Dagur - 13.06.1991, Side 1
Venjulegir og
demantsskornir
trúlofunarhringar
Afgreiddir samdægurs
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
74. árgangur
Akureyri, fimmtudagur 13. júní 1991
109. tölublað
- segir Guðmundur Stefánsson,
framkvæmdastjóri ístess hf.
Eins og margoft hefur komið
fram sagði T. Skretting upp sam-
starfssamningi við ístess hf. á
þeim forsendum að ístess hf. væri
á barmi gjaldþrots. Þessi ákvörð-
un var ítrekuð með bréfi í síðustu
viku. Þar með var fótum kippt
undan rekstri verksmiðjunnar og
því kom ákvörðun hluthafafund-
arins í gær ekki á óvart.
Þrátt fyrir þessa niðurstöðu
segir Guðmundur ekki útilokað
að fóðurframleiðsla verði áfram í
verksmiðju ístess hf. í Krossa-
nesi. „Það er í undirbúningi að
halda þessum rekstri áfram undir
öðru nafni, en það er ekkert
ákveðið í þeim efnum. Auðvitað
veltur framhaldið á því að samn-
ingar náist við hugsanlegan
bústjóra þrotabúsins, ef ákveðið
verður að taka fyrirtækið til
gjaldþrotaskipta, um leigu á
framleiðslutækjunum," sagði
Guðmundur.
Eins og fram kom í Degi í gær
hafa stórir fóðurkaupendur lýst
áhuga á að kaupa áfram sams-
konar fóður undir öðru nafni
framleiddu í fóðurverksmiðju
ístess. Guðmundur segir að þetta
viðhorf komi heim og saman við
þá velvild sem forsvarsmenn
verksmiðjunnar merki að hún
njóti. „Það eru ýmsir leikir í
stöðunni. Menn vilja láta á það
reyna hvort ekki er hægt að koma
þessu aftur af stað. En það er
Íjóst að fyrst um sinn eru menn
að tala um minna fyrirtæki en
verið hefur,“ sagði Guðmundur.
óþh
Fínar línur hf:
Beiðni um
gæsluvarðhald
hafiiað
Héraðsdómari hafnaði í gær
beiðni um að kveða upp gæslu-
varðhaldsúrskurð yfir aðaleig-
anda tískuverslunar á Akur-
eyri, en eins og kunnugt er
kærði skiptaráðandinn á Akur-
eyri eigendur verslunarinnar
Fínar línur fyrir skilasvik í síð-
ustu viku.
Beðið var um gæsluvarðhald
yfir aðaleiganda verslunarinnar í
gær, en eigandinn var látinn laus
þegar dómari hafnaði beiðninni,
eftir að hafa kynnt sér gögn
málsins. Tildrög kæru skiptaráð-
anda eru að allar eignir verslun-
arinnar voru seldar rétt fyrir
gjaldþrotið, og eigendur til-
kynntu breytt nafn á hlutafélaginu
sama dag og félagið var tekið til
gjaldþrotaskipta. EHB
Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kom til Akureyrar í gær. Mörgum finnst sem sumarið sé komið fyrir alvöru þeg-
ar skemmtiferðaskip birtast á Eyjafirði. í sumar er ráðgert að til Akureyrar komi 19 skip sem er nokkur aukning.
Fjöldi farþega leitaði upp í miðbæ Akureyrar til að versla, að sögn kaupmanna, en aðrir stigu upp í langferðabíla
sem fluttu fólkið austur um sveitir í skoðunarferð. Mynd: Goiii
Hluthafafundur ístess hf. í gær
samþykkti að óska eftir því við
bæjarfógeta að fyrirtækið
verði gert upp. „Menn eru
sammála um að hætta þessum
rekstri, hvort sem það verður
með gjaldþrotaskiptum eða
einhverjum öðrum hætti. Menn
sjá ekkert annað í stöðunni,“
sagði Guðmundur Stefánsson,
framkvæmdastjóri ístess hf.,
að afloknum hiuthafafundin-
um í gær.
Kísiliðjan í Mývatnssveit:
Breytingar fyrirhugaðar á eignaraðild
- Manville selur bandarísku fyrirtæki sinn hlut
Fyrir dyrum standa breytingar
á eignaraðild að Kísiliðjunni í
Mývatnssveit. Annar stærsti
hluthafinn í verksmiðjunni,
Manville Corp., hefur undirrit-
að viljayfirlýsingu við annað
bandarískt fyrirtæki, Alleghany
Corp., um yfirtöku Alleghany
Siglfirðingur landaði fullfermi í
lok maí og kom þá að landi með
220 tonn af frystum flökum, aðal-
lega grálúðu. Næsta löndun verð-
ur eftir tíu daga eða svo.
Hafsteinn SI, bátur í eigu fyrir-
tækisins, var seldur fyrir nokkru
til Söltunarfélags Dalvíkur. Með
bátnum fylgdi sfldarkvóti sem
metinn er á um það bil 100 tonn í
þorskígildum. A sama tíma var
á síunardeild Manville. Undir
þá deild fellur rekstur Kísiliðj-
unnar.
Viljayfirlýsing fyrirtækjanna er
með ýmsum fyrirvörum, m.a. um
samþykki íslenskra stjórnvalda
en ríkið á stærstan hlut í Kísiliðj-
Hjá sútunarverksmiðjunni Loð-
skinni hf. á Sauðárkróki er að
sögn Birgis Bjarnasonar, fram-
kvæmdastjóra, þessa dagana
aðallcga unnið við að hálf-
vinna gærur sem síðan eru
seldar til sútunarverksmiðj-
unnar á Akureyri.
„Það er ósköp rólegt hér yfir
unni, eða um 51%. Hlutur
Manville er rúm 48%. Formlegar
viðræður við ríkisvaldið um þetta
mál eiga eftir að fara fram, en
forráðamenn Alleghany voru
staddir hér á landi fyrir skömmu
til að kynna sér aðstæður.
Stórfyrirtækið Manville hefur í
öllu en komið hefur í ljós að
endurskipulagningin getur ekki
gengið jafn hratt fyrir sig og ætlað
var. Við erum að endurnýja gömul
viðskiptasambönd og gott útlit
virðist vera með markaðsmálin,"
sagði Birgir.
Sumarfrí verður í verksmiðj-
unni frá miðjum júlí fram í
hyggju að snúa sér meira að
úrvinnslu trjáa og hætta úr-
vinnslu síunarefna eins og
kísilgúrs og brennisteins. Björn
Jósef Arnviðarson, stjórnarfor-
maður Kísiliðjunnar, sagði í sam-
tali við Dag að þessar breytingar,
ef af yrði, myndu verða Kísiliðj-
unni til góðs eins og þær væru
settar upp. Aðspurður um hvort
Alleghany hafi í hyggju að auka
sinn hlut í Kísiliðjunni sagði
Björn að svo væri ekki. „Þeim er
fullkunnugt um aðstæður hér.
Fulltrúar Alleghany komu í vetur
til að skoða verksmiðjuna og
kynna sér málin,“ sagði Björn.
Söiufélag Kísiliðjunnar hefur
alfarið verið í eigu Manville
þannig að Alleghany mun því
taka við rekstri þess einnig. Að
sögn Björns er Alleghany gríðar-
stórt fyrirtæki í Bandaríkjunum
með mikla fjármuni á milli hand-
anna. „Eins og dæmið liggur fyrir
sjáum við ekki annað en að
breytingarnar verði okkur til
góðs. Þær munu styrkja stöðu
Kísiliðjunnar á markaðnum og
jafnvel auka framleiðsluna,"
sagði Björn Jósef að lokum í
samtali við blaðið. -bjb
miðjan ágúst en upp úr því verð-
ur farið að taka við nýjum gærum
frá sláturhúsum á Suðurlandi,
Sauðárkróki og víðar. Sagðist
Bjarni reikna með að þá yrði
meirihluti framleiðslunnar að
nýju fullunninn og starfsfólk um
50 talsins, en nú eru á launaskrá
hjá Loðskinni 40 manns. SBG
Kaldbakur hf. á Grenivík:
Næg verkeöii og nóg af hráefni
auglýst eftir starfsfólki
Mikil vinna er nú í frystihúsinu I tækið hefur auglýst eftir starfs-
Kaldbak hf. á Grenivík. Fyrir- | fólki í heilsdagsstörf.
Siglfirðingur SI:
Góð þorskveiði á
Vestflarðamiðum
Siglfirðingur SI, frystitogari
Siglfirðings hf., hefur veitt
ágætlega undanfarið, en togar-
inn er á þorskveiðum fyrir
Vestfjörðum. Togarar á þess-
um slóðum hafa aflað vel
undanfarið og ísfisktogarar
komið inn með mikinn afla
eftir örfáa daga.
báturinn Daníel SI seldur, en með
honum fylgdi 200 tonna rækju-
kvóti. EHB
Frosti landaði á mánudag 115
tonnum af þorski svo nóg er af
hráefni að sögn Hrafnhildar
Áskelsdóttur verkstjóra. Um er
að ræða lausar stöður vegna
sumarafleysinga auk þess sem
nokkuð er um að húsmæður hætti
um hádegi og þörf er á starfsfólki
til að fylla upp í eyður. Hrafn-
hildur sagði að þörf væri á fólki í
heilsdagsstöður. „Það eru alls
staðar nóg verkefni og- við
bara vinnum hérna og vinnum,“
sagði Hrafnhildur. GT
Sútunarverksmiðjan Loðskinn hf.:
Endurskipulagningin gengur hægt
- gott útlit með markaðsmálin
Hluthafafundur ákvað að óska eftir að
ístess hf. verði gert upp:
„í undirbúriingi að
halda þessum rekstri
áfram undir öðru nafiii“