Dagur - 07.09.1991, Síða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 7. september 1991
Fréttir
„Nei, hestfolaldið er ekki falt fyrir nokkurn pening. Þið verðið að átta ykkur á að móðirin er Sokka 4916. Sokka
er 26 vetra og að vori keniur hún með þrettánda folahlið. Sá litli verður þekktur kynbótahestur, ég er þess viss af
draumum,“ sagði Ásgeir Yaldimarsson eigandi Sokku, en Sokka er móðir þess þekkta gæðings Jörva frá Ákureyri.
Mynd: Golli
Iðnþróunarfélag Eyjaflarðar:
Konur í fyrirtæk j arekstri
fá aðstoð markaðsfræðings
Skagastrandarhöfn:
Grjótakstri
að ljúka
- byrjað á þili
eftir helgi
Grjótakstri í kjarna hafnar-
garðs og brimvörn við höfnina
á Skagaströnd lýkur í dag.
Samkvæmt verksamningi eru
búnir að fara í verkið 17.066
rúmmetrar eða rúmlega 51
þús. tonn af grjóti, en verktaki
var V. Brynjólfsson sf. á Skaga-
strönd.
Grjótið var tekið í nýrri námu
þar sem kallast Hvammskots-
bruni og voru fjórir til sex vöru-
bílar í akstrinum. Að sögn
Magnúsar B. Jónssonar, sveitar-
stjóra, gengu grjótflutningarnir
ágætlega og nú eftir helgi verður
byrjað að undirbúa það að stálþil
verði rekið niður við hafnargarð-
inn. Dýpkunarfélagið hf. mun
koma með tæki til að grafa rás
fyrir þilið, en hamar til að reka
það niður verður fenginn hjá
Hafnamálastofnun.
Magnús segir að hafnaraðstæð-
ur batni töluvert á Skagaströnd
eftir þessar framkvæmdir og sér-
staklega sé gott að fá brimvörn-
ina þar sem hún verndar höfnina
fyrir úthafsöldunni sem komið
hefur inn yfir hafnargarðinn.
SBG
Alexandersflugvöllur:
Bygging tækja-
og vélageymslu
í vikunni var gengið frá samn-
ingi milli flugmálastjórnar og
Trésmiðjunnar Borgar hf. á
Sauðárkróki vegna byggingar á
rúmlega 300 fermetra tækja-
og vélageymslu á Alexanders-
flugvelli.
Að sögn Jóhanns Jónssonar
hjá flugmálastjórn, var Trésmiðj-
an Borg hf. lægstbjóðandi í lok-
uðu útboði sem fram fór á Sauð-
árkróki vegna verksins.
Ekkert almennilegt geymslu-
húsnæði er fyrir tæki og vélar á
Alexandersflugvelli og segir
Jóhann að með tilkomu hins nýja
húss, sem á að verða risið á næsta
ári, verði fyrst hægt að auka við
tækjakost ,á vellinum. Þau tæki
sem eru til á flugvellinum í dag
eru lítið annað en snjóblásari og
slökkvibifreið og hafa þau verið
geymd í skúr á vellinum og leigu-
húsnæði. SBG
Aðalfundur Stéttarsambands
bænda lýsti alvarlegum áhyggj-
um með þróun viðræðna um
hið Evrópska efnahagssvæði
og hafnar algjörlega samning-
um í þeim farvegi er þeir voru
í þegar upp úr þeim slitnaði.
Fundurinn benti á að þeir
fyrirvarar, sem settir voru af
hálfu íslands hafi fallið hver af
öðrum. Nú stefni í að væntan-
legur samningur, ef hann næst
á komandi hausti, þjóni ein-
ungis þeim þjóðum sem eru
innan vébanda Evrópubanda-
Fyrirtækjarekstur kvenna fær
nú sérstaka meðhöndlun hjá
Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar
eftir að Elín Antonsdóttir,
markaösfræðingur, var ráðin í
tímabundið verkefni þar að
lútandi. Iðnþróunarfélagið
sótti um og fékk hluta af 15
milljóna króna styrk sem fé-
lagsmálaráðuneytið veitti til að
efla atvinnuþátttöku kvenna á
landsbyggðinni.
Elín hóf störf um miðjan
ágústmánuð og sagði hún í sam-
tali við Dag að sér væri ætlað að
„Þetta er annað árið í röð sem
eldri borgarar úr Hafnarfirði
eru hjá okkur síðustu viku
sumarsins svo segja má að fólk
sé farið að þekkjast og það er
mjög glatt á hjalla þegar
Blönduósingarnir mæta
hingað,“ segir Þór Ragnars-
son, hótelstjóri á Edduhótel-
inu að Húnavöllum.
Þór og kona hans Sigríður Sig-
mundsdóttir eru búin að reka
hótelið að Húnavöllum sl. fimm
sumur og árið 1989 fengu þau
lagsins.
Fundurinn varaði sérstaklega
við rýmkun á reglum um eignar-
hald á landi, reglum um innflutn-
ing á garð- og gróðurhúsaafurð-
um og í ályktun segir að bókun II
í drögum að samningi þar að lút-
andi gangi þvert á búvörulögin og
einnig nýgerðan búvörusamning.
Fundurinn ályktaði að fari svo að
samningsgerð haldi áfram verði
algjört skilyrði að landbúnaðar-
ráðuneytið hafi forystu á hendi
varðandi málefni landbúnaðarins
og að fullnægjandi fyrirvarar um
eignarhald á landi, heilbrigðis-
fylgjast með og aðstoða konur í
fyrirtækjarekstri á Eyjafjarðar-
svæðinu, en þetta sérstaka átaks-
verkefni myndi standa yfir í sex
mánuði.
„Það var haft samband við
konur sem höfðu verið á nám-
skeiði hjá Brjótum múrana fyrir
nokkrum árum og spurst fyrir um
hvernig gengi hjá þeim í atvinnu-
rekstri. Niðurstaðan var sú að
helsti flöskuhálsinn virtist vera
sölu- og markaðsmál og þess
vegna var markaðsfræðingur ráð-
inn í verkefnið. Þennan hálfa
mánuð sem ég hef gegnt starfinu
fyrsta hópinn af eldri borgurum
til vikugistingar síðustu viku
sumarsins. í fyrra kom síðan
hópur eldri borgara úr Hafnar-
firði og þau voru svo ánægð með
gistinguna þá, að flest komu aftur
í ár. Sú hefð er að komast á að
eldri borgarar á Blönduósi bjóða
hópnum á Húnavöllum í heim-
sókn til sín eina kvöldstund og
fara svo sjálf í kaffi og á dansleik
að Húnavöllum laugardagskvöld-
ið áður en hópurinn fer suður
aftur. Að sögn Þórs lukkaðist
þetta vel í ár og mikið fjör sl.
kröfur og innflutningsvernd verði
tekin upp.
Þá benti aðalfundur Stéttar-
sambands bænda á að íslendingar
flytji eins og er inn allt aö helm-
ingi þeirra landbúnaðarvara sem
neytt er í landinu og sé það eitt
hæsta hlutfall innflutnings þess-
ara vörutegunda sem þekkist í
Evrópu. Fundurinn taldi að með
því sé gengið mjög langt til móts
við þau sjónarmið er vilji sem
frjálsust viðskipti með landbún-
aðarafurðir. Fundurinn benti
einnig á að til þess að unnt verði
að bera saman verðlag á land-
hef ég skrifað bæjar- og sveitar-
félögum bréf til að fá upplýsingar
um fyrirtæki kvenna og einnig er
ég byrjuð að hafa samband við
fyrirtæki,“ sagði Elín.
Hún sagðist í upphafi leggja
áherslu á framleiðslufyrirtæki,
enda kvennafyrirtæki mjög mörg
á svæðinu, sérstaklega á sviði
þjónustu, og ekki víst að tíminn
nægði til að sinna þeim öllum.
„En auðvitað eru allar konur sem
eru í einhverjum rekstri vel-
komnar til mín og allar hug-
myndir vel þegnar,“ sagði Elín.
laugardagskvöld þar sem dansað
var við undirleik harmonika og
orgels. Hafnfirðingarnir höfðu
einnig haft danskennslu á hverj-
um morgni áður en lagt var í
skoðunarferðir svo fótamenntin
var í góðu lagi.
Þór segist búast við að áfram-
hald verði á slíkum eldri borgara-
vikum að Húnavöllum, en segir
að Hafnfirðingarnir komi því
miður ekki á næsta ári þar sem
þeir séu búnir að skoða sig svo veí
um á svæðinu. SBG
búnaðarvörum á íslandi og í öðr-
um löndum af einhverri sanngirni
verði að gera þá kröfu til stjórn-
valda að landbúnaðurinn hér á
landi sitji við sama borð og ann-
arsstaðar hvað varðar álagningu
gjalda. f því sambandi er minnt á
aðstöðugjald, sem hvergi þekkist
í þeirri mynd sem það er í hér á
landi, tryggingagjald og síðast en
ekki síst virðisaukaskatt á inn-
lend matvæli. í>á búi íslenskur
landbúnaður einnig við rnikið
verri kjör til fjármögnunar en
bændur í nágrannalöndum þurfi
að sætta sig við. Þ.I.
■ Bæjarráð hefur ákveðiö að
leita samþykkis Vegagerðar
ríkisins á því að Strandvegur
verði tekinn í tölu þjóðvega (
þéttbýli vegna breyttra
aðstæðna.
■ Bæjarráð hefur samþykkt
að fela bæjarstjóra að ganga til
samnínga við Rúnar Gíslason
um skólaakstur veturinn ’91-
92.
■ Bæjarráð hefur samþykkt
að hækka styrk til Umf.
Tindastóls á árinu 1991, um
kr. 200.000.-. Áður hafði
íþróttaráð samþykkt hækkun-
iná ogverður styrkur til félags-
ins á árinu því kr. 1.520.000.-.
■ Bæjarráði hefur borist bréf
frá Bílaklúbbi Skagafjarðar.
þar sem þökkuð er aðstoð við
framkvæmd rallýs þann 27.
júlí sl.
■ Bygginganefnd fjallaði á
fundi sínum nýlega urn skipu-
lag við Flæðigerði. Árni Ragn-
arsson arkitekt lagði fram
umræðutillögu að skipulagi
hesthúsasvæðis við Flæði-
gerði. Bygginganefnd sam-
þykkir framkomnar hugmynd-
ir og felur Árna að vinna
áfram að málinu.
■ íþróttaráði hefur borist
erindi frá körfuknattleiksdeild
Tindastóls, þar sem óskað er
levfis til að setja auglýsingu á
suðurgafl íþróttahúss aö utan-
verðu. Einnig er sótt um leyfi
til að setja auglýsingar á
körfuspjöld og gólf íþrótta-
vallar. íþróttaráð samþykkir
þessá framkvæntd fyrir sitt
leyti en felur húsverði að ræða
þessi mál nánar við deildina.
■ Umferðarnefnd fjallaði um
gangstíga f Hlíðahverfi á fundi
sínum fyrir skömmu. Á fund-
inn mætti Guðmundur Ragn-
arsson byggingafulltrúi. Sam-
þykkt var að göngustígur liggi
upp Batavég austan bóknáms-
húss, yfir Spítalaveg og upp
opna svæðið sunnan Spítala-
vegar, suður fyrir gatnamót
Sæmundarhlíðar og Sauðár-
hlíðar, samkvæmt nánari
útfærslu byggingafulltrúa.
Gangbraut verður sett á Sæm-
undarhlíð sunnan gatnamót-
anna. Einnig verður sett
gangbraut þar sem göngustíg-
ur fer yfir Spítalaveg. Með-
fram göngustígnum skulu sett
ljós og lýsing skal sett yfir
gangbrautina á Sæmundar-
hlíð.
■ Húsnæðisnefnd telur að
stöðug eftirspurn eftir félags-
legum íbúðum staðfesti að
þörfin fyrir slíkar íbúðir er
mjög knýjandi í bænum. Því
harmar nefndin þá afstöðu
húsnæðisstofnunar að synja
umsókn um framkvæmdalán
til nýs byggingaráfanga. Þá
átelur nefndin þau vinnubrögð
að afgreiðsla á umsóknum
skuli ekki liggja fyrir fyrr en
komið er fram yfir mitt ár og
skorar á stofnunina að breyta
þeim á þann veg að afstaða til
umsókna liggi fyrir i tíma og
ekki síðar en um áramót.
■ Húsnæöisncfnd hcfur sam-
þykkt að hafist verði handa
um að gera könnun á þörf fyrir
félagslegar íbúðir á Sauðár-
króki og verði henni lokið eigi
síðar en 15. sept. n.k.
Aðalfundur Stéttarsambands bænda:
Hafiiar algjörlega drögum að sammngum um EES
- langt frá því að íslenskur landbúnaður sitji við sama borð og í nágrannalöndunum
ss
Edduhótelið Húnavöflum:
Eldri borgarar blanda geði