Dagur - 31.08.1991, Side 13
Laugardagur 31. ágúst 1991 - DAGUR - 13
t-
I
Af erlendum vettvangi
Hvað farast margir
í umferðarslysum?
Flesta daga lesum við í blöðum
fréttir af umferðarslysum, og
fregnir af þeim klingja í eyrum,
þegar hlustað er á útvarp eða
horft á sjónvarp. Hvað skyldu
það vera margir á ári, sem missa
lífið í öllum þessum slysum, bæði
þeim, sem við heyrum af, og
þeim, sem hvergi er getið.
Skýrslugerð um umferðarslys er
sjálfsagt mismunandi nákvæm í
hinum ýmsu löndum jarðar og
hætt við að víða komi ekki allt
fram. Og ótaldir eru allir þeir,
sem slasast en halda þó lífi. Millj-
ónir búa við örkuml ævilangt og
víða verður allt líf þeirra sam-
felld sorgarsaga.
Samkvæmt opinberum skýrsl-
um fórust 393.000 manns í
umferðarslysum árið 1989 og
skiptast þannig eftir heimsálfum:
Evrópa 119.549 dánir, Ameríka
78.482, Asía 141.458, Afríka
49.307 og Ástralía 3.676. Talið
er, að 8.3 milljónir manna hafi á
sama ári hlotið beinbrot eða aðra
alvarlega áverka af völdum um-
ferðarinnar. Víst er, að allar
þessar tölur eru fremur of lágar
en háar.
Og ótalinn er allur sá fjöldi
dýra, sem verður umferðinni að
bráð. Þau eru margfalt fleiri en
Árið 1989 fórust 393 þúsund manns
í umferðarslysum. Það eru 1077 á
dag. Og tala slasaðra margföld.
mennirnir.
Vélknúin farartæki hafa marga
kosti, en þau taka sinn toll. Lífið
er oft lagt að veði.
(Byggt á Fakta 5/91. - i>.J.)
KristaJl eitrar drykkina
Vísindamenn við læknadeild
Columbia-háskólans í Bandaríkj-
unum hafa sýnt fram á, að menn
eiga á hættu að verða fyrir blý-
eitrun ef vín eða sterkir drykkir
er geymt í fínum flöskum úr
kristal sem inniheldur blý.
Eftir aðeins fjögurra mánaða
geymslu í kristalsborðflösku
hafði blýinnihald í portvíni aukist
úr 89 í 5331 þúsundustu úr milli-
grammi í lítra. Koníak, sem
geymt var í gamalli borðflösku
frá því áður en almennt var farið
að nota blý við glerframleiðslu,
innihélt aftur á móti aðeins 68
þúsundustu úr milligrammi af
blýi í lítra eftir heilt ár.
í Englandi er ekki leyfilegt að
meira en 50 þúsundustu úr milli-
grammi af blýi séu í hverjum lítra
drykkjarvatns. í Bandaríkjunum
hafa yfirvöld lagt til, að mörkin
verði lækkuð niður í 15 þúsund-
ustu úr milligrammi í lítra.
Það er ávaxtasýran í víni og
sterkum drykkjum sem dregur til
sín blýoxíð, sem glerfram-
leiðendur blanda í sandinn og
pottöskuna þegar framleiða á
gæðavöru.
Vísindamennirnir komust einnig
að því, að vín getur dregið til sín
blý úr venjulegu kristalsglasi.
Hættan af blýeitrun af þeim sök-
um telst þó miklu minni en þegar
flöskurnar eiga í hlut, því að vín
eða sterkir drykkir standa sjaldn-
ast svo lengi í glasi að hætta sé á
„Fínir" drykkjusiðir, þar sem vinið
er borið fram í dýrum kristalsflösk-
um, geta verið heilsunni hættulegir.
Vínandi dregur til sín blý úr krist-
alnum á ótrúlega skömmum tíma.
að blýinnihaldið fari yfir hættu-
mörk.
(Fakta 5/91. - Þ.J.)
Vogar
Sveitasæla og rómantík!
Með ys og þys stórborgarinnar
innan seilingar.
Vogar eru miðsvæðis milli Hafnarfjarðar
(20 mín. akstur) og Keflavíkur
(10 mín. akstur).
Til sölu:
Tvær íbúöir ásamt bílskúrum í fallegu parhúsi.
Hvor íbúð er 96 fm, þ.e. 3-4 herb. (sólstofa)
auk 30 fm bílskúrs. Húsinu veröur skilaö fullbúnu
aö utan, aö innan frágengiö holræsi og
vélslípuð gólfplata. Afhending fljótlega.
Verð kr. 4.950.000.
Einnig tvær íbúðir í parhúsa-þyrpingu meö
bílskúrsrétti. Hvor íbúð er 76 fm, 3 herb. (sólstofa).
Húsinu verður skilaö fullbúnu aö utan,
að innan frágengiö holræsi og vélslípuð gólfplata.
Afhending fljótlega.
Verð aðeins kr. 3.100.000.
Vogaverk hf.
Sími 92-46747 eftir kl. 20.