Dagur


Dagur - 13.06.1991, Qupperneq 5

Dagur - 13.06.1991, Qupperneq 5
Fimmtudagur 13. júní 1991 - DAGUR - 5 Björgunarsveitarmciin mcö sýnishorn af vörunni. Lesendahornið Kann cnginn að fara með peninga lengur? Ég held svei mér þá að enginn kunni að fara með peninga lengur. Fólk treður þeim ofan í vasann eða veski sem er allt of lítið, með þeim afleiðingum að peningarnir verða krumjraðir, skítugir og jafnvel rifnir. í það minnsta fæ ég oftast slíka seðla þegar mér er gefið til baka í verslunum eða hvar sem er. Að mínu áliti er það til skammar að fara svona með pen- ingaseðlana. Ég vil ekki sjá svona peninga. Ég vil hafa þá slétta og hreina og sem líkasta því sem þeir eru þegar þeir koma úr Seðlabankanum. Mér finnst að fólk ætti almennt að sýna peningunum mun meiri virðingu en það gerir. M.B. Forsvarsmenn Akureyrar opni augun Gamall Innbæingur hafði sam- band við Dag og sagði: „Ég hef búið á Akureyri alla mína tíð og vil veg bæjarins sem mestan. Árið 1945 bjó ég við Hafnar- strætið í gamla Barnaskólanum. í dag er ég að velta fyrir mér hvort ekki væri rétt af bæjaryfirvöldum að huga að gatnagerðarfram- kvæmdum í Hafnarstræti allt frá Hótel KEA og inn að Túliníusar- húsi. Gangstéttar hafa ekki verið endurnýjaðar í 45 ár og strætið er til háborinnar skammar. A þessum spotta sem um ræðir er leikhús okkar Akureyringa, tvö hótel, gistiheimili og tónlistarskóli svo fátt eitt sé nefnt. Mikil skömm er af, að ekki sé hugað betur að framkvæmdum á þessu svæði. Forsvarsmenn Akureyrarbæjar; opnið augun og hefjið fram- kvæmdir.“ Bifreiðaskoðun íslands: Biðtímimi langur Lesandi blaðsins hringdi... og kvaðst undrandi á þeim ummæl- um rekstrarstjóra skoðunar- stöðva Bifreiðaskoðunar íslands í Degi nýverið að skoðunarstöðin nýja á Ákureyri sé byggð til að anna öllu Eyjafjarðarsvæðinu. Sjálfur hafi hann pantað tíma í skoðun þar og verið tjáð að bið- tíminn væri hátt í einrt mánuður. Petta geti vart talist að stöðin geti annað öllu þessu svæði. Hraðakstur unglinga á Akureyri: „Hraðahindrun á Geislagötuna“ Hraðakstur unglinga á Geisla- götunni á kvöldin, um helgar og langt fram undir morgun er algjörlega óþolandi. Lögreglan hefur oft verið kvödd til og hún hefur brugðist skjótt við. Henni sé þökk. Ég vil skora á bæjaryfir- völd að sett verði hraðahindrun í götuna hið skjótasta eða eins fljótt og auðið er. Sigurður B. Jónsson. Tvær leiöir eru hentugar til þess aö verja ungbarn í bíl Látið barnið annaðhvort liggja i bilstól fyrir ungbörn eða barnavagni sem festur er með beltum. UMFERÐAR RÁÐ Bjargfuglseggjaútsala á Húsavík Björgunarsveitarmenn úr Garðari á Húsavík stóðu vasklega við eggjasölu fyrir helgina á Húsavík og fóru einnig í eggjasöluleiðangur í nágrannasveitirn- ar. í vikunni héldu þeir til eggjakaupa á Skálavíkur- bjarg á Langanesi, en eggin keyptu þeir af sigmönn- um. Komu þeir heim með 4000 glæný og hressandi bjargfuglsegg, en illa gengur að selja Húsvíkingum góðgætið og sitja björgunarsveitarmenn enn uppi með helming eggjanna. Við svo búið má ekki standa og síðari hluta vikunnar halda þeir heilmikla bjargfuglseggjaútsölu. IM Eggjumim pakkaö i ncytcndaumbiíðir fyrir viö.skiptavininn. Myndir: IM RIKISSJOÐS Nu bjóðast Spariskírteini ríkissjóðs með 7,9-8,1% ávöxtun, í stað 6,0-6,6 áður. Auk sparískírteina bjóðast nú eftirfarandi kostir: Raunávöxtun Nafnávöxtun1f Einingabréf 1 7,2% 20,0% Einingabréf 2 5,0% 18,1% Einingabréf3 7,0% 19,3% . Skammtímabréf ■ 6,1% 18,3% Húsbréf 8,7% .21,4% 1) Ávöxtun Eininga- og Skammtímabréfa miðast við hækkun. þeirra sl. 3 mánuði og nafnávöxtun miðað við hækkun á lánskjaravísitölu sl. 3 mánuði. éál KAUPÞING NORÐURLANDS HF Ráðhústorgi 1 • Akureyri • Sími 96-24700 Ritvelar Aðalfundur Leikfélags Öngulsstaðarhrepps verður í Freyvangi þriðjudaginn 18. júní kl. 20.30. Stjórnin. AKUREYRI íÁ KEFLAVIK Mónud. - Fimmtud. - Fösfud. - Sunnud. Ðrottför fró Akureyri kl. 14.15 og Fró Keflovík kl.17.00 fluqfélaq noróurlands Irf. Upplýsingor um ferðlr og forþegopontonlr í símo 96-12200 (Akureyri) og 92-50200 (Keflovík) einnlg hjá ferðoskrifstofum og umboðsmðnnum um land ollf UP

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.