Dagur - 31.08.1991, Side 12

Dagur - 31.08.1991, Side 12
12 - DAGUR - Laugardagur 31. ágúst 1991 Matarkrókur „Grillréttir er kitla bragðlaukana“ - segir Ævar AustQörð Ævar Austfjörð, starfsmaður hjá Kjötiðnaðarstöð KEA, er í matarkrók blaðsins. Ævar er að lœra kjötiðn og hefur einnig mikinn áhuga fyrir allri matargerð. „Sumarið var með eindœmum gott. Að sögn kaupmanna hefur sala á úti- grillum af ýmsum gerðum aldrei verið meiri en í sumar. Pótt haustið sé að detta yfir okkur er ástœðulaust með öllu að pakka grillinu saman. Við eigum eftir að fá marga góða daga enn og því býð ég upp á þrjá grillrétti, þ.eforrétt, aðal- rétt og eftirrétt Hvítlauksristaður humar fyrir fjóra 16 humarhalar í skel 3-4 hvítlauksrif 1 stilkur steinselja 1 teskeið sítrónusafi 1 matskeið smjörvi Hvítlaukurinn saxaður mjög smátt ásamt steinseljunni. Hrært saman við smjörvann og sítrónusafann. Smurt á humar- inn og honum skellt á grillið. Athugið að skelin snúi niður. Piparsteik fyrir fjóra 4x200 g nautalundir grœnn pipar eftir smekk 150 g smjör + sœtt sinnep 1-2 matskeiðar salt og pipar Fjórar góðar bökunarkartöflur 180 g spergilkál 100 g ferskir sveppir Smjörið, sinnepið, saltið og piparinn hrært saman. Kartöfl- urnar hjúpaðar álpappír og sett- ar * kolin. Kálið soðið og sveppirnir steiktir. Græni pipar- inn mulinn og honum nuddað í kjötið. Grillað eftir smckk og borið fram með kartöflunum og kryddsmjörinu. Grillaðir bananar að hætti sælkerans Fjórir bananar í hýðinu Fjögur Pipp piparmyntu- súkkulaðistykki Bananarnir eru klofnir en þó ekki í gegn. Súkkulaðinu komið fyrir í rifunni og bananarnir grillaðir þar til súkkulaðið er bráðnað. „Þessir réttir eru ekki frum- samdir en þeir kitla bragðlauk- ana og ekki sakar að bera fram vín við hæfi,“ sagði Ævar Aust- fjörð og skorar á Hermann Brynjarsson, endurskoðanda, til að mæta í matarkrók að hálf- um mánuði liðnum. ój VÍSNAÞÁTTUR Jón Bjarnason frá Garðsvík Næstu vísur orti Teitur Hartmann Jónsson á Eski- firði: (F. 1890). Dóra. Djarfar ferðir, Dóra mín, í dimmu eru farnar. Mörg eru sporin mín til þín og margar hringingarnar. Ástin gerir augun blind, enda sjást ei gallar. Fyrir þinni fögru mynd fölna hinar allar. Ekki til sölu: Pó að aðrir selji sig og sumir okurverði tæla engar mútur mig. - Magabeltið herði. Pá koma heimagerðar vísur. (J.B.) Stakan er mér alltaf nær. Öðru burt hún ryður. Eina sem ég orti í gær ætti að skrifa niður. Bjargar engu. Bak við gleði gistir sorg. Gleymskan er til varnar. Bjargar engu að bera á torg beisku minningarnar. Byrði þín. Sérhver hefur sitt að bera, sýnilega, vinur minn, kemur þér það verst að vera vitrari en almúginn. Svona gengur það. Golan strýkur gluggann minn gómamjúkum höndum, hinumegin húsvegginn hamrar laus úr böndum. Pessu líka mannlífsmynd maður stundum lítur: Einum kastað er í vind, annar skjólsins nýtur. Bragi Björnsson frá Surts- stöðum kveður um hitt og annað. Gestaflugan: Hún um smugu innhlaup á afar dugleg puðar, glaðbeitt hugans glugga hjá gestaflugan suðar. Mannlífið: Hljóta á glöpum gálgafrest. Gæfu setja að veði þeir sem æfa og iðka mest óraunhæfa gleði. Getu vant á víð og dreif verður þekkingunni þegar lífsins lygi á sveif leggst með blekkingunni. Bragi kvað aldraður: Löng mér þykir þessi bið, það er standið auma að vera orðinn utan við iðju lífs og drauma. Egill Jónasson og Karl Sig- tryggsson á Húsavík áttu í gamanglettum. Egill kvað: Póttir iðin aflakló, ýmsra sviða manndóm barstu, að þér lið var oft á sjó en aldrei miðaglöggur varstu. Þegar Egill hlaut skáldastyrk án þess að hafa gefið út bók, kvað Karl: Mörg hafa skáldin vaðalsvirk vonir manna svikið. Egill þáði þagnarstyrk og þótti batna mikið. Egill svaraði: Af því hefur fjölmargt frést þótt fátt ég segi og ætli þér komi ekki best að aðrir þegi. Svar Karls: Pitt er víst að vaxa gengi, en vel má segja að þú værir lotulengi að læra að þegja. Næstu vísur orti Guðmundur Ágústsson bifreiðavirki í Reykjavík. Vorvísur: Nýja grassins nálina nartar lamba morið. Seytlar inn í sálina sólskinið og vorið. Vaknar gró og verður jurt, vappar kjói um flóa. Vellir spói vetur burt, verpir lóa í móa. Gleymska: Sveipast landið suddatrekk, sólina margur spyr um. Sumarið hjá garði gekk en gleymdi að berja að dyrum. Guðmundur Erlendsson bóndi að Hafrafelli í Reyk- hólahreppi kvað: Harða vorið 1949: Pótt við mér blaki veröld flá og vindar skaki lífs við stjá, taumum slaka ei má á - og ekki af baki detta má. Skuldirnar: Pað fylgir mér á banabeð bölvun sú án vafa að ég hangi alltaf með illan skuldaklafa. Hugleiðing: Margvísleg er mæða kífs. Mörg oft raunasporin. Mörgum þegni þessa lífs þröngur stakkur skorinn. Grímur Sigurðsson frá Jökulsá kvað næstu vísurnar tvær. Skýringar virðast óþarfar: Pegar burt þig bar í vor bærinn fannst mér snauður, en þú lést eftir þúsund spor og það var mikill auður. Út til þín mig eldflaug bar, aftur mátti venda. Venusstormar þutu þar, því tókst ekki að lenda. Magnús Gíslason á Vöglum unni víðáttum heiðanna: Margan seiðir mann að sér mörkin breið og hálsar, uppi á heiðum eru mér allar leiðir frjálsar. Margrét Rögnvaldsdóttir frá Réttarholti kvað: Æskan geymir yndi og fjör, oft er feimin lundin. Alltaf dreymin um sín kjör óskaheimi bundin. Ólafur Guðmundsson frá Húsey kvað uni gæðing sinn: Skurkaði á söndum skjaldan seinn, skeifnabönd vill losa mín þó höndin hafi ei neinn harðan vönd á Rosa. Næstu vísu kvað Ólafur Stefánsson, Borgarey: Sundur liðast sálarfley svart afryði og elli. Býst ég við í Borgarey ég blæju niður felli. Skáldkonan Ólína Jónasdótt- ir frá Fremri-Kotum kvað: Sigri hrósa fossaföll fram við ósarætur. Vill sér kjósa völdin öll vor með ljósar nætur. Pálmi Sveinsson frá Reykja- völlum kvað á hestbaki: Lands um svæði læt ég hest lina mæðuslögin. Gleði og næði gefa best gömlu kvæðalögin. Þessa frábæru vísu kvað Pét- ur Hannesson á Sauðárkróki: Öldur brunnu um ægis hlað eld við sunnu rauðan. Fjallkonunnar fótum að frjálsar runnu í dauðann. Pétur Jónasson frá Syðri- Brekkum kvað: Veikri fjólu veitir mátt, vermir hól og rinda þegar sól og sunnanátt signir stólinn Tinda. Þessa vísu mun Karl Ágústs- son hafa kveðið þá blöðin voru færri en nú: Herfilegt er Moggans mont, mögnuð Tímans lýgi. Alþýðublaðið verra en vont og Vísir í gáfnafríi. Svo bar við á liðnu hausti að maður hrasaði á votu laufi á götunni og féll. Þá orti starfs- bróðir hans: Ýmis slys sér eiga stað er það gamla sagan. Hilmir féll á fíkjublað flatur beint á magann. Það má kallast skratti skrýtið, skýringu ég enga kann. Hvernig getur laufblað lítið lagt að velli heilan mann? Pví við gefa hollráð hljótum - höfum séð af slysum nóg - að ganga bara á fjórum fótum fari hann í Kjarnaskóg.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.