Dagur - 06.07.1991, Síða 6

Dagur - 06.07.1991, Síða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 6. júlí 1991 JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (fþr.), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNN- ARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960),STEFAN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSM.: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON. PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN. ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON. AUGLÝSINGASTJ.: FRfMANN FRlMANNSSON. DREIFINGARSTJ.: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165. FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL. PRENTUN: DAGSPRENT HF. ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 96-24222 ■ SÍMFAX: 96-27639 KR. 1100 Á MÁNUÐI ■ LAUSASÖLUVERÐ 100 KR. ERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON. RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON. UMSJ.MAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON. BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 41585), Á leid til ófrelsis Á síðustu tveimur árum hefur hinn vestræni heimur vart haft undan að fagna hruni þeirra ófrelsismúra sem stjórnarfar kommúnista leiddi af sér. íbúar Austur-Evrópu brutu hlekki hins stjórnarfarslega ófrels- is af sér á skömmum tíma þegar vonin um auðugra líf í skjóh sam- eignarhugmyndanna var að engu orðin. Sovétmenn reyna nú af öll- um mætti að feta í fótspor fyrrum leppríkja sinna og laga stjórnar- hætti að lýðræðislegum hugmynd- um. Veldi Fidels Castro á Cubu virðist komið að fótum fram og Japanir hafa lánað Kínverjum mikl- ar peningaupphæðir til þess að auðvelda framgang eðlilegs við- skiptalífs í landi morgunroðans. Norður-Kórea er að opnast og ýmis- ir er fjallað hafa um vanda Afríku- ríkja hafa bent á að framfaraleysið og fátæktin, sem einkennir flest ríki álfunnar, stafi ekki síður af ein- ræðislegum stjórnarháttum og úreltri hugmyndafræði en náttúru- legum aðstæðum. Á meðan íbúar Vestur-Evrópu fagna fengnu frelsi meðbræðra í austri og annars staðar þar sem múrar ófrelsisin hafa hrunið, sitja stjórnmálamenn þessara sömu landa og ræða um á hvern hátt þeir megi afsala sér ákvörðunarrétti eigin mála í hendur sameiginlegrar yfirþjóðstjórnar. Hvernig Evrópa geti orðið eitt efnahagslegt samfé- lag þar sem þjóðirnar hafi aðeins takmarkað ákvörðunarvald og verði að lúta sameiginlegri yfir- stjórn í öllum megin málum er snerta lífsafkomu þegnanna. Á sama tíma og einstaklings- og átt- hagahyggja ryður sér til rúms í löndum og á landssvæðum er lotið hafa alræðisstjórn leitast hin frjálsu ríki Vestur-Evrópu við að binda sem flesta þætti þjóðlífs á klafa sameiginlegs valds einnar yfirstjórnar. Sigmundur Guðbjarnason, há- skólarektor, gerði þessa þróun að umræðuefni í ræðu sinni á há- skólahátíð fyrir viku síðan. Hann sagði meðal annars að þegar Aust- ur-Evrópa er loks að kasta af sér fjötrum miðstýringar sé í Vestur- Evrópu verið að mynda annað ríkjabandalag, sem byggi upp nýj- an draum miðstýringar og valda- samþjöppunar í Brussel. Sigmund- ur benti á að Evrópubandalagið myndaði annars vegar stóran og freistandi markað, en hins vegar einkenndist það af vaxandi mið- stýringu, stórfelldum niðurgreiðsl- um og víðtæku styrkjakerfi. Hann sagði að sér virtust þessir starfs- hættir furðu líkir þeim sem höml- uðu gegn framförum í austri og margir telji nú að skapað hafi mestan vanda í íslensku efnahags- lífi. Sigmundur benti á að þróunin í Vestur-Evrópu stefndi vissulega í nýja heimsmynd þar sem auðlindir og atvinnulíf færist í auknum mæli í fang fjölþjóðafyrirtækja þar sem forstjórar stórfyrirtækjanna verði stöðugt áhrifameiri. Þótt sú sameining, sem nú stendur yfir í Vestur-Evrópu sé með öðrum formerkjum og aðrar hugsjónir liggi að baki en hug- myndafræði kommúnismans eiga þessar sameiningarhugmyndir sér það sameiginlegt að ákvörðunar- vald er fært á mjög fáar hendur. í stað valdhafa kommúnistaríkj- anna, sem komu sér fyrir í krafti byltingar og eignuðu sér síðan hagkerfi landanna koma stjórn- endur, sem sækja vald sitt til fram- kvæmdastjóra stórfyrirtækja og fjármagnseigenda. Hvernig sem litið er á væntanlega sameiningu Vestur-Evrópu undir yfirþjóðlega ríkisstjórn í Brussel er ljóst að sam- -v einingin skerðir verulega áhrif við- komandi ríkja á framgang eigin málefna. Á sama tíma og undir- okaðar þjóðir berjast fyrir frelsi og fullu sjálfstæði eru vel- megunarsamfélög Vestur-Evrópu á hraðri leið til ófrelsis. ÞI Frá mínum bæjardyrum séð Birgir Sveinbjö ornsson Sfldin kom og fór Ég var að velta því fyrir mér þegar ég ók um Tjörnesið í nýbyrjuðum sólmánuði hvort mikið hefði verið unnið við vegagerð þar á nesinu frá því ég fór um veginn þarna í fyrsta sinn fyrir 30 árum. Ég hef reyndar ekkert kynnt mér það en mér sýndist í fljótu bragði að helsta breytingin væri sú að hin torfæru gil sem þar eru hafa breyst til batnaðar. Það var mikil vegaframkvæmd á sínum tíma. Gilin voru með gamla lag- inu þegar ég fór þarna um í fyrsta skipti. Það var að haust- lagi í norðaustanátt og rigningu. Við vorum að fara saman þrjú ungmenni til Raufarhafnar til að vinna á síldarplani og tókum leigubíl frá Akureyri. Þetta var að kvöldlagi og mér er sérlega minnistætt hversu veðrið var ógeðfellt og vegurinn á Tjörnes- inu vondur. í þá daga áttu vegir reyndar að vera vondir. Það þóttu t.d. tíðindi ef vegurinn milli Raufarhafnar og Kópa- skers var góður. Hann var reyndar aldrei góður þá aðeins misjafnlega vondur. Þetta umrædda kvöld var hann mjög vondur. En leigubíllinn sem við vorum í var góður. Seinna ók ég þennan vonda veg oft á vondum bílum. Það er vont fyrir vonda bíla að vera ekið á vondum veg- um og þeir verða verri bílar á eftir. Mekka farandverkafólks í þá daga Raufarhöfn var á þessum árum ásamt Seyðisfirði Mekka far- andverkafólks og skólafólks sem þyrptist þangað að sumrinu til að taka þátt í síldarsöltun eða vinna í bræðslunni. Að koma til Raufarhafnar haustið 1961 í fyrsta sinn í rignigu og myrkri var kannski ekki beint aðlaðandi. En þegar birti af degi og stytti upp leit staðurinn öðruvísi út og þarna var næg vinna þótt öll síldarsöltun væri búin það árið. Margt viðvik var eftir þótt búið væri að koma síldinni í tunnurnar. Það þurfti að pækla, pakka á, meta síld- ina, slá upp og slá til, merkja tunnur og koma þeim í skip. Sú vinna var yfirleitt unnin á dag- og eftirvinnutíma og var lítið spennandi. Þrátt fyrir það mætti ég þarna aftur til starfa snemma næsta sumar og síðan öll sumur úr því meðan síldin lét sjá sig. Skemmtilegasti tíminn hjá hagvönu fólki á síldarplani var snemmsumars þegar fólk var að tínast á staðinn og svo meðan á söltun stóð. Alltaf var spenn- andi að sjá hvort gömlu fé- lagamir kæmu aftur og þá einnig hvaða nýtt fólk bættist í hópinn. Síðan var spennandi að vita hvernig síldin mundi nú haga sér þetta árið. Léti hún yfirhöf- uð sjá sig og þá hvar? Á því valt fjárhagsleg framtíð fjölda fólks og það var því sjálfgefið að þeg- ar og ef síldin kom og var sölt- unarhæf var ekki spurt um vinnutíma heldur saltað þar til hráefnið var á þrotum. Silfri breytt í gull Norðurlandssíldin var eins og sérhönnuð uppskrift að sumar- atvinnu fyrir skólafólk. Önnur eins uppskrift verður líklega aldrei fundin upp. Um leið og síðasta prófinu Iauk biðu atvinnutilboðin á færibandi og allir komust í síld og þeir heppnu á síldarskip. Þetta varð líka til þess að hvorki sveitar- stjórnir né ríkisstjórnir þurftu að vera að hugsa um sumar- atvinnu eða atvinnubótavinnu þegar framboðið á vinnumark- aðinum tók slíkan fjörkipp í skólalok. Síldin tók opnum örmum á móti öllum vinnufús- um höndum og yfirleitt stóð það heima stíft og gagnbitað að um það Ieyti sem framhaldsskólar voru að hefjast var síldin að hverfa frá Rauða torginu 50-70 mílur út af Austfjörðum. Þá var líka búið að salta upp í samn- inga við Svía og Rússa og því sjálfhætt. í góðu síldarári græddu allir. Hlutur sjómanna á aflasælu síldarskipi var svimandi hár og landverkafólkið hafði vel til hnífs og skeiðar. Skólafólk gat farið í skólann með innistæðu í bankabókinni sem dugði því alla vega fram á útmánuði og útgerðarmenn gátu borgað eitthvað af skuldunum sínuin. Ríkið fékk gjaldeyri fyrir síld- ina og milliliðirnir sín laun. Þannig mætti lengi halda áfram og má því telja það kraftaverk að þjóðin skyldi hreinlga ekki leggja upp laupana þegar Norðurlandssíldin gerði okkur þann grikk að hverfa endanlega á braut 1968. Kveðskapur „Sínum augum lítur hver á silfrið“ segir gamalt máltæki. Þegar mörg hundruð manns úr öllum áttum koma saman til vinnu í lítil sjávarpláss eins og gerðist á þessum árum fer ekki hjá því að ekki eru allir jafnsátt- ir við lífið og tilveruna og sam- skipti fólks taka á sig ýmsar myndir. Ekki verður farið nán- ar út í það hér en vart er mögu- legt að rifja upp síldarsumur á Raufarhöfn án þess að fer- skeytlan ljóta og landsfleyga um staðinn komi upp í hugann. Ekki veit ég hver orti en líklegt þykir mér að sá hafi komið í plássið í rigningu, fengið lítið að gera, eignast fáa félaga, orð- ið skotinn í stelpu sem vildi ekkert með hann hafa og horfið sfðan blankur á braut í slyddu og þá kastað fram þessari kerknisvísu: Farðu í rassgat Raufarhöfn rotni fúli drullupoilur. Andskotinn á engin nöfn yfir öll þín forarsöfn. Svona ljótar vísur eru til skaða fyrir góð pláss eins og Raufarhöfn því ljótar vísur lifa oft mikið lengur en hinar fall- egu og auðvitað er Ijótt af mér að vera að rifja þessa vísu upp því mér leið vel á Raufarhöfn. En þess á alltaf að geta í leið- inni að ágætur hagyrðingur af staðnum svaraði þessum fúl- lynda aðkomumanni með fer- skeytlu em á að fylgja ljótu vís- unni: Pótt Raufarhöfn vanti veraldarauð og vart sé það fallegur staður, að lasta þitt eigið lifibrauð er ljótt af þér aðkomumaður. Þannig lærði ég vísuna og hygg að þetta sé ekki verri útgáfa af henni en hver önnur. Læt ég nú þessu hugarflökti lok- ið í þetta sinn og bið ykkur um að njóta sumarsins sem best þrátt fyrir síldarleysið.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.