Dagur - 31.08.1991, Side 11
10 - DAGUR - Laugardagur 31. ágúst 1991
— Jón Isberg, sýslumaður Húnvetninga, í helgarviðtali
„Ég segi eins og einn góður maður sagði, þú munt auðveldlega rata því ég bý í
stærsta húsinu í bænum,“ sagði Jón ísberg, sýslumaður Húnvetninga, við
blaðamann þegar hann boðaði komu sína til Blönduóss í þeim tilgangi að eiga
viðtal við sýslumanninn. Það fór svo að ég átti auðvelt með að fínna sýslumanns-
húsið þar sem það stendur á hæð við Garðabyggð og er óneitanlega eitt af
stærstu íbúðarhúsum bæjarins. Jón hefur þar gott útsýni yfír bæinn og sýsluna
og ætti að geta fylgst vel með öllu sem fram fer. Við mæltum okkur mót
skömmu eftir hádegi á mánudegi og mér lék forvitni á að vita hvernig Jón gæti
hætt svo snemma á sýsluskrifstofunni. „Ég er að reyna að taka smá sumarfrí,“
sagði Jón og ég fékk á tilfínninguna að erindi mitt bæri ekki upp á besta tíma.
En sú tilfínning hvarf fljótlega því Jón var rólegur og yfírvegaður og virtist
feginn að losna úr hinu daglega amstri. Nóg hefur gustað um hann að undan-
förnu í starfínu, einkum í tengslum við Húnaver og handtöku nokkurra veiði-
manna. En þau mál eru ekki á dagskrá að þessu sinni. Ætlunin er að reyna að
draga fram aðra hlið en hefur snúið að almenningi í gegnum fjölmiðlana.
Viö koraum okkur þægilega fyrir í stof-
unni hjá Jóni og hófum spjallið á uppruna
hans og ættum. „Eitt sinn sagði góður mað-
ur við mig að ég væri Eyfirðingur og yrði
aldrei annað en Eyfirðingur. Annars má
segja að ég sé allra sveita kvikindi ef út í
það er farið,“ sagði Jón.
Jón ísberg er fæddur á Möðrufelli í Eyja-
firði árið 1924, sonur Guðbrandar ísberg og
Árnínu Hólmfríðar Jónsdóttur. Árið 1932
fluttist fjölskyldan til Blönduóss þar sem
Guðbrandur gerðist sýslumaður Húnvetn-
inga en hann var þingmaður Akureyringa
frá 1931-37 og fulltrúi bæjarfógeta á Akur-
eyri áður en hann fór til Blönduóss. Jón
útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akur-
eyri árið 1946 og þaðan lá leiðin í lögfræði
við Háskóla íslands. Jón lauk kandídats-
prófi í lögfræði 1950 og eftir það var hann
einn vetur í Lundúnaháskóla, „svona til að
sjá heiminn,“ eins og Jón orðaði það.
Undir stjórn feðganna í 60 ár
Á menntaskólaárunum vann Jón á Hjalteyri
við síldarvinnslu en þegar hann fór í lög-
fræðinámið vann hann á sumrin á sýsluskrif-
stofunni á Blönduósi. Eftir ársdvöl í
London gerðist Jón fulltrúi sýslumanns á
Blönduósi, þ.e. föður síns, og tók svo við af
honum í ársbyrjun 1961. Jón hefur því setið
rúm 30 ár í stóli sýslumanns og samtals hafa
þeir feðgar vermt stólinn í tæp 60 ár. „Hún-
vetningar hafa verið undir okkar stjórn í 60
ár og eins og þú sérð þá gengur allt í sóman-
um,“ sagði Jón með bros á vör og óneitan-
lega örlaði fyrir stolti í röddinni.
- Af hverju valdirðu lögfræðina?
„Menn spyrja stundum að þessu alveg
eins og hálfgerðir kálfar. Það var ekkert um
svo marga kosti að velja. Árið 1946 var
mjög erfitt að fara út til náms og þótti ekki
álitlegt. Ég hafði t.d. áhuga á að læra nátt-
úrufræði og hefði farið til einhverra Norður-
landanna en það var bara ekki álitlegt. Ég
varð stúdent 22ja ára sem þótti gamalt þá.
Námið var hrein og klár vinna og þá voru
námslán ekki komin til sögunnar. Það var
ákaflega erfitt að framfleyta sér. Við urðum
að vinna með náminu og margir unnu sér
inn pening með því að skrifa þingskriftir.“
Get ekki gert öllum til hæfis
- Ertu ánægður með árin þrjátíu í sýslu-
mannsstarfinu og hafa Húnvetningar verið
löghlýðnir borgarar?
„Mér hefur liðið vel hér en vilja ekki allir
gera eitthvað betur? Maður hefur kannski
ekki afkastað nógu. Ég er t.d. áhugamaður
um skógrækt. Við tjaldstæðið á Blönduósi
byrjaði ég að planta nokkrum plöntum fyrir
um 40 árum síðan. Ég er viss um að eftir
svona 20-30 ár mun fólk ásaka okkur fyrir
hvað við höfum verið léleg að planta út.
Húnvetningar hafa verið löghlýðnir og ég
hef ekkert undan þeim að kvarta. Hitt er
annað mál að um 95% þeirra sem ég
umgengst er ósköp vel vært þó eitthvað fari
úrskeiðis. Ég þarf að taka margar erfiðar
ákvarðanir og í mörgum tilvikum er
nákvæmlega sama hvað ég segi og geri, það
er jafn umdeilt hvort sem er. Sem dæmi
nefni ég þegar ég stöðvaði ólöglegan upp-
rekstur hrossa á Grímstunguheiði. Ég hefði
verið skammaður hefði ég ekki látið stöðva
hann og þar sem ég gerði það var ég
skammaður af þeim sem ég stöðvaði. Mín
staða í þjóðfélaginu er þannig að ég get ekki
gert öllum til hæfis. Þetta á við alla sem
skipa stöðu þar sem verður að taka afstöðu
af eða á. Ég nefni sem dæmi kaupfélags-
stjóra KEA, en kaupfélagið er mikið veldi
útaf fyrir sig. Hann þarf í mörgum tilfellum
að taka afstöðu sem ekki eru allir hrifnir af.
Þeir sem kjósa sér svona störf verða bara að
taka þessu og lifa með því.“
Ber virðingu fyrir þeim sem vilja
halda sínum rétti
- Finnst þér virðing fólks gagnvart lögum
hafa breyst til hins betra eða verra í gegnum
tíðina?
„í mörgum tilvikum tekur fólk miklu
meira tillit til laga og reglna heldur en hér
áður fyrr. Ágætt dæmi um það er þegar ung-
ur bóndi í Víðidalnum, sem ég þekki, var
tekinn fyrir handalögmál á balli. Ég tók
hann fyrir og hann sagði: „Þetta er alveg
rétt hjá þér. Hér áður mátti maður haga sér
eins og maður vildi en nú er farið að skipta
sér af því.“ Hann viðurkenndi brot sitt og
svona er þetta. Menn eru farnir að virða
umferðarreglur og mér finnst t.d. umferðin
í Reykjavík vera orðin tillitssamari en áður
svo ég minnist nú ekki á flautið þegar Reyk-
víkingar sáu utanbæjarnúmer. Yfirleitt er
fólk orðiö kurteisara og kemur prúðmann-
lega fram.“
Næst bað ég Jón að rifja upp eftirminnileg
og skemmtileg mál sem hafa komið á borðið
hjá honum og sagðist Jón ekki muna eftir
neinum sérstökum málum. „Mörg mál tala
ég ekkert um því það sem kemur inn á borð
til mín kemur engum öðrum við. En vitan-
lega hafa mörg eftirminnileg mál komið
upp, bæði hláleg og sorgleg og allt þar á
milli,“ sagði Jón. Ég gat ekki stillt mig um
að minna Jón á viðskipti hans og Björns
Pálssonar, bónda á Löngumýri, í frægum
málum á borð við deiluna um Löngumýrar-
Skjónu í kringum 1970. Jón vildi gera lítið
úr viðskiptum sínum við Björn bónda en
sagði þó þetta: „Viðureignir okkar voru
básúnaðar út. Björn var ávallt stór í sniðum
og kunni ekki við að láta hlut sinn fyrr en í
fulla hnefana. Ef hann taldi sig fara með rétt
mál þá vildi hann fá úr því skorið. Ég ber
virðingu fyrir þeim mönnum sem vilja halda
sínum rétti.“
Fer eftir þeim lögum og reglum
sem mér eru fengin
- Nú ert þú þekktur fyrir að standa á þínu
og láta yfirvaídið fyrir sunnan ekki segja þér
fyrir verkum.
„Ég er ekkert þekktur fyrir það, því hver
lætur segja sér fyrir verkum? Ég fer bara
eftir þeim lögum og reglum sem mér eru
fengin. Mér dettur ekki í hug að hlaupa eftir'
einhverju ímynduðu sem menn lýsa yfir án
þess að þeir geri sér grein fyrir hvað þeir eru
að tala um. Við sem erum á staðnum þekkj-
uin aðstæður miklu betur heldur en menn
sem hafa heyrt eitthvað af afspurn eftir mis-
jafnlega góðum fréttum. í sambandi við
Húnavershátíðirnar þá innheimti ég sölu-
skatt 1989. Skattayfirvöld breyttu ekki þess-:
ari ákvörðun, ekki heldur í fyrra, 1990, en
þá innheimti ég ekki virðisaukaskatt. Og ég
hefi ekki trú á að þau breyti ákvörðun minni
nú því engar nýjar reglur hafa komið.“
- Ertu sáttur við dómskerfið og þau lög
sem við eigum að fara eftir?
„Ég er sáttur við það eins og dómskerfið
verður eftir breytingar. Flestallir lög-
fræðingar eru sammála um að það sé ekki
eðlilegt að sami maðurinn rannsaki málin og
dæmi þau. En þá á dómsvaldið bara að vera
dómsvald og framkvæmdavald bara fram-
kvæmdavald en ekki byrja á því, eins og nú
virðist vera, að blanda þeim saman. Ég á
þar t.d. við skiptalögin. það er eins og verið
sé að láta lögfræðinga bara hafa nóg að
gera.“
Okkur vantar sjálfstæöa og
sterkefnaöa íslenska bændur
Jón var sammála því að stjórnkerfið geti
verið svifaseint og mörg lagaákvæði væru
fyrir löngu orðin úrelt. „Núna er loksins far-
ið að hrista upp í þessum lögum. Þar er m.a.
ákvæði uin bann við héraveiðum sem voru
sett í kringum 1930 þegar átti að flytja inn
héra. Það er sama hvaða reglur þú setur og
hversu strangar þær eru, alltaf eru einhverj-
ir sem finna srnugu."
Nú fannst mér kominn tími til að snúa
spjallinu frá lögum og reglum og víkja að
öðrum málum. Fyrst var það pólitíkin sem
var til umræðu og sýslumaðurinn var spurð-
ur hvort hann fylgdist með landspólitíkinni.
Jón játti því og furðaði sig á spurningunni.
„Auðvitað fylgist ég með, heldurðu að ég sé
orðinn eitthvert gamalmenni," spurði Jón og
sló á létta strengi. En hvað finnst Jóni um
frammistöðu stjórnarherranna?
„Fram að þessu hafa þeir staðið sig sæmi-
lega. En það á að ganga miklu lengra og
byrja á því að gefa landbúnaðinn alveg
frjálsan og sjávarútveginn líka. Þetta er mín
persónulega skoðun en landbúnaður verður
aldrei landbúnaður fyrr en hann fær að vera
frjáls. En vel að merkja, á meðan landbún-
aður er greiddur niður annars staðar þá
verður hann líka að vera greiddur niður hér
á íslandi. Eins og málin eru núna þá stefnir
í eyðileggingu á bændastéttinni. Eftir verða
bara skussar sem leita til kaupfélagsins og
ríkisvaldsins um alla skapaða hluti. Okkur
vantar sjálfstæða og sterkefnaða íslenska
Laugardagur 31. ágúst 1991 - DAGUR - 11
Jón Isberg við málverk sem Baltasar málaði af honum. Jón fékk málverkið í afmælisgjöf frá Blönduóssbæ í tilefni 60 ára afniælisins fyrir sjö árum.
bændur sem geta sagt sína meiningu og þora
að standa við hana.“
Leiðinlegt að fá rýtingsstungu
í bakið frá samflokksmönnum
Jón hefur afrekað að sitja á þingi í nokkra
daga árið 1967 sem varaþingmaður Sjálf-
stæðisflokksins. Þegar einmenningskjör-
dæmi voru við lýði fór Jón í framboð 1953
og 1956 en komst ekki að þó litlu hefði
munað í fyrra skiptið. Annars var að heyra
á Jóni að hann ætti erfitt með að rifja upp
kynni sín af Sjálfstæðisflokknum. Fljótlega
kom í ljós af hverju. Hann var látinn víkja
fyrir Pálma Jónssyni Pálmasonar á Akri og
segir að þar hafi verið farið undir fötin við
sig. „Mér finnst allt í lagi að falla í kosning-
um, það er ekki nema heiðarlegt. En mér
finnst sérstaklega leiðinlegt að fá rýtings-
stungu í bakið frá samflokksmönnum sínum
þegar maður hefur unnið vel fyrir flokkinn
allan tímann, alveg sama við hvaða flokk
það er. Innanflokksátök eru ákaflega erfið
og gróa seint, ganga jafnvel ættlið eftir
ættlið.“
Jón sat í hreppsnefnd Blönduóss frá 1958
til 1982, eða í nær aldarfjórðung, og var þar
af oddviti í 10 ár. Þá sat Jón í sýslunefnd frá
1961 þar til hún var lögð niður á síðasta ári
í stað héraðsnefndar. „Eitt get ég sagt þér.
Allan þann tíma sem ég sat í sýslunefnd þá
komu aldrei upp pólitísk átök þrátt fyrir
marga harða og pólitíska nefndarmenn. Ég
man eftir því einu sinni þegar var vinstri
stjórn í landinu og leitað var eftir umsögn á
frumvarpi, sem að mínu mati jaðraði við
fínan sósíalisma. Þá sagði einn sýslu-
nefndarmanna: „Ég ætla að biðja alla
vinstrimenn að koma út.“ Þá sagði einn
góður bóndi og traustur framsóknarmaður:
„Ja, þú verður að orða þetta einhvern veg-
inn öðruvísi ef þú ætlar að fá inig til að
koma út.“
Menn verða að mennta sig til að
komast áfram
Hér á undan kom fram að Jón hefur mikinn
áhuga fyrir skógrækt. Annað áhugamál má
nefna en það er búskapur. Jón hefur stund-
að búskap í hjáverkum á nýbýlinu Laxholti,
skammt frá Blönduósi, og mest verið með
96 kindur á fóðrum. Á Laxholti er Jón með
útihús og einnig búinn að byggja þar sumar-
bústað. Aðspurður sagðist Jón ekki hafa
verið í vandræðum með að eyða frítímanum
og helst þyrfti dagurinn að vera lengri. Þar
sem styttist í lok sýslumannsferils Jóns hefur
hann hafið byggingu á íbúðarhúsi sem hann
flytur í úr sýslumannshúsinu og hefur Jón
byggt húsið að mestu leyti sjálfur. í gamni
sagðist Jón hætta þegar húsið væri tilbúið.
„Eg kvíði ekkert fyrir því að hætta sem
sýslumaður, ég hef næg áhugamál og er ekki
orðinn forneskjulegur þannig.“
Jón er giftur Þórhildi Guðjónsdóttur og
Texti og mynd:
Björn Jóhann Björnsson.
eiga þau sex uppkomin börn, fimm syni og
eina dóttur. Þau eru Arngrímur, sakadóm-
ari í Reykjavík, Eggert, tæknifræðingur og
framkvæmdastjóri á Blönduósi, Guðbrand-
ur, prentari í Reykjavík, Guðjón, stærð-
fræðingur og hagfræðingur í Reykjavík, Jón
Ólafur, sagnfræðingur í Reykjavík, og Nína
Rós, mannfræðingur. Eins og sjá má af
þessari upptalningu hefur „aðeins“ eitt
barnanna farið í lögfræðina og Jón var
spurður hvort hann hefði ekki reynt að hafa
meiri áhrif þar á. „Nei, það þýðir ekkert að
hafa áhrif en eins og aðrir foreldrar þá lætur
maður krakkana læra eitthvað. Það er sama
hvort það er til munns eða handar, menn
verða að mennta sig til að komast áfram."
Þar sem ég er nú Skagtiröingur pa varö ég
að spyrja sýslumann Húnvetninga hvernig
honum hefði líkað vistin við hliðina á okkur
í gegnum tíðina. Jón hafði ekkert undan
Skagfirðingum að kvarta. „Milli okkar
sýslumannanna, fyrst Jóhanns Salbergs og
nú Halldórs. hefur verið rnjög gott sam-
komulag. Ég veit ekki betur en það sé líka
góð samvinna á milli lögreglumannanna.
Mér líkar ágætlega við Skagfirðinga og mín
samskipti við þá hafa gengið vel. Ég nefni
t.d. samvinnu á milli héraðsskjalasafnanna
þar sem ég hef verið í forsvari fyrir Héraðs-
skjalasafn A-Húnvetninga.“
Landsbyggðarfólk á við eitt
vandamál að stríða
- Finnst þér að samskipti Húnvetninga og
Skagfirðinga mættu vera meiri?
„Vafalaust gæti svo verið en við úti á
landsbyggðinni eigum við eitt vandamál að
stríða. Ef eitthvað kemur upp þá erum við
að bítast um það alveg endalaust og menn
vilja gjarnan njóta þess sjálfir ef þeir detta
niður á eitthvað bitastætt.“
Það var kornið að lokum spjalls okkar
Jóns, a.m.k. var listinn minn tæmduren við
hefðum getað spjallað saman endalaust.
M.a. ræddum við um ritun sjálfsævisagna og
Jón minntist á að maður hefði haft samband
við sig í fyrra og haft áhuga á að rita ævisögu
hans. „Eg sagði við manninn að ég væri ekki
orðinn svo kalkaður ennþá. Ég er kannski
grobbinn en ekki orðinn kalkaður," sagði
sýslumaður Húnvetninga.
Eins og kom fram í inngangi viðtalsins var
ætlunin að fá fram aðra hlið á Jóni ísberg en
við erum vön í hans embætti. Vonandi eru
lesendur einhverju nær um manninn sem
stendur eins og klettur upp úr embættis-
mannaflóru landsins, flóru sem gerist æ lit-
lausari í hvert sinn sem menn á borð við
ísberg hætta störfum.