Dagur - 31.08.1991, Side 8
8 - DAGUR - Laugardagur 31. ágúst 1991
Aðalbjörg Ingvarsdúttir, fyrrum umsjónarmaður safnsins, með forláta
jólatré sem varla sést lengur í jólahaldi okkar í dag. Tréð smíðaði Skarphéð-
inn nokkur Einarsson fyrir um 80 árum fyrir dætur sínar en jólatré á borð við
þetta voru í notkun alveg fram undir 1940. Langflestir munanna í safninu
eru þó unnir af konum.
eftir aldursröð, sá elsti lengst til vinstri.
Heimilisiðnaðarsafnið og Halldórustofa á Blönduósi eru í gömlu fjósi og
hlöðu við Kvennaskólahúsið. Myndir: -bjb
Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi heimsótt:
Eina sinnar tegundar í heiminum
- um 2000 munir hafa safnast og húsrými er sprungið
í gömlu fjósi og hlööu við
Kvennaskólahúsið á Blönduósi
hefur verið starfrækt merkilegt
safn í 15 ár. Fjósið var uppgert
og þar sett upp heimilisiðnað-
arsafn og munir í eigu Hall-
dóru Bjarnadóttur. Eftir
undirbúning í nokkur ár var
safnið opnað formlega árið
1976. Safnið nefnist Halldóru-
stofa og er orðið einn vinsæl-
asti viðkomustaður ferða-
inanna sem leið eiga um
Blönduós, enda eina safn sinn-
ar tegundar í heiminum. Á síð-
asta ári skrifuðu um 600 manns
sig í gestabók og í ár hefur ver-
ið metaðsókn. Nú er svo kom-
ið að heimilisiðnaðarsafnið er
komið í þrot með húsnæði því
þeir tæplega 2000 munir sem
eru í eigu safnsins komast eng-
an veginn fyrir í Halldórustofu
og margir munir eru í geymsl-
um víðs vegar á Blönduósi.
Safnið er rekið af Blönduósbæ
og kvenfélögunum í A-Húna-
vatnssýslu, með smá styrk frá rík-
inu, en mikil sjálfboðavinna hjá
kvenfélagskonum hefur aðallega
haldið safninu gangandi. Eins og
nafn safnsins gefur til kynna er
það kennt við Halldóru Bjarna-
dóttur en hún gaf alla sína hús-
muni og hluti sem hún hafði safn-
að úr sögu heimilisiðnaðar í
gegnum tíðina, alls um 500 muni.
Síðan hefur fjöldi muna bæst við
af öllu landinu og eins og áður
sagði eru þeir um 2000 talsins,
þeir elstu frá því á 18. öld en
flestir eru frá síðustu hundrað
árum.
Safnið komið í þrot
með húsnæði
Elísabet Sigurgeirsdóttir, umsjón-
armaður safnsins, sagði í samtali
við blaðið að eins og staðan væri
í dag væri varla hægt að halda
rekstri safnsins gangandi, bæði
vegna húsnæðisskorts og skorts á
fjármagni. Viðræður hafa staðið
yfir við Héraðsnefnd A-Hún-
vetninga um þátttöku hennar í
rekstrinum en ekki borið árangur
til þessa. Mestur áhugi hefur ver-
ið hjá Blönduósbæ og nærliggj-
andi hreppum og vonast Elísabet
eftir því að málefni safnsins fái
farsæla niðurstöðu.
Húsnæði safnsins er ekki stórt
og sagði Elísabet að erfitt væri að
taka á móti stórum hópi fólks í
einu, í mesta lagi kæmust 30
manns. Það merkilega er að
útlendingar, einkum Norður-
landabúar og Þjóðverjar, hafa
sýnt safninu meiri áhuga heldur
en íslendingar. Elísabet sagði að
safnið fengi yfirleitt mjög góða
dóma og aðdáun þeirra sem
kæmu. „Ég hef fengið bréf frá
útlendingum eftir að þeir hafa
komið og í þeim lýsa þeir mikilli
hrifningu sinni með þetta litla
safn,“ sagði Elísabet.
Heimsóknir skólakrakka
ánægjulegar
Inni í aðsóknartölum eru ekki
þeir fjölmörgu skólakrakkar sem
hafa heimsótt safnið og sagði
Elísabet þær heimsóknir vera
mjög ánægjulegar. „Okkar
draumur er að fá betri aðstöðu til
að sýna gömul vinnubrögð, eins
og t.d. hvernig var spunnið. Þeg-
ar við höfum fengið konur til að
spinna í Halldórustofu þá hefur
það vakið mikla hrifningu og
ánægju,“ sagði Elísabet.
Heimilisiðnaðarsafnið er opið
á vissum tímum yfir sumarmán-
uðina og síðan bara eftir óskum
hvers og eins. Þegar blaðamaður
Dags var á ferðinni á Blönduósi á
dögunum vildi svo til að þær
þrjár konur sem sjá um safnið
voru ekki í bænum. En með
aðstoð Sturlu Bragasonar, ferða-
málafulltrúa, tókst að fá Aðal-
björgu Ingvarsdóttur, fyrrum
umsjónarmanns safnsins, til að
opna safnið fyrir blaðamann
Dags. Aðalbjörg var greinilega
öllum hnútum kunnug og sýndi
blaðamanni hvern krók og kima í
safninu. En látum myndirnar
tala. -bjb
Meðal muna á þessari mynd er gömul spunavél sem enn er í nothæfu ástandi. Lengst til hægri er upphlutur, settur
saman úr ýmsum áttum.
Herbcrgið í Halldórustofu lítur nánast eins ót og herbergi Halldóru Bjarnadóttur var þar sem hún dvaldist síðustu æviár sín á Héraðshælinu á Blönduósi.