Dagur - 31.08.1991, Síða 7
Laugardagur 31. ágúst 1991 - DAGUR - 7
Efst í huga
Geir Guðsteinsson
Skynsamleg nýting
auðlinda hafsins
er forgangsverkefni
Einkennileg utanríkisstefna er nú rekin
af hálfu íslendinga sem og margra
annarra Evrópuríkja. Eftir að sovésk-
um afturhaldsseggjum mistókst við-
hald alræðis sósíalismans hefur mikið
kapphlaup farið fram um það hvaða
þjóð yrði fyrst að viðurkenna sjálfstæði
Eystrasaltsríkjanna og Oþna þar
sendiráð. Islenski utanríkisráðherrann
varð óumdeilanlega fyrstur til að setj-
ast að undirskriftum með starfsbræðr-
um sínum í lýðveldunum þremur en
óneitanlega finnst mér að sjálfstæðis-
yfirlýsing Eystrasaltslandanna sé
mergurinn málsins. Yfirlýsingar
danska utanríkisráðherrans og þögn
danskra fjölmiðla um frumkvæði
íslendinga er lítilsvirðing við okkur og
er þetta hreint ekki í fyrsta skipti sem
framkoma Dana í okkar garð ber vott
um að herraþjóðartilfinningin er rík í
mörgum dönskum brjóstum þrátt fyrir
að íslenska lýðveldið sé orðið 47 ára
gamalt. Liðlega 70% af útflutningstekj-
um okkar fást af auðlind hafsins kring-
um okkur, fiskinum. Tekjur af fiskveið-
um og fiskafurðum hafa verið nokkuð
stöðugar en það sama er ekki hægt að
segja um stóriðjuafurðirnar ál og ál-
blendi, en heimsmarkaðsverðið sveifl-
ast mjög mikið auk þess sem markaðs-
öryggið er nokkuð brokkgengt og háð
ýmsum duttlungum. Nú þegar nýtt
kvótaár er að hefjast í fiskveiðum með
það mikilli skerðingu að kvóti næstu 12
mánaða verði nær sá sami og hann
var síðustu 8 mánuði verðum við að
leggja aukna áherslu á að fullnýta allar
þær sjávarafurðir sem hér eru veiddar
til þess að skapa aukna atvinnu fyrir
landverkafólk. Með eða án setu í
Alþjóða hvalveiðiráðinu eiga íslending-
ar skilyrðislaust að hefja að nýju veiðar
á þeim hvalategundum sem ekki eru í
útrýmingarhættu en áróðursherferð
með skynsamlegri nýtingu hvalastofna
án afskipta erlendra öfgahópa gerir
hvalaveiðar á ný að viðurkenndum og
arðbærum atvinnuvegi á íslandi. Með
minnkandi ásókn hvala í þorskstofninn
hér við land mætti jafnframt auka
þorskveiðikvótann um allt að 20% frá
því sem nú er og þannig yrðu íslend-
ingar enn frekari fyrirmynd annarra
þjóða um skynsama nýtingu á auðlind-
um hafsins.
FJÖLMIÐLAR Þröstur Haraldsson
Munurinn á flokksblöðum og pólitískum blööum
í síöasta pistli mínum viöraði ég þá skoöun
aö litlu flokksblööin þrjú í Reykjavík, Tíminn,
Þjóöviljinn og Alþýöublaöiö, heföu hingaö til
komiö [ veg fyrir að upp risi nýtt félagshyggju-
blaö, nógu öflugt til þess aö bjóöa DV og
Morgunblaðinu byrginn. Um leiö lét ég fjúka
nokkur orö um flokksblöð, miöur vinsamleg.
Ég ætla aö klappa þann steininn dálítiö meira
f þessari viku.
Fyrst þessi tugga hér: flokksblöö eru og
hafa veriö á undanhaldi bæöi hér og í ná-
grannalöndum okkar. Á hinn bóginn hafa
blöö lifaö góðu lífi og samt tekið pólitíska af-
stööu. Á því er nefnilega reginmunur hvort
blaö er yfirlýst málgagn einhvers flokks eöa
yfirlýstur málsvari tiltekinnar stefnu, ihalds,
frjálslyndis, sósíalisma. Síöarnefndu blööin
geta veriö gagnrýnin og tekiö sjálfstæða af-
stööu til þeirra stjórnmálamanna sem í orði
kveönu aöhyllast sömu stefnu og blaöið.
Flokksblöö verða hins vegar fljótt málgögn
forystumanna þess flokks sem þau styöja og
verða, hvaö sem tautar og raular, aö elta þá
um víðan völl í pólitískum hrossakaupum og
hagsmunagæslu.
Hér á landi eru dæmi um hvort tveggja.
Stjórnendur Morgunblaösins hafa á síðustu
árum stigiö mörg skref frá Sjálfstæðisflokki
og leggja áherslu á það aö blaðið sé ekki
málgagn flokksins heldur málsvari sjálfstæö-
isstefnunnar (hvernig svo sem hún er skil-
greind hverju sinni). Meöal þess sem þeir
hafa gert er aö skipa þingfréttaritara blaösins
aö hætta aö sitja þingflokksfundi Sjálfstæöis-
flokksins, taka auglýsingasamning viö flokk-
inn til endurskoðunar og síöast en ekki síst
hefur blaöiö hvaö eftir annaö gengiö þvert á
skoöanir forystumanna flokksins í leiöurum
og Reykjavfkurbréfi. Þar eru ferskust dæmi
af skrifum blaösins um sjávarútvegsmál og
rekstrarform Ríkisútvarpsins.
Svipaöa sögu er aö segja af okkur hér á
Degi. Vitaskuld á Framsókn (tök í blaðinu,
enda flokksfélögin í Eyjafiröi stórir hluthafar í
því. En í tveim síðustu kosningabaráttum
tókst Degi aö vera í senn umræðuvettvangur
fólks og frambjóðenda úr öllum flokkum, mál-
svari landsbyggðarinnar og áreiöanlegt
fréttablað. Enda var uppskeran eftir því:
áskrifendum fækkaöi ekki eins og raunin var
í fyrri kosningum. Þaö er ekkert undarlegt við
þaö aö fólk missi áhugann á aö kaupa blaö
sem segir svo vikum skiptir ekki aörar fréttir
en þær sem veröa í næsta nágrenni viö fram-
bjóöendur flokksins.
Á hinum kantinum höfum viö gleggstu
dæmin af Tímanum sem skartaöi forsíðu-
mynd af flokksformanninum á hverjum degi
síöustu vikuna fyrir kosningar. Ef einhver
ætlar í fúlustu alvöru aö halda því fram aö
slík útgáfa sé vænleg til árangurs i síharön-
andi samkeppni á íslenskum fjölmiðlamark-
aöi þá melda ég pass.
Vitaskuld hafa bæöi Dagur, Mogginn og
DV stigið feilspor á þeirri braut sem þau hafa
markaö sér. Því veröur ekki neitaö aö sjónar-
miö Framsóknarflokksins eiga greiöari aö-
gang aö lesendum Dags en annarra blaöa.
Mogginn sprakk á limminu síöustu dagana
fyrir kosningar í vor og birti gamalkunnar
æsifréttir sem voru eins og eftir pöntun frá
forystumönnum flokksins. Sömuleiöis geng-
ur afar hægt aö gera blaðið viöræöuhæft um
utanríkis- og öryggismál, einkum og sérílagi
samskipti íslenskra og bandarískra stjórn-
valda. Og DV fer sér alltaf afar hægt í ná-
munda viö tiltekin fyrirtæki sem eigendur
blaösins eru hluthafar í.
En þeim hefur þó tekist aö smokra fram af
sér flokksbeislinu aö verulegu leyti. Þaö hef-
ur ekki tekist á hinum blöðunum þremur. Á
Þjóöviljanum voru gerðar tilraunir til þess aö
reka ritstjórnarpólitík sem ekki samræmdist
alltaf hagsmunum allra forystumanna flokks-
ins. Þeim tilraunum er löngu lokið og fyrir vik-
iö er blaðið ekki lengur málsvari og umræðu-
vettvangur allrar vinstrihreyfingarinnar eins
og því tókst aö vera þegar best lét.
Götuleikhúsið Auðhumla:
Uppákoma í göngugöt-
unni á Akureyri í dag
Götuleikhúsið Auðhumla efnir
til uppákomu í göngugötunni á
Akureyri í dag, laugardaginn
31. ágúst kl. 17.
Efni sýningarinnar er í sem
stystu máli „elskhugaveiðar" á
skemmtistöðum. Greint er frá
ellefu persónum sem allar eiga
það sameiginlegt að fara út að
skemmta sér, flestar með það að
leiðarljósi að „veiða“ eða verða
„veiddar“. í kynningu Auðhumlu
á sýningunni segir að verkið sé
ekki hugsað sem „alvarleg ádeila
á skemmtanalíf Islendinga",
heldur miklu fremur sem tilraun
til að sýna hve mannlífið geti orð-
ið geggjað.
Guðjón Sigvaldason er leik-
stjóri sýningarinnar og skrifaði
handrit að henni ásamt leikhópn-
um. Búninga- og leikmyndahönn-
un var í höndum Lindu Guð-
laugsdóttur.
Skrifstofiitækni
Lög'ð er áhersla á tölvur og notkun þeirra
I»ú getur vallð uin:
* Morgunnám..........frá kl. 08.00 til 12.00 flnun daga í viku
* Eftirmiðdagsnám....frá ld. 13.00 Lil 17.00 fimm daga í viku
* Kvöldnám ..........frákl. 18.00 til 22.00fjögurlcvöld í viku
Cxreiöslu hjör viö ullrn hæfi.
Innrltun og upplýsingar í síma 27899.
Ath. Haílð samband og
við sendum bælding
()|iiú um helgina írá 18.00 til 17.00
Tölvufræðslan Akureyri hf.
Glerárgötu 34, III. hæð, Akureyri, sími 27899
|| I^TÓNLISTARSKÓLINN Á AKUREYRI
Frá Tónlistarskólanum
á Akureyri
Innritun nýrra nemenda og staöfesting eldri
nemenda fer fram í skólanum dagana 4. 5. og 6.
september kl. 13.00 til 18.00.
Skólagjöld skulu greidd á skrifstofu skólans við
innritun.
Um staögreiöslu eöa Visa/Euro raögreiöslu er aö
ræða.
Á haustönn 1991 verður boðið upp á frítt nám
fyrir byrjendur í túbuleik, á fagott, selló og
kontrabassa.
Skólasetning verður í Akureyrarkirkju sunnudaginn
15. september kl. 17.00.
Skólastjóri.
Menningarsjóður
íslands og Finnlands
Tilgangur sjóösins er aö efla menningartengsl Finn-
lands og íslands. í því skyni mun sjóðurinn árlega
veita ferðastyrki og annan fjárstuöning. Styrkir veröa
ööru fremur veittir einstaklingum, stuöningur viö
samtök og stofnanir kemur einnig til greina ef sér-
staklega stendur á. Aö þessu sinni verður lögö
áhersla á aö styrkja þýðingar á finnskum og íslensk-
um bókmenntum.
Umsóknir um styrki úr sjóðnum fyrir áriö 1992 skulu
sendar stjórn Menningarsjóös íslands og Finnlands
fyrir 30. september nk. Áritun á íslandi: Mennta-
málaráöuneytiö, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík.
Æskilegt er aö umsóknir séu ritaðar á sænsku,
dönsku, finnsku eöa norsku.
Stjórn Menningarsjóðs íslands og Finnlands.
29. ágúst 1991.