 31.07. kl. 20.00 31.07. kl. 20.00 31.07. kl. 20.00 01.08. kl. 20.00 01.08. kl. 20.00 18. umferð Valur-FH Stjarnan-UBK Fram-ÍBV KA-KR Víðir-Víkingur 14.09. kl. 14.00 14.09. kl. 14.00 14.09. kl. 14.00 14.09. kl. 14.00 14.09. kl. 14.00 Héraðsmót HSÞ í sundi: Eílíftir úr Mývatnssveit sigraði íþróttafélagið Eilífur sigraði í keppni félaga á Héraðsmóti HSÞ í sundi sem fram fór í sundlauginni í Reykjahlíð 11. maí. Soffía Valsdóttir úr Eilíf- um sigraði i einstaklingskeppni kvenna og Viðar Örn Sævars- son, Eilífum, í einstaklings- keppni karla. Völsungur frá Húsavík mætti til leiks með 31 keppanda, íþróttafélagið Eilífur frá Mývatnssveit með 21 og Eining úr Bárðardal 1 keppanda. Keppt var um bikar milli félaga sem Fiðskiðjusamlag Húsavíkur gaf og stigahæstu einstaklingar hlutu- bikar sem þeir varðveita fram að næsta héraðsmóti. Þá voru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverri grein. Úrslit urðu þessi: 50 m bringusund hnátur 1. Helga Sif Róbertsdóttir 54.84 2. Jónína Víglundsdóttir 1:01.37 3. Sigríður Jóhannesdóttir 1:02.06 50 m bringusund hnokkar 1. Benedikt B. Hinriksson 50.98 2. Birgir Vagn Ómarsson 58.10 3. Valdimar Ellertsson 1:10.76 50 m baksund meyja 1. Brynja Björk Hinriksdóttir 39.04 2. Sigurveig Gunnarsdóttir 52.25 3. Arnhildur E. Sölvadóttir 59.19 50 m baksund sveina 1. Þórhallur Stefánsson 45.10 2. Börkur Bjarnason 47.75 3. Gunnar Birkir Gunnarsson 56.30 100 m skriðsund telpur 1. Þórunn Harðardóttir 1:12.40 2. Jóhanna Gunnarsdóttir 1:18.24 3. Árný Björnsdóttir 1:23.16 100 m skriðsund drengir 1. Viðar Örn Sævarsson 1:02.64 2. Baldvin Jón Hallgrímsson 1:20.83 3. Kristinn A. Stefánsson 1:21.56 100 m bringusund stúlkur 1. Soffía Valsdóttir 1:33.60 2. Þorgerður Þráinsdóttir 1:35.81 100 m bringusund piltar 1. Úlvar Úlvarsson 1:31.15 2. Tryggvi Pálsson 1:41.34 100 m bringusund kvenna 1. Ingibjörg Gunnarsdóttir 1:32.59 50 m skriðsund hnátur 1. Sigríður Jóhannesdóttir 47.06 2. Helga Sif Róbertsdóttir 47.50 50 m skriðsund hnokkar 1. Benedikt B. Hinriksson 39.89 2. Valdimar Ellertsson 57.02 100 m bringusund meyjar 1. Sigurveig Gunnarsdóttir 1:41.91 2. Brynja Björk Hinriksdóttir 1:43.24 3. Lilja Friðriksdóttir 1:44.11 100 m bringusund sveinar 1. Börkur Bjarnason 1:47.26 2. Þórhallur Stefánsson 1:48.56 3. Gunnar Birkir Gunnarsson 2:12.06 50 m baksund telpur 1. Þórunn Harðardóttir 39.93 2. Jóhanna Gunnarsdóttir 41.62 3. Guðrún E. Jakobsdóttir 42.25 50 m baksund drengir 1. Viðar Örn Sævarsson 34.27 2. Baldvin Jón Hallgrímsson 41.53 3. Ómar Gunnar Ómarsson 47.49 50 m flugsund stúlkur 1. Soffía Valsdóttir 37.57 2. María F. Birkisdóttir 37.58 100 m skriðsund kvenna 1. Ingibjörg Gunnarsdóttir 1:20.11 50 m baksund hnokkar 1. Benedikt B. Hinriksson 50.13 50 m skriðsund meyjar 1. Brynja Björk Hinriksdóttir 33.88 2. Lilja Friðriksdóttir 34.77 3. Sigurveig Gunnarsdóttir 39.82 50 m skriðsund sveinar 1. Þórhallur Stefánsson 37.22 2. Börkur Bjarnason 40.93 3. Gunnar Birkir Gunnarsson 44.45 100 m bringusund telpur 1. Þórunn Harðardóttir 1:38.16 2. Jóhanna Gunnarsdóttir 1:41.60 3. Árný Björnsdóttir 1:44.66 100 m bringusund drengir 1. Viðar Örn Sævarsson 1:21.09 2. Baldvin Jón Hallgrímsson 1:34.89 3. Kristinn A. Stefánsson 1:36.39 100 m baksund stúlkur 1. Sofffa Valsdóttir 1:24.93 2. María F. Birkisdóttir 1:29.73 50 m flugsund meyjar 1. Lilja Friðriksdóttir 41.84 2. Brynja Björk Hinriksdóttir 44.92 3. Kristín Pétursdóttir 48.02 50 m flugsund sveinar 1. Þórhallur Stefánsson 47.39 2. Benedikt B. Hinriksson 53.93 3. Gunnar Birkir Gunnarsson 54.64 50 m flugsund telpur 1. Þórunn Harðardóttir 39.05 2. Árný Björnsdóttir 43.86 3. Guðrún E. Jakobsdóttir 46.31 50 m flugsund drengir 1. Viðar Örn Sævarsson 32.27 2. Kristinn A. Stefánsson 45.82 3. Baldvin Jón Hallgrímsson 48.27 100 m skriðsund stúlkur 1. Soffía Valsdóttir 1:11.21 2. Þorgerður Þráinsdóttir 1:20.45 3. María F. Birkisdóttir 1:21.44 100 m skriðsund piltar 1. Úlvar Úlvarsson 1:13.12 2. Tryggvi Pálsson 1:17.11 3. Páll Arnason 1:32.06 100 m baksund kvenna 1. Ingibjörg Gunnarsdóttir 1:32.35 4x50 m skriðsund mcyjar 1. A-sveit Völsungs 2:40.10 2. A-sveit Eilífs 2:56.22 3. B-sveit Völsungs 4:10.20 4x50 m skriðsund sveinar 1. A-sveit Eilífs 3:05.30 4x50 m fjórsund telpur 1. A-sveit Eilífs 2:54.77 4x50 m fjórsund drcngir 1. A-sveit Eilífs 2:45.32 4x50 m fjórsund kvenna 1. A-stúlknasveit Völsungs 2:40.27 2. A-stúlknasveit Eilífs 2:46.73 Keppni félaga stig 1. Eilífur 349 2. Völsungur 240 3. Eining 10 Kinstaklingur 1. Soffía Valsdóttir, Ei. 1596 2. Viðar Örn Sævarsson. Ei. 1838 U-18 landsliðið: Lenti í 4. sæti íriðliniim únglingalandslið íslands, skip- að leikmönnum 18 ára og yngri, hafnaði í 4. sæti í sínum riðli á alþjóðlegu knattspyrnu- móti sem fram fór í Tékkó- slóvakíu um hvítasunnuhelg- ina. íslendingar unnu einn leik, Malasíu 3:0, en töpuðu 0:2 fyrir Rúmenum, 0:1 fyrir Grikkjum og 1:2 fyrir úrvalsliði Slóvaka. Tveir Norðlendingar voru í liðinu, þeir Eggert Sigmundsson, markvörð- ur, og Bjarki Bragason, báðir úr KA. Knattspyrnudeild Þórs: Innritun í 3. og 4. flokk kvenna í dag, miðvikudag, fer fram innritun í 3. og 4. flokk kvenna hjá knattspyrnudeild Þórs. Innritunin fer fram í Hamri milli kl. 17 og 18. Allar upplýs- ingar verða veittar á staðnum. Miðvikudagur 22. maí 1991 - DAGUR - 9 Punktar frá Þýskalandi ■ Stuttgart sigraði Werder Bremen 1:0 á útivelli um helgina. Markið var sjálfsmark skorað í fyrri háineik. Eyjólfur átti einn sinn bcsta leik fyrir Stuttgart í vetur og var nálægt því að skora. Hann átti skot af 6 metra færi sern markvörðurinn náði að slá í stöngina. Daum hrósaði honum eftir leik- inn, sagði hann hafa unnið mjög vel fyrir liðið og skilað sínu Idutverki 100 prósent. Stúttgart færðist nú nær UEFA-sætinu, er í 7. sæti með 33 stig, eins og Frankfurt. ■ Þjálfarar sem cnn eru á launum hjá Stuttgart, Arie Haan og Entenmann, hjálpuðu sínunt gömlu félögum þegar lið þeirra, Núrnberg, sigraði Frankfurt 1:0 í Frankfurt. Markið var sögulegt, skot af 30 m færi, í slána og niður í höfuð markvarð- arins og í netið. Þetta er annar leikurinn í röð sem Frankfurt tapar og möguleikar Stuttgart á UEFA-sæti hafa aukist veru- lega. ■ Bayern Múnchen heldur áfram að hleypa spennu í deildina því liðið sigraði Bnrtissia Dortinund 3:2 í Dortmund. Bayern er nú aðeins tveintur stigum á eftir Kaiscrslautern þegar 4 umferðir eru eftir og á enn góða möguleika á meistaratitlin- um. ■ Dortmund ber nú víurnar í aðstoðar- þjálfara Baycrn, Coordes. Hann þjálfaði Stuttgart á undan Arie Haan en var rekinn eins og svo margir þjálfarar Stuttgart. ■ Fortuna Dússeldorf og Kaiserslautern gerðu markalaust jafntefli. Þetta cr annað jafntcfli Kaiserslautern í röð og óhætt er að segja að með sama áframhaldi verði þeir ekki meistarar og má búast við mikilli spennu á toppnum í lokaumferðunum. Það merkilegasta við leikinn var að mark- vörður Kaiserslautern, Ehrmann, var rek- inn útaf fyrir að hlaupa niður Norðmann- inn hjá Dússeldorf, Andersen. ■ Hamburg sigraði Bayer Uerdingen 2:0. Austur-Þjóðverjinn Doíl átti frábæran leik í liði Hamburg og er hann talinn einn albesti leikmaður deildarinnar um þessar ntundir. Hann lagði upp bæði mörkin. ■ Annars er það að frétta af Hamborgar- liðinu að heimaborg þcss hefur ábyrgst lán fyrir það upp á 3 milljónir marka og að auki datt það í lukkupottinn þegar fyrsti forseti félagsins, Paul Haenschild, eða Onkcl Paul, eins og hann var kallaður, lést og arfleiddi liðið að 5 milljónum marka. Þetta nægöi til að ieysa helstu vandræðin og liðið fær að leika í deildinni næsta vetur. ■ Ucrdingen er styrkt af Bayern-lyfjafyr- irtækinu sent er eitt ríkasta fyrirtæki Þýskalands. Uerdingen cr hins vegar tal- andi dæmi um aö nægir peningar cru engin trygging fyrir góöum árangri því liðið er nú í næst ncðsta sæti og verulegri fallhættu. ■ Borussia Mönchengladbach og St. Pauli gerðu 1:1 jafntefli. Þessi úrslit lög- uðu aðeins stöðuna hjá St. Pauli á botnin- um en liðið er í 4. ncðsta sæti. Katzenma- yer, aftasti varnarmaður Gladbach, skor- aði fyrir lið sitt en missti síðan sóknarm- ann inn fyrir sig og það kostaði mark. ■ Köln og Leverkusen gerðu einnig 1:1 jafntefli. ■ Wattenscheid sigraði Hertha Berlin 3:2. Berlínarliðið átti aragrúa tækifæra og var óheppið að vinna ekki. ■ Karlsruher sigraði Bochuin 1:0 og markið skoraði 18 ára áhugamaður, Scholl, en hann byrjaði að spila með liðinu um áramótin. Er hann talinn eitt mesta efni sem hefur komið fram í Þýskalandi. ■ í Bild fyrir helgi var grein þar sem sagði aö Benediktsson hefði slitiö krossbönd og væri úr leik í bili. Þarna er að sjálfsögðu átt við Þórsarann Guðmund Benedikts- son. Er hann kallaður „supertalent" og sagt að þetta sé áfall fyrir Stuttgart sem hafi ætlað að ná honurn á samning en verði nú að bíða a.m.k. til haustsins. Einur Stefánsson, Þýskulandi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.