Dagur - 13.06.1991, Blaðsíða 2

Dagur - 13.06.1991, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 13. júní 1991 Fréttir Fulltrúi minnihluta hreppsnefndar Hvammstangahrepps um gatnagerðarmálið: Ósáttur við málsmeðferö - deilt um hver er heimamaður og hver ekki í ár eru 25 ár síðan Hagkaup opnaði verslun á Akureyri. Vegna þessara tímamóta hefur versluninni verið breytt og hún stækkuð. Þar hefur verið opnað kjötborð, bakarí, ávaxta- og grænmetistorg og snyrtivörubúð. I gær var við- skiptavinum boðið upp á veitingar ■ versluninni í tilefni 25 ára afmælisins. Mynd: Golli Ungmennafélagið Snörtur á Kópaskeri: Aheitablak í sláturhúsi í 24 klst. - söfnuðu 145 þúsund krónum Kristján Björnsson, fulltrúi minnihluta hreppsnefndar Hvammstangahrepps, segir að Sjúkrahús Skagfirðinga: Ágæt þátttaka vegna afmælis Haldið var upp á 85 ára starfs- afmæli Sjúkrahúss Skagfirð- inga sl. laugardag. I tilefni þess var „opið hús“ á sjúkrahúsinu og gafst fólki kostur á að skoða sögu sjúkrahússins í myndum og tækjabúnað til lækninga úr fortíð sem nútíð sem og alla aðstöðu. Að sögn stjórnenda tókst afmælið vel. Við þetta tækifæri voru afhjúp- uð: útilistaverkið „Á fáki fráum“ eftir Sverri Ólafsson, málverk eftir Sigurð Örlygsson og mynd- verk sem er viðurkenning vegna samnorræns samstarfs um að hætta.að reykja. Sjúkrahús Skagfirðinga starfar í sex deildum. Þær eru: sjúkra- deild, hjúkrunardeild, stoðdeild- ir, ellideild, hjúkrunarheim- ili, dvalardeild, auk stjórnunar, launaskrifstofu og annarra þjón- ustuþátta. í sjúkrahúsinu hefur Heilsugæslustöðin á Sauðárkróki aðstöðu sína, en útibú frá henni eru í Varmahlíð og á Hofsósi. Þessa vikuna gefst fólki kostur á að skoða sýningu á gömlum lækningaáhöldum á sjúkrahús- inu og er sú sýning opin frá kl. 14.00-16.00 fram á föstudag. SBG þeir minnihlutamenn hafi verið ósáttir við vinnubrögð meiri- hlutans varðandi ákvörðun um gatnagerðarframkvæmdir á Hvammstanga. Eins og fram kom í Degi sl. fimmtudag var ákveðið að ganga til samninga við fyrirtæki á Hvammstanga að undangengnu útboði. „Það bárust fimm tilboð í verkið. Tvö þeirra voru undir kostnaðaráætlun, lægsta tilboð frá fyrirtæki á Akureyri, milljón undir kostnaðaráætlun, og einnig var fyrirtæki úr Hafnarfirði með tilboð undir kostnaðaráætlun. Þriðja lægsta tilboðið kom frá Höfðaverki á Hvammstanga, sem síðan var samið við, og var það heilli milljón yfir kostnaðaráætl- un. Hin tvö tilboðin voru utan héraðs og bæði mun hærri. Eftir að þessi tilboð lágu fyrir upphóf- ust mikil fundahöld hér vegna þess að hugsanlega myndu heima- menn ekki fá verkið. Þessir meiri- hlutamenn voru nánast knúðir af sínum stuðningsmönnum ti! þess að hafna öllum tilboðunum og ganga til samninga við heimaað- ila. Eftir að öll tilboð lágu fyrir kom heimaaðilinn, Höfðaverk, með nýtt tilboð sem var nánast samhljóða kostnaðaráætlun. Við erum ekki sáttir við þessi vinnu- brögð. Við bendum á að í lægsta tilboðinu, frá Norðurverki, var heimaaðili með skólplagnir og fleira, sem varum40% af heildar- upphæðinni. í annan stað voru í þessum Höfðaverkshópi menn utan héraðs, þannig að þarna var verið að deila um hver er heimá- maður og hver ekki,“ sagði Kristján. óþh Ungmennafélagið Snörtur á Kópaskeri spilaði blak í heilan sólarhring í mötuneytissal slát- urhússins um síðustu helgi. Þátttakendur voru ungmenni á aldrinum 9 til 49 ára og söfnuð- ust 145 þúsund krónur með áheitum sem varið verður til byggingar áhaldageymslu og búningsaðstöðu við íþrótta- völlinn á staðnum. Ungmennafélagið dregur nafn sitt af Snerti, fyrrverandi þræl sem gerðist landnámsmaður á Kópaskeri. Þar er mikill áhugi fyrir íþróttum hjá yngri kynslóð- inni að sögn Hólmfríðar Hall- dórsdóttur, formanns ungmenna- félagsins, sem var upphafsmaður áheitasöfnunarinnar. Þrátt fyrir að blakvöllurinn í mötuneytissal sláturhússins sé of stuttur, mjór og þar sé lágt til lofts tókst 37 þátttakendum að spila alls 109 hrinur. „Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi,“ sagði Hólmfríður. Einn þátttakenda var blakmaður ársins 1990, Þröstur Friðfinns- son, sem einmitt hefur þjálfað blakspilarana í sláturhúsinu. Spilað var frá klukkan 20 á föstudagskvöld lil klukkan 20 á laugardag en þá höfðu safnast 145 þúsund krónur sem renna til byggingar áhaldahúss við íþrótta- völlinn á Kópaskeri. Þar verður einnig búningsaðstaða fyrir knattspyrnuliðið og frjálsíþrótta- fólk. Vildi Hólmfríður koma.á framfæri þökkum til ahra þeirra sem tekið hefðu þátt í áheita- blakinu sem og þeirra sem styrktu uppátækið. GT Rúllufilma (Silawrap) Filman sem lagði grunninn að góðu rúllufóðri á Islandi. „Grœn og vistþekk“ Sterk-stenstálag- ið. Líming-mjög góð. Sólvarin íblöndun. Veður- þolin - í roki, regni, snjó og frosti. Vistþekk- grœn. Þetta er úrvals filma fyrir allar pökkunarvélar og í notkun hér með besta árangri allt frá 1986. SILAWRAP filma kemur sérpökkuð - hver rúlla í plastpoka í sterkri pappaöskju og leiðbeiningar um notkun. SILAWRAP ftlman hefur mestu reynslu í rúllufóðri. SILAWRAPgœðafilma á mjög góðu verði. BÆNDUR! Gerið ráðstafanir tímanlega og tryggið filmu í tœka tíð! Vélar& ÞJÓNUSTA HF. • • Umboð: — n i r Staðarhóli Ongull hf Eyjafjarðarsveit Sími 96-31339 - 31329 Fax 96-31346 Veiðibændur við Mývatn: Funda um næstu skref - í viðureigninni við Kísiliðjuna Hagsmunaaðilar um veiði í Mývatni munu koma saman til fundar í þessari viku til að ræða svar stjórnar Kísiiiðjunn- ar en eins og kom fram í blað- inu í fyrradag hafnaði stjórnin beiðni þeirra um viðræður. Árni Pálsson, lögmaður, ritaði beiðnina um viðræður fyrir hönd 9 veiðibænda við Mývatn og Veiðifélags Krákár og Laxár. Árni sagði að menn hafi svo sem átt von á þessu svari frá stjórn Kísiliðjunnar. Árni vildi ekkert segja til um hvað yrði næsta skref umbjóðenda hans, en það yrði rætt á fundi sem er fyrirhugaður í dag eða á morgun. -bjb Baldvin Kr. Baldvinsson: Heldur sína fyrstu sjáJfstæðu tónleika Baldvin Kr. Baldvinsson, bóndi í Torfunesi og Juliet Faulknet, tónlistarkennari við Hafralækjarskóla, munu halda tvenna tónleika í næstu viku. Miðvikudaginn 19. júní í Ljós- vetningabúð og fimmtudaginn 20. júní í Húsavíkurkirkju. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Efnisskrá tónleikanna er fjöl- breytt. Baldvin mun syngja íslensk og erlend lög við undir- leik Juliet, og hún mun einnig leika einleiksverk á píanó. Þetta eru fyrstu sjálfstæðu tón- leikar Baldvins, en hann hefur mikið sungið með Baldri, bróður sínum, og eru þeir þekktir undir nafninu Rangárbræður. Báðir hafa þeir sungið einsöng með Karlakórnum Hreim. Atvinnu sinnar vegna hefur Baldur ekki getað æft reglulega í vetur en Baldvin hafði áhuga á að halda áfram og hefur æft með Juliet. Þó mál hafi þróast á þessa leið síðustu mánuðina er ekki þar með sagt að þeir bræður séu hættir að syngja saman, þeir hafa æft þegar Baldur er heimavið og stund gefist til söngs, og sagðist Baldvin vona að þeir gætu tekið upp þráðinn á ný. Aðspurður sagðist Baldvin telja það yfirmáta bjartsýni að halda sjálfstæða tónleika en hann vonaði þó að það gengi vel. Ýms- ir hefðu hvatt sig til þessa og hjón- in Juliet og Robert Faulkner væru þar fremst í flokki. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.