Dagur - 06.07.1991, Page 3

Dagur - 06.07.1991, Page 3
Laugardagur 6. júlí 1991 - DAGUR - 3 Fréttir »4— 11 Hfl I H ■ fl fe fe P fe » Byggingafélagið Lind hf. á Akureyri: Framkvæmdir hafiiar á ný við stórhýsi í miðbæmim Framkvæmdir eru hafnar að nýju á lóðinni Hafnarstræti 97 í miðbæ Akureyrar en þar á að rísa verslunar- og skrifstofu- hús. Byggingafélagið Lind hf. stendur að byggingunni en hluthafar í félaginu eru átta fyrirtæki á Akureyri. Félagið byrjaði að vinna við bygging- una á árinu 1989 en fram- kvæmdum var hætt í ársbyrjun 1990 vegna þess að ekki var útlit fyrir mikla sölu og hlut- hafarnir voru búnir að leggja fram allt það fé sem þeir gátu. Þorsteinn Thorlacíus, eigandi bókaverslunarinnar Eddu, er einn hluthafa í Lind hf. Hann - þrjár hæðir afhentar í ársbyrjun 1992 sagði að nú þegar lægju 57 millj- ónir í byggingunni, miðað við framreiknað verð, og það fé hefði allt komið frá hluthöfun- um. Nú hefur hins vegar fengist framkvæmdalán upp á 40 millj- ónir og sagði Þorsteinn að þar með gæti félagið lokið við fyrsta áfanga byggingarinnar. Aðild íslands að EES: Samtök andstæðinga stofhuð í vikunni - yfir 80% íbúa í Ljósavatnshreppi hafa lýst andstöðu við inngöngu Hafínn er undirbúningur að stofnun samtaka fólks, sem óskar eftir því að ríkisstjórn Islands hverfi nú þegar frá við- ræðum um aðild að hinu fyrir- hugaða Evrópska efnahags- svæði. Kynningarfundur var haldinn í Norræna húsinu í Reykjavík síðastliðinn mið- vikudag og mættu um 200 manns á þennan fyrsta fund að sögn Bjarna Einarssonar hjá Byggðastofnun, eins af for- svarsmönnum stofnunar sam- takanna. í greinargerð frá stofnendum segir meðal annars að þeir telji varðveislu fullveldis og sjálfstæð- is þjóðarinnar yfir landinu sjálfu, stærstu auðlindum þess, fiskimið- um og orkulindum og þróun sam- félagsins vera grundvallaratriði í utanríkisstefnu íslands. Bent er á að umræðan um Evrópubanda- lagið og Evrópska efnahagssvæð- ið hafi verið einhliða og einkum byggst á því að íslendingar eigi ekki annara kosta völ en fylgja öðrum EFTA-ríkjum inn í EES og EB. Bjarni Einarsson sagði að undirtektir hefðu verið mjög góðar á fundinum og greinilega væri mikill áhugi fyrir þeim sjón- armiðum sem sett hefðu verið fram. Nú væri unnið að stofnun formlegra félagssamtaka um þetta málefni jafnframt því að afla stuðnings við málstaðinn með undirskriftum. Hlöðver Þ. Hlöðversson á Björgum, formaður byggðhreyf- ingarinnar Útvarðar, sagði að gerð hafi verið formleg könnum á afstöðu manna í Ljósavatns- hreppi til þáttöku íslands í EES. Af 175 atkvæðisbærum mönnum, samkvæmt kjörskrá í sveitarfé- laginu hefði náðst til 143 eða 81,7% og hefðu allir tekið afstöðu gegn aðild. Hlöðver sagði að varast bæri að draga of ákveðnar ályktanir af þessari niðurstöðu en áberandi hefði ver- ið að fólk kvaðst hafa tekið afstöðu í málinu fyrir nokkru síðan. Þetta gæfi þó ákveðna vís- bendingu um að andstaða við inngöngu íslands í Evrópska efnahagssvæðið væri nokkuð ríkjandi á landsbyggðinni. Bjarni Einarsson kvað of snemmt að draga ákveðnar ályktanir af góð- um undirtektum fólks en benti á að þessi sjónarmið ættu þó veru- legan hljómgrunn á meðal Fæðingar á FSA fyrstu sex mánuði ársins: Jafii margar og á sama tímabili í fyrra Hundrað og nítján stúlkur og hundrað og sautján drengir fæddust á Fæðingadeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri fyrstu sex mánuði ársins. Samkvæmt upplýsingum Guðrúnar Eggertsdóttur, yfir- ljósmóður við Fæðingardeild FSA, fæddust 236 börn í 231 fæð- ingu á Akureyri fyrstu sex mán- uði þessa árs, þar af voru fimm tvíburafæðingar. Sé litið í eldri skýrslur voru fæðingar jafn marg- ar á sama tíma í fyrra, en árið 1989 aðeins 194. Á Akureyri fjölgaði fæðingum mjög mikið milli áranna 1989 og 1990. Fæð- ingar ársins 1989 voru 398 en árs- ins 1990 461. „Sem sjá má af tölum er mikið annríki á Fæðingardeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri. Akureyringar og nærsveitamenn eru mikið barneignafólk. Á fæð- ingardeild FSA eru stöðugildi ljósmæðra/hjúkrunarfræðinga 10,8 og 10,5 hjá sjúkraliðum. Þrír fæðingarlæknar starfa við deildina og einn aðstoðarlæknir,“ sagði Guðrún Eggertsdóttir, yfir- ljósmóðir, en hún tók við stöð- unni 9. júní sl. Guðrún gegndi áður stöðu aðstoðaryfirljósmóð- ur við Fæðingardeild Landspítal- ans í Reykjavík. ój Kartöflur: Engarákvarðanir um innflutning Komi til innflutnings á kartöfl- um á þessu sumri má Ijóst vera að hann verður óverulegur. Enn eru eingöngu innlendar kartöflur á markaðnum. Að sögn Guðmundar Sigþórs- sonar, í landbúnaðarráðuneyt- inu, hefur innlend framleiðsla oft komið á markað á tímabilinu 10,- 15. ágúst en vegna þessa sólríka veðurfars sem verið hefur í sum- ar megi reikna með framleiðslu fyrr á markað nú. Engin ákvörð- un hefur verið tekin um innflutn- ing á kartöflum. JÓH ísíendinga, byggðinni. ekki síst á lands- ÞI í þessum fyrsta áfanga verða þrjár hæðir, verslunarhúsnæði á 1. og 2. hæð og skrifstofuhúsnæði á 3. hæð. Gengið verður frá byggingunni með bráðabirgða- þaki og allar hæðirnar afhentar á sama tíma. En hvernig skyldi ganga að selja húsrými og hvenær verður lokið við áfangann? „Við höfum þegar selt um 60% af rýminu á þessum þreniur hæð- um en við gátum enguð lofað um hvenær húsnæðið yrði afhent. Nú hafa málin hins vegar tekið aðra stefnu og miðað við stöðuna í dag mun framkvæmdum ljúka í byrj- un næsta árs,“ sagði Þorsteinn. Byggingin ennþá og því er ekki veðhæf verður Lind að treysta á fyrirgreiðslu meðan á uppsteypu stendur. Þorsteinn segir að slík fyrirgreiðsla sé í höfn og í ljósi hennar hafi verið hægt að hefja framkvæmdir að nýju. Byggingin verður alls sex hæðir og stendur á milli KEA og Amaro. Þorsteinn kvaðst vilja skoða þann möguleika að hafa innangengt frá Kaupfélagsbygg- ingunni að nýbyggingunni og inn í Amaro og mynda þannig sam- fellda verslunar- og þjónustu- blokk. Hann sagðist ekki trúa öðru en að rými í nýja húsinu yrði eftirsótt enda verslunarhús- næði af skornum skammti í mið- bænum og bygging Lindar á besta stað. SS Hvað ég að borga fyrir Min? Upplýsingabæklingur liggur frammi í lyfjabúðum, læknastofum, heilsugæslustöðvum og víðar. TRYGGINGASTOFNUN «7 RÍKISINS

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.