Dagur - 06.07.1991, Síða 7

Dagur - 06.07.1991, Síða 7
Spurning vikunnar Laugardagur 6. júlí 1991 - DAGUR - 7 Hvað finnst þér um þær breytingar sem orðið hafa á lyfjaverði til neytenda? Karen Ingimarsdóttir: (Karen afgreiðir í apóteki og hún var spurð um viðbrögð sjúklinga). „Fólk hefur töluvert kvartað og er greinilega ekki sátt við þessa hækkun. Eg held jafnvel að þetta gangi ekki og reglugeröin verði endurskoðuð. Hækkunin kemur mörgum mjög á óvart og sumir hafa þurft að fara heim til að ná í meiri pen- inga til að geta leyst út lyfin. Gamla fólkinu bregður mjög í brún.“ Heiðar Ásgeirsson: „Ég hef bara ekki hugmynd um hvað er að gerast. Ég veit að lyf hafa hækkað til einhverra en þetta er mjög óljóst og almenningur hefur ekki fengið neinar upplýsingar og lyfsalarn- ir sjálfir eru ekki með þetta á hreinu." Jón Skúli Runólfsson: „Mér finnst þetta bara okur. Þjóðfélagið er orðið eins og Skriflubúð, eins og Einar Benediktsson orti um á sínum tíma.“ Guðrún Gunnarsdóttir: „Sem betur fer þarf ég ekki að nota lyf að staðaldri en ég held að þessi hækkun bitni fyrst og fremst á þeim sjúklingum sem þurfa reglulega lyfjagjöf. Mér finnst þetta ekki góð reglugerð og alls ekki breyting til batnað- _ _ <( Gáttaþefur jólasveinn: „Hva! Heldurðu að ég sé á lyfjum? Nei, góurinn, hún Grýla mamma mallar handa okkur grasaseyði eða brytjar rætur ofan í okkur jólasveinana ef við fáum einhverja pestarskömm. Ég veit ekki til þess að þessi lyf hafi hækkað í verði. Vertu svo blessaður, góurinn. Við sjáumst aftur í desember." Tvö hundruð sextíu og eina milljón fengu Kjörtóktreigendur greiddar í verðbætur nú um mánaðamótin -ogKjödtókinerenn í iniklum vextí. Þann 1. júlí streymdu milljónir inn á Kjörbækur landsmanna, bæöi í formi vaxta og verðbóta. Verðbætur fyrri hluta ársins reyndust vera tvö hundruð sextíu og ein milljón. Og áfram munu innstæður dafna því nú hækka bæði vextirnir og verðtryggingin. Þannig hækkuðu grunnvextir nú í 13%, vextir á 1. þrepi í 14,4% og vextir á 2. þrepi í 15%. Verðtryggingarákvæðið tryggir a.m.k. 3,5% raunávöxtun á grunnþrepi, 4,9% á 1. þrepi og 5,5% á 2. þrepi. Kjörbókin er góð ávöxtunarleið með háum vöxtum og verðtryggingarákvæði. Þeir sem vilja geyma fé sitt lengi njóta þess sérstaklega og fá afturvirka vaxtahækkun, fyrst eftir 16 mánuði og aftur eftir 24 mánuði. Samt er Kjörbókin óbundin bók. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.