Dagur - 13.06.1991, Síða 12

Dagur - 13.06.1991, Síða 12
MilE Akureyri, fímmtudagur 13. júní 1991 Ljúfur hljómur, S'\ listasmíði m^SSj ísólfur Pálmarsson Hljóðfæraumboð verkstæði & verslun Vesturgötu 17 - sínii 11980 (ltehalbRose PíanÓ <>g flyglar nn Söluumboð húsgagnaverslunin AUGSYN Landsvirkjun: Tilraunaborun að heflast við Kröflu Jarðboranir hf. eru í þann veg- inn að hefja borun á tuttugustu og sjöttu holunni sem boruð er við Kröflu. 1 gær var verið að reisa borinn en á næstu dögum verður steypt fóðring í holu sem boruð var með höggbor í fyrra. Hér er um tilraunaborun að ræða en gufuöflun fyrir seinni vélasamstæðuna í Kröflu tengist ákvörðun um byggingu álvers á suðvesturhorni landsins. Héðinn Stefánsson, stöðvar- stjóri við Laxá og Kröflu, segir að eftir helgina verði farið að bora en því á að ljúka um 20. júlí. Hola 26 verður þá um 1200 metra djúp og nær því til svo- nefnds efra jarðhitakerfis á svæð- inu. Ef gufuöflun reynist ekki nægileg í efra kerfinu verður far- ið dýpra, niður á 2000 metra á næsta ári. „Segja má að þetta sé rann- sóknarborun vegna gufuöflunar fyrir seinni vélina sem alltaf stóð til að setja í Kröflu. Að þessu sinni er borað á nýju jaðarsvæði og sjálfsagt þarf að bora þó nokkrar holur á nýjum svæðum til að kanna þau. Ég minni á að borun fyrir fyrri vélina kostaði yfir 20 holur en við vonum að ekki þurfi svo mikið að þessu sinni. Áhrif frá eldsumbrotum eru dvínandi en ekki með öllu horfin," segir Héðinn. Kröfluvirkjun hefur undanfar- in ár framleitt 30 megavött með einni gufutúrbínu en frá upphafi var reiknað með tveimur vélum, samtals 60 megavött. Að sögn Héðins verður engin þörf fyrir aðra vél nema farið verði í álvers- framkvæmdir, þá má búast við að tilraunaboranir verði hafnar af krafti og reynt að afla gufu með það fyrir augum að kaupa við- bótarvél til Kröflu. EHB Helga n Lágt rækjuverð hefur valdið bæði vinnslu og bátum erfíð- leikum í ár og hefur Ingimund- Bæjarstjórn Sauðárkróks: Ársreikningar samþykktir - bærinn kaupir Dalsá Ársreikningar Sauðárkróks- bæjar fyrir árið 1990 voru teknir til seinni umræðu á bæjarstjórnarfundi sl. þriðju- dag og samþykktir að henni lokinni. Afkoma bæjarsjóðs varð neikvæð upp á 44,5 milijónir króna, en veltufjár- aukning nam tæpum 13 millj- ónum. Vatnsveitan, rafveitan og hita- veitan skiluðu hagnaði upp á samtals um 20 milljónir króna og tap á hafnarsjóði var einungis um 5,5 milljónir en reiknað hafði verið með 8 milljóna króna tapi á höfninni. Snorri Björn Sigurðs- son, bæjarstjóri, sagði þetta vera bestu útkomu sem hann hefði séð í sinni bæjarstjóratíð og þakkaði það aðallega utanaðkomandi aðstæðum. Á bæjarstjórnarfundinum voru einnig samþykkt kaup á jörðinni Dalsá og túnum, í eigu Sigurðar B. Magnússonar, en búið er að gera samning við hann um kaup- in. Engar ákveðnar niðurstöður liggja fyrir hjá bænum um nýt- ingu jarðarinnar en komið hefur til tals að hestamenn á Sauðár- króki fái beitarsvæði þar og einnig hefur verið talað um að koma upp útivistarsvæði, t.d. fyrir gönguskíðaiðkendur. Kosningar um stjórn Sauðár- króksbæjar, þeirra sem kosnir eru til eins árs í senn, fóru einnig fram á fundinum og urðu þar engar breytingar á frá fyrri skipan. SBG Raufarhafnarhreppur: Sveitarstjóriim sagði starfí sínu lausu Júlíus Þórarinsson, sveitar- stjóri Raufarhafnarhrepps, hefur sagt starfí sínu lausu. Til- drög þess eru aö hreppsnefnd- in lýsti því yfír við hann á föstudag aö honum yrði sagt upp, léti hann ekki sjálfviljug- ur af störfum. í ljósi þessarar yfirlýsingar hreppsnefndarinnar ákvað Júlíus að segja upp, þar er hann gæti ekki unnið með hreppsnefndinni að óbreyttu. Sama daginn og hreppsnefndin tjáði sveitarstjóranum ákvörðun sína ákvað hún að auglýsa eftir nýjum sveitarstjóra. Júlíus bað hreppsnefndina um skýringar á ákvörðuninni en fékk, að eigin sögn, engin önnur svör en að óánægja ríkti með störf hans í sveitarstjórn. Algjör samstaða ríkti í hrepps- nefndinni um uppsögn Júlíusar Pórarinssonar en hann hefur gegnt starfinu frá því í marsmán- uði. EHB Slökkviliðsmenn á Akureyri æfðu reykköfun um borð í togaranum Þorsteini EA í gær, og þá tók Ijósmyndari Dags þessa mynd. Allir slökkviliðsmenn í bænum stunda slíkar æfingar, venjulega fjórir til fimm í einu, en Þorsteinn EA er tilvalinn til þjálfunar af þessu tagi. Mynd: Golli Rækjuvinnsla Ingimundar hf. á Siglufirði: borgar tapið af rekstrinum ur hf. á Siglufírði ekki farið varhluta af því. Staða fyrir- tækisins er þó góð en að sögn forstjórans, Ármanns Ar- mannssonar, hefur frystitogari Ingimundar hf., Helga II, ver- ið það akkeri sem reksturinn byggir á og greiðir niður tapið af rækjuvinnslunni. „Ég er ánægður með rekstur- inn á Siglufirði en markaðsverð á pillaðri rækju þyrfti að vera hærra. Það er ekkert út úr þessu að hafa og mikið tap á bátunum. Vinnslan hefur yfirleitt borgað tapið á bátunum, en það gerist ekki lengur. Við greiðum lands- sambandsverð og höfum aldrei yfirborgað rækju. Það liggur engin verðhækkun í loftinu og margir kalla sig góða að losna við rækjuna,“ segir Ármann. Ingimundur hf. gerir út tvo rækjubáta frá Siglufirði, Ögmund og Helgu. Höfrungur AK landar einnig hjá vinnslunni. Hráefni hefur ekki skort og unnið sex daga vikunnar. „Það eru ekki greiddar nema 77 krónur fyrir hvert kíló af ferskri rækju í besta gæðaflokki. Vinnslan er rekin á núlli og fyrir neðan núllið. Ég er með Helgu II, sem er á grálúðu núna, og það skip bjargar rekstrinum eins og ástandið er í dag. En það verður ekkert stopp í rækjuvinnslunni hjá okkur, ástandið hlýtur að lag- ast og verðið að hækka þegar kemur fram á haustið. Guð hjálpi þeim sem skulda mikið,“ segir Ármann. EHB Kuldarnir að undanfórnu: Ekki mikil hætta á gróður- skemmdum á þessum árstíma - segir Ingvi Porsteinsson, náttúrufræðingur hjá RALA Nokkuð hefur borið á áhyggj- um fólks að undanförnu af því að gróður muni skemmast vegna þeirra kulda sem geng- ið hafa yfír Norðurland síðustu daga. Þessar áhyggjur eru þó að mestu áæstæðulausar. Ingvi Þorsteinsson, náttúrufræðing- ur hjá Rannsóknarstofnun landbúnaðarins, sagði að ekki þyrfti að óttast neinar veruleg- ar gróðurskemmdir nema ef kuldatíðin yrði óvenju hörð og langvarandi. Ingvi Þorsteinsson sagði að á þessum árstíma þyrfti ekki að hafa verulegar áhyggjur af gróðri þótt kólnaði í veðri um tfma. Öðru máli gegndi um vond kuldaköst sem kæmu fyrr á vorin. Hann sagði að flestar gróðurteg- undir hefðu náð sér það vel á strik að frost þyrfti til að valda gróðurskemmdum og væri því gróðri á hálendinu mest hætta búin af þeim sökum. Kuldarnir gætu hins vegar seinkað gras- sprettu og öðrum gróðurvexti eitthvað. Þó þyrfti ekki marga hlýja daga til þess að gróður nái sér á strik að nýju. Ingvi benti einnig á að íslenskur gróður sé vanur veðrabrigðum en meiri gát „Við þessu er ekkert að gera. Við vissum allan tímann að Patrekshreppur hefði for- kaupsrétt að skipinu og að svona gæti farið. Nú er ætlun þeirra að færa kvótann af skip- inu og þá höfum við ekki leng- ur áhuga á því, enda ætluöum við okkur aldrei gera Vigdísi út héðan og höfðum öruggan kaupanda,“ sagði Sveinn Ing- ólfsson, framkvæmdastjóri Skagstrendings hf.. Til stóð að Skagstrendingur keypti Vigdísi BA-77 frá Patreks- firði vegna gjaldþrotamála sem þar standa yfir en nú hefur Patrekshreppur ákveðið að nýta þyrfti að hafa á innfluttum jurtum sem séu í meiri hættu ef miklir kuldar haldast áfram. ÞI sér forkaupsrétt sinn á skipinu. svo að ekkert verður af sölunni til Skagastrandar. Vigdís er stálskip, 214 brúttólestir að stærð og er með rúmlega 500 tonna þorskígildakvóta á ársgrundvelli auk verulegs rækjukvóta. Að sögn Sveins var Skag- strendingur hf. búinn að tryggja sér sölu á Vigdísi ef af kaupunum hefði orðið, enda hefði það aðeins verið kvótinn sem freist- aði þeirra. Hann sagði þetta ekki vera í fyrsta skipti sem svonalag- að kæmi fyrir Skagstrending því eitt sinn hefðu þeir ætlað að kaupa bát austan af fjörðum en sveitarfélagið þar hefði einnig gengið inn í samning. SBG Skagstrendingur hf.: Ekkert af kaupum á Vigdísi

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.