Dagur - 14.08.1991, Side 5
Miðvikudagur 14. ágúst 1991 - DAGUR - 5
Silfurstjarnan í Öxarfirði:
Góður árangur í
eldi og markaðs-
málum bleikjunnar
- fitusýrumælingar gefa mjög
jákvæðar niðurstöður
Silfurstjarnan í Öxarfirði er ein
þeirra fískeldisstöðva þar sem
tekist hefur að byggja upp
framleiðslu á laxi og bleikju án
þess að til ófyrirsjáanlegra
rekstrarerfíðleika hafí komið
eins og svo víða er þekkt á
árdögum fískeldis á Islandi.
Nú er físki slátrað í stöðinni
tvisvar til þrisvar í viku, bæði
fyrir innlendan og crlcndan
markað. Erlendi markaðurinn
er mikilvægur og morguninn
sem undirritaður hafði viðdvöl
í fískeldisstöðinni á Núpsmýri
hafði skeyti borist frá væntan-
legum kaupanda í Bretlandi,
sem ekki hafði áður átt við-
skipti við Silfurstjörnuna.
Samkvæmt skeytinu vildi hann
kaupa allt að 200 tonn af
bleikju á ári og á þessum góð-
viðrisdegi í júlílok var verið að
slátra í prufusendingu til hins
breska kaupanda.
„Hann hefur keypt bleikju í
Þorlákshöfn og síðan kaupir
hann einnig rækju frá íslandi,"
sagði Björn Benediktsson í Sand-
fellshaga, sem að öðrum ólöstuð-
um má kalla manninn á bak við
þessa öflugu fiskeldisstöð í Öxar-
firði. Björn sagði að ef samningar
tækjust við þennan aðila væri um
mjög stóran samning að ræða
fyrir fyrirtækið og einnig hag-
stæðan að því leyti að þessi kaup-
andi vildi fá sama magn í hverri
viku þannig að um jafnar sölur
yrði að ræða. Björn sagði að
Evrópubúar væru smám saman
að fá áhuga fyrir bleikjunni sem
gæðavöru. Peir spyrðust mikið
fyrir um rauðleitan lit á fiskinum,
sem stafar af seltu þegar hann
vex upp í sjó og hefur þannig á
sér annað yfirbragð en vatna-
bleikja, sem Evrópubúar eiga að
venjast. Nú fara um 500 kíló af
bleikjuflökum í hverri viku frá
Silfurstjörnunni til kaUpanda í
Sviss svo dæmi sé nefnt.
Björn Benediktsson sagði að
fyrir nokkru hefðu verið send
sýnishorn af bleikju frá Silfur-
stjörnunni til fitusýrumælinga.
Niðurstöður þeirra gæfu til kynna
að bleikjan innihaldi um fimm
sinnum meira magn af Omega 3
btusýru, sem meðal annars er tal-
in hefta myndum kólesterols í
blóði. „Pessar niðurstöður
mælinganna virðast leiða í ljós að
um mjög heilsusamlega fæðu sé
að ræða og því nauðsynlegt að
koma þeirri vitneskju á framfæri
til kaupenda,“ sagði Björn.
í upphafi var fyrst og fremst
ætlunin að ala lax í eldisstöð Silf-
urstjörnunnar en síðan var einnig
hafist handa um eldi bleikjunnar
og nú er um helmingur alls fiskjar
í stöðinni bleikja. „Við höfum
orðið að draga saman í laxinum,"
sagði Björn um leið og við geng-
um framhjá eldiskeri þar sem 40
tonn af bleikju synti sífellt á móti
straumnum. Björn sagði að
fiskur, sem elst upp í straumvatni
verði mun stæltari og því ákjós-
anlegri markaðsvara. Ákveðið
hefur verið að slátra 150 tonnum
af bleikju til loka þessa árs en um
500 tonn eru nú í stöðinni til sölu
og markaðssetningar á næsta ári.
Skýrsla um mataræði
íslendinga komin út
Manneldisráö hefur birt
skýrslu um könnun á mataræði
íslcndinga sem fram fór síðast-
liðið ár. I skýrslunni er greint
frá aðdraganda þessara fram-
kvæmda, aðferðum sem beitt
var við könnunina og helstu
niðurstöðum. Birtar eru töfíur
um neyslu matvara og næring-
arefna el'tir aldri og kyni og
dregin fram helstu sérkenni
íslensks mataræðis.
í skýrslunni kemur meðal ann-
ars fram að fáar þjóðir borða
próteinríkara fæði en íslending-
ar. Fiskur, kjöt, mjólk og mjólk-
urmatur skipa veglegri sess í
mataræði okkar en flestra annarra
þjóða, en á hinn bóginn er hér
minna borðað af grænmeti, ávöxt-
um, brauði og öðrum kornmat en
víðast hvar annars staðar.
Einu kolvetnaríku fæðuteg-
undirnar sem íslendingar neyta í
ríkunt mæli eru gosdrykkir, sæt-
indi, kex og kökur. Sérstaklega
er áberandi hve gosdrykkja-
neysla ungs fólks er mikil.
Það er athyglisvert að meira er
drukkið af gosdrykkjum en af
vatni hér á landi og er vatn raun-
ar fremur neðarlega á lista yfir
vinsæla drykki, hafnar í fjórða
sæti á eftir kaffi, nýmjólk og gos-
drykkjum.
Of mikil fita er þó tvímælalaust
helsti ókostur á fæðuvenjum
margra íslendinga, ekki síst
karla. Karlmenn borða almennt
feitara fæði en konur. Þeir nota
meiri fitu með heitum mat,
smyrja brauðið sitt meira og velja
oftar nýmjólk í stað léttmjólkur
eða undanrennu. Hjartasjúk-
dómar eru tíðari meðal karla en
kvenna en mikil fituneysla eykur
enn frekar líkur á þessum vá-
gesti. Pví er jafnvel enn brýnna
fyrir karla en konur að huga að
þessum þætti mataræðis.
Skýrsla um könnunina er fáan-
leg á skrifstofu Manneldisráðs
Árntúla la, pósthólf 8415, 128
Reykjavík.
Bifhjólamenn
hafa enga heimild
til að aka hraðar
en aðrir!
||UMFERÐAFI
Slátrun í Silfurstjörnunni.
Fyrir tveimur árum leit mjög
illa út með atvinnulíf í Öxarfirði
og í ársbyrjun 1990 var haldinn
almennur Fmdur á Kópaskeri
með þingmonnum kjördæmisins
og fleiri aðilum um framtíð
byggðarlagsins. Dökkt hljóð var í
mörgum og í blöðum mátti lesa
fyrirsagnir á borð við að hnífur-
inn væri yfir Kópaskeri. Nú hefur
þessum hníf byggðaniðurskurðar
verið bægt í burt. Um fjörutíu
manns starfa nú hjá Silfurstjörn-
unni, sem er stærsti atvinnu-
rekandi í héraðinu. Björn
Benediktsson sagði að rekstur
stöðvarinnar væri í jafnvægi og
framleiðslan stæði orðið undir
öllum föstum kostnaði. Hann
benti síðan á að í Öxarfirði væri
lögð megináhersla á hágæða-
framleiðslu á matvælum og vísaði
þá til Silfurstjörnunnar og einnig
til Fjallalambs hf. á Kópaskeri
þar sem unnið hefur verið að sér-
hæfingu í úrvinnslu á lambakjöti.
Trúlega er ekki ofsögum sagt
þótt fullyrt sé að hvergi á landinu
hafi orðið jafn mikill viðsnúning-
ur í atvinnumálum á skömmum
tíma síðan síldin kom og síldin
hvarf og orðið hefur í byggðun-
um við Öxarfjörð á síðastliðnu
einu og hálfu ári. ÞI
Húsbyggj-
endur
Frárennslisrör PVC (rauð)
100 og 150 mm ásamt til-
heyrandi tengistykkjum.
Drenrör 100 mm PVC.
Gólfniðurföll og vatnslás-
ar úr plasti í mörgum
gerðum.
Verslið vití
UTJJlllí ,a9mann‘
DRAUPNISGÖTU 2 AKUREYRI
SIMI (96)22360
'-----------------------------\
Lokað
vegna sumarleyfa
firnmtudaginn 15. og föstudaginn 16. ágúst.
DIESEL-VERK
VÉLASTILUNGAR OG VtÐGERÐtR
DRAUPNISGO'nj 3 600 AKUREYRI SlMI (96)25700
Slender you
leikfimi fyrir fólk á öllum aldri.
Höfum opnað
eftir sumarleyfi.
Tímapantanir virka daga frá kl. 13.00-15.00.
Æfingastofan Mínus
Kaupangi sími 25848.
Félag málmiðnaðarmanna
Akureyri
Takið eftir
í samræmi við samþykktir aðalfundar Félags málm-
iðnarmanna Akureyri þann 23. febrúar 1991 er ráð-
gert að fara af stað með tölvunámskeið fyrir félags-
menn 20. ágúst nk.
Enskunámskeiðin hefjast í október.
Námskeiðin verða haldin í Verkmenntaskólanum og
fer innritun fram á skrifstofu skólans sem er opin frá
kl. 8-16 virka daga, sími 11710.
Þá viljum við minna á að vaxtarræktarstöð Sigurðar
Gestssonar er opin og Heilsuræktarstöðin að Bjargi
opnar eftir sumarleyfi um miðjan september.
Félagsmenn Félags málmiðnaðarmanna Akureyri
eiga þess kost að notfæra sér þjónustu þessara
aðila án endurgjalds einu sinni.
Stjórn félagsins hvetur félagsmenn sína
til að notfæra sér þessa möguleika.
Stjórnin.