Dagur - 14.08.1991, Síða 2

Dagur - 14.08.1991, Síða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 14. ágúst 1991 Fréttir Kísiliðjan hf. í Mývatnssveit. Yfirlýsing Kísiliðjunnar hf. um Mývatnsrannsóknaskýrsluna: Framtíð fyrirtækisins er björt Útibú KÞ á Fosshóli: Meiri sala eftii’ breytingamar - glerkaffihús með út- sýni yfir Goðafoss hefur stóraukið kaffisöluna Nokkur söluaukning hefur orðið í útibúi Kaupfélags Þing- eyinga á Fosshóli við Goðafoss undanfarin tvö sumur síðan útlitsbreytingar voru gerðar á búðinni í fyrravor. Þá bættist við kaffísala í glerskála með útsýni yfír fossinn auk þess sem nýtt útibú Sparisjóðs Suð- ur-Þingeyinga dregur að ferða- menn og þar með viðskipta- vini. „Veltan hefur farið vaxandi en það er kannski ekki hægt að tala um neina stökkbreytingu. Ferða- mannastraumur fer vaxandi og sparisjóðurinn hefur dregið að hérna líka þannig að heimafólk er farið að versla hér meira,“ sagði Gísli Sigurðsson, útibús- stjóri KÞ á Fosshóli, þegar Dagur innti hann eftir áhrifum breyting- anna. „Við byggðum glerhús hérna austan við þar sem fólk situr og drekkur kaffi og horfir á fossinn og síðan það kom hefur kaffisala aukist,“ sagði Gísli. Hann játti því að vöruúrval hefði aukist með meiri verslun sem einnig skilaði sér í lækkuðu vöruverði. „Þetta hangir allt saman. Salan jókst mikið fyrstu sumarmánuð- ina en júlí stóð í stað frá því í fyrra enda var veður í júlímánuði mjög gott fyrir sunnan líka,“ sagði Gísli og bætti við að sölu- aukningin væri viðbót við sams- konar aukningu í fyrrasumar eftir breytingarnar um vorið. GT Ákveðið hefur verið að setja af stað átaksverkefni í atvinnu- málum í Mývatnssveit. Stofnað verður félag um þetta verkefni og hefur þegar verið auglýst eftir starfsmanni er taki til starfa í haust en ætlunin er að verkefnið standi yfír næstu tvö árin. Átaksverkefnið er sam- vinnuverkefni Skútustaða- hrepps og Atvinnuþróunar- félags Þingeyinga og segist Sigurður R. Ragnarsson, sveit- arstjóri Skútustaðahrepps, Framkvæmdastjórn Verka- mannasambands íslands fjall- aði á fundi sínum í fyrradag um nýlegar vaxtahækkanir og seg- ir hún í ályktun sem samþykkt var á fundinum að verkalýðs- hreyfíngin muni ekki sætta sig við þá röngu og siðlausu tekju- skiptingu sem verði afleiðing af þeirri vaxtastefnu sem nú sé látin viðgangast. Stjórnvöld verði að knýja viðskiptabank- ana til lækkunar vaxta. „Fundur framkvæmdastjórnar Verkamannasambands Islands skorar á ríkisstjórnina að grípa til aðgerða og lagasetningar gegn þeim skefjalausu vaxtahækkun- í yfírlýsingu frá Kísiliðjunni hf. vegna skýrslu sérfræðinga- nefndar um Mývatnsrannsókn- ir segir að niðurstaða hennar sé ánægjuleg, því ekki hafi tek- ist að tengja sveiflur í dýra- stofnum vatnsins við starfsemi Kísiliðjunnar hf. í Ijósi jákvæðrar niðurstöðu sé ástæða til að ætla að framtíð fyrirtækisins sé björt. Um mengunarþáttinn segir að áhrif aukinna næringarefna í lindarvatni er streymi í Mývatn séu vart mælanleg, ef tekið sé tillit til heildarumsetningar vonast til að þetta samstarf geti eflt atvinnuuppbyggingu í Mý- vatnssveit sem og Atvinnu- þróunarfélag Þingeyinga. Sigurður segir að samkvæmt fyrirliggjandi fjárhagsáætlun muni kostnaður af verkefninu verða um 4 milljónir á hvoru ári um sig. Hann segir fjármögn- unina að mestu frágengna en Byggðastofnun mun greiða 50% kostnaðar, Skútustaðahreppur 25% og um fjármögnun á 25% hefur verið leitað til fyrirtækja og um sem átt hafa sér stað á undan- förnum vikum. Vaxtahækkanir þessar ganga tvímælalaust gegn þeim mark- miðum síðustu kjarasamninga að knýja niður fjármagnskostnað og skapa atvinnulífinu rekstrarskil- yrði og skapamöguleika til aukn- ingar kaupmáttar,“ segir í álykt- uninni. Þar segir einnig að líkur bendi nú til að verðbólga verði innan við 10% að meðaltali yfir árið en þrátt fyrir það hafi lánastofnanir aukið vaxtamun þannig að hann sé nú orðinn yfir 10 af hundraði. Hér verði stjórnvöld að taka á málum. Benda megi á að ríkið sé næringarefna í vatninu. Þá geti íblöndunarefni, sem notuð eru við framleiðslu kísilgúrs, ekki borist í skaðlegu formi til Mývatns. Varðandi umsögn skýrslunnar um fuglalíf við Mývatn segir í yfirlýsingu Kísilijunnar hf. að þrátt fyrir að tæpur þriðjungur af flatarmáli Ytriflóa hafi verið dýpkaður, mælist ekki breyting á dreifingu fugla milli Ytriflóa og annarra hluta vatnsins. Eina undantekningin sé flórgoði, sem fækkaði milli talninga 1974 og 1980. Sú fækkun hafi ekki verið annarra á svæðinu. Nú þegar hafa fengist jákvæð viðbrögð frá t.d. verkalýðsfélögum og héraðs- nefnd. „Verkefnið verður unnið eftir norður-norsku kerfi sem reynt hefur verið í Átaksverkefni V.- Húnavatnssýslu og sú fyrirmynd verður notuð að verulegu leyti. Uppbygging verkefnisins er þannig að reynt er að laða fram hugmyndir og frumkvæði íbú- anna og hvetja þá og aðstoða til að vinna þeim framgang í stað stærsti lántakandi á peninga- markaðnum og þær vaxtaákvarð- anir sem ríkið og bankar hafi framkvæmt, hafi nú þegar sett í gang kostnaðarverðbólgu sem auki á vanda ríkissjóðs, bitni á atvinnulífinu og rýri lífskjör almennings. „Sú milljarða millifærsla á fjár- munum, sem nú á sér stað er með öllu óásættanleg og bein aðför að þeim kjarasamningum sem í gildi eru og möguleikum til þess að hægt verði að gera nýjan kjara- samning án þess að til verulegra átaka komi í þjóðfélaginu,“ segir í ályktun framkvæmdastjórnar VMSÍ. JÓH rakin til starfsemi Kísiliðjunnar hf. Um þann hluta skýrslunnar sem fjallar um fiska segir í yfir- lýsingunni að veiði í net og holdafar fisks í Ytriflóa sé síst lakari en í öðrum hlutum Mývatns. Silungurinn virðist því geta aðlagað sig að breyttu fæðu- framboði. í skýrslunni sé bent á að aðstæður til að nýta Ytriflóa til veiða hafi batnað við dýpkun flóans. Einnig komi fram í skýrsl- unni að enn sé spurningum ósvar- að, er varði áhrif breyttra set- flutninga og sé það talið tilefni til frekari rannsókna. óþh þess að hugmyndirnar verði til inni á skrifborði og einhverjum aðilum falið að framkvæma þær,“ segir Sigurður Rúnar. „Við vonumst til að út úr þessu komi betri og markvissari skil- greining á hvað þetta svæði hefur uppá að bjóða og hvernig hægt er að tengja það raunveruleikanum, gera það að raunverulegum kosti til atvinnuaukningar. Auk þess eru hér fyrirtæki sem ef til vill gætu eflst ef fagleg ráðgjöf og aðstoð er fyrir hendi. Við horfum hér á ýmsa vaxtarbrodda í sveit- inni sem leggja þarf vinnu í að setja fram sem kosti, t.d. ferða- þjónustuna sem við teljum að talsverðir möguleikar felist í til fleiri starfa. Hér er líka tiltölu- lega lítið nýttur jarðhiti og í kringum hann ýmislegt sem má hugsa sér að nýta,“ sagði Sigurð- ur Rúnar og bætti við að í þessu sambandi sé einnig horft til smá- iðnaðarverkefna enda á staðnum vannýtt vinnuafl yfir vetrartím- ann, 20-40 konur að jafnaði á atvinnuleysisskrá á þeim tíma. Sigurður Rúnar segir átaks- verkefni af þessu tagi ekki galdralausn í atvinnumálum en hins vegar verði að taka á málinu frá grunni með það að markmiði að hvetja einstaklingana til að nýta þau tækifæri sem kunni að vera fyrir hendi. Starfsmaður átaksverkefnisins verður staðsettur í Mývatnssveit en umsóknarfrestur um starið er til ioka þessa mánaðar. JÓH Akureyri: ■ Stjórn veitustofnana hefur heimilað veitustjóra að veð- setja jarðhitaréttindi Hita- veitu Ákureyrar að Lauga- landi í Glæsibæjarhreppi vegna lántöku hjá Örkusjóði að fjárhæð allt að kr. 9 milljón- ir. ■ Umhverfísnefnd leggur til að leigulöndum í landi Nausta verði úthlutað til eftirfarandi: Naust 1 - Baldvin Guðlaugs- son og Heimir Guðlaugsson, Naust 2 - Elfa Ágústsdóttir og Höskuldur Jónsson, Naust 3 - Björn Sigurðsson, Naust 4 - Sigurður Hjaltason, Naust 5 - Jóhannes Mikaelsson, Naust 6a - Svanberg Þórðarson, 6b - Jarðeignir, Naust 7 - Lúðvík Magnússon og Haukur Ármannsson. ■ íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að ráða Einar Gylfason, Hjallalundi 13i, sem umsjónarmann félagsmið- stöðvarinnar í Lundarskóla og Gísla Baldvinsson, Smárahlíð lc, sem umsjónarmann félags- miðstöðvarinnar í Síðuskóla. Um er að ræða hálft starf í Lundarskóla í 12 mánuði og hálft starf í Síðuskóla í 9 mán- uði. ■ íþrótta- og tómstundaráð hafnar beiðni handknattleiks- deildar Þórs um fjárstyrk vegna keppnisferðar meistara- flokks Þórs til Randers dagana 23. til 25. ágúst nk. ■ Iiúsnæöisncfnd sanrþykkir að verða við beiðni húsnæðis- samvinnufélagsins Búseta um byggingu raðhúsa við Drekagil og Tröllagil. í framhaldi af þessari samþykkt fellir stjórn- in úr gildi bókun frá 5. júlí (þ.e. að ganga til verksamn- inga við S.S. Byggi um 6 íbúð- ir við Drekagil nr. 1-11). Stjórnin samþykkir þess í stað að somu aðilum verði falið með somu fyrirvörum að ganga til samninga við S.S. Byggi um 5 íbúðir við Vestur- síðu 16-18. ■ Kjaranefnd samþykkir að veita Árna Steinari Jóhanns- syni, umhverfisstjóra, styrk allt að 48 þúsund krónur til þess að sækja ráðstefnu um stjórnun skrúðgarða og úti- vistarsvæða í Orleans í Frakk- landi 2.-5. séptember. ■ SS. Byggir hefur lýst yfir áhuga á að byggja 3-4 íbúða hús á lóðinni Hjallalundur 14 og 16. Bygginganefnd sam- þykkti á fundi sínum nýverið að hún gæti fallist á að byggt verði 3ja íbúða raðhús á einni hæð á bygggingarreit þar sem gert var ráð fyrir parhúsi. í bókun bendir bygginganefnd á að þar sem um frávik frá sam- þykktu skipulagi svæðisins er að ræða ber að ieggja frani samþykki tbúðareigenda á svæðinu áður en byggingar- leyfi er veitt. Mývatnssveit: Blásið tíl átaksverkefiiis í atvmniunálum - „verður reynt að laða fram hugmyndir og frumkvæði íbúanna,“ segir sveitarstjóri Skútustaðahrepps Framkvæmdastjórn Verkamannasambands íslands: Stjómvöld knýi bankana tíl vaxtalækkunar - segir ranga og siðlausa tekjuskiptingu afleiðingu af núverandi vaxtastefnu

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.