Dagur - 13.06.1991, Side 11
Fimmtudagur 13. júní 1991 - DAGUR - 11
Iþróttir
íslandsmótið, 3. deild:
Reynir vann Magna
á Grenivíkurvelli
- markvörður Reynis rekinn af leikvelli
Hafsteinn á sjúkrabörum á leið á FSA.
Mynd: Golli
Hafsteinn Jakobsson leikur ekki meira með KA í sumar:
Krossbönd í hné slitin
Reynir vann Magna 3:2 á
Grenivíkurvelli á þriðjudags-
kvöldið en liðin léku þá í 3.
dcildinni. Þetta var mikill
barnsingsleikur þar sem Reyn-
isinenn voru öllu frískari og
tóku öll stigin heim með sér.
Fyrsta mark leiksins skoraði
Siguróli Kristjánsson fyrir Reyni
eftir hornspyrnu. Magni svaraði
svo skömmu síðar með marki
Sverris Heimissonar eftir að koll-
spyrna Bjarna Áskelssonar hafði
verið varin en boltinn barst til
Sverris sem ýtti honum yfir mark-
línuna.
Júlíus Guðmundsson kom svo
Reyni aftur yfir í byrjun seinni
hálfleiks með stórglæsilegu marki
af um 30 m færi en boltinn hafn-
aði efst í horninu. Um miðjan
hálfleikinn var dæmd vítaspyrna
á Reyni eftir mikinn darraðar-
dans í vítateignum þar sem
Reynismenn vildu fá dæmda
aukaspyrnu á sóknarmenn
Magna. Logi Einarsson mark-
vörður Reynis fékk svo rauða
spjaldið fyrir að mótmæla í fram-
haldi af því. Jón St. Ingólfsson
skoraði jöfnunarmarkið úr víta-
spyrnunni.
Þorvaldur Kristjánsson skoraði
svo sigurmark Reynis er skammt
var til leiksloka. Hann fékk bolt-
ann út á vinstri kant, lék í átt að
markinu og skaut af löngu færi.
ísak, markvörður Magna, henti
sér fyrir boltann en boltann fór
þá í ójöfnu á vellinum og spýttist
yfir hann í markið, 2:3.
Reimar Helgason, Magna, átti
svo skalla hárfínt framhjá er leik-
tími var að renna út. I leiknum
hafði dómarinn á lofti þrjú gul.
spjöld og eitt rautt. GG
Eins og kunnugt er var Haf-
steinn Jakobsson, leikmaður
1. deildarliðs KA, borinn af
leikvelli í leik KA gegn Stjörn-
unni á sunnudagskvöldið.
Vegna talsverðrar bólgu hafa
læknar ekki enn gefið út úrskurð
um það hversu slæm meiðsli
Hafsteins eru, en nokkuð ljóst er
þó að krossbönd í hné hafa slitn-
að og því litlar sem engar líkur á
því að Hafsteinn leiki fleiri leiki
með KA í sumar. Það er ekki
aðeins knattspyrnudeild félágsins
sem verður fyrir áfalli ef Haf-
Steinn á lengi í þessu því hann er
einn af máttarstólpum KA í blaki
og lék með íslenska landsliðinu á
smáþjóðaleikunum í Andorra í
vor. GG
Golfklúbburinn Hamar:
Fyrsta opna mótið í lok ágúst
26. maí sl. var Golfklúbburinn
Hamar í Svarfaðardal með
Knattspyrna:
Úrslit í
yngri flokkiim
ViIIa slæddist inn í þriðjudags-
blaðið í frásögn af úrslitum í
knattspyrnuleikjum þeirra
yngri. Fleiri leikir hafa síðan
verið leiknir og birtast því hér
öll úrslit sem náðst hefur í.
Vormót KRA:
KA-Þór 3. fl. A 6:1
KA-Þór 3. fl. B 9:3
íslandsmót:
KA-Þór 4. fl. 7:3
KA-Þór 5. fl. A 3:3
KA-Þór 5. fl. B 0:2
Leiftur/Dalvík-Hvöt 4. fl. 3:4
KS-Tindastóll 4. fl. 2:8
KS-Tindastóll 5. fl. A 0:3
KS-Tindastóll 5. fl. B 0:11
Dalvík-Völsungur 5. fl. A 2:1
Dalvík-Völsungur 5. fl. B 0:12
Leiftur-Hvöt 5. fl. A 1:3
Leiftur-Hvöt 5. fl. B 0:6
KA-Þór 2. fl. kvenna 3:0
(Þór mætti ekki)
Leiftur-KA 2. Bikark. 2. fl. 0:2
GG
kynningu á golfíþróttinni og
ennfremur var tekin fyrsta
skólfustunga að nýju vallarhúsi
en það gerði Hjalti Haraldsson
bóndi á Ytra-Garðshorni.
David Barnwell sýndi um 50
manns undirstöðuatriði golf-
íþróttarinnar og er greinilegt
að mikill og vaxandi áhugi er
fyrir golfi í Svarfaðardal og
Dalvík.
Húsið, sem unnið er af BYNOR
og SJS-verktökum, er 47 m2 og í
því er milliloft sem notað verður
sem geymsla og ennfremur er
verönd sem er nálæt 50 m2. Áætl-
að kaupverð er 2,9 millj. króna
en framkvæmdina hyggjast klúbb-
félagar fjármagna með húsgjaldi
sem hver félagi greiðir, móta-
gjöld munu renna í húsakaupa-
sjóð fyrst í stað en síðan eiga
ýmsar fjáraflanir einnig að renna
óskiptar í húsakaupasjóð en fast-
ar afborganir nema um helmingi
innkaupsverðs.
Arnarholtsvöllur, en svo nefn-
ist golfvöllurinn, var hugsaður
sem 9 holu völlur en vegna efið-
leika í sambýlinu við Svarfaðar-
dalsá og einnig vegna þess að
svæðið var mjög þröngt var
ákveðið að breyta vellinum í 6
holu völl og gera þessar 6 holur
löglegar og halda fyrsta opna
mótið 24. og 25. ágúst í sumar.
Reiknað er með að Golfsamband
íslands verði þá búið að sam-
þykkja völlinn. Ef seinna verður
farið í að stækka völlinn í 9 holu
völl, verður reynt að fá land fyrir
sunnart, norðart’eða ofan núver-
andi vallarsvæði.
Félagar í Hamri eru nú 70, for-
maður Gunnar Aðalbjörnsson.
GG
Hjalti Haraldsson tekur fyrstu
skóflustunguna að nýjum goifskála í
Svarfaðardal.
Landshlaup FRÍ1991:
Hlaupið gegnum Akureyri
aðfaranótt sunnudagsins 22. júní
Frjálsíþróttasamband íslands
efnir til landshlaups þ.e.
hlaupið verður kringum landið
alls um 2893 km. leið. Fyrstu
hlaupararnir leggja af stað úr
Hljómskálagarðinum í Reykja-
vík á þjóðhátíðardaginn 17.
júní en ætla má að alls um
6000 manns taki þátt í hlaup-
inu.
Megintilgangur hlaupsins er
kynning á starfsemi FRÍ og líka
að örfa alla til útivistar og hollrar
hreyfingar. FRÍ gerir sér vonir
um að nokkur fjárhaglegur
hagnaður verði af hlaupinu og
eru ýmsar fjáraflanir í gángi og
m.a. hefur öllum sveitarfélögum
á landinu verið sendur gróseðill
og einnig verða seldir bolir
merktir Landshlaupi FRÍ 1991.
Samkvæmt áætlun lýkur hlaup-
inu á Laugardalsvelli með fjölda-
hlaupi fimmtudaginn 27. júní kl.
18.00. Hlaupið er nákvæmlega
tímasett og á Norðurlandi verður
það t.d. á Þórshöfn þann 21. júní
kl. 03.20, á Kópaskeri kl. 13.20,
á Húsavík kl. 21.35, á Akureyri
22. júní kl. 04.20, á Dalvík kl.
08.20, á Hofsósi kl. 15.50, á
Sauðárkróki kl. 18.50, á Blöndu-
ósi 23. júní kl. 01.35 og að
Laugarbakka kl. 06.20. Að Brú
kemur svo hlaupið kl. 08.50 og
heldur norður Strandasýslu að
Hólmavík á leið sinni um Vest-
firði. GG
Hefur þú efni á ab
versla EKKI ódýrt
Dæmi um verb:
Coca Cola kippa 2 1.......... 995,-
Sprite 2 1................... 159,-
MS Skafís 1 1................ 248,-
MS Hversdagsís 1 1........... 188,-
Fransman franskar 2 kg..... 225,-
Ritz kex 200 gr............... 68,-
Hómblest kex 200 gr........... 78,-
Frón mjólkurkex 400 gr..... 94,-
Pampers bleiur ............. 1207,-
Breyttur opnunartími frá og með 3. júní
Opið er frá kl. 12.00-18.30.
Laugardaga frá kl. 10.00-14.00.
Kynnist NETTÓverbi
KEA NETTÓ
Höfbahlflb 1