Dagur


Dagur - 06.07.1991, Qupperneq 2

Dagur - 06.07.1991, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Laugardagur 6. júlí 1991 Fréttir Innbrotið í Vaglaskógi upplýst: Fimm imgmenni voru að verki - átu sælgæti fyrir 100 þúsund krónur Innbrotið í verslunina í Vagla- skógi um þarsíðustu helgi er upplýst hjá rannsóknarlögregl- unni á Akureyri. Fimm ung- menni, 1 stúlka og 4 piltar, á Rafmagnslínur á Norðurlandi vestra: Endanlegur frá- gangur vegna óveðra vetrarins Síðustu nætur hafa menn frá Rafmagnsveitum ríkisins unn- ið að endanlegum frágangi á ýmsum þeim bráðabirgðavið- gerðum sem gerðar voru í vet- ur þegar línur slituðu og staur- ar brotnuðu í óveðrum í janúar og febrúar. Af þeim sökum hefur þurft að taka rafmagnið af nokkrum stöðum frá klukk- an eitt til sex að morgni. „Ástæðan fyrir þvf að við erum að þessu núna eru hinar björtu sumarnætur sem auðvelda okkur vinnuna mikið og með því að vinna þetta á nóttunni verður fólk ekki fyrir jafnmiklum óþægindum og ella, en þessar framkvæmdir eru óhjákvæmileg- ar,“ segir Haukur Ásgeirsson, svæðisrafveitustjóri á Norður- landi vestra. Línurnar sem þarna er um að ræða eru Skagastrandarlína á Skaga og Fellslína sem liggur frá Blönduósi og til Skagastrandar. Einnig er í Skagafirði verið að laga linuna milli Hofsóss og Sauðárkróks. Að sögn Hauks felst lagfæringin aðallega í að strekkja á línum og skipta um einangrara, en til að hægt sé að vinna við það þarf að rjúfa strauminn. Haukur segir að þeir séu að auki byrjaðir að leggja töluvert af jarðstrengjum í stað lína sem hafa gefið sig tvisvar eða oftar vegna ísingar. M.a. er verið að leggja mikið í jörð í Fljótum, en þar fóru línur mjög illa í óveðr- um vetrarins. Haukur segir að fólk verði samt ekki eins vart við þessar framkvæmdir og hinar, því þeim fylgi lítið rafmagnsleysi. SBG aldrinum 15-18 ára hafa játaö á sig verknaðinn. Ungmennin höfðu með sér úr innbrotinu sælgæti að verðmæti um 100 þúsund krónur og eitt- hvað af tóbaki. Nánast ekkert af þessu fær verslunareigandinn til baka þar sem krakkarnir höfðu innbyrt mest allt sælgætið áður en þau voru gómuð. Einhverju magni komu þau undan en hafa ekki getað sagt hvar sá varningur er niður komin. Rannsóknarlögreglan á Akur- eyri hefur einnig upplýst innbrot í tvo báta við Torfunefsbryggju um síðustu helgi. Nokkrir ungir drengir voru þar á ferðinni af einskærri forvitni og rótuðu til í bátunum. Jón F. Hjartarson, skólameistari Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki, tók sl. miðvikudag fyrstu skóflustunguna að bóknámshúsi skólans sem byggja skal á næstu árum. Hér að ofan er hann við skóflu- stunguna, en á innfelldri mynd eru formenn héraðsnefnda Vestur- og Austur-Húnvetninga og Skagflrðinga, en áður en skóflustungan var tekin undirrituðu Húnvetningar samning um fulla aðild að FNVáS. Mynd: sbg Úthlutun átta félagslegra íbúða á Norðurlandi vestra: „Ef til vill í samræmi við tölur um atvmnuþróun og manníjölgun“ - segir Jón Karlsson, formaður húsnæðisnefndar á Sauðárkróki Norðurland vestra fékk útlilut- að átta íbúðum í félagslega geiranuni í úthlutun Húsnæðis- stofunar ríkisins sem birt var fyrr í þessari viku. Ljóst er að sex þeirra fara á Blönduós og óstaðfestar fregnir herma að sín hvor hafi fallið í hlut Hvammstangabúa og Skag- strendinga. Það þýðir að Sauð- árkrókur fær enga þrátt fyrir að hafa sótt um leyfi fyrir 20 íbúðum. Fjórar af íbúöum þeim sem Blönduós fékk í úthlutuninni eru upp í umsóknir héraðsnefndar Austur-Húnvetninga vegna íbúða aldraðra. Ófeigur Gestsson, bæjarstjóri á Blöndu- ósi, sagði í gær að ljóst væri að til viðbótar við þessar fjórar kæmu aðrar fjórar því að einingar þær sem byggðar eru á Blönduósi til handa öldruðum eru átta íbúða. Blönduósbær sótti um úthlutun til fjögurra íbúða í félagslega kerfinu en fékk tvær að sögn Ófeigs og sagðist hann vera sátt- ur við þá niðurstöðu auk hinna átta íbúða aldraðra. Hvammstangahreppur sótti um fjórar og Höfðahreppur einnig, en útlit er fyrir að hvort sveitarfélag um sig hafi fengið úthlutað einni íbúð þó að þær fréttir séu óstaðfestar. Siglfirð- ingar sóttu hinsvegar ekki um neinar íbúðir þetta árið og segir Björn Valdimarsson, bæjarstjóri, að aðalástæðan fyrir því hafi ver- ið sú að í byggingu voru kaup- leiguíbúðir sem enn hafa ekki gengið út. Sauðárkróksbær sendi inn umsókn fyrir 20 íbúðum, en svo virðist vera sem engin úthlutun hafi fallið bænum í skaut þetta árið. Dagur hafði samband við Jón Karlsson, formann húsnæðis- nefndar á Króknum. „íbúðarhúsnæði er náttúrulega byggt yfir fólk þar sem það vill vera og fólksfjölgun er eðlilega í samræmi við atvinnuástand. Að Norðurland vestra skuli ekki fá í sinn hlut nema átta íbúðir er þess vegna nokkuð í samræmi við tölur um atvinnuþróun og mann- fjölgun í kjördæminu. Það sem mér gremst aðallega varðandi þessa úthlutun er hversu seint hún kemur því að mjög erfitt er orðið fyrir framkvæmdaaðila að láta hanna hús til byggingar á þessu ári vegna tímaskorts. Ég er auðvitað ekkert hress með það, ef Sauðárkrókur fær engri íbúð úthlutað, en það breytir ekki því að við getum afhent íbúðir bæði á þessu ári og því næsta vegna þess að við fluttum úthlutun síðasta árs á framkvæmdaárið ’91. Þetta ætti því ekki að breyta neinu varðandi þá stöðugu uppbygg- ingu félagslegs húsnæðis sem ver- ið hefur undanfarin ár hér á Sauðárkróki, þó að eftirspurn sýni e.t.v. að við þyrftum að hafa fleiri íbúðir til úthlutunar.“ sagði Jón Karlsson. SBG Ferðaskrifstofan Nonni: Sólarferðir með Sæfara Ákvörðun um lánveitingu til fiskeldisfyrirtækja í lok næstu viku: „Þröng staða í fiskeldinu“ - segir Ingimar Jóhannsson, formaður nefndar sem yfirfer umsóknir 27 fiskeldisfyrirtækja Reiknað er með að í lok næstu viku verði tekin afstaða til umsókna 27 fiskeldisfyrirtækja um lán sem ríkisstjórnin ákvað að veita til fiskeldisins. Að þessu sinni er um að ræða 150 milljónir en áætlað er að veita aðra eins upphæð síðar, hvort heldur verður síðar á þessu ári eða því næsta. Þessar lánveitingar eiga að koma til hjálpar þeim fiskeldis- fyrirtækjum sem komin eru í þrot en talin eru eiga framtíð fyrir sér í rekstri. Þriggja manna nefnd var skipuð til að meta umsóknir og gera tillögur um lánveitingar. „Þetta eru mjög takmarkaðir fjármunir og því lítið til skipt- anna. Umsóknir komu frá 27 fyrirtækjum víða að af landinu og við erum að fara yfir þær. í þess- ari vinnu er farið grannt ofan í ársreikninga og rekstur þessara fyrirtækja,“ sagði Ingimar Jóhannsson, formaður nefndar- mnar. Ingimar sagði að væntanlega fái fá fyrirtæki fyrirgreiðslu með þessum hætti og að sama skapi verði um hærra lán að ræða til hvers þeirra. „Auðvitað er gífur- lega erfitt að skipta svo lítilli upp- hæð þannig að hún nýtist eitt- hvað en það er rétt að væntan- lega verða þetta ekki mörg fyrir- tæki. Staðan er þröng í fiskeldinu en ástandið er misvont eftir fyrir- tækjum,“ sagði Ingimar. JÓH Ferðaskrifstofan Nonni á Akureyri býður nú upp á miðnætursólarferðir með Sæ- fara eitt kvöld um helgar. Þessar ferðir eru þó ekki tryggilega njörvaðar niður því forsenda þeirra er góð veður- spá en ekki hefur verið hægt að kvarta undan veðri eða kvöldsólarleysi til þessa. Að sögn starfsmanns hjá Ferðaskrifstofunni Nonna er þetta um fimm klukkustunda útsýnissigling um Eyjafjörð til Hríseyjar og er kvöldsólarinnar notið í grennd við eyna. Hann sagði að sólarferð Sæfara um síð- ustu helgi hefði verið ákaflega vel heppnuð og vonandi yrði fram- hald á góða veðrinu. Ónnur ferð var auglýst í gær. Sú nýbreytni að bjóða upp á útsýnisferð um Eyjafjörð hefur mælst vel fyrir, ,ekki bara hjá ferðamönnum því Akureyringar voru í meirihluta í sólarferðinni um síðustu helgi. Brottför í þessar sólarferðir eru frá Torfunefsbryggju. í nýrri áætlun til Hríseyjar og Grímseyj- ar er brottför Sæfara einnig frá Torfunefsbryggju á þriðjudögum og fimmtudögum en frá Árskógssandi á laugardögum. SS Laxdalshús á Akureyri: Dans og tónleikar Mikið verður um að vera í Laxdalshúsi á Akureyri um helgina. Á laugardag verða tónleikar í bakgarði hússins, en á sunnudag er boðið upp á þjóðdansasýningu. Eins og kunnugt er hefur Minjasafnið á Akureyri Laxdals- hús, elsta hús bæjarins, á leigu í sumar. í Minjasafninu stendur yfir sýning á mannamyndum Hallgríms Einarssonar, Ijós- myndara, og í Laxdalshúsi er sýning á ýmsu er tengist verslun- arsögu Akureyrarkaupstaðar. Hljómsveitin „Helgi og hljóð- færaleikararnir“ heldur tónleika í garði Laxdalshúss kl. 17.00 á laugardag. Á sunnudag verður boðið upp á þjóðdansasýningu Þjóðdansahóps frá Dalvík. í hópnum eru þrettán ára ungling- ar sem æfðu dansa sl. vetur undir stjórn hjónanna Margrétar Brynjólfsdóttur og Gunnars Smára Björgvinssonar. EHB

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.