Dagur - 13.06.1991, Síða 7

Dagur - 13.06.1991, Síða 7
Fimmtudagur 13. júní 1991 - DAGUR - 7 Sólning er starf sem krefst óskiptrar athygli. umhverfisári lit og merkisibrennslu er fram- kvæmanleg ef pöntunin er nógu stór. Möguleikar á framleiðslu í mismunandi litum hafa opnast vegna samstarfs við Efnaverk- smiðjuna Sjöfn. Af endursölu- vörum bindur Gúmmívinnslan mestar vonir við GV-reitina. Því miður hefur verðsamanburður við steinhellur staðið sölu þeirra fyrir þrifum. Sá samanburður er yfirleitt óhagstæður vegna hærri framleiðslukostnaðar. En GV- reiturinn er ca. 9-65% dýrari en litaðar steinhellur. Þessi saman- burður er þó ekki alveg réttmæt- ur því reiturinn er ekki í sam- keppni við steinhellur. Notkun hans tryggir öryggi barna og full- orðinna á leiksvæðum, við sund- laugar og íþróttamannvirki og á örðum þeim stöðum þar sem fall- og hálkuhætta er.“ Nú fellur til mikið af alls konar plastvöru sem ekki er endurunn- in hérlendis. Hefurðu hugleitt slíka endurvinnslu? „Nei, ekki alvarlega enda þyrfti þá aukinn tækjabúnað, og slíkt er ekki á dagskrá. Plasti er hins vegar safnað saman hér- lendis, sagað niður og flutt út en það er ekki endurvinnsla í þeim skilningi heldur söfnun og útflutningur. Það er hins vegar jákvætt frá umhverfisverndar- sjónarmiði að safna saman öllu þessu gífurlega magni af plasti sem til fellur í nútímaþjóðfélagi. Notkun á endurunnum pappír þarf að aukast og opinberir aðilar ættu að ganga fram fyrir skjöldu í þessum efnum og nota slfkan pappír þar sem því verður við komið. í skólunum eru haldnar umhverfisvikur og skólayfirvöld ættu að sýna gott fordæmi og auka verulega hlutfall endurunn- ins pappírs í skólum. Allar slíkar aðgerðir auka skilning á nauðsyn þess að náttúran og umhverfið er hluti af okkur sjálfum.“ Gúmmivinnslan hf. hefur verið rekin með hagnaði öll þessi ár án þess að nokkur opinber aðstoð eða styrkir hafi komið þar til, sem undirstrikar þá staðreynd að umhverfisvernd í formi endur- vinnslu getur líka verið ábata- söm. GG KONUR! Hvernig væri að fá sér hatt fyrir 17. júní? Einnig úrval af dressum fyrir þjóðhátíðardaginn. Ath.! Aðeins 1-2 stk. af hverju. Líttu inn! Opið á laugardaginn 15. júní frá kl. 10-14. tískuhúsið Hafnarstræti 88, sími: 24396. Sýn i ngarafs láttu r í framhaldi af Sumarsýningunni ‘91 af eftirtöldum KEA-vörum: ★ AB mjólk ★ Jógúrt, allar teg. ★ Glóðarpylsur ★ Hvítlaukslamb ★ Sinnepslamb ★ Appelsínubiti ★ Rommbraggi ★ Flóru smjörlíki Afslátturinn gildir þessa viku í verslunum á Eyjafjarðarsvæðinu. Mjólkursamlag KEA. Brauðgerð KEA. Kjötiðnaðarstöð KEA. Smjörlíkisgerð KEA. Tilboð Lambalærissteik m/beini kr. 649,- kg. Ostakynningar föstudag frá kl. 13-18. Laugardag frá kl. 10-13. 10% kynningarafsláttur BóndaBrie Appelsínuostakaka Smurostar Kryddsmjör Nýtt kortatímabil. Vínber blá kr. 259,- kg. Opið til kl. 19.00, föstudaga.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.