Dagur - 30.05.1991, Page 5

Dagur - 30.05.1991, Page 5
tónlist Fimmtudagur 30. maí 1991 - DAGUR - 5 ?- Björgvinsdagskrá 23. maí, fimmtudag, var flutt dagskrá í minningu Björgvins Guðmundssonar, tónskálds, í Minjasafninu á Akureyri. í ár eru liðin eitt hundrað ár frá fæðingu Björgvins og var það eitt höfuð- tilefni dagskrárinnar. Aðstaða til samkomuhalds er ekki eins góð og skyldi í minja- safnshúsinu. Gestir sátu í stofu, en undirleikari í annarri og komu flytjendur fram í nokkuð víðar dyr, sem voru á milli herbergj- anna. Þröngt var um gesti og stutt milli flytjenda og þeirra, en sá kostur var þó við þessi þrengsli, að mikil nánd varð á milli flytjenda og njótenda, sem að vissu leyti skapaði þægilega stemningu. Það væri mjög til athugunar fyrir ráðamenn minjasafnsins á Akureyri, að huga að því í framtíð, hvort ekki væri unnt að koma upp litlum sal í safninu eða í tengslum við það, sem nýta mætti til dagskrárflutnings, sem tengdist safninu og starfsemi þess. Vafalítið er, að slíkt mundi mjög auka á vægi safnsins í menningarlífi bæjarins. Slíkan sal mætti einnig nýta til þess að setja upp sérhæfðar sýningar til dæmis yfir ferðamannatímann eða í tengslum við heimsóknir barna úr skólum bæjarins. Dagskráin í minningu Björgvins Guðmundssonar var vönduð og vel flutt, enda góðir listamenn, sem við sögu komu. Fyrstan ber að telja Þráinn Karlsson, leikara, sem las nokkra kafla úr ævi- minningum Björgvins Guð- mundssonar. Þráinn er magnaður upplesari. Hann les af tilfinningu en þó án tilgerðar og hefur á valdi sínu áherslur og raddblæ, sem hæfa. Helst mátti það að finna, að Þráinn leit ekki svo oft upp af blöðunum sem skyldi, en augnasamband við áheyrendur er mikið atriði í flutningi talaðs máls. Tveir söngvarar, Þuríður Bald- ursdóttir, altsöngkona, og örn Viðar Birgisson, fluttu einsöngs- lög eftir Björgvin. Mörg þeirra laga, sem flutt voru minnist undirritaður ekki að hafa hlustað á fyrr og er gott það framtak listamannanna, að flytja þau lítt kunnari og koma þeim þannig á framfæri. Eitt er þó að mörgum laganna í frágangi tónskáldsins, en það er undirleikurinn, sem iðulega gerir lögunum ekki það gagn, sem skyldi. Hér mætti úr bæta, ef góðir menn og hæfir fjölluðu um. Þuríður Baldursdóttir söng Dags lít ég deyjandi roða við ljóð Björns Halldórssonar, Sé ég blikubólstra svarta við ljóð Huldu og Tárið við ljóð Kristjáns Jónssonar. Þuríður skilaði þess- um verkum af miklu öryggi. Sér- lega eftirtektarvert var, hve vel henni tókst að túlka tilfinninga- lega þætti laganna án þess að ofgera. Örn Viðar Birgisson söng Sólin ei hverfur né sígur í kaf við ljóð Steingríms Thorsteinssonar, í rökkurró hún sefur við ljóð Guð- mundar Guðmundssonar, Kvöld- bæn við ljóð Sveinbjörns Egils- sonar og Páls Jónssonar og Svanaljóð við ljóð Böðvars Bjarkans. Örn Viðar hefur fall- ega og talsvert mikla rödd, sem hann beitir af smekkvísi. Túlkun hans innileg og sannfærandi. Hins vegar kemur fyrir, að rödd- in verður lítils háttar þvinguð í hárri legu og fellur stöku sinnum aftur í hálsinn. Undirleikari með söngvurun- um var Guðjón Pálsson, píanó- leikari. Hann skilað sínu verki af þeirri natni, sem honum er lagin og studdi söngvarana í hvívetna. Vel fór á því, að flytja dagskrá sem þessa í húsnæði safnsins, en þar er eitt herbergi helgað Björgvin. Vonandi sjá forráða- menn Minjasafnsins sér fært að bjóða upp á frekara efni í svip- uðum dúr tengdu gripum safnsins þrátt fyrir það aðstöðuleysi, sem safnið býr við sem stendur til slíkra hluta. Haukur Ágústsson. myndlist Forvitnileg sýning Laugardaginn 25. maí opnaði Sigtryggur Bjarni Baldvinsson sýningu á verkum sínum í Gamla Lundi á Akureyri. Sýningin stendur til 2. júní. Sigtryggur er ekki gamall í hettunni í málaralistinni. f sýn- ingu sinni í Gamla Lundi er hann að stíga ein sín fyrstu spor á sýn- ingarferlinum. Hann stundaði nám í listamálum við Myndlista- skólann á Akureyri, en hélt síðan til Reykjavíkur. Þar nam hann við Myndlista- og handíðaskóla íslands og útskrifaðist úr málara- deild vorið 1990. Á sýningunni í Gamla Lundi sýnir Sigtryggur Bjarni nítján verk; þrettán myndir unnar í olíu á striga og sex unnar í vatnslit. Allar myndir Sigtryggs Bjarna bera vott natnislegum vinnu- brögðum og umtalsverðu valdi á tækni. í mörgum olíuverkanna virðist hann vera að velta fyrir sér hinu smáa og blæbrigðum þess. Svo er til dæmis um myndirnar Bláber, nr. 11, Eggjamynd, nr. 5, og Skökk mynd af krækiberi, nr. 12. Þessar myndir eru laðandi í yfirborðseinfaldleika sínum. Þá eru samsettar myndir unnar í olíu á sýningu Sigtryggs Bjarna. í þessum verkum leikur hann að samsetningu atriða á táknrænan hátt, svo sem í myndunum Handverk, nr. 3, og Blindar endur, nr. 6. í ýmsum þessara mynda er talsverður styrkur og líkt og leit að tjáningarformi, sem vekur forvitni um það, hvert leið Sigtryggs Bjarna liggur næst á listferlinum. í mörgum olíuverkanna beitir Sigtryggur nokkurs konar lág- myndatækni, þar sem hann fellir gifsafsteypur af til dæmis eplum eða eggjum í myndflötinn eða á rammann. Yfir olíuverkum Sigtryggs Bjarna á sýningunni í Gamla Lundi er keimlíkur blær. Bak- grunnur í myndfletinum hefur ámóta svip í mörgum verkanna og nær á stundum allt út á rammann. Nokkur stirðleiki er í mótun myndefnisins og því er stífniblær á verkunum, sem að hluta eykur kynngi þeirra, en verkar líka nokkuð lýjandi, þeg- ar svo margar myndir svipaðs móts eru saman komnar á einni sýningu. Litanotkun í olíumynd- um Sigtryggs Bjarna er iðulega talsvert sterk og ákveðin og gefur hún verkunum á stundum sláandi blæ. Vatnslitamyndir Sigtryggs Bjarna sýna, eins og olíuverkin, að hann hefur talsvert vald á miðlinum. Miklu meiri varkárni virðist þó ríkja í meðferð vatns- litanna og reyndar svo mikil, að þau verk, sem unnin eru í þann miðil, verka nálega sem upplituð og ellidauf. Þó er á meðal þessara verka það verk, sem mesta athygli vakti hjá undirrituðum, en það er verkið Tvöföld reykj- andi sjálfsmynd, nr. 19. í því nær listamaðurinn umtalsverðum áhrifum á til þess að gera einfald- an hátt. Það eru verulega gaman að sýningu Sigtryggs Bjarna í Gamla Lundi. Hann slær á strengi, sem reyndar eru ekki nýir, en sem þó hljóma ekki ýkja oft. Því er sýn- ing hans kærkomin og framtíð listamannsins forvitnileg. Haukur Ágústsson. lesendahornið Timabært að fá erlent bankaútibú á Akureyri „Er ekki tímabært að setja á stofn erlent bankaútibú hér á Akureyri, sem gæti orðið mikil lyftistöng í atvinnumálum bæjarins og nágrannabyggða? Eg held að lánastarfsemin í landinu hefði gott af slíku aðhaldi. Það mætti hugsa sér að þetta erlenda bankaútibú gæti orðið mikilvægur hlekkur í iðn- aðaruppbyggingu á Norðurlandi. Ég hef sérstaklega í huga að endurreisa ullariðnaðinn eftir að Gefjunn hætti. Ég tel ekki óeðli- legt að norðlenskir bændur stofn- uðu með sér hlutafélag og hann- aðar yrðu vélar af íslenskum hug- vitsmönnum til þess að aðskilja þel frá togi, sem ekki hefur áður verið gert hér. Þetta gæti orðið til þess að bægja atvinnuleysisvof- unni frá - sérstaklega hvað konur varðar. Akureyri var þekkt fyrir að vera iðnaðarbær og ef rétt er haldið á spilunum hefur hann alla burði til þess að vera það áfram. Ég vonast eftir svari sem fyrst. Ein vel vakandi. Grísará Sími 96-31129. VISA Opið mánudaga-föstudaga 10-12 og 13-22 laugardaga og sunnudaga 10-12 og 13-19 Grenivík og nágrenni Verðum með plöntusölu við útibú KEA Grenivík föstudaginn 31. maí ki. 20.30. Hlutabréf Gengi hlutabréfa 30. maí 1991 Hlutafélag Kaupgengi Sölugengi * Auðlind hf .. 0,995 1,047 Hf. Eimskipafélag íslands .. 5,47 5,70 Flugleiðir hf .. 2,31 2,41 Grandi hf .. 2,55 2,65 * Hlutabréfasjóðurinn hf .. 1,60 1,68 íslandsbanki hf .. 1,60 1,68 Olíufélagið hf .. 5,65 5,90 * Olíuverslun íslands hf .. 2,15 2,27 Skagstrendingur hf .. 4,70 4,90 Skeljungur hf .. 6,02 6,30 * Sæplast hf .. 7,10 7,41 Útgerðarfélag Akureyringa hf. .. 4,12 4,30 * Hlutabréí í þessum fyrirtækjum eru til sölu hjá okkur núna. éájKAUPÞING NORÐURLANDS HF Ráðhústorgi 1 • Akureyri • Sími 96-24700 Munurinn er augljós! Herradeild

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.