Dagur - 30.05.1991, Page 7
Fimmtudagur 30. maí 1991 - DAGUR - 7
um stafa herja á þjóðina eða
ekki? Sígarettureykingar eru
stærsta einstaka dánarorsökin
sem hægt er að afstýra og því er
óhætt að segja að ábyrgð okkar
sé mikil.
Fyrir margt löngu þegar það
var til siðs að taka í vörina og
tyggja tóbak viðgekkst sá ósiður
að menn hræktu innan dyra sem
utan og voru þá lagðir sérstakir
hrákadallar fyrir menn. Sem bet-
ur fer tókst að uppræta þennan
ósið og vonandi verða öskubakk-
ar jafn óþarfir í framtíðinni og
hrákadallar eru í dag. En fyrst
ber okkur að gera tilveruna reyk-
lausa fyrir þá sem ekki reykja.
Enginn hefur rétt til að
baka öðrum heilsutjón
Mig langar að vitna aðeins í liinn
mæta mann Níels Dungal pró-
fessor er hann skrifaði í Frétta-
bréf um heilbrigðismál árið 1954:
„Reykingamaðurinn verður að
finna það að hann hefur ekki rétt
til þess að eitra andrúmsloftið
fyrir öðrum og sóða út hýbýli
fólks. Menn verða að læra það að
það er jafn ósæmilegt að
óhreinka andrúmsloftið hjá öðr-
um eins og gólf, húsgögn og
veggi, og enginn hefur rétt til
þess að baka öðrum heilsutjón.“
Vissulega eru þetta orð sem
eiga vel við í dag. Flestum okkar
þykir nóg um mengunina í ver-
öldinni og flest erum við sam-
mála um að það þarf að spyrna
við fótum ekki seinna en strax ef
ekki á illa að fara.
Byrjum á okkur sjálfum
En hafa menn hugleitt þá miklu
mengun sem framleidd er í
heimahúsum og víðar og stafar af
reykingum? Er ekki skynsam-
legra að við byrjum á því að líta í
eigin barm og hreinsa fyrst til í
eigin garði? Það er gamalkunn
staðreynd að framtíð einstakl-
inga og þjóða batnar ekki nema
maðurinn batni. Langi okkur til
að bæta heiminn verðum við að
byrja á okkur sjálfum. Það hlýtur
að vera orðið tímbært að við för-
um að vakna til vitundar um þá
ábyrgð sem fylgir því að taka þátt
í þjóðfélaginu og áttum okkur á
því að við getum ekki endalaust
hagað okkur eins og okkur
sýnist. Til þess að við fáum notið
okkar sem best í samfélaginu
verðum við að fara að bera virð-
ingu fyrir lífinu, ekki bara líta á
það sem sjálfsagðan hlut sem
engu skiptir hvernig við förum
með.
Áhættuþættir heilsuleysis
Við nútímamenn erum einkar
kærulausir margir hverjir gagn-
vart áhættuþáttum heilsuleysis og
það er viðkvæðið hjá mörgum
okkar að engu skipti hvað við lát-
um ofan í okkur, hvort við reykj-
um, hvort við fáum næga hreyf-
ingu eða hverjir lífshættir okkar
almennt eru: Öll drepumst við
einhvern tímann hvort sem er.
En það er nú einu sinni svo að
heilbrigði fáum við ekki í vöggu-
gjöf; heilbrigði okkar hlýtur
ávallt að endurspegla lifnaðar-
hætti okkar, góða eða slæma.
í þessu sambandi er mikilvægt
að við þekkjum orsakasamhengi
lifnaðarhátta og heilbrigðis og
fræðsla mætti að ósekju vera
meiri um þessi mál, og er sjón-
varpið tilvalinn miðill hvað það
varðar. Ég hef orðið var við að
menn taki það óstinnt upp ef
þeim hefur verið bent á hvað bet-
ur mætti fara í mataræði og varð
ég sérstaklega var við þetta þegar
Manneldisráð kynnti niðurstöður
könnunar um neysluvenjur okkar
íslendinga nú í vetur. Það er
gamla sagan að við viljum ekki
hlusta á tal um holla lífshætti,
brjóti það í bága við venjur okk-
ar og langanir. Við erum þrælar
vanans á æði mörgum sviðum og
þá ekki hvað síst hvað fæðuvalið
varðar.
„Enginn harðstjóri jafnast
á við vanann“
Ameríski rithöfundurinn Cristian
N. Boyee sagði: „Enginn harð-
stjóri jafnast á við vanann og
frelsið finnst aðeins þar sem
reynt er að sporna gegn veldi
hans.“ Oft á tíðum þurfum við
ekki að breyta svo miklu til að
snúa við blaðinu í þessum efnum.
Athyglisverð var sú niðurstaða
að beint samband reyndist á milli
þess hversu þykkt menn smyrja
brauðið sitt og hins vegar hvað
hníga rök að því að óbeinar reyk-
ingar kunni að flýta fyrir tíða-
hvörfum. Sex hópar vísinda-
manna hafa fundið að þeir sem
ekki reykja en búa við tóbaks-
mengun eru í meiri hættu en
aðrir á að deyja úr hjartasjúk-
dómum.
Skert lungnastarfsemi
Niðurstöður nokkurra rannsókna
sýna að langvarandi tóbaksmeng-
un veldur skertri lungnastarf-
semi, þeir sem ekki reykja en
vinna á reykmenguðum vinnu-
stöðum fá svipaðar breytingar á
slímmyndun í lungum og fólk
með langvarandi lungnasjúk-
dóma. Hjá þeim sem reykja ekki
en vinna í reykmenguðu lofti,
sljóvga óbeinar reykingar bifhár-
in í lungnapípunum og hægja á
slímlyftunni sem bifhárin knýja.
Þannig minnkar hæfileiki þessa
hreinsikerfis til þess að flytja
bakteríur og ryk upp úr lungun-
um. í sígarettureyk eru á annan
tug efna sem hindra starfsemi
þessara bifhára. Þetta veldur svo
því að slím, ryk og bakteríur
safnast fyrir í lungunum.
Niðurstöður sautján rann-
sókna hafa sýnt fram á tengsl á
milli óbeinna reykinga og lungna-
krabbameins. í venjulegri skrif-
stofu þar sem reykingar eru
leyfðar eru 250-1000 sinnum
meira af krabbameinsvaldandi
efnum í andrúmsloftinu en
bandarísk heilbrigðisyfirvöld
leyfa mest í andrúmsloftinu
innanhúss.
Tengsl á milli óbeinna
reykinga og krabbameins
Óháðir hópar vísindamanna hafa
komist að þeirri niðurstöðu að
beint samband sé á milli óbeinna
reykinga og krabbameins. í
samantekt frá bandaríska
lungnalæknafélaginu var reiknað
meðaltal úr rannsóknum um
samband óbeinna reykinga og
lungnakrabbameins og var áhætt-
an 1,8 föld. Maður sem ræður sig
í vinnu á stað þar sem reykingar
eru leyfðar lendir því í tæplega
tvöfaldri hættu á að fá lungna-
krabbamein. í niðurstöðum 8
rannsókna hafa óbeinar reyking-
ar einnig verið tengdar öðrum
krabbameinum. Nokkur þessara
krabbameina hafa verið tengd
reykingum mæðra á meðgöngu-
tímanum.
Tvöföld dánartíðni
Athyglisverð rannsókn var gerð í
Japan fyrir nokkru. í fjórtán ár
var fylgst með rúmlega 91 þúsund
giftum konum sem reyktu ekki. í
ljós kom tvöföld dánartíðni úr
lungnakrabbameini meðal þeirra
sem giftar voru mönnum sem
reyktu pakka á dag eða rneira,
miðað við hinar sem áttu reyk-
lausa eiginmenn.
Samantekt: Björn Jónsson.
Upplýsingar um skaðsemi óbeinna reyk-
inga eru fengnar úr bæklingi Krabba-
meinsfélagsins „Óbeinar reykingar" og
grein Sig. Árnasonar „Að reykja ekki en
reykja samt“, sem birt var í tímaritinu
Heilbrigðismálum.
fita er stórt hlutfall af heildar-
orkuneyslu þeirra. Við ættum að
vera þakklát fyrir að fá ábending-
ar um hvað betur mætti fara í
fæðuvali okkar og reyna að nýta
það sem best, okkur til góða.
Flest viljum við allt til þess vinna
að endurheimta heilsuna á ný
þegar syrta tekur í álinn og okkur
finnst það sjálfsagt að fá alla þá
þjónustu sem sjúkrastofnanir
bjóða upp á. En er ekki til of
mikils ætlast að opinberir aðilar
bæti heilsu okkar? Ber okkur
ekki að axla þá ábyrgð sem við
berum á eigin heilsu og gera það
sem í okkar valdi stendur til að
varðveita heilsu okkar? Það er
nefnilega langtum auðveldara að
koma í veg fyrir marga sjúk-
dóma, en að lækna þá á lokastigi.
Þannig hlýtur það að varða þjóð-
arhag að lifa heilbrigðu lífi.
Gallinn við mörg okkar er sá
að við fljótum sofandi að feigðar-
ósi. Öll hljótum við að hafa gott
af því að setja öðru hverju spurn-
ingarmerki við lífshætti okkar og
viðhorf og hugleiða hver til-
gangurinn sé með þessu öllu sam-
an hér í þessum lífsins táradal.
Heill barnanna
Mig langar svo í lokin að varpa
þeirri spurningu til allra foreldra
sem reykja hvort þeim þyki ekki
það vænt um börn sín að þeir væru
tilbúnir að fórna þessum hættu-
lega ósið sem reykingarnar eru
fyrir heill barnanna. Engum er
mikilvægara en börnunum að fá
að alast upp í hreinu andrúmslofti.
Til þess eiga þau fullan rétt sem
skylt er að virða og verja. Verð-
andi foreldrar ættu að hugleiða
hvort þeir séu virkilega tilbúnir
að fórna heilbrigði barnsins fyrir
eigin hégómaskap.
Lesandi góður. í þessari grein
hef ég leitast við að sýna fram á
skaðsemi óbeinna reykinga og
gert grein fyrir skoðunum mínum
hvað þær varðar. Það er von mín
að augu almennings fari að opn-
ast fyrir þessum málum og heilsu-
rækt almennt. Lifið heil.
Björn Jónsson.
Höfundur er landbúnaðarverkaniaður og
er áhugamaður um holla lífshætti.
AKUREYRARB/íR
UTBOÐ
Akureyrarbær óskar eftir tilboðum í frágang
útisvæðis við Sundlaug við Glerárskóla.
Byggja skal útibúningsklefa og vaðlaug, setja upp
tvo plastpotta og tilheyrandi kerfi. Hellulagt svæði
með snjóbræðslulögn og niðurföllum er um 280
m2. Þá skal malbika stíg og girða, tyrfa og sá í
kring. Verkinu skal Ijúka eigi síðar en 2. ágúst
1991.
Útboðsgögn verða afhent á Byggingardeild Akur-
eyrarbæjar, Kaupangi v/Mýrarveg, Akureyri frá
kl. 13.00 mánudaginn 3. júní gegn skilatryggingu
kr. 10.000,-.
Tilboð skulu hafa borist Byggingardeild Akureyr-
arbæjar, Kaupangi við Mýrarveg, 600 Akureyri
eigi síðar en kl. 13.15 föstudaginn 7. júní 1991,
en þá verða þau opnuð þar í viðurvist bjóðenda.
I