Dagur - 22.05.1991, Side 5

Dagur - 22.05.1991, Side 5
Miðvikudagur 22. maí 1991 - DAGUR - 5 Nemendur á 2. stigi stýrimannanáms útskrifast, dúxinn Björn Viðar Gylfason stendur næst íslenska fánanum Dalvíkurskóli: Sumarbúðir kirkjunnar við Vestmannsvatn Aðaldal Flokkaskipting sumarið 1991 1. fl. 18. júní-25. júní fl. 26. júní- 3. júlí 3. fl. 5. júlí -12. júlí 4. fl. 15. júlí -22. júlí 5. fl. 23. júlí -26. júlí 6. fl. 27. júlí - 3. ágúst börn 7-10 ára börn 8-11 ára börn 10-13 ára börn 7-10ára aldraöir frá Dalvík blindirog aldraðir Innritun er hafin í síma 96-27540 frá kl. 17.00-18.30 virka daga. Fyrstu fiskvmnslunemarnir útskrifaðir - skólayfirvöld á Dalvík stefna að því að þar rísi miðstöð fræðslumála sjávarútvegsins á Islandi - Stýrimannadeildin hefur starfað í tíu ár Stýrimannadeild Dalvíkur- skóla hefur nú útskrifað skip- stjórnarmenn í tíu ár sam- fleytt. Jafnframt náði skólinn þeim áfanga á föstudaginn að útskrifa fyrstu nemendurna af fískvinnslubraut. Skólayfirvöld stefna að því að gera fram- haldsdeildirnar á Dalvík að sjálfstæðum sjávarútvegsskóla sem orðið gæti miðstöð fræðslumála sjávarútvegsins á Islandi. í ræðu Þórunnar BergKdóttur skólastjöra Dalvíkurskóla við skolaslit "framhaldsdeildánna í Víkurröst á föstudaginn kom fram að stýrimannanámið á Dal- vík er orðið 10 ára gamalt. Skól- inn hefur rétt til að útskrifa stýri- menn af 1. og 2. stigi og nú liggur fyrir umsókn til menntamála- ráðuneytisins um að skólinn fái einnig að útskrifa stýrimenn af 3. stigi og verði með því fullgildur stýrimannaskóli. Þá urðu þau tímamót að á föstudaginn voru útskrifaðir sex nemendur sem lokið hafa þriggja ára námi við fiskvinnslubraut. Brautin er skipulögð á svipaðan hátt og nám í Fiskvinnsluskólan- um í Hafnarfirði að viðbættu námi í markaðsfræðum og örygg- ismálum fyrir sjómenn. Það síð- astnefnda er kennt í ljósi þess að margir nemenda munu væntan- lega starfa á frystitogurum þegar fram líða stundir. Fiskvinnslu- deildin er rekin í tengslum við Þórunn Bergsdóttir, skólastjóri Dalvíkurskóla, tekur við gjöf frá kollega sínum úr Fiskvinnsluskólan- um í Hafnarfirði, Sigurði Haralds- syni. Verkmenntaskólann á Akureyri. Bókleg kennsla fer fram í Dal- víkurskóla en verkleg í frystihúsi KEA, en þar starfa nemendur alla síðustu önnina. í vetur hefur Ómar Karlsson verið deildarstjóri fyrir báðar deildirnar og kom frani í máli hans við skólaslitin að hann telur að deildirnar hafi þegar fest sig það vel í sessi að tengslin við grunnskólann séu að verða óþörf. Þórunn tók í sama streng og benti á að erfiðlega hefði gengið að sameina þá skóla á höfuðborgarsvæðinu sem sinna fræðslu fyrir sjávarútveginn. Hins vegar væru allar forsendur fyrir því að koma upp á Dalvík fræðslumiðstöð sjávarútvegsins þar sem kennd verði sjó- mennska, fiskvinnsla, ntarkaðs- fræði og sjávarlíffræði. I vetur voru 52 nemendur í deildunum tveimur og útskrifuð- ust 12 stýrimenn á 2. stigi og 14 á 1. stigi. Fram kom í máli Omars að umsóknum um skólavist fjölg- ar stöðugt og bjóst hann við að nemendur yrðu á bilinu 60-70 næsta vetur. Þar nýtur deildin góðs af heimavist sem Dalvíkur- skóli rekur en þar er pláss fyrir 20 nemendui i fiamhaldsdeildum. Hæstu einkunn á 2. stigi stýri- mannadeildar hlaut Björn Viðar Gylfason, 9,60, og er það hæsta meðaleinkunn sem náðst hefur í sögu deildarinnar. Bestum ár- angri fiskvinnslunema náði Sig- rún Friðriksdóttir. Að vanda fengu þau og aðrir nemendur sem sýnt hafa góða frammistöðu viðurkenningar frá skólanum og ýmsum aðilum sern sýnt hafa skólanum áhugaogstuðning. Við skólaslitin töluðu þeir Valdimar Bragason fyrir hönd samtaka norðlenskra útgerðarmanna, Guðmundur Steingrímsson fyrir hönd Skipstjórafélags Norður- lands, Friðrik Friðriksson spari- sjóðsstjóri á Dalvík, Gunnar Aðalbjörnsson frystihússtjóri á Dalvík, Bernharð Haraldsson skólastjóri Verkmenntaskólans á Akureyri og Sigurður Haraldsson skólastjóri Fiskvinnsluskólans í Hafnarfirði. -ÞH Vinningstölur laugardaginn 18. maí ’91 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 1 6.905.124.- 2. 4%« 5 150.582.- 3. 4af5 302 4.300.- 4. 3af 5 8.431 359.- Heildarvinningsupphæð þessa viku: 11.983.363.- I Ath. Vinningar undir 12.000 krónum eru greiddir út á Lottó sölustöðum. RHEINLAND-PFALZ - Ferðaævintýri í eigin bíl TyskTurist-Information ■ Vesterbrogade 6 d,- DK-1620 Kbh. V. Simi: (90) 45 33 12 70 95 Njótið fegurðar Rínarlanda, þar sem hið heimsfræga Rínarvín er ræktað. Sjáið og siglið á fljótunum Rin-Mosel-Ahr og Lahn með fallega kastala og hallir á árbökkunum. Skoðið miðaldabæi með markaðstorgum og uppruna- legum miðaldahúsum. Rínarhéruð eru frábær staður til að skoða sig um, en jafnframt að njóta hvíldar. Flugáætlun Flugleiða er kjörin til þess að koma þér og þínum í þægilegt og skemmtilegt frí í Þýskalandi. Luxemborg 10 sinnum í viku Frankfurt 5 sinnum í viku Hamborg 2 sinnum í viku Amsterdam 5 sinnum í viku BÍLALEIGUR: Flugleiðir sjá um pöntun á bílaleigubílum á hagstæðum kjörum. SUMARHÚS/ÍBÚðlR: Sérstaklega hagstæðir samningar í Hunsrúck í miðju Rínarhéraðí. í Hunsrúck er skemmtilegt að dvelja og njóta lífsins í fallegu umhverfi eða fara í spennandi ferðir um nágrennið. HÓTEL: Flugleiðir hafa samninga við úrval hótela á góðu verði í Pýskalandi. Upplýsingar og bókanir: FLUGLEIÐIR símí 690300 opio 7 daga í viku eða ferðaskrifstofur og umboðsmenn.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.