Dagur - 06.07.1991, Page 18

Dagur - 06.07.1991, Page 18
18 - DAGUR - Laugardagur 6. júlí 1991 Ferðamál Óli G. Jóhannsson Hestaferðir með Pólarhestum: „Fagurt er í Fjörðum“ - segir Stefán Kristjánsson, bóndi að Grýtubakka „Við viijum gera þér sumar- daginn að ævintýri,“ segir í auglýsingabæklingi frá Pólar- hestum í Grýtubakkahreppi. Blaðamaður Dags skrapp út í Höfðahverfi í vikunni til að kynna sér starfsemi þá er Stefán bóndi Kristjánsson að Grýtubakka II rekur fyrir ferðamenn. Stefán Kristjáns- son, hóf rekstur Pólarhesta fyrir sjö árum. Strax í upphafi gekk reksturinn vel. Boðið er upp á ferðalög á hestum um næsta nágrenni Grýtubakka og einnig lengri ferðir í Fjörður og á Flateyjardal. Fjörður er dulafull eyðibyggð yst á skaganum austan Eyjafjarðar. Þessi fjöllum lukta sveit hefur Stefán Kristjánsson, bóndi að Grýtubakka II, hefur staðið að hestaferðalögum í Fjörður í sjö SUmur. Mynd: dj verið nær lokaður heimur í 40 ár, en er nú að opnast ferða- fólki. Bóndabýlið Grýtubakki II er 45 km frá Akureyri, austan Eyjafjarðar í Höfðahverfi. Hér er blómleg sveit í skjóli hárra fjalla, veðursæld mikil og vin- gjarnlegt fólk. Engir sérhæfðir fararstjórar taka við ferða- manninum, heldur bændurnir sjálfir, sem þekkja sitt land og koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. í hlaðinu á Grýtubakka II var mikið um að vera er blaðamann bar að garði. Fimm ungar konur frá Þýskalandi voru að búa sig út til ferðar í Fjörður. Stefán gekk á milli þeirra til að fullvissa sig um, hvort útbúnaðurinn væri réttur. Löng ferð er fyrir höndum þar sem farangurinn er hafður í hnakktöskum og á trússhestum. „Við ferðumst upp á gamla mátann. Gamla gatan er okkar Ieið og við höldum í fornar venj- ur í þessum hestaferðum. Þessar stúlkur, jafnt sem aðrir, fara í þessar hestaferðir til að upplifa eitthvað nýtt og framandi. Ég er með 24 hesta á járnum, sem allir eru valdir sérstaklega til þessa verkefnis. Hestarnir verða að vera traustir, en jafnframt þægi- lega viljugir, þannig að allt blessist. Oft er svo, að viðskipta- vinurinn er vanur hestum og þá eru gerðar meiri kröfur til reið- skjótans. í annan stað kemur fólk _ 'f' Tdumjih , N T r~ r~i M . A T I N. I A I Merkið sem tryggir gæðin Verslið þar sem úrvalið er Á hlaðinu að Grýtubakka. Þýskar valkyrjur ásamt meðreiðarfólki albúnar til brottfarar á vit ókunnra slóða. Mynd: ój hingað, sem aldrei hefur riðið hesti og því verð ég að hafa hestaúrvalið mikið. Annað geng- ur ekki. Markmiðið er að allir séu ánægðir," sagði Stefán bóndi. Þennan morgun sem ég var í Höfðahverfi var hitinn kominn í 24 gráður og búast mátti við að enn hlýrra yrði er á daginn liði. Kaldbakur ljómaði í norðri í sól- inni og Eyjafjörður var sem speg- ill á að líta. Stefán var að fara yfir dagskipanina því bregða þurfti af leið vegna vatnavaxta. Ég gaf gær fórum við í þriggja tíma ferð til að reyna hestana og velja okk- ur þá hesta sem hæfa best í löngu ferðinni, sem nú er að hefjast. Landið ykkar er dásamlegt. Veðrið er miklu betra en ég þorði að vona. Hestarnir eru góðir, aðbúnaðurinn góður. og fólkið hjálplegt. Tungumálaerfiðleikar eru engir, því hér talar fólk bæði þýsku og ensku. Allt er útskýrt sem best,“ sagði stúlkan frá Stuttgart. Þegar búið var að leggja á hest- ana var ein hestaskál tekin að fornum sið og þá var stigið á bak. Stefán fór í fararbroddi. Ekki leyndi sér eftirvæntingin í andliti útlendinganna. Fyrir höndum var þriggja daga reið um óbyggðir framandi lands. Þegar ferðalangarnir voru riðnir úr hlaði gaf ég mig á tal við húsfreyjuna að Grýtubakka II, Jónínu Dúadóttur, sem hafði staðið í ströngu við að útbúa mat til ferðarinnar. Ég spurði Jónínu, hvernig þessum hestaferðum Pól- arhesta væri háttað. „Pólarhestar bjóða í sumar átta ferðir á hestum í óbyggðum. Nú þegar er búið að fara tvær og viðskiptavinirnir eru að mestum hluta erlendar konur. Við tökum átta það mesta í ferð- irnar og sækjum fólkið til Akur- eyrar við komu þess á flugvöllinn á mánudagsmorgni. Eftir að fólk- ið er búið að koma sér fyrir og hefur snætt hádegisverð er farið að huga að hestunum og ganga úr skugga um, hvað hver og einn kann og getur í hestanennsku. Um kvöldið er farið í þriggja tíma reiðtúr um næsta nágrenni Grýtubakka. Reiðleiðirnar eru góðar og fólk dásamar náttúruna og bjarta sumarnóttina, sem flestir eru að kynnast í fyrsta sinn. Á þriðjudag er haldið í Fjörður. Leiðin liggur um Leir- dalsheiði, að Gili, heiðarbýli fremst í Hvalvatnsfirði. Þar er gist, en á miðvikudag er riðið um kjarrivaxnar hlíðar Hvalvatns- fjarðar að Þönglabakka í Þor- geirsfirði þar sem gist er síðari nóttina. í Þorgeirsfirði rís hver tindurinn öðrum fegri og hin dul- úðga fegurð eyðibyggðarinnar gleymist engum. Á fimmtudag er riðið heim á leið og áfangastað í Höfðahverfi er náð seint um kvöld. Á föstudag er svo farið akandi í Mývatnssveit með kunn- ugum leiðsögumanni. Deginum er varið í að skoða allt það sem „Perla norðursins" hefur að bjóða. Á sjötta degi er haldið til Akureyrar og hver fer til síns heima,“ sagði húsfreyjan að Grýtubakka II. Að framansögðu er ljóst að ferð með Pólarhestum svíkur engan. Hestaferðalög um óbyggðir íslands eru öllum ógleymanleg sem reyna og raun- ar er mjög undarlegt að flestir viðskiptavinir Pólarhesta séu er- lendar konur. Hver ástæðan er veit ég ekki, en hinsvegar skora ég á íslendinga að kynna sér þann möguleika að eyða einni viku af sumarleyfinu í ferð með Pólarhestum í Fjörður. ój í nátthaganum. Nú er að finna hcstinn. Mynd: ój mig á tal við eina stúlkuna, sem sagði mér, að hún væri frá Stutt- gart í Þýskalandi. „Ég er búin að ferðast vítt og breitt um Evrópu og raunar miklu víðar. Heima í Þýskalandi á ég hest að vísu stóran af ensku kyni. Stöðugt fjölgar þeim lönd- um mínum sem eiga íslenska hesta og hestarnir njóta vinsælda. Ég hef séð fólk ríða þessum liest- um og fundist þeir snotrir og ganghæfnin er miklu meiri en í stóru hestunum í Evrópu. Þegar ég las um þann möguleika sem Pólarhestar bjóða upp á, þótti mér rétt að kaupa viku ferð til ísiands til að reyna eitthvað nýtt og framandi. Ævintýrið er rétt að byrja. Við erum fimm saman. í I straumvatni á góðum degi Mynd: ff

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.