Dagur


Dagur - 06.07.1991, Qupperneq 19

Dagur - 06.07.1991, Qupperneq 19
Laugardagur 6. júlí 1991 - DAGUR - 19 Islenskt tónlistarsumar Nú þann 17. júní síðastliðinn var formlega hrundið af stað átaki í þágu íslenskrar dægurtónlistar. Eru það helstu hagsmunaaðilar innan tónlistargeirans sem standa fyrir þessu átaki. Er því meðal annars ætlaö að auka hlutdeild íslenskrar dægurtónlist- ar á markaðinum um leið og reynt er að dreifa útgáfu hennar yfir lengri tíma á árinu, því eins og kunnugt er hefur útgáfan nær eingöngu miðast við jólahátíðina. Sömuleiðis er ætlunin að reyna að auka spilun íslenskrar tónlistar á útvarpsstöðvunum. í því sambandi tekur Rás tvö m.a. virkan þátt í átakinu með því að spila íslenska tónlist til jafns við erlenda og reyndar var það á Rás tvö sem átakið var formlega hafið „í bláum skugga" eins og það er kallað. Hefur umsjónarmaður Popp- síðunnar í sjálfu sér ekkert nema gott um þetta aö segja. Það hefur lengi verið staðreynd að íslensk dægurtónlist hefur staðið höllum fæti gagnvart hinni erlendu, sem bókstaflega hefur flætt yfir. Á þetta ekki hvað síst við um spilun í útvarpi. Hins vegar finnst manni ýmis- legt við sumt að athuga í þeim efnum. Til dæmis mætti að ósekju spila minna Bubba Morthens, átak fyrir vinsælasta popptónlistarmann landsins er með öllu óþarft, þó auðvitað eigi hann að heyrast eins og aðrir. (Nýja platan hans og Rúnars með GCD verður til umfjöllunar hér á Poppsíðunni innan skamms). En burtséð frá bollaleggingum þá er ekki úr vegi að minnast á nokkuð af því sem íslenska tón- listarsumarið hefur upp á aö bjóða. Nú þegar hafa þrjú af stærri nöfnunum í poppinu sent frá sér nýjar plötur. Er það nátt- úrulega áðurnefnd plata Bubba og Rúnars, sem út kom á þjóð- hátíðardaginn, Stjórnin með sín Tvö líf og svo strákarnir í Ný Dönsk með Kirsuber. Sálin hans Jóns míns er komin á kreik á ný og á hún tvö lög meðal annarra flytjenda á Bandalögum 4 sem komin er út. Síðan skein sól með Helga Björnssyni í broddi fylkingar er með plötu í burðarliðnum sem kemur út bráðlega. Talandi um safnplötuna Bandalög 4 hér áðan, sem Stein- ar hf. gefa út, þá er Skífan sömu- leiðis með eina slíka þar sem hið akureyrska Rokkband á eitt lag. Kallast þetta lag Rokkbandsins Nú er þaö byrjað, en platan Úr ýmsum áttum. Loks ber að geta Hússins, sem er diskur gefinn út til styrktar Krýsuvíkursamtökunum. Er það Axel Einarsson sem stendur fyrir útgáfunni, en hann stóð einmitt líka fyrir söfnun til handa hungr- uðum í Afríku hér um árið með útgáfu lagsins Hjálpum þeim. Af þessu má sjá að íslenska tónlistarsumarið ætlar að verða býsna blómlegt hvað útgáfuna varðar. Það verður svo bara að koma í Ijós hver árangurinn verð- ur til lengri tíma litið. Armored Saint: Gæða rokksveit sem lifað hefur tímana tvenna Þau hundruð og þúsundir hljóm- sveita og einstaklinga sem feta veg tónlistarinnar í von um frægð og frama reka sig oft á að það er ekki tekið út með sældinni að ná því takmarki. Jafnvel þótt öllum hindrunum virðist hafa verið rutt úr veginum og vegurinn sýnst greiður, þá hefur eitthvað ófyrirséð eða ör- smátt orðið ásteytingarsteinn. Eða eins og máltækið góða segir: Ekki er soþið kálið þó í ausuna sé komið. Þetta hefur bandaríska þunga- rokkshljómsveitin Armored Saint fengið að reyna og það með meiru. Er hljómsveitin upprunnin frá borginni Pasadena í Kaliforn- íu, en þar varð hún til árið 1981. Skipuð þeim John Bush söngv- ara, David Prichard á gítar, Phil Sandoval sömuleiðis á gítar, Joey Vera á bassa og Gonzo á trommum, virtist hún stefna hrað- byr í átt til frægðar með samning við stórútgáfuna Chrysalis upp á vasann og fyrstu plötuna March of the Saint útkomna þremur bar- áttumiklum árum seinna, 1984. Blandaðist mönnum ekki hug- ur um að hér væri á ferðinni virki- lega hæfileikarík sveit, sem gæti e.t.v. skipað sér á bekk með stór- sveitunum bresku Judas Priest og Iron Maiden, sem afgerandi hljómsveit í hinu svokallaða hefðbundna þungarokki. (Á ensku Traditional Heavy Metal.) En eins og áður segir þá eru hlutirnir oft torsóttari en útlit er fyrir. Vegna mikillar fyrirfram bjartsýni var ekki talin þörf hjá Armored Saint. Tíu ára erfiður ferill að baki. Chrysalis að eyða of miklu í að auglýsa hljómsveitina upp, gæði og góð umfjöllun myndi sjá um að gera slíkt óþarft. En dæmið gekk einfaldlega ekki svona auð- veldlega upp, þvi miður. Að vísu seldist March of the Saint það mikið að hún kom Armored Saint vel inn á kort þungarokksheims- ins, en mikið meira var það ekki. Hljómsveitin gaf út tvær aðrar plötur undir merki Chrysalis, Del- irious Nomad árið 1985 og Rais- ing Fear árið 1987, sem þóttu á margan hátt góðar, en juku ekki hróður hennar af einhverjum ástæðum. Eftir útkomu Raising Fear taldi Chrysalis fullreynt að meiru yrði náð út úr Armored Saint og sagði því upþ samningnum við hljóm- sveitina. Var nú þessi efnilega hljómsveit sem spáð hafði verið svo miklu aftur komin á byrjunar- reit á ferli sínum. Hún fékk þó fljótlega nýjan samning við fyrirtækið Metal Blade, sem er eitt aðal óháða fyrirtækið á þungarokkssviðinu í Bandaríkjunum og^ sem Eiríkur Hauksson og félagar í Artch eru einmitt líka á mála hjá. Tónleikaplatan Saints will conquer kom út árið 1988 og svo nú fyrir skömmu kom út fyrsta hljóðversplata Armored Saint á vegum Metal Blade, Symbols of Salvation. En það leit reyndar ekki út fyrir að sú þlata kæmi nokkurn tímann út því gítar- leikarinn Dave Prichard lést úr hvítblæði snemma á síðasta ári. Það var þvi spurning fyrir hina meðlimina að hætta, en eftir mikla íhugun ákváðu þeir að halda áfram. Er sem sagt platan, Symbols of Salvation, nú komin út og svo kaldhæðnislegt sem það nú er þá hefur hún vakið upp sterk viðbrögð og hafa gagnrýn- endur keppst við að hrósa henni i hástert. Hefur umsjónarmanni Popp- síðunnar nú borist þessi plata og getur hann ekki annað en tekið undir með skrifurum erlendra rokkblaða. Er Symbols of Salva- tion með betri þungarokksplöt- um, sem hann hefur heyrt lengi, einstaklega vel heppnuð blanda mikils krafts og melódískra lag- lína. Er nú ekki loku fyrir það skotið að Armored Saint sé að öðlast nýtt tækifæri til frægðar og frama. Eru stóru útgáfurnar nú aftur á höttunum eftir undirskrift- um þeirrafélaga í hljómsveitinni. Tíminn verður að leiða það í Ijós hvort betur tekst til nú en í fyrra skiþtið, en það er víst að Armored Saint mun verðskulda frægðina ef af verður. Raftækjaverslun í fullum rekstri til sölu eða leigu Verslunin er í eigin húsnæði. Góð viðskiptasambönd. Áhugasamir leggi inn nafn og símanúmer á afgreiðslu Dags merkt: Raftaeki. DRAGd blla& bíivélaviðgerðir^1^) FJOLNISGOTU 2A - AKUREYRI - SIMI 22466 Bændurogbúalið Fella heyvinnuvélar. Fiat og Zetor dráttarvélar. ELHO pökkunarvélar og áburðardreifarar. Alö ámoksturstæki á flestar gerðir dráttarvéla. Welger rúllubindivélar. „Sólarfilma" rúllubaggaplast. Silva rafgirðingarefni. Þessi tæki eigum við á lager og til afgreiðslu strax. Verið velkomin. Á söluskrá Furulundur: 2ja herb. íbúð, laus strax. Hrísalundur: 2ja herb. íbúð, laus fljótlega. Brekkugata: 2ja herb. íbúð á jarðhæð, sér inngangur. Gránufélagsgata: 3ja herb. íbúð í mjög góðu ástandi, laus strax. Einholt: 4ra herb. raðhúsaíbúð. Arnarsíða: 150 fm. raðhúsaíbúð. Bakkahlíð: 7 herb. íbúð á efri hæð í tvíbýlishúsi. Lyngholt: 140 fm. efri hæð í tvíbýlishúsi ásamt ein- staklingsíbúð í kjallara, bílskúr og geymslum. Sunnuhlíð: Einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr. Stekkjargerði 12: Einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr, stærð 157,8 fm. Kotárgerði: Einbýlishús ásamt innbyggðum bílskúr, um 250 fm. Reynilundur: 200 fm. einbýlishús á einni hæð með bílskúr. Vallartröð við Hrafnagil: Fokhelt 216 fm. einbýlishús með bílskúr. ^ Fasteignasalan hf., Gránufélagsgötu 4, Akureyri. Sími: 21878. Opið frá kl. 10-12 og 13-17. Traust þjónusta i 20 ar. t Ástkær eiginkona mín, ÞÓRA SVEINSDÓTTIR, Funafold 59, Reykjavík, andaðist aðfaranótt 2. júlí á Landspítalanum. Útförin fer fram i Dómkirkjunni 9. júlí kl. 10.30. Fyrir hönd barna okkar og annarra aðstandenda, Hákon Hákonarson.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.