Dagur - 22.05.1991, Blaðsíða 16

Dagur - 22.05.1991, Blaðsíða 16
DáðUE Akureyri, miðvikudagur 22. maí 1991 Skógræktarfélag Eyfirðinga * Gróðrarstöðin í Kjarna Opið virka daga kl. 9-18. Laugardaga kl. 10-17. ¥11" J- W ' á* WW • AéW-S\ Leitið upplýsinga Plontusala 1 fullum gangi Barrtré -k Lauftré * Skrautrunnar * Berjarunnar Limgerðisplöntur * Klifurplöntur • Skógarplöntur * Rósir. ^Wf i simuni 24047 og 24599. * Póstsendum um allt land. Sólbakur EA 305 bilaði út af Vestfjörðum: Stýrið datt af úti á rúmsjó Róleg Sólbakur EA 305, togari Útgerðarfélags Akureyringa hf., bilaði um miðnæturleytið aðfaranótt laugardags eftir nokkurra daga veðiðferð með Norðurland vestra: hvíta- sunnuhelgi Hvítasunnuumferðin gekk slysalaust fyrir sig í Skagafirði og Húnavatnssýslum. Lögregl- an á Blönduósi þurfti þó að hafa afskipti af nokkuð mörg- um bflstjórum sem óku of hratt í Húnavatnssýslum. Fáir bíl- stjórar voru teknir fyrir hrað- akstur í Skagafirði. Alls voru sjötíu og fjórir öku- menn sektaðir fyrir hraðakstur af lögreglunni á Blönduósi. Þrír bíl- ar mældust vera á milli 130 til 140 kílómetra hraða á klukkustund. Áð sögn lögreglunnar á Blönduósi óku menn hægar um hvítasunnuna í ár heldur en í fyrra. Þá voru rúmlega hundrað og tuttugu ökumenn sektaðir fyr- ir of hraðan akstur. Umferðar- þunginn var svipaður nú og í fyrra en svo virðist sem menn séu farnir að aka hægar. Ein bílvelta varð um helgina í Vestur-Húnavatnssýslu en engin meiðsl urðu á ökumanni eða farþegum. kg þeim afleiðingum að ógerlegt varð að stýra skipinu. Togar- inn var þá staddur djúpt út af Vestfjörðuin, á stað sem nefn- ist „Torg hins himneska friðar." Annar togarinn frá Ú.A., Svalbakur EA 302, tók Sólbak í tog til Akureyrar. Svalbakur var staddur á þess- um slóðum og kom að Sólbak klukkan tvö á laugardagsnótt. ívan Brynjarsson, skipstjóri á Svalbak, segir að það hafi tekið þrjátíu og sjö tíma að draga Sól- bak tvö hundruð og sextíu mílur inn til Akureyrar. „Það gekk vonum framar að koma vír á milli skipanna. Veður var þokkalegt og það hjálpaði mikið til. Þegar við vorum stadd- ir út af Djúpi byrjaði Sólbakur að faka níutíu gráðu beygjur sitt á hvað. Við slökuðum út meiri vír og slógum af ferðinni en það dugði ekki til, vírinn gaf sig. Við vorum ekki nema augnablik að bjarga því við. Veður hefur verið gott á leiðinni, við vorum að ljúka veiðiferðinni og staddir þarna nálægt. Því var ákveðið að við tækjum Sólbak í tog inn til Akureyrar," segir ívan. Þegár kafarar ætluðu að kanna stýri skipsins í gær komust þeir að því að stýrið hafði losnað og síðan dottið af úti á rúmsjó. Það var því ekki að furða þótt skipið léti ekki að stjórn. Gert verður við Sólbak í Slippstöðinni á Akureyri. EHB Frá hófinu í Gamla Lundi þar sem verðlaunin voru afhent. Á innfelldu myndinni er Hjalti Finnsson, sem lilaul 1. verðlaun í flokki hefðbundinna ljóða en hinn verðlaunahaflnn, Sigmundur Ernir Rúnarsson, gat ekki verið VÍðstaddur. Mynd: Golli Ljóðasamkeppni Dags og MENOR: Fyrstu verðlaun fengu Hjalti Finnsson og Sigmundur Ernir - úrslitin kunngerð í hófi í Gamla Lundi Úrslit í ljóðasamkeppni Dags og Menningarsamtaka Norð- lendinga voru kunngerð í hófi í Gamla Lundi sl. mánudag. Fyrstu verðlaun í flokki hefð- bundinna Ijóða hlaut Hjalti Finnsson, Artúni í Eyjafjarð- Jökull hf./Fiskiðja Raufarhafnar: Hagnaður fyrirtækjanna á síðasta ári 44,3 nulljónir - starfsfólk fékk launauppbót í árslok Aðalfundur fyrirtækjanna Jökuls hf. og Fiskiðju Raufar- hafnar hf. var haldinn sl. mánudag. Hagnaður af rekstri Jökuls hf. á síðasta ári nam 15,6 milljónum króna á móti 0,6 milljónum á árinu 1989 og Fiskiðjan skilaði hagnaði upp á 28,7 milljouii á móti 47,8 millj- óniim árið áður. Samanlagður rekstrarhagnaður fyrirtækj- anna á síðasta ári er því 44,3 milljónir króna. Angantýr Einarsson, formað- ur stjórnar Fiskiðju Raufarhafn- ar, sagðist í samtali við Dag vera Skagafjörður: Dýrbítur gerir usla - felldur skömmu síðar Vart var við dýrbít á bænum Keldulandi á Kjálka í Skaga- firði. Sást til tófu sem var að snúast í kringum lambfé og hafði luín þegar drepið a.m.k. eitt lamb. Skömmu síðar tókst að vinna á tófunni og var hún þá skammt frá Iambfénu. Dýrbíturinn var hvítur fullorð- inn refur og voru kjálkar úr hon- um sendir til veiðistjóra til aldursgreiningar. Stefán Hrólfs- son bóndi á Keldulandi sá til refs- ins þegar hann var að leggja til atlögu við kindur sem voru innan girðingar. Stefán gerði viðvart og fékk skyttu til liðs við sig sem síð- an skaut refinn skammt frá lamb- fénu. Nokkuð er síðan að orðið hef- ur vart við dýrbít á þessum slóðum. Bændur hrósa happi yfir að tókst að vinna á dýrbítnum áður en meira tjón hlaust af. Tóf- ur eru að gjóta hvolpum sínum um þessar mundir og líklegt að rebbi hafi verið að afla fanga handa kellu sinni meðan hún sinnir ungviðinu. kg ánægður með þessar niðurstöðu- tölur. Hann sagði það sitt mat, og um það væru flestir sammála, að fyrirtækin væru vel rekin og afkoman góð í samræmi við það. Niðurstöðutölur á rekstrar- reikningi Fiskiðjunnnar eru 341,5 millj. kr. og á efnahagsreikningi 283,2 milljónir. Eigið fé í árslok nam 87,2 miHjónum. Angantýr sagði að þótt hagnaðurinn hefði minnkað milli ára væri raunveru- legur munur ekki eins mikill og tölurnar gæfu til kynna því birgðamál, verðlagsbreytingar og fleira kæmu inn í dæmið. Jökull hf. skilaði hins vegar meiri hagnaði á síðasta árið mið- að við árið á undan. Niðurstaða rekstrarreiknings er 170,7 millj- ónir og efnahagsreiknings 282,2 milljónir. Eigið fé er 147,1 millj. kr. Launagreiðslur voru þær sömu 1989 og 1990, en framleiðsla dróst nokkuð saman milli ára. Starfsfólk fékk launauppbót í árslok. Hráefniskostnaður, þ.e. fiskverð, umbúðir og salt, hækk- aði hins vegar um ríflega þrjátfu og sex milljónir milli ára. SS arsveit, fyrir Ijóðið Fjalla- skáld. Sigmundur Ernir Rún- arsson, Reykjavík, hlaut fyrstu verðlaun í flokki óbundinna Ijóða fyrir Fast að fjalli. Verðlaunahafarnir fengu í sinn hlut íslensku alfræðiorðabókina frá Erni og Örlygi. Þeir frænd- urnir, Sigmundur Ernir og Hjalti, eru ekki óvanir því að standa í þessum sporum því þeir voru báðir meðal verðlaunahafa í ljóðasamkeppni menningarmála- nefndar Akureyrar 1989. Önnur verðlaun í flokki hefð- bundinna ljóða hlaut Jón Erlendsson, Akureyri, fyrir Haustljóð og önnur verðlaun í flokki óbundinna ljóða hlaut Aðalsteinn Svanur Sigfússon, Akureyri, fyrir ljóð sitt Brýnt. Jón og Aðalsteinn Svanur fengu íslandshandbók Arnar og Örlygs. Þá veitti dómnefnd höfundum tveggja ljóða í hvorum flokki sérstaka viðurkenningu. Höfund- arnir eru Jón Erlendsson, Akur- eyri, Bragi Magnússon, Siglu- firði, Hjörtur Pálsson, Kópavogi, og Helga Þorsteinsdóttir, Njáls- búðarskóla í Rangárvallasýslu. Haukur Ágústsson, formaður MENOR, afhenti verðlaunin og Kristín S. Árnadóttir, formaður dómnefndar, gerði grein fyrir störfum nefndarinnar og tilkynnti úrslit. Leikararnir Sunna Borg og Sigurður Hallmarsson lásu upp ljóðin sem fengu verðlaun og viðurkenningu, boðið var upp á tónlistaratriði og veitingar, en nánar verður sagt frá Ijóðasam- keppninni í næsta helgarblaði Dags og þá verða verðlaunaljóð- in birt og spjallað við sigurvegar- ana. SS Akureyri: Innbrot í Dagsprent Brotist var inn í hús Dags- prents hf. við Strandgötu á Akureyri aðfaranótt laugar- dags. Rúða var brotin á jarð- hæð á vesturhlið hússins. Farið var um skrifstofur á neðri hæð- inni og ávísanahefti stolið. Þjófurinn, sem var ölvaður, tók að því búnu litla sendi- bifreið í eigu fyrirtækisins og ók henni brott. Daníel Snorrason, yfirmaður rannsóknarlögreglunnar á Akur- eyri, segir að á laugardagsmorg- un hafi lögreglan stöðvað öku- mann lítillar sendibifreiðar vegna gruns um ölvun við akstur. Fljót- lega vöknuðu grunsemdir um að bifreiðin hefði verið tekin ófrjálsri hendi. Ekki var mögu- legt að taka formlega skýrslu af manninum vegna ölvunar, og var hann því færður í fangahús lög- reglustöðvarinnar í bili. Skömmu eftir hádegi á laugar- dag var lögreglu tilkynnt um inn- brot í hús Dagsprents. Þjófurinn braut rúðu, spennti upp glugga og fór síðan inn, en skarst nokk- uð á hendi við það. Af ummerkj- um sást að hann hafði farið um skrifstofur í leit að peningum. Meðan á vettvangsrannsókn stóð uppgötvaðist að sendibifreið frá Dagsprenti var horfin, og fljót- lega var staðfest að ölvaði öku- maðurinn, sem lögreglan hafði tekið þá um morguninn, hafði verið þarna að verki. Maðurinn játaði innbrotið og bílstuldinn við yfirheyrslu síðar um daginn. Hann er búsettur utan Akureyr- ar. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.