Dagur - 31.08.1991, Síða 9
Laugardagur 31. ágúst 1991 - DAGUR - 9
Jóhann Ólafur Halldórsson
Einkarekinn tónlistarskóli að taka til starfa á Akureyri:
Góð viðbót við tónlistarlíf bæjaríns
- segir Örn Viðar Erlendsson, tónlistarmaður og skólastjóri Hljómskólans
Einkarekinn tónlistarskóli,
Hljómskólinn, tekur formlega
til starfa á Akureyri eftir helgi.
Þetta er fyrsti einkarekni tón-
listarskólinn á Akureyri og
raunar er aðeins einn einka-
rekinn tónlistarskóli fyrir í
landinu, þ.e. Tónskóli Sigur-
sveins en hann var á sínum
tíma stofnaður sem einkaskóli
þó í dag njóti hann styrks frá
ríki og Reykjavíkurborg.
Hljómskólinn er rekinn af Erni
Viðari Erlendssyni en hann
hefur kennt við gítardeild
Tónlistarskólans á Akureyri
síðustu átta ár en hætts þar
störfum síðasta vor. Sjálfur
segist hann njóta stuðnings
nemenda og foreldra í þessu
framtaki og fyrir hvatningu
þessa fólks hafi draumurinn
orðið að veruleika
„Við erum bjartsýn á fram-
haldið. Eg nýt andlegs og félags-
lcgs stuðnings af foreldrum og
nemendum en ég hélt á sínum
tíma fund með foreldrum þar
sem ég gerði þeim grein fyrir að
annað hvort væri fyrir mig að fara
frá Akureyri eða stofna einka-
skóla. Foreldrarnir lýstu þá yfir
fullum stuðningi við einkaskóla
og þá sá ég mér fært að fara út í
þetta. Annars hefði þetta aldrei
orðið,“ segir Örn Viðar um
aðdragandartn að stofnun Hljóm-
skólans.
Lagt upp með fimm
námsbrautir
Hugtakið einkaskóli hefur haft
þann stimpil á sér að slíkir skólar
séu dýrir og ekki á hvers manns
færi að senda börn sín í einka-
skóla. Örn Viðar segir að hvað
þetta atriði varði sé gjaldskrá
sambærileg við Tónlistarskólann
á Akureyri en skólinn verði fyrst
og fremst frábrugðinn á þann
hátt að meira verði um hóptíma
nemenda. „Ég hef reynt þetta á
síðustu tveimur árum í Tónlistar-
skólanum og ég held að þetta sé
skemmtilegra form heldur en
vera með stöðuga einkatíma.
Með þessu spila nemendurnir
meira saman,“ segir Örn.
Áhersla þessa nýja skóla verð-
ur fyrst og fremst á gítarkennslu
enda eru þeir nemendur sem þeg-
ar hafa innritast í skólann fyrrum
nemendur í gítardeild Tónlistar-
skólans. Þrátt fyrir þetta er á
dagskránni þegar í upphafi að
kenna á hljómborðsbraut ef næg
þátttaka fæst.
Hljómskólinn mun bjóða fimm
brautir, þ.e. fornámsbraut, þar
sem aldur nemenda er miðaður
við 4-7 ára, einleikarabraut, dæg-
urlagabraut, rafgítarbraut og
hljómborðsbraut. Þessi uppbygg-
ing segir Örn Viðar að gefi mögu-
leika á sveigjanleika og fjöl-
breytni fyrir nemendur.
Verður fjölbreytt
skólastarf
Örn Viðar mun annast kennslu í
skólanum ásamt ívari Aðalsteins-
syni og Jóni Rafnssyni. Þá munu
Tryggvi Már Gunnarsson og
Halldór Már Stefánsson, tveir af
nemendum skólans, aðstoða við
kennslu. Örn Viðar óttast ekki
að fjölbreytnina og hugmyndirn-
ar muni skorta í skólastarfið.
„Nei, það kemur margt til
greina. Við gætum hugsað okkur
samspil með einhverjum auka-
kennurum, stutt námskeið með
t.d. góðum rafgítarleikurum og
rra og meo i. sepiemoer
verður nýtt
símanúmer *
%*
*
á Akureyri
996200
Orn Viðar Erlendsson ásamt nokkrum verðandi nemendum sínum í Hljómskólanum sem öll segjast hlakka til að
taka þátt í fyrstu skrefum þessa nýja skóla á Akureyri. Frá vinstri: Elma Dröfn Jónasdóttir, Gísli Jóhann Grétars-
son, Örn Viðar, Tryggvi Már Gunnarsson, Lýður Ólafsson, Sölvi Antonsson, Jóhanna Hreinsdóttir. Þessir
nemendur hafa lært á gítar hjá Erni í 2-5 ár og raunar mun einn þeira, Tryggvi Már, aðstoða við kennslu í Hljóin-
skólanum. Mynd: Golli
Og ekki munu Akureyringar ein-
ir fá að kynnast nemendum skól-
ans í vetur því á dagskrá vetrar-
ins eru tónleikaferðir í önnur
héruð.
„Já, við ætlum okkur að fara
með lengra komna nemendur á
einleikarabraut til Reykjavíkur í
vor þar sem þau taka stigspróf og
halda eina eða tvenna tónleika á
höfuðborgarsvæðinu og storka
þannig sunnlenskum tónlistar-
mönnum með tilveru sinni,“ segir
Örn Viðar og brosir.
„Hér heima verðum við með
fullt af tónleikum og nefna má að
nú þegar erum við byrjuð að
liuga að jólatónleikum í Grund-
arkirkju í Eyjafjarðarsveit sem er
yndisleg og falleg kirkja. Þarna
er gott liljóð og raunar sé ég fyrir
mér og er stuðningsmaður jiess
að Grundarkirkja veröi nokkurs
konar Skálholt Norðurlands, þ.e.
þjóni sama hlutverki í menning-
arlífi á Norðurlandi eins og Skál-
holt á Suðurlandi. Þessu til við-
bótar verðum við með tónleika
með nútímatónlist í Akureyrar-
kirkju í vor og haldnir verða
almennir jólatónleikar einleik-
aradeildar og fornámsbrautar.
Þetta er dæmi um það sem bæjar-
búar geta séð opinberlega af
nemendum skólans en margar
hefðir eiga eftir að skapast um
tónleika á vegum skólans. Skól-
inn verður því góð viðbót við
tónlistarlífið hér, ég er ekki í vafa
um það,“ segir Örn Viðar
Erlendsson. JÓH
tónleikahald í bænum og utan
hans. Nú þegar hefur Einar Ein-
arsson, gítarleikari héðan frá
Akureyri, boðist til að halda
námskeið á einleikarabraut skól-
ans og leggja sína vinnu fram sem
styrk til skólans þannig að margt
mun lífga upp á starfið,“ segir
Örn.
Undirbúningur að stofnun
Hljómskólans hefur staðið yfir í
sumar og verður skólinn til húsa í
Gránufélagsgötu 6 á Akureyri. Kynn-
ingarbæklingur um þetta framtak
hefur verið gefinn út og hefst
skráning nemenda í skólann í
næstu viku og stendur til 18. sept-
ember. Ljóst er að áhugi er á
þessum skóla því áður en innrit-
un hefst hafa 18 nemendur þegar
óskað eftir að innritast á einleik-
arabraut. Örn Viðar segir unnt
að taka við talsverðum fjölda
nemenda þannig að ekki verði
sett ströng takmörk varðandi
stærð, strax í upphafi.
Áhersla lögð á
yngstu börnin
En hvað mun einkenna þennan
fyrsta einkarekna tónlistarskóla
umfram aðra tónlistarskóla?
„Ég legg mikla áherslu á for-
skólann,“ svarar Örn Viðar. „Ég
ætla mér að fara nýjar leiðir í for-
skólamálum en hingað til hefur
yngstu nemendunum verið kennt
mest á blokkflautu. Mörgum
þykir hún leiðinleg og því ætla ég
að fara út í fleiri hljóðfæri og gefa
nemendunum sjálfum kost á því
að velja sér hljóðfæri í stað þess
að þeir séu settir á ákveðinn bás
hvað þetta varðar.
Mér finnst forskólinn misskil-
inn. Þar er verið að undirbúa
nemendur fyrir áframhaldandi
nám en ég tel forsendur fyrir for-
skóla vera þær að kynna börnun-
um tónlist þannig að þau fái
jákvæðar og skemmtilegar hug-
myndir um hana. Þetta má t.d.
gera með því að fara í heimsókn-
ir í útvarp og sýna þeim hvernig
hægt er að nota tónlistina og
hvar. Kynna þeim hvernig tón-
listin nær til fólksins.
Ef við víkjum aftur að þessu
með blokkflautuna þá er það svo
að maður hittir marga sem liafa
verið í forskóla og þeir fara strax
að tala um hvað blokkflautan
hafi nú verið leiðinleg. Og af
hverju þá að berjast við að kenna
krökkum á hana ef þeim leiðist?
Ég held því að einhæfnin hafi
spillt fyrir og tcl að börnin hafi
gott af því í forskólanum að fá að
taka hin ýmsu hljóðfæri með sér
heim, skoða þau og kynnast
þeim.“
Örn segir langt í frá að fjög-
urra ára börn séu of ung til að
koma í tónlistarskóla. í raun séu
þau einna skemmtilegustu tón-
listarnemendurnir vegna þess hve
óhindruð þau eru á þessum aldri.
„Þrettán ára börnin rengja alltaf
takt vegna þess að þau eru spé-
hrædd og halda að þau séu að
gera vitleysur. Hjá litlu krökkun-
um er þetta ekki til, þau vita að
þau eru að gera rétt og hika því
ekki.“
Kcnnsla myrkranna á milli
Örn segir að í Hljómskólanum
komi til með að verða nemendur
á öllum aldri. Dægurlagadeild
skólans muni taka við hlutverki
Gítarskóla Viðars sem hann hafi
rekið í námskeiðaformi flest
undanfarin ár. í þessi námskeið
hafi skráð sig fólk frá 13 ára upp
undir áttrætt og búast megi við að
svo verði áfram. En hvað með
tíma dagsins? Verður auðvelt
fyrir almennan launamann sem
vinnur fullan vinnudag að sækja
sér tónlistarmenntun í þessum
skóla í frístundum?
„Já, við verðum að nær allan
sólarhringinn. Dægurlaga- og
hljómborðsbrautirnar koma til
með að starfa mest á kvöldin en
forskólinn verður á morgnana og
eftir hádegi. Ég veit því að vinn-
an verður mikil og ég geri mér
grein fyrir að ég get allt eins verið
launalaus en ég vildi ekki missa
gítardeildina út úr höndunum
eftir að hafa unnið að uppbygg-
ingu hennar í átta ár hjá Tónlist-
arskólanum og því varð þetta
framhald á starfinu.
Auðvitað saknar ntaður Tón-
listarskólans og vinnufélaganna
eftir átta ára starf en þetta eru
kaflaskipti og nýtt verkefni fram-
undan.“
Margar tónleikahugmyndir
á teikniborðinu
Örn Viðar segist líta svo á að
Hljómskólinn verði hrein viðbót
við tónlistarlífið á Akureyri enda
verði tónleikahald og aðrar uppá-
komur í tengslum við skólann.
VERKMENNTASKÓLINN
Á AKUREYRI
Skólasetning
verður í Akureyrarkirkju þriðjudaginn 3.
september kl. 10 árdegis.
Skólameistari.
Eiginmaður minn og faðir okkar,
VIGFÚS ÞORSTEINSSON,
Dvalarheimilinu Hlíð,
lést 28. ágúst síðastliðinn á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri.
Ragnheiður Sigfúsdóttir,
Steingrímur Vigfússon,
Regína Vigfúsdóttir,
Sigfríð Dóra Vigfúsdóttir.