Dagur - 14.08.1991, Side 12
Uppgröfturinn að
Granastöðum:
Tvö samhliða,
skeifulaga hús
vekja áímga
Vinna við lokauppgröft að
Granastöðum í Eyjafirði er að
hefjast en það er Bjarni Ein-
arsson fornleifafræðingur sem
hefur veg og vanda af þeim
rannsóknum sem þar hafa far-
ið og eiga eftir að fara fram.
Grafa á til hlítar í kjallara eða
búr, komast á að raun um
stærð á öskuhaug og skeifulaga
hús sem ekki hafa fengið neitt
sérstakt nafn á íslandi verða
rannsökuð til hlítar. Ef um
þessa gerð af húsum er að
ræða er þetta fyrsti fundur
sinnar tegundar á íslandi en
þessi gerð húsa er aðeins til á
tveimur stöðum í veröldinni.
Ekki er vitað til hverra nota
þessi hús voru ætluð en hér er um
frekar lítil hús að ræða, tvö
samhliða hús sem eru um 5 metr-
ar í þvermál og deila með sér ein-
um vegg eða eins og tvær hesta-
skeifur sem liggja saman. Húsin
gætu hafa verið notuð sem grip-
ahús, verslunarhús, hergeymslur
eða í öðrum ókunnum tilgangi.
Aldur þessara skeifulaga húsa er
talin vera fyrir víkingaöld, þ.e. á
bilinu 600 til 800 e.Kr. en húsin á
Granastöðum eru hins vegar frá
víkingaöld þ.e. árið 1000 til 1100
e.Kr.
Auk Bjarna Einarssonar verða
2 til 3 aðstoðarmenn en fyrirhug-
að er að ljúka verkefninu um
miðjan septembermánuð.
Skýrsla um jarðhýsin verður birt
í ársbyrjun 1992 í Noregi og
greinakorn verða birt erlendis
áður en lokaskýrsla á íslensku
verður gefin út.
Bjarni Einarsson starfar í
Gautaborg en hyggur á búferla-
flutninga til íslands á næsta ári en
þá verða lausar til umsóknar nýj-
ar stöður fjórðungsminjavarða
auk stöðu við Þjóðminjasafn
íslands. GG
Framkvæmdir í miðbæ Akureyrar:
Umferð um Ráðhústorg og Brekkugötu breytist
- stefnt að hellulögn torgsins á næstunni
Bæjarstjórn Akureyrar og skipulagsnefnd
hafa samþykkt tillögur tæknideildar Akur-
eyrarbæjar um umferðarmerkingar á Ráö-
hústorgi og í Brekkugötu. í tillögunum er
m.a. kveöiö á um hámarkshraða í þessum
götum og bann við bifreiðastöðum á torginu.
I Brekkugötu sunnan Oddeyrargötu verður
tekinn upp tvístefnuakstur, en Brekkugatan
hefur lengi verið einstefnuakstursgata.
Eins og kunnugt er hafa undirbúningsfram-
kvæmdir vegna breytts skipulags og útlits á Ráð-
hústorgi farið fram í sumar. Áætlað er að hellu-
leggja torgið, en akstur um það verður að mestu
óheimill nema á austanverðu torginu.
Tillögurnar sem samþykktar voru eru á þessa
leið: Hámarkshráði á austurhluta Ráðhústorgs
skal vera 30 kílómetrar á klukkustund. Annars
staðar á torginu á að vera 10 kílómetra hámarks-
hraði og umferð um þann hluta þess takmörkuð
við vörulosun og umferð fatlaðra. Bifreiðastöð-
ur verða bannaðar á torginu. Biðskylda verður á
umferð úr Strandgötu á akstursleið um torgið,
og einnig frá svæðum sunnan og norðan torgsins
inn á sömu akstursleið. Tvístefna er tekin upp í
þeim hluta Brekkugötu sem liggur sunnan Odd-
eyrargötu, eins og áður sagði, en akstur frá
Brekkugötu inn á Ráðhústorg verður óheimill.
Bifreiðastöður í Brekkugötu verða einungis
leyfðar í merktum bílastæðum. Bannað verður
að taka hægri beygju úr Oddeyrargötu inn á
Brekkugötu til suðurs.
„Ákvæði þessi skulu taka gildi þegar fram-
kvæmdir hefjast við hellulögn torgsins," segir í
bókun skipulagsnefndar, en samkvæmt upplýs-
ingum frá tæknideild er rniðað við að breyting-
arnar taki smám saman gildi þegar farið verður
að leggja snjóbræðslulögn og ganga frá undirlagi
fyrir hellurnar. Útboð fór fram fyrir skömmu á
verkinu og bárust tilboð frá þremur aðilum.
Tveir þeirra eru verktakar á Akureyri en þriðja
tilboðið er sameiginlegt frá verktökum í bænum
og utan lians. Bæjarráð tekur afstöðu til tilboð-
anna á fimmtudag, en tæknideild hefur ekki
mátt ganga frá nýjum verksamningum um skeið
vegna endurskoðunar á fjármálum bæjarins. Að
öðru óbreyttu var miðað við að framkvæmdum
við hcllulögn torgsins skuli lokið í haust. EHB
Laugaskóli:
Mikil aðsókn
og þurft að
vísa frá
Mikil aðsókn hefur verið að
Laugaskóla fyrir næsta skólaár
og nú hefur orðið að vísa
nokkrum nemendum frá þar
sem heimavist skólans tak-
markar fjölda nemenda hverju
sinni. Skólinn starfrækir nú
þrjár námsbrautir og vekur
ferðamálabrautin mestan
áhuga mjá nemendum að sögn
Hannesar Hilmarssonar, ný-
ráðins skólameistara.
í vetur er áætlað að 129
nemendur stundi nám við Lauga-
skóla. Af þeim verða 23 nemend-
ur í 10. bekk og 10 í svonefndu
fornámi, sem er millistig á milli
grunnskóla og framhaldsskóla. í
framhaldsskólanum sjálfum
munu síðan 96 nemendur stunda
nám og skiptist fjöldi þeirra
nokkuð jafnt á þær þrjár náms-
brautir, sem í boði eru. Ferða-
málabraut er nú starfrækt í þriðja
sinn við Laugaskóla. Áhugi á
henni fer stöðugt vaxandi sem
sést best á því að helmingi fleiri
nemendur sækja nú um nám á
þeirri braut en á síðastliðnu
hausti.
Hannes Hilmarsson, hefur nú
tekið við starfi skólameistara af
Páli Dagbjartssyni, sem haldið
hefur til Skagafjarðar. Hannes
starfaði áður sem námsráðgjafi
við Menntaskólann við Sund.
Hann sagði að mikil aðsókn væri
að skólanum fyrir næsta skólaár
og hefði nú þegar orðið að vísá
nokkrum nemendum frá vegna
þrengsla. Hannes sagði að tölverð
ásók væri í að koma unglingum
til náms í 10. bekk þar sem ekki
væri öruggt með kennslu á
heimaslóð. Hann nefndi Vest-
firði sérstaklega í því sambandi
þar sem víða hafi reynst erfitt að
ráða kennara til starfa. Tekist
hefur að manna allar kennara-
stöður á Laugum með háskóla-
menntuðum starfsmönnum. ÞI
Bæjarstjórn Akureyrar:
Möguleikar til eflingar atviimulífs kannaðir
Miklar umræður urðu um
atvinnumál á fundi Bæjar-
stjórnar Akureyrar í gær í
kjölfar tillögu framsóknar-
manna sem Þórarinn E. Sveins-
son flutti. Efni hennar er á þá
leið að bæjarráð kanni nú þeg-
ar möguleika á að útvega stór-
aukið fjármagn til Fram-
kvæmdasjóðs Akureyrar og
aðgerðum til að auka verulega
hlutafé í Iðnþróunarfélagi
Eyjafjarðar. Fjármögnun fari
fram með sölu eigna og eða
lántöku.
Bæjarstjórn samþykkti sam-
hljóða að vísa ofangreindri til-
lögu til bæjarráðs en flutnings-
maður lýsti því yfir að hann væri
ósáttur við þá málsmeðferð, því
hann vildi láta afstöðu bæjarfull-
trúa til málsins koma fram með
nafnakalli og flutti tillögu um
það. Heimir Ingimarsson flutti
tillöguna um að vísa tillögu Þór-
arins til bæjarráðs. Ágreiningur
varð þá um fundarsköp og þurfti
bæjarritari að leita lögfræðilegs
álits á því hvor tillagan hefði
forgang. Niðurstaða lögfræðings-
ins var að tillaga Heimis væri
frávísunartillaga, og hefði hún
forgang.
Þórarinn sagði að alvarlegar
blikur í atvinnumálum á Akur-
eyri krefðust skjótra viðbragða.
Fyrirtæki leituðu mjög til bæjar-
yfirvalda um ábyrgðir og hlutafj-
árframlög, en nauðsynlegt væri
að bæta eiginfjárstöðu þeirra
með öllum tiltækum ráðum af
hendi bæjarins. Lægi því beint
við að efla IFE og Framkvæmda-
sjóð til að koma til móts við þarf-
ir atvinnulífsins.
Hólmsteinn Hólmsteinsson
kvaðst á fundinum taka undir
margt í þessari tillögu en hún
gengi skemmra en það sem
áhugamannahópur um uppbygg-
ingu atvinnulífs á Akureyri hefði
á prjónunum. Valgerður Hrólfs-
dóttir og Gunnar Jónsson voru
jákvæð gagnvart tillögunni. Val-
gerður sagði að bæjaryfirvöld
mættu ekki sofna á verðinum og
yrðu að auka bjartsýni fólks á
Blómahúsið á Akureyri hefur
sótt um lóð til byggingar um
1000 fermetra gróðurhúss í
Glerárhverfi á Akureyri.
Unisókn þessa efnis hefur ver-
ið tekin fyrir í bygginganefnd
þaðan sem málinu var vísað til
umfjöllunar í skipulagsnefnd.
möguleikum atvinnulífsins.
Gunnar Jónsson gagnrýndi að
ekki skyldu liggja frammi upplýs-
ingar um yfirvofandi tap bæjarins
vegna gjaldþrota fyrirtækja
undanfarið. Heimir Ingimarsson
taldi ýmislegt í málflutningi Þór-
arins vera óábyrgt og sagði að til-
Sú lóð sem óskað er eftir er á
svæði því er markast af Undir-
hlíð, Langholti, Miðholti og
Krossanesbraut.
Að sögn Steinþórs Sigurðsson-
ar, eiganda Blómahússins, er hug-
myndin sú að í þessu húsi verði
fyrst og fremst blómaverslun með
lagan væri nú þegar fyrir hendi í
stefnumótun atvinnumálanefnd-
ar. Jakob Björnsson mótmælti
þessu og kvað það óábyrgt hjá
meirihlutanum að láta tímann
líða án þess að leggja fram neinar
raunhæfar úrbótatillögur í
atvinnumálum. EHB
líku sniði og t.d. hjá Blómavali í
Reykjavík og Eden í Hveragerði.
Steinþór sagði ekki hugmyndina
að framleiða í slíku húsi blóm
heldur skapi húsnæði sem þetta
meiri möguleika varðandi blóma-
sölu enda þrífist mörg blóm illa í
venjulegu húsnæði sökum birtu-
leysis. JÓH
Blómahúsið á Akureyri:
Óskar eftir lóð undir gróðurhús