Dagur - 30.05.1991, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 30. maí 1991
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1100 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 100 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir),
KÁRI GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
SjáJfsforræði
verði ekki skert
Nú stendur yfir lokaáfangi samningaviðræðna ríkja EFTA
og Evrópubandalagsins um Evrópskt efnahagssvæði.
Ætlunin var að samninganefndir gætu undirritað samn-
inginn í lok júní en nú bendir flest til að samningalotan
dragist eitthvað á langinn. Ljóst er þó að ganga verður
frá samkomulagi og leggja samninginn fyrir þjóðþing við-
komandi landa fyrir áramót ef hann á að hljóta afgreiðslu
og taka gildi í upphafi árs 1993 eins og stefnt er að. Enn
er eftir að leysa úr viðkvæmum ágreiningsefnum varð-
andi samstarf ríkja EFTA og Evrópubandalagsins en auk-
innar bjartsýni virðist gæta eftir fund ráðherranefndar
viðkomandi ríkja í Brussel á dögunum.
Ýmsar athuganir benda til að sameiginlegur markaður
EFTA og Evrópubandalagsins muni fela í sér aukinn
efnahagslegan ávinning fyrir þátttökuþjóðirnar. í svo-
nefndri Cecchini skýrslu er meðal annars komist að þeirri
niðurstöðu að framleiðsla bandalagsþjóðanna muni auk-
ast um 4,5% og verðlag hækka um allt að 6%. í niðurstöð-
um nefndar, sem fráfarandi ríkisstjórn íslands skipaði, til
að gera athugun á áhrifum Evrópsks efnahagssvæðis er
fullyrt að aukin hagsæld í Evrópu muni hafa efnahagsleg
áhrif hér á landi. Nefndin telur að viðskiptakjör þjóðar-
búsins batni vegna þess að verð á innfluttum vörum og
þjónustu lækki og bætt lífskjör í Evrópu leiði af sér aukna
eftirspurn eftir íslenskum vörum og þjónustu. Auk þess
komi einnig til áhrif, sem leiði af þátttöku íslands í Evr-
ópska efnahagssvæðinu.
Þrátt fyrir að þátttaka íslendinga í efnahagslegu sam-
starfi Evrópuríkja muni að öllum líkindum færa þeim bætt
viðskiptakjör og einhvern efnahagslegan ávinning er
margt sem varast verður varðandi inngöngu í svo stóra
markaðsheild, sem fyrirhugað samstarf innan EES er.
Vegna smæðar þjóðarinnar og einhæfs atvinnulífs hafa
þau grundvallaratriði í samskiptum EFTA og EB, sem
nefnd eru „frelsin fjögur", ýmsar hættur í för með sér.
Spyrja má hvernig íslendingar muni bregðast við brott-
námi innflutningshamla varðandi landbúnaðarvörur eða
kaupum erlendra aðila á landssvæðum og framleiðslufyr-
irtækjum í undirstöðuatvinnuvegunum. Hvernig ætla
íslenskir atvinnurekendur að mæta innflutningi fólks
þegar búsetu- og atvinnuréttindi eiga að verða jöfn á öllu
EES-svæðinu og hvernig verður hamlað gegn rétti
Evrópubúa til þess að nýta auðlindir landsins.
Flestum ætti að vera ljóst að þátttaka íslendinga í hinu
fyrirhugaða Evrópska efnahagssvæði er ýmsum tak-
mörkunum háð og gera verður margvíslega sérsamninga
eigi einhver ávinningur að nást í því samstarfi. Jón Bald-
vin Hannibalsson, utanríkisráðherra, hefur sagt að frá
upphafi hafi verið ljóst að Evrópska efnahagssvæðið gæti
ekki eingöngu byggst á grundvelli hagsmuna háþróaðra
iðnríkja. Hann hefur einnig bent á hversu háð við séum
sjávarútvegi og eigi það enga hliðstæðu meðal væntan-
legra aðildarríkja EES. Því er hætta á að við látum meira
í té en við þiggjum og að íslendingar muni ekki hagnast
jafnmikið á aðgangi að innri markaði EB og önnur ríki. Af
þeim sökum hlýtur grundvallaratriðið í þeim samningum,
sem íslendingar eiga aðild að varðandi Evrópska efna-
hagssvæðið, að vera að sjálfsforræði þjóðarinnar verði
ekki skert og íslendingar ráði áfram yfir auðlindum sín-
um til lands og sjávar. £1
Vorpistill VI:
Vorið góða grænt og hlýtt....
Mikil er veðurblíðan, sem við
erum aðnjótandi á þessu blessaða
vori. Bara að við eigum nú þetta
skilið. Ætli við verðum ekki bara
að treysta því, að svo sé. Tún og
flatir eru orðin iðagræn og
„Lömbin skoppa hýrt með hopp /
hugar-sloppin-meinum“. Þessi
vísufyrripartur er meinleysislegur
og lýsir rétt vorlambinu, ímynd
æsku og yndis. Svo kemur seinni-
parturinn og er ekki síður falleg-
ur og raunsær: „Bera snoppu að •
blómsturtopp / blöðin kroppa af
greinum“. Því er nú ver og
miður, þarna hitti skáldið nagl-
ann á höfuðið. Það er einmitt
það, sem þessir yndislegu litlu
skaðvaldar gera, ef þau komast
að blómum eða smátrjám, sem
ekki eru orðin „sauðheld“. Þau
éta blóm og knúppa eins og börn
éta konfekt og rýja litlu trjá-
plönturnar blað fyrir blað og
brum fyrir brum. Svona eru sauð-
kindur, það þýðir ekkert að neita
því.
Og nú eru trén einmitt að
laufgast sem mest þau mega. Það
er allt á fleygiferð í trjágörðum
og lundum. Var það ekki ásinn
Heimdallur, sem heyrði grös
gróa? Hann ætti ekki örðugt með
að heyra vaxtarþytinn hér og nú
þessa dagana. Ég gæti best trúað,
að hann þyrfti að ganga með
heyrnarhlífar, ef hann væri kom-
inn nú.
Það er alveg stórkostlega heill-
andi að koma í skógarlundi ein-
mitt þessa dagana, þegar tré eru
svo sem hálflaufguð. Litskrúðið
er ennþá fjölbreytilegra og ilmur-
inn ennþá skarpari en seinna
verður, þegar allaufgað er. Ég ók
í fyrradag (23. maí) til Akureyr-
ar, gegnum bæinn og áfram inn í
Kjarnaskóg. Og ég verð að segja
það, að ég var stórhrifinn. Akur-
eyri er fögur borg og margbreyti-
leikinn í byggð og gróðri og
landslagi er geysiskemmtilegur.
Það er t.d. hreint ótrúlegt, hvað
gamli innbærinn er heillandi fag-
ur og fjölbreytni trjágróðursins
Hjörtur E. Þórarinsson.
ævintýraleg, ég held það sé rétta
orðið.
Og alstaðar er öspin að teygja
sig upp yfir nábúana. Mikill
heilladagur var það þegar fræ
hennar var flutt hingað frá
Alaska í pokaskjatta fyrir einum
40-50 árum síðan. Hin sérkenni-
lega, áfenga angan af laufgandi
ösp er nýr munaður á Islandi.
Það er best að halda áfram að
tala um trjágróður. Hafa ekki all-
ir tekið eftir því, hvernig víði-
runnar eru að vaxa og verða stór-
ir út og inn um allt hérað, þar
sem engin hrísla sást fyrir nokkr-
um árum? Við sjáum þetta glöggt
bæði utan og innan við Akureyri.
Meðfram Flugvellinum og áfram
inn eftir er allt að verða löðrandi
í hinum fegursta víði, bæði þeim
gula og þeim gráa. Utan við
Lónslækinn í friðaðri skák er enn
annað sýnishorn. Skammt utan
Hörgárbrúar neðan vegar er enn
eitt til og utar í Arnarneshreppi
líklega mest í landi Baldurs-
heims, langt austur á mýrum milli
skurða, eru að vaxa upp víði-
lundir. Ennfremur sjáum við
þetta náttúrufyrirbæri á Hörgár-
eyrum inn með allri Þelamörk.
En allramest er víðikjarrið þó
orðið að vexti og útbreiðslu í
Svarfaðardal. Á uppvaxtarárum
okkar sjötugra var aðeins á ein-
um stað hægt að sjá vöxtulegan,
villtan víði - í Víðihólmanum í
Svarfaðardalsá ofan við Árgerð-
isbrúna. Nú er hið fegursta víði-
kjarr á fleiri hekturum lands í
Grundarmýrum og -bökkum og
teygir sig út í Tjarnarland. Og
víðar og víðar í dalnum er það
sama að ske.
Skýringin er augljós, aflagning
sláttar og heyskapar á útengi og
léttari sauðbeit og útilokun
hrossa frá stórum skákum lands,
því ekki eru þau betri í ungu
skóglendi. Nú hefur einhverjum
dottið í hug, að líklega sé aldeilis
gráupplagt að koma upp espi-
skógi í sumum af þessum sjálfala
víðihólfum. Bara stinga niður
asparteinungum milli víðirunn-
anna og bíða svo rólegur í 10-20
ár, sjá bara um, að varsla sé í
lagi. Og sjá! Þú opnar augun einn
góðan vordag og þarna er kom-
inn hávaxinn, ilmandi skógur og
gæsir, endur, stelkar, hrossa-
gaukar og m.a.s. rjúpur liggja á
hreiðrum sínum í víðirunnum á
milli trjánna.
Tíminn og rúmið (í blaðinu)
eru búin og ég er enn staddur úti
í miðri Kræklingahlíð á lykkju-
ferðinni, sem ég gerði hér á
dögunum. Það er hægt að fara
a.m.k. eina góða lykkju enn,
áður en til Akureyrar kemur. í
Svarfaðardal eru svona lykkjur á
leið kallaðir Guðnavinkir eftir
karli, sem þar var í byrjum aldar-
innar. Eitt sinn ætlaði hann að
fara frá Skáldalæk yfir í Helgafell
handan ár. Það var snemma
morguns og Guðni sá, að það var
ekki farið að rjúka í Helgafelli,
svo hann tafði tímann með því að
bregða sér aðeins til hliðar og
koma við í Dæli í Skíðadal.
Ætli við tökum ekki einn
Guðnavinkinn, þegar við komum
rétt inn fyrir Samtúnin á morgun.
HEÞ.
Soroptimistaklúbbur Húsavíkur:
Þýskur myndlistarmaður í heimsókn
síðan vinnur hún myndir sínar út
frá þeim áhrifum.
Ulrike er þýsk og meðan á dvöl
hennar í Þingeyjarsýslu stóð
dvaldist hún hjá þýskum Þingey-
ingi, Úrsúlu Pétursdóttur á
Tjöm. Þær eru báðar Soroptimist-
ar. Á fundinum á Húsavík dáðust
Soroptimistasystur mjög að sýn-
ishornum og myndum af lista-
verkum Ulrike og jafnframt að
heillandi framkomu og dugnaði
listakonunnar. Hún ferðast t.d.
ein um fáfarnar slóðir og hefur
dvalið alein dögum saman út í
eyðimörkum, er hún vinnur að
listsköpun sinni. Á fundinum
sýndi Ulrike skyggnur frá dvöl
sinni á frumbyggjaslóðum í
Ástralíu og myndband frá dvöl í
Miklagljúfri í Bandaríkjunum.
Hún hefur m.a. sótt jarðefni og
myndefni í Saharaeyðimörkina
og komið til íslands nokkrum
sinnum áður sömu erinda.
Þess má geta að auk venjulegra
fundarstarfa voru þrjár konur
sæmdar sérstakri orðu á þessum
félagsfundi. í klúbbnum eru 25
félagar og má því telja til tíðinda
að þrjár þeirra urðu ömmur
fyrsta sinni á milli mánaðarlegra
funda í klúbbnum. Svala Her-
mannsdóttir, formaður klúbbs-
ins, sló því á léttu strengina og
sæmdi hópinn snudduorðunni.
IM
Góður gestur kom á félagsfund
hjá Soroptimistaklúbbi Húsa-
víkur og nágrennis í síðustu
viku. Það var myndlistarkonan
Ulrike Arnold sem ferðast
víða um heim og safnar jarð-
efnum sem hún síðan vinnur
myndir sínar úr. I Listasafni
ASÍ stendur yfír sýning á verk-
um hennar og er sýningin opin
daglega frá 14-19. Sýningunni
lýkur sunnudaginn 2. júní.
Ulrike Arnold dvaldist nokkra
daga í Þingeyjarsýslu og fór m.a.
í Námaskarð til að safna jarðefn-
um til að vinna úr. Hún blandar
engum litum í jarðveginn, en
ferðast vítt og breitt um heiminn
til að safna litríkum jarðefnum á
stöðum sem jafnframt verða
henni að myndefni. Staðirnir
hafa mismunandi áhrif á hana og
Ulrike Arnold, myndlistarmaður ásamt klúbbsystrum á Húsavík.