Dagur - 06.07.1991, Blaðsíða 20

Dagur - 06.07.1991, Blaðsíða 20
Bæjarráð Akureyrar: Gengið frá samningi við Þór í næstu viku Bæjarráð Akureyrar kom sam- an til fundar síðdegis á fímmtu- dag. Farið var í heimsókn í fé- lagsheimili Þórs, en eftir er að ganga frá samningi við bæinn um félagsaðstöðu í hús- inu. Einnig voru byggingar- áform við Menntaskólann á Akureyri og viðbygging við Amtsbókasafnið til umfjöilun- ar. Sigurður J. Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, segir að Tryggvi Gíslason, skólameistari M.A., hafi leitað eftir stuðningi bæjar- yfirvalda við fyrirhugaða við- byggingu við skólann. Guðmund- ur Jónsson, hönnuður viðbygg- ingar Amtsbókasafnsins, kom á fund bæjarráðs til að ræða um áform bæjarins vegna stækkunar húsakosts safnsins. Bæjarráð mun taka endanlega ákvörðun vegna aðstöðu í félagsheimili Þórs næsta fimmtudag. „Menn eru komnir með allar stærðir í þessu dæmi en eftir er að ganga endanlega frá samningnum," seg- ir Sigurður. EHB Helgarveðrið: Áfram bjart og léttskýjað Gjaldþrot Álafoss hf. og ístess hf.: Rafveita Akureyrar verður fvrir milljóna tjóni - skera þarf niður framkvæmdir til að mæta áfallinu Rafveita Akureyrar verður fyrir milljóna króna tjóni vegna gjalþrota Álafoss hf. og Istess hf. I næstu viku verður Ijóst um hve mikla peninga er að ræða og í framhaldi af því tekin ákvörðun um hvernig þessum áföllum verður mætt en skera verður niður fram- kvæmdir vegna þessara áfalla. Hitaveita Akureyrar verður „Það er allt að fyllast og verð- ur örugglega brjálað að gera um helgina,“ sagði Bergljót Þrastardóttir, tjaldvörður á tjaldstæðinu á Akureyri, í samtali við blaðið í gær. Berg- Ijót átti von á að um 500 manns yrðu á tjaldstæðinu um helgina en mest hafa verið um 600 manns. Aðfaranótt föstudags gistu 337 manns, þar af 268 Islendingar. Bergljót sagði að margar fjöl- skyldur hafi komið vegna polla- mótanna hjá KA og Þór um helg- ina. „Svo erum við loksins farin að sjá íslenska ferðamenn núna og útlendingarnir sjást varla fyrir stóru tjöldunum okkar,“ sagði Bergljót Að sögn Bergljótar gistu hátt í Maður um tvítugt var staðinn að verki aðfaranótt föstudags- ins þar sem hann hafði brotist inn í tölvudeild KEA í Hafnar- stræti. Löreglan gómaði mann- inn á staðnum. Maðurinn var mikið öivaður og færði lögreglan hann í fanga- einnig fyrir fjárhagslegu tjóni vegna þessara gjaldþrota þó það sé óverulegt miðað við raf- veituna. „Það er augljóst mál að bæjar- sjóður og veitustofnanirnar, sér- staklega Rafveita Akureyrar, verða að mæta þessu með ein- hvers konar aðgerðum í sínum rekstri," segir Sigurður J. Sig- urðsson, forseti bæjarstjórnar 1600 manns tjaldstæðin í júní- mánuði, flestir í lok mánaðarins. „Salernisaðstaðan er í fínasta lagi en það má ekki verða of rnikil fjölgun tjaldgesta. Við erum að fá sturtur núna og vöskum hefur verið fjölgað. Svo er stutt í sund- laugina,“ sagði Bergljót að lokum. -bjb Ferðamenn hafa sótt grimmt í Vaglaskóg í góða veðrinu að undanförnu. Um síðustu helgi voru 120 tjöld í skóginum fyrir geymslur. Þar var hann látinn sofa vímuna úr sér. Yfirheyrslur yfir honum voru ekki byrjaðar í gærmorgun þegar blaðið hafði samband við rannsóknarlögregl- una og skýring því ekki komin á ferðum mannsins í tölvudeild- inni. -bjb Akureyrar og formaður stjórnar veitustofnana Akureyrarbæjar. Sigurður segir að Rafveita Akureyrar hafi ekki gert ráð fyrir í sínum áætlunum að mæta þurfi áföllum sem þessum. Því verði að grípa til niðurskurðar á fram- kvæmdum í ár og væntanlega á næsta ári. Nú þegar þessi mál koma upp á yfirborðið er komið fram yfir mitt ár og stór verk þeg- ar komin af stað og segir Sigurð- ur að því hljóti fjárhagsstaðan að verða erfiðari út árið og ekki náist að rétta hana af fyrr en á næsta ári. „Við komumst ekki hjá að greiða orkukaupin en það er ljóst að svona tjón verður ekki flutt yfir til annarra notenda með gj aldskrárhækkunum. “ Álafoss var stór orkukaupandi hjá Rafveitu Akureyrar og þegar fyrirtækið fór í gjaldþrot voru 4 mánuðir í vanskilum. „Rafveitan reyndi eins og hún gat að halda fyrirtækinu gangandi og verður því meiri þolandi en ella. Menn lifðu alltaf í þeirri von að fundnar utan hjólhýsi. Umferðin var mikil og starfsmenn Skógrækt- ar ríkisins áætla að um 800 manns hafí verið í Vaglaskógi þegar mest var. Það sem af er sumri hefur orð- ið mikil aukning á umferð ferða- manna um Vaglaskóg. Salernis- aðstaða í skóginum hefur verið stórbætt og starfsmenn hafa hald- ið uppi gæslu sem ekki veitir af. Töluvert hefur borið á hópum unglinga, sem eru með háreysti að nóttu til. Litlar sem engar skemmdir hafa hlotist af dvöl þessara hópa þrátt fyrir að Bakk- us hafi verið með í för. Húsavík- urlögreglan kemur reglulega í skóginn í eftirlitsferð svo og lög- yrðu leiðir til að tryggja áfram- haldandi rekstur fyrirtækisins," sagði Sigurður. I næstu viku mun liggja fyrir hversu mikið þetta tjón er sem veitustofnanirnar verða fyrir og segir Sigurður að, líkt og með bæjarsjóð Akureyrar, verði að taka ákvarðanir fljótt um hvernig áföllunum verður mætt. JÓH Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Norðurlandi eystra og full- trúar stjórnar Sjálfsbjargar hafa gert tillögu til félagsmála- ráðuneytisins um að svæðis- stjórn yfírtaki rekstur vernd- aða vinnustaðarins að Bjargi. reglan frá Akureyri þegar þurfa þykir og tími er til. „Aðalerfiðleikarnir sem að okkur steðja nú er þurrkurinn. Flestir starfsmenn gróðrarstöðv- arinnar vinna að vökvun. Einnig hefur verið unnið að gróðursetn- ingu sem er ekki gott á þessum árstíma, en það er einnig slæmt að geyma plönturnar. Við erum hættir að gróðursetja í Vagla- skógi sem og öðrum birkiskóg- um. í Fnjóskadal er aðaláherslan lögð á gróðursetningu í Skugga- bjargarskógi í Dalsmynni, en þar er að koma upp ungskógur,“ sagði Sigurður Skúlason, umdæmisstjóri Skógræktar ríkis- ins á Norðurlandi. ój - hitastig svipað Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Islands geta Norð- lendingar haldið áfram að baða sig í sól og hita um helg- ina. Áfram verður bjart veður og víða léttskýjað. Hitastig verður svipað en gæti þó lækkað eftir því sem líður á helgina. Veðurstofan gerir ráð fyrir blíðviðri á Norðurlandi a.m.k. fram á mánudag ef ekki lengur. Á meðan brakandi þurrk- ur er á Norður- og Austurlandi þá verður rigning á Suður- og Vesturlandi um helgina. Því má búast við straumi ferðafólks norður yfir heiðar næstu daga. Starfsemin mun því halda áfram undir nýrri stjórn, ef af þessu verður. Bjarni Kristjáns- son, framkvæmdastjóri svæðisstjórnar, segir að í til- lögunum sé fjallað um stjórn- sýslulegt skipulag verndaðs vinnustaðar og lögð fram fjár- hagsáætlun. „Við fengum jákvæð meðmæli Iðntæknistofnunar, sem var kvödd til að meta rekstrargrund- völlinn að beiðni ráðuneytisins. Iðntæknistofnun mælir með þeirri tillögu sem svæðisstjórn hefur gert. Málið strandar á því að stjórnvöld taki formlega ákvörðun. Ég geri ráð fyrir að svör berist í lok mánaðarins,“ segir Bjarni. Gert er ráð fyrir að fjórtán hálfsdagsstörf fyrir fatlaða verði á verndaða vinnustaðnum, sam- kvæmt þeirri fjárhagsáætlun sem ráðuneytið hefur til skoðunar. Ráðgert var að skiptin yrðu 1. ágúst, og búið er að segja upp því starfsfólki sem vann á verndaða vinnustaðnum, því Sjálfsbjörg ætlaði að hætta rekstrinum. Að sögn Bjarna náðist ekki niður- staða í málinu fyrir þann tíma sem ráð var fyrir gert, og því ekki ljóst hvað gerist eftir 1. ágúst. EHB Tjaldstæðin á Akureyri: Búist við 500 manns um helgina Akureyri: Innbrot í tölvudeild KEA Ferðamenn sækja grimmt í Vaglaskóg: „Þurrkurinn er vandamál dagsins“ - sagði Sigurður Skúlason, skógarvörður Plastiðjan Bjarg: Tillaga um ad svædisstjóm yíirtaki reksturinn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.