Dagur - 06.07.1991, Síða 13

Dagur - 06.07.1991, Síða 13
Laugardagur 6. júlí 1991 - DAGUR - 13 Efst í huga Svavar Ottesen Fólk á landsbyggöinni hefur áhyggjur af framvindu atvinnumála Þaö sem landsmönnum er efst í huga á sumrin er veðrið. Ekki er hægt að segja ann- að en það hafi leikið vjð landsmenn að und- anförnu. Sólin hefur skinið meira á Sunn- lendinga en oft áöur í júní og þarf jafnvel að fara eina sex áratugi aftur í tímann til að finna fleiri sólskinsstundir í júní í Reykjavík. Nú finnst þó mörgum nóg komið og biðja um rigningu. Erlendir ferðamenn kvarta líka nokkuð yfir sólskininu. Þeir áttu víst von á öðru. Þetta sýnir okkur kannski best að það er erfitt að gera mönnum til hæfis og þótt vís- indamönnum hafi tekist að vinna mörg stór- virki á þessari öld, þá hefur þeim ekki tekist að stjórna veðri og vindum eöa láta rigna þegar menn panta rigningu, en hún væri mjög æskileg núna vegna móður jarðar því gróður er víða f hættu vegna þurrkanna. Þó bjart sé yfir landinu þessa dagana og sólin helli geislum sínum yfir landsmenn og himinninn sé heiöur og blár og allt virðist ganga landsmönnum í haginn, bæði til sjós og lands, þá eru því miður óveðursský fram- undan hjá mörgum (slendingum. Þeir eru ekki öfundsverðir sem eru nú að fara í sum- arfrí og vita ekki hvaö við tekur að fríi loknu, hvort við tekur atvinnuleysi og margvíslegir erfiðleikar sem af því leiðir fyrir margar fjöl- skyldur. Þá eru aðrir sem fengið hafa upp- sagnarbréf, sem taka gildi í haust. Það er því ekki hægt að segja annað en að framtíð margra íslendinga sé á þessum dásamlegu sumardögum mjög svo ótrygg hvað afkomu varðar. Því miður eru þaö aðallega íbúar landsbyggðarinnar, sem lenda í þessum hremmingum. Á Stór-Reykjavíkursvæðinu er víst allt í blóma, þar rísa Kringlur, Perlur og heilu íbúðahverfin og menn una hag sínum vel við verslun og þjónustu og störf hjá ríki og borg. Eins og allir vita byggjum viö íslendingar afkomu okkar á gæðum sjávarins og lands- ins og úrvinnslu úr þeim hráefnum sem sjór og land gefa af sér. Það vita allir fullorönir menn að stundum er afkoman í sjávarútvegi góð og stundum er hún slæm. Þar kemur margt til. Stundum ganga veiðarnar vel, stundum hækkar fiskverð, en stundum lækk- ar fiskverð og stundum ganga veiöarnar illa, eins og t.d. síðasta vetur þegar loðnuveið- arnar, sem margir byggja afkomu sína á, brugðust illilega. Þá má nefna verðfall á rækju og nú síðast aflabrest á grásleppu. Ekki er fyrirsjáanlegt að í nánustu framtíð verði miklar breytingar á íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Því er ekki að leyna að fólk á landsbyggðinni hefur áhyggjur af framvindu atvinnumála næstu mánuði og misseri og það ekki að ástæðulausu. Heiðursmanna- samkomulagið í Viðey er nú óðum að taka á sig þá mynd sem margir óttuðust. Enn á ný á að gera tilraun með svokallaðan frjálsan markað og einkavæðingu ríkisfyrirtækja að fyrirmynd erlendra manna og kennisetning- um hagfræðimenntaðra heimsfrægra spek- inga. Ég verð að segja það I fullri hreinskilni að ég hef aldrei skilið það að rekstrarform fyrirtækja skipti höfuðmáli í sambandi við af- komu þeirra. Hægt er aö nefna mörg fyrirtæki sem ýmist eru rekin af einkaaðilum, ríki eða bæjarfélögum sem ganga vel og svo eru aftur önnur sem ganga illa. Enda eru ótal dæmi þess að fyrirtæki í einkarekstri verði gjaidþrota, ekki síður en önnur. Hvernig stóð t.d. á því að Framkvæmdasjóður eignaðist Álafoss? Ég vona því að heiðursmennirnir, sem nú sitja í stjórnarráðinu, fari sér hægt í að afskrifa heilu atvinnugreinarnar á lands- byggðinni. Flas er aldrei til fagnaðar. FJÖLMIÐLAR Þröstur Haraldsson Hvernig er veöriö og hvaö ertu að gera? Við sátum í fögru veöri í sólbökuðum Svarf- aðardal á þriðjudaginn var og höfðum útvarp- ið í gangi. Rás 2 malaði með sínum enda- lausu símaviðtölum og í einu slíku hittir kon- an sem þá stundina stjórnaði þættinum Níu- fjögur á bónda. Ég man ekki hvaðan hann var en ein fyrsta spurningin sem hann fékk hljóðaði svona: Eru bændur búnir að heyja? Þaö skal tekið fram að þetta var 2. júlí. Vissulega hefur tíðin verið góð um mestallt land, en það er þó einum of mikið að ætlast til þess að heyskap Ijúki þegar hann er vanur að hefjast í venjulegu ári. Ég ætla þó ekki að fara að jagast um landbúnaðarmál og þaöan af síður að hneykslast á fáfræði höfuðborgar- lýðsins um gang mála á landsbyggðinni. Nei, það sem ég ætla að þusa dálítið um er þáttagerð af því tagi sem Níu-fjögur er dæmi um. Án þess að ég hafi hlustað af mik- illi áfergju á einkastöðvarnar tel ég mig þó geta fullyrt að Níu-fjögur er með þvf skásta sem býðst á Ijósvakanum um miðjan daginn hér á landi fyrir fólk í dagsins önn. Rás 1 í Rfkisútvarþinu er yfirleitt of krefjandi til þess að hægt sé að njóta hennar við vinnuna. En þótt Níu-fjögur sé skásti þátturinn er hann samt alveg skelfilega þunnur og billeg- ur. Hann hefur þann ótvíræða kost fyrir stjórnendur fjármála að vera af ódýrustu sort. Það er ekki til ódýrara útvarp en að hafa 1 -2 menn á stöðinni og opinn síma. Og svo er sett svolítið krydd út í: endalausir getrauna- leikir þar sem margtuggið er hvaðan verð- launin eru og hver gaf þau. Inn í þetta er svo skotið afmæliskveðjum og flóamarkaði. Ég hef oft velt því fyrir mér hverjir það skyldu vera (að fjármálastjórunum frátöldum) sem hafa ánægju af þessum innihaldslausu símaviðtölum og getraunaleikjum. Sennilega fá þeir sem hringja inn eitthvað út úr þvi. Og þeir sem vinna gufustraujárn eða ferð til út- landa fá vissulega eitthvað út úr því aö lyfta símtólinu, sem og þeir sem fá langþráða undirskál í postulínssafnið sitt. En hvaö um aðra? Eitt er víst að ég hef ekki gaman af að heyra misvitra þáttastjórn- endur ræða við fólkið sem hringir inn. Til þess að gaman sé að hlusta á viðtöl þurfa þau að vera sæmilega undirbúin. Spyrjand- inn þarf að hafa sett sig inn í málið sem ætl- unin er að ræða og helst að kynna sér þak- grunn þess sem viö er rætt. Það er ekki til staöar í Níu-fjögur. Enda ekki von til þess að úr því verði fróölegt spjall þegar stjórnandinn stendur allt í einu uppi meö Sigga Jóns frá Súgandafirði eða Gullu á Grundartanga sem hann veit hvorki haus né sporð á. Þá er eiginlega ekki um neitt að tala nema veðrið og „hvað ertu að gera?“ og „er ekki gaman að búa á Súgandafirði?“. Það þarf virkilegan hæfileikamann í útvarpi tij þess að gera slík viðtöl einhvers virði. í versta falli afhjúpa stjórnendur eigin fávisku, sbr. spurningu konunnar um heyskapinn sem vitnað var í hér að ofan. Auðvitað er stjórnendum þáttar sem stendur yfir í sjö klukkustundir dag hvern nokkur vandi á höndum að fylla upp í tómið í sálum okkar hlustenda. Það dreg ég ekki í efa. Uppistaðan í þáttum sem þessum er að sjálfsögðu tónlist, en það er ekki hægt að hafa hana eina. Það verður að spjalla eitt- hvað við okkur milli laga. Og það er ekki öll- um lagið. Stundum finnst mér makalaust hve litlar kröfur útvarpsstöðvamar - þar meö talið Ríkisútvarpið - gera til þáttagerðarmanna. En það er nú einu sinni þannig aö menn eru misjafnir og það gildir líka um útvarps- fólk. Sumir útvarpsmenn geta fyllt þannig upp í eyðurnar milli laga að unun er að. Ég er til dæmis farinn að standa sjálfan mig að því að hlusta æ oftar á Rás 1 á leiö í vinnuna á morgnana. Þar ráöa þau ríkjum Ævar Kjart- ansson og Hanna G. Sigurðardóttir og mér finnst ég oftast græða á því að hlusta á þau. Þau leyfa sér aö gera kröfur til hl.ustenda um að þeir séu hugsandi. Sú krafa finnst mér vera á undanhaldi á Rás 2, því miður. Matartæknar! Kristnesspítali óskar að ráða matartækna frá og með 1. september n.k. Starfsmenn vanir eldhússtörfum koma einnig til greina. Upplýsingar gefur yfirmatráöskona í síma 96-31100. Kristnesspítali. Leikfélag Akureyrar $li§ óskar eftir að ráða hljómsveitarstjóra fyrir nýjan söngleik er áætlað er að frumsýna um næstu jól. Söngleikurinn gerist áriö 1955 og æskilegt er aö viö- komandi hafi þekkingu á dægurlagatónlist þess tíma. Hljómsveitarstjóra er einnig ætlaö aö hafa á hendi söngstjórn á æfingatímanum, sem er frá 21. október til frumsýningar. Nánari upplýsingar veitir Valgeir Skagfjörð, leikstjóri og höfundur söngleiksins í síma 96-26315. Póstur og sími óskar að ráða Umdæmistæknifræðing til afleysinga með þekkingu á veikstraum. Verður að hafa aðsetur á Akureyri. Upplýsingar gefur Umdæmisstjórinn á Akureyri í síma 96-26000. PÓSTUR OG SÍMI Grafískur hönnuður Auglýsingastofan Auglit óskar eftir aö ráöa hug- myndaríkan grafískan hönnuö frá og meö haustinu. Um er aö ræöa krefjandi en skemmtilegt starf í sam- vinnu viö fólk sem leggur metnað sinn í aö skila fyrsta flokks vinnu á sviöi hönnunar og markaös- mála. Umsóknum skal skila á Auglit, Glerárgötu 34 fyrir 15. júlf, þar sem einnig eru veittar nánari upplýsingar. Fariö veröur meö allar umsóknir sem trúnaöarmaí. AUGLIT HF. AUGLÝSINGASTOFA GLERÁRGATA 34 SÍMI 96-26911 • FAX 96-11266 Byggðastofnun Atvinnuráðgjafi Starf atvinnuráðgjafa á Vestfjörðum er laust til umsóknar. Starfiö felst m.a. í vinnu viö ýmis verkefni tengd atvinnuþróun og rekstrarráögjöf. Aösetur atvinnu- ráðgjafans er á skrifstofu Byggöastofnunar á ísafiröi. Umsækjendur þurfa aö hafa háskólamenntun á tækni og/eöa viðskiptasviði. Umsóknarfrestur ertil 9. ágúst 1991 en umsækjend- ur þurfa helst að geta hafiö störf í septembermánuði. Allar nánari upplýsingar veita: Guömundur Hermannsson, atvinnuráögjafi, Byggöastofnun, ísafirði, sími 94-4633. Sigurður Gumundsson, forstöðumaður Þróunar- sviðs, Byggöastofnun, Reykjavík, sími 91-605400. Umsóknir skal senda: Byggðastofnun - Þróunarsvið Pósthólf 5410. 125 Reykjavík

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.