Dagur - 22.05.1991, Blaðsíða 11

Dagur - 22.05.1991, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 22. maí 1991 - DAGUR - 11 kvikmyndarýni l Umsjón: Jón Hjaltason Judith Hoag með vini sínum. Skjaldbökurnar Borgarbíó sýnir: Skjaldbökurnar (Teenage Mutant Ninja Turtles). Leikstjóri: Steve Barron. Aðalhlutvcrk: Judith Hoag og Elias Koteas. Golden Harvest Group 1990. Vargöld er gengin í garð. Enginn er óhultur á götum stórborgar- innar, hnefaréttur hins gamla íslenska þjóðveldis ræður ríkjum, dómsvaldið er veikt og framkvæmdavaldið bæði mátt- laust og spillt. Hugprúðir blaða- menn reyna þó að sinna skyldu- verkum sínum, fletta ofan af vondum mönnum og varna því að spillingin leggist yfir allt er hrærist. April O’Neil (Judith Hoag) er einn þessara hugrökku krossfara. I baráttu sinni við undirheimalýðinn kemst hún í kynni við fimm stórundarlegar verur, fjórar skjaldbökur og eina rottu. Rottan er höfuð fjölskyld- unnar, skjaldbökurnar ungir armar hennar. Pessi fimm vina- legu og bráðskemmtilegu dýr eru öll gædd þeim eiginleika að tala ensku og haga sér að öllu leyti sem mannlegar verur. Aðeins útlitið er annað. Kvikmyndin fjallar um kunningsskap þessara vina og baráttu þeirra gegn glæpamönnunum. Og því má ekki gleyma að allar eru skjald- bökurnar snillingar í austurlensk- um bardagaíþróttum sem þær hafa numið af rottunni. Skjaldbökurnar er kvikmynd um vináttu og traust. Hún er hnyttin og skemmtileg - og fylli- lega við barnahæfi. Góðir gæjar Borgarbíó sýnir: Góða ga'ja (Good Fellas). Leikstjóri: Martin Scorsesc. Aðalhlutverk: Kay Liotta, Robert De Niro og Robert Pesci. Warner Bros 1990. Góðir gæjar er glæpamynd. Hún hefur á sér yfirbragð raunsæis enda byggir hún að einhverju leyti á sönnum atburðum. Hún minnir mig mjög sterkt á Krays bræður, santa óhreinlyndið ræður ríkjum og yfir vötnum svífur óheillakráka. Frá fyrstu stundu, eða um leið og sögumaðurinn hefur upp raust sína, sækir á mann vonleysis þunglyndi þess er anar öngstrætið, vitandi um endalokin. Þremenningarnir, Liotta, De Niro og Pesci, eru í hlutverkum þriggja afar óltkra vina. Pesci er geðsjúkur morðingi, um margt líkur Ronald Krays. De Niro er sálarlaust kvikindi en aldurinn hefur kennt honunt hyggindi er koma í hag. Liotta er aðalmaður myndarinnar og um leið sögu- maður. Góðir gæjar er um lífs- hlaup hans frá barnæsku og til þess er hann nafnlaus breytist í hversdagsmann um miðjan aldur. Þessi ævisaga er athyglisverð en nokkuð langdregin, sérstaklega þegar líður á. Minjasafnið á Akureyri: Einsöngur og upplestur Næstkomandi fímmtudags- kvöld kl. 20.30 verður flutt dagskrá í Minjasafninu á Akureyri í tilefni þess að Björgvin Guðmundsson, tónskáld, hefði orðið 100 ára á þessu ári. Dagskráin verður ekki flutt í kvöld, eins og aug- lýst hafði verið, en hugsanlega aftur síðar. Práinn Karlsson, leikari, les valda kafla úr bókinni Minningar eftir Björgvin, en þessi bók geymir æviminningar hans fram til þess tíma er hann fluttist til Akureyrar. Puríður Baldursdóttir, alt, og Örn Viðar Birgisson, tenór, syngja einsöngslög eftir Björgvin við píanóundirleik Guðjóns Páls- sonar. f Minjasafninu verða til sýnis ýmsir munir sem Björgvin átti og þótti viðeigandi að flytja dag- skrána í safninu. SS Aðalfundur Sjúkraliðafélags íslands: Ákveðið að stofiia stéttarfélag sjúkraliða Aðalfundur Sjúkraliðafélags íslands var haldinn laugardaginn 11. maí 1991. Fundurinn var mjög vel sóttur af sjúkraliðum hvaðanæva að, af landinu. Á dagskrá fundarins, var m.a. tekin ákvörðun um lagabreyting- ar og stofnun stéttarfélags sjúkra- liða með aðild að BSRB. Tillaga stjórnar SLFÍ um stofn- un stéttarfélags var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Nú þegar hafa 800 starfandi sjúkraliðar skráð sig sem fullgilda félaga í stéttarfélag sjúkraliða. Til þess að fullnægja ákvæðum laga nr. 94/1986 um kjarasaminga opinberra starfsmanna, þurfa 23 starfandi sjúkraliða að taka afstöðu til málsins. Pá og fyrr ekki fær félagið fullan og óum- deildan samningsrétt fyrir stétt- ina. Falleg hellulögn glæÖir umhverfid nýju lífi - við höfum það sem til þarf - 10 X 10 STUBBUR - KUBBUR Stubbur og Kubbur eru hentugir einir sér í göngustíga, sólpalla og bílastæði. Einnig má nota þá með Krosssteini, Hell- um og Stóra-Kubbi og búa þannig til ýmis form og mynstur. Möguleikarnir á samsetningu eru nánast ótakmarkaðir. Stubbur og Kubbur eru framleiddir í þremur litum, gráu, svörtu og hvítu. 20x20 30 x 30 40 x 40 NÝTT 40 x 20 20 x 20 HELLUR - STÓRI -KUBBUR: Hellur og Stóri-Kubbur henta í hvers kyns hellulagnir, stórar og smáar. Hellur og Stóri-Kubbur, ásamt Krosssteini, Stubbi og Kubbi mynda eina heild sem raða má eftir hugmyndum hvers og eins. Hellur og Stóri-Kubbur fást í gráu, svörtu og hvítu. KROSSSTEINN: Krosssteinninn hentar einn sér í bíla- stæði, sólpalla og göngustíga. Hann raðast einnig á ýmsa vegu með Hellum, Stóra-Kubbi, Stubbi og Kubbi. LAUFSTEINN: Laufsteinninn er hentugur í bílastæði og göngustíga. 20 x 20 KANTSTEINAR: Kantsteinarnir forma blómabeð og afmarka hellulögn. TRÖPPUSTEINN: Tröppusteinana má nota í hvers kyns tröppur, og tengja hann við hellulögn. 40 x 60 NYTT 40 x 40 GRASSTEINN: Grassteinninn hentar í bílastæði eða þar sem aka þarf yfir grasflöt. BLÓMAKASSAR: Blómakassarnir falla inn í hellulögn og gefa henni glæsilegt útlit. Þá má tengja saman á ýmsan hátt og raða þeim hverj- um ofan á annan. Hafið samband og við sendum litprentaðan upplýsingabækling. MÖL&SANDUR v/Súluveg Akureyri, Simi 96-21255

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.