Dagur - 30.05.1991, Side 1

Dagur - 30.05.1991, Side 1
Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Iðandi líf í Mývatnssveit: Húsin loðin af rykmýi - vart hægt að hafast við utandyra Mikil veðurblíða var 1 Mývatnssveit í gær en erfitt að njóta hennar fyrir rykmýinu sem svo sannarlega er vaknað til lífsins. Húsfreyja ein í Rcykjahlíöarhverfinu sem ræddi við okkur í gær sagði að sjaldan eða aldrei hefði verið eins mikið af rykmýi í sveit- inni. „Við erum alveg að kafna í rykmýi og getum varla drukkið kaffi úti í sólinni. Petta er svo mikið að húsin niðri við vatnið Flugfélag Norðurlands hf.: Nýjar flugleiðir gefast vel Keflavíkurflugið og Húsavík- urflugið hefur gengið sem til stóð. Tólf flugmenn starfa hjá Flugfélagi Norðurlands hf., og nú er verið að ráða þrettánda flugmanninn til að geta mætt auknu álagi. Að sögn Friðriks Adólfssonar, afgreiðslustjóra Flugfélags Norðurlands hf., tekur alltaf viss- an tíma að fá fólk til að nýta nýja valkosti til ferðalaga. Beina flug- ið á Keflavík hefur gefist vel. Flogið er til Keflavíkur frá Akur- eyri á mánudögum, fimmtudög- um, föstudögum og sunnudög- um. í Keflavík vantar aðstöðu fyrir innanlandsflugið þ.e. til afgreiðslu vélanna og fleira og ekkert bólar á úrbótum sem lofað var þegar Flugfélag Norðurlands hf. hóf ferðir til Keflavíkur. „Sé litið til áætlunarferðanna frá Húsavík til Reykjavíkur þá erum við einnig nokkuð ánægðir með undirtektir. Við fljúgum þrisvar í viku á laugardögum, sunnudögum og mánudögum," sagði Friðrik Adólfsson, af- greiðslustjóri. ój eru alveg loðin. Það er langt síð- an við höfum séð eins mikið af rykrnýi,1' sagði húsfreyjan. Mýið náði sér vel á strik í fyrrasumar en magnið nú slær því sumri við. Tvær tegundir rykmýs eru einkum mikilvægar fyrir líf- ríkið í Mývatni, litla og stóra toppfluga, og að sögn húsfreyj- unnar er stóra toppflugan nú mjög áberandi. Þess má geta að alls eru til um fimm þúsund tegundir rykmýs í heiminum og lifa nokkrir tugir þeirra hér á landi. Lirfurnar geta skipt þúsundum á hverjum fer- metra í vatni. Rykmýið er smá- vaxið og stingur ekki, en öðru máli gegnir um bitmý; algengasta tegund þess hér á landi er mývargur. SS I gær var togarinn Þorsteinn EA færður frá Torfunefsbryggjunni norður í Fiskihöfnina. Myndin er tekin er Guð- mundur Sigurbjörnsson, hafnarstjóri, leysti landfestar og mörgum Akureyringnum létti að losna við skipið úr hjarta bæjarins. Mynd: Golli Deila N.L.F.Í. og Læknafélags íslands: Framtíð Kjamalundar í húfi Framtíð Kjarnalundar, tilvon- andi heilsuhælis Náttúrulækn- ingafélags Akureyrar, er í mikill óvissu eftir þá atburði sem gerst hafa kringum Náttúru- lækningafélag íslands og heilsu- hæli félagsins í Hveragerði undanfarið. Margir hafa af því áhyggjur að framkvæmdir við Kjarnalund muni stöðvast eða tefjast af þessum sökum. í gær var haldinn stjórnarfund- ur í Náttúrulækningafélagi íslands, sá fyrsti á Akureyri. Vil- hjálmur Ingi Árnason, formaður félagsins, sagði fyrir fundinn í gær að ljóst væri að ekkert væri athugavert við bókhald N.L.F.Í., en við könnun Ríkisendur- skoðunar hefði bókhaldið reynst vera til fyrirmyndar. „Þetta er deila við ríkið um hvort við eig- um að afskrifa um eitt prósent eins og sjúkrahús, eða um 4,7 Orlofshúsin á Illugastöðum í Fnjóskadal: Mér sýnist aðsóknin í sumar slá öll met segir Jón Óskarsson, umsjónarmaður „Mér sýnist aðsóknin í sumar ætla að slá öll met,“ segir Jón Óskarsson, umsjónarmaður orlofshúsanna á Illugastöðum í Fnjóskadal. Venjulega er ekki bókað í nema örfá hús fyrstu tvær vikur júnímánaðar, en nú bregður svo við að bókað er í 10-12 hús fyrstu vikuna. Jón segir að ekki sé nóg með að nýtingin verði betri fyrstu vikurnar, líflegra sé yfir bókun- um í haust en undangengin haust. Á bilinu 20-30 verkalýðsfélög eiga hús eða hlut í húsum á Illugastöðum. Jón segir að gestir komi víða að af landinu, mest fjölskyldufólk. Húsin eru leigð í viku í senn, frá föstudegi til föstudags. Árið 1988 var byggð sundlaug á Illugastöðum. Jón segir að til- koma hennar hafi breytt miklu fyrir gestina. Segja megi að hún sé troðfull frá því hún opni kl. 10 á morgnana til kl. 19 á kvöldin. Leigan fyrir húsin verður í lægri kantinum í sumar. Flest þeirra kosta sjö þúsund krónur fyrir vikuna, sem er óbreytt verð frá því á árinu 1989. í sumar verða 6-7 starfsmenn við orlofsbyggðina á Illugastöð- um, þ.m.t. umsjón með sundlaug og verslun. óþh prósent eins og önnur fyrirtæki, og hvort við megum taka auka- daggjöld af sjúklingum. í lækna- deilunni ber hæst að Læknafélag- ið er að stilla okkur upp við vegg, en engar ásakanir hafa komið fram um hvað sér rangt hjá okkur. Landlæknir er búinn að skoða reksturinn og fann ekkert óeðlilegt. Þetta er því stríð milli náttúrulækningahreyfingarinnar og Læknafélags íslands," segir Vilhjálmur Ingi. Svo virðist sem Læknafélagið vilji taka rekstur heilsuhælisins í Hveragerði undan N.L.F.Í. og reka það á öðrum forsendum. Vilhjálmur Ingi segir að ef það gerist sé framtíð Kjarnalundar einnig vægast sagt óljós. „Eftir allt sem á undan er gengið stend- ur eftir ágreiningur um hvernig á að afskrifa eignirnar, og hvort félagið eigi að greiða fyrir upp- bygginguna eða láta rekstrarfé duga til þess,“ segir Vihjálmur Ingi Árnason. EHB Tillögur samgönguráðherra um niðurskurð vegaframkvæmda á Norðurlandi: Hafa ekki afgerandi áhrif að mati talsmanna Vegagerðarinnar á Akureyri og Sauðárkróki Samkvæmt niðurskurðartillög- um Halldórs Blöndal, sam- gönguráðherra, nemur niður- skurður í vegaframkvæmdum á Norðurlandi á þessu ári 31 milljón króna, 19 milljónum í Norðurlandskjördæmi eystra og 12 milljónum í Norður- landskjördæmi vestra. Tals- menn Vegagerðarinnar á Norðurlandi segja að niður- skurðurinn eigi ekki að koma harkalega niður á framkvæmd- um í sumar. í Norðurlandskjördæmi eystra er annars vegar gert ráð fyrir 12 milljóna króna niðurskurði á framkvæmdum við Eyjafjarðar- braut (Þverá) og hins vegar 5 milljóna króna niðurskurði á Hjalteyrarvegi. Guðmundur Svafarsson, um- dæmisverkfræðingur Vegagerð- arinnar á Akureyri, segir að ráð- ist verði í byggingu brúar yfir Þverá í október í haust, eins og gert hafi verið ráð fyrir. Hins vegar sé talað um að slá á frest tengingu brúarinnar með um kílómeters löngum vegarkafla. Þá segir Guðmundur að gert hafi verið ráð fyrir að leggja slit- lag á um 800 metra kafla á Hjalt- eyrarvegi fyrir 5 milljónir króna, en þeim lið verði frestað sam- kvæmt fyrirliggjandi tillögum. Heimir Guðmundsson, um- dæmistæknifræðingur Vegagerð- arinnar á Sauðárkróki, segir að þegar hafi verið samið við verk- taka um kaflann við Grjótá á Öxnadalsheiði og ekki sé ætlunin að rifta þeim samningum. Þær sjö milljónir króna, sem rætt sé um að spara við gerð þessa kafla, sé í raun sparnaður vegna hagstæðs útboðs. Hann segir að það sama gildi um einnar milljónar króna sparnað við annars vegar Vatns- nesveg (Skarð) og hins vegar Svínvetningabraut (Hnjúkahlíð). Gert er ráð fyrir að spara 3 milljónir vegna brúar yfir Hjalta- dalsá. Heimir segir að þarna sé um að ræða frestun á þessari fyrirhuguðu brúargerð. óþh Fjallahreppur: Vilja frekast sam- einast Öxarfjarðarhreppi „Ef við verðum neyddir til þess að sameinast einhverjum, þá viljum við sameinast Oxar- fjarðarhreppi,“ segir Bragi Benediktsson, bóndi Gríms- tungu á Fjöllum. Undanfarið hafa fulltrúar nefndar, sem félagsmálaráðherra skipaði til þess að kanna mögu- leika á sameiningu sveitarfélaga, rætt við sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi og kannað hug þeirra til þess að fækka sveitar- félögum með sameiningu þeirra. Eitt þeirra sveitarfélaga, sem er nokkuð ljóst að muni sameinast öðru sveitarfélagi fyrr en síðar, er Fjallahreppur, en þar búa aðeins 12 manns. Bragi Benedikts- son segir ekkert ákveðið með viðræður um þessi mál milli full- trúa félagsmálaráðuneytisins og íbúa í Fjallahreppi. „Þetta verð- ur kannað áfram, enn sem komið er hafa einungis könnunarvið- ræður farið fram,“ segir Bragi. Björn Benediktsson, oddviti Öxarfjarðarhrepps, segir að enn hafi ekkert formlegt erindi borist um þetta mál, en hann segist fast- lega búast við að ef til komi gangi Öxfirðingar til viðræðna um sam- einingu með opnum huga. óþh

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.