Dagur - 07.09.1991, Page 5

Dagur - 07.09.1991, Page 5
Laugardagur 7. september 1991 - DAGUR - 5 EFST í HUGA Óskar Þór Halldórsson á0\ \ Prövdu-áróöurinn heyrir sögunni til • • Onnumst allar útfaraskreytingar I }l<)malnísið Glerárgötu 28, síml 22551, Akureyri. i Útgefendur Þjóöviljans róa nú lífróður. Þeir segjast þurfa 2000 áskrifendur í þaö minnsta, að öörum kosti hætti blaðið að koma út. Fjárhagsþrengingar Þjóðvilj- ans eru ekki nýjar af nálinni. Til fjölda ára hafa eigend- ur blaðsins togað peninga upp úr vösum gömlu flokks- mannanna og á þeim grunni hefur boltinn haldið áfram að rúlla. Þetta er ekki hægt lengur. Gömlu flokksmönnunum fækkar og það sem meira er, þeir vilja ekki lengur leggja fjármuni í gamla blaðið sitt, þeir segja sem svo að það geti siglt sinn sjó. Þennan dvínandi áhuga gömlu allaballanna á Þjóð- viljanum tel ég að beri ekki síst að skoða í því Ijósi að fréttastefna eins og rekin er á þeim bæ heyrir sögunni til. Áróðursfréttamennska eins og birtist á fréttasíðum Þjóðviljans er löngu úrelt. Almenningur er einfaldlega ekki svo vitlaus að hann láti segja sér hvernig heimur- inn er á litinn. Hins vegar þyrstir almenning í upplýs- ingar, sem ekki eru matreiddar með pólitískum flokks- gleraugum. Ég set Alþýðublaðið og Tímann hiklaust undir sama hatt og Þjóðviljann að þessu leyti. Þessi blöð eru flokksblöð, sem matreiða fréttir með pólitískum for- merkjum. Þetta er alvond fréttamennska, sem þótti góðra gjalda verð fyrir nokkrum áratugum, en á ekki lengur að sjást á síðum íslenskra dagblaða. Austur í Sovét hefur áróðurnum meira að segja verið ýtt út af síðum Prövdu. Óvíst er með framtíð Þjóðviljans og nú er rætt um að Alþýðublaðið kunni að verða lagt niður. Fjárhags- staða Tímans hefur verið heldur döpur lengi og vart við því að búast að hún breytist til batnaðar á næst- unni. Þrengingar þessara blaða segja manni m.a. að fróðleiksþyrstur almenningur vill ekki pólitískt litaðar áróðursfréttir, hann vill réttar upplýsingar. Það er engin tilviljun að vegur Morgunblaðsins, DV og Dags hefur farið upp á við að undanförnu. Þessi blöð leggja öll áherslu á að flytja lesendum sínum „fréttir". Hins vegar er pólitíkusum, hvar í flokki sem þeir standa, opið að koma þar sínum hjartans skoðun- um á framfæri í vettvangsgreinum. Þannig eru þessi þrjú blöð vettvangur lýðræðislegrar umræðu. Fyrir síðustu alþingiskosningar tel ég að áðurnefnd þrjú dagblöð nafi staðist þá eldskírn að miðla fréttum til lesenda óháð öllum pólitískum línum. Svo vitnað sé til orða Ásgeirs Friðgeirssonar í fjölmiðlapistli í Morg- unblaðinu skömmu eftir alþingiskosningarnar, gaf kosningabaráttan sterkar vísbendingar um að Mogginn, DV og Dagur ætli sér nútíð og framtíð póli- tískt sjálfstæði, sem geri þeim kleift að sinna frum- skyldu allra góðra dagblaða, að að veita almenningi sannar og réttar upplýsingar. Þrátt fyrir að sinna þessari upplýsingaskyldu sinni hafa blöðin að sjálfsögðu rétt til þess að hafa sínar skoöanir. Þær koma fram i svokölluðum ritstjórnar- greinum og hafa ekkert með hlutlausan fréttaflutning blaðanna að gera. Til dæmis eru leiðarar DV tíðum nálægt stefnu Sjálfstæðisflokksins, enda íhaldsgen öðrum genum yfirsterkari i ritstjórum blaðsins, auk þess sem peningaöfl í Sjálfstæðisflokknum eiga DV. Skoðunum blaðsins er hins vegar ekki blandað saman við fréttaskrif og að því leyti stendur það undir frasan- um „frjálst og óháð“. Það er alltaf erfitt að spá í framtíðina. Ég hef þó grun um að innan ekki langs tíma verði hér fjögur dag- blöð á markaðnum. Morgunblaðið, DV, Dagur og nýtt dagblað með ritstjórn í Reykjavík. Þetta vill segja að ég tel að Þjóðviljinn, Tíminn og Alþýðublaðið hætti að koma út og í stað þeirra fæðist nýtt dagblað. Eigi það að hafa einhverja lífsmöguleika má það fyrir alla muni ekki vera tengt þeim þrem stjórnmálaflokkum sem standa að baki flokksblöðunum þrem. Það er pláss fyr- ir fjórða fréttablaðiö á íslenskum dagblaðamarkaði, það er ég viss um. Flokksblöðin hafa hins vegar sung- ið sinn svanasöng. Fjölmiðlar Þröstur Haraldsson Þegar hækka breytist í lækka - og öfugt Af einhverjum ástæðum snýst íslensk stjórn- málaumræða að langmestu leyti um tölur. Það er sífellt verið að fjasa um hagstærðir á borð viö fjárlagahalla, verðbólgustig, kostn- aðaráætlanir um alla skapaða hluti, en þeim mun minna um þaö sem er á bak við tölurnar. Gott dæmi um þetta er einmitt yfirstandandi fjáriagagerð. Þar var tilkynnt um þá ákvörðun ráðherra að stöðva ýmsar nýjungar í skóla- starfi í því skyni að spara fyrir ríkissjóð. Fyrr en varði var þaö gleymt og grafiö hvaö þessi niðurskuröur þýddi fyrir skólastarfið í landinu. Þess í stað var athyglinni beint aö því hvort innheimta ætti skólagjöld af nemendum. En þegar umræðan um skólagjöld hófst birtist annað einkenni á íslenskri stjórnmála- umræðu. í fyrstu var í fjölmiölum vitnað í hina og þessa sem gagnrýndu harðlega þær álög- ur sem þetta heföi í för með sér fyrir fjölskyld- urnar í landinu. Svo komu þungavigtarmenn- irnir í ráöuneytunum til skjalanna og sögðu aö í raun væri ekki veriö að auka álögurnar heldur draga úr þeim. Þannig væri nefnilega að skólarnir innheimtu nú þegar talsverðar fjárhæðir af nemendum sínum en ætlun ráð- herra væri einungis sú að samræma þessa innheimtu og setja þak á hana. Þaö er svo algengt í íslenskum fjölmiölum að stjórnmálamenn komast upp með að leika sér að tölum með þeim afleiðingum að eng- inn skilur upp né niöur í því hvað er rétt og hvaö er rangt. Almenningur missir áhugann og pólitíkusarnir fá frítt spil til þess að gera það sem þá lystir. Þarna bregðast fjölmiðlarnir eftirlitshlut- verki sínu. Ég vil nefna eitt velþekkt dæmi. í vor var kosiö til þings og þá deildu þingmenn um það hversu mikill fjárlagahallinn væri. Þessi umræða komst þó fyrst í algleyming aö lokinni stjórnarmyndun. Þá mættu þeir Davíð Oddsson og Friörik Sophusson daglega í fjölmiöla og í hvert sinn haföi hallinn sem fyrri stjórn skildi eftir sig aukist um ekki minna en milljarö. Þegar þeir voru komnir meö hallann á þriðja tug milljarða hélt Ólafur Ragnar blaðamannafund og mótmælti þessum út- reikningum ráðherranna, hallinn væri innan við fimm milljarða. Hann hafði varla sleppt oröinu þegar Ríkisendurskoöun birti tölur sem voru einhvers staðar á milli ráöherranna fyrrverandi og núverandi. Og gott ef embætt- ismenn fjármálaráðuneytisins voru ekki að bauka meö enn eina töluna. Þarna er verið að hringla með tölur á full- komlega ábyrgðarlausan hátt í skjóli þess að bókhaldsreglur eru afar sveigjanlegar og breytilegar. Þess vegna geta óprúttnir stjórn- málamenn sett fram „sína“ mynd af ástand- inu sem er ekki röng þótt hún stangist á við hinar þrjár útgáfurnar sem eru heldur ekki rangar. Þarna eiga fjölmiðlar aö grípa inn í og koma sér upp sínum eigin reglum um það hvernig hagstærðirskuli mældar. Það ætti aö vera tiltölulega auðvelt að fá að láni frá ná- grannalöndum okkar einhverja staöla. í flest- um siömenntuöum löndum eru til slíkar regl- ur, enda minnist ég þess ekki að hafa séö er- lenda stjórnmálamenn hnakkrífast um þaö hvort það sé halli á fjárlögum eöur ei, þeir ríf- ast frekar um það hvernig eigi að rétta bú- skapinn af. Svo eru til alþjóðlegir staölar sem stofnan- ir á borð við OECD nota. Það var beinlínis grátlegt aö horfa upp á þaö á sínum tíma þegar DV hamaðist við að véfengja þær reikniaðferðir sem OECD notar af þeirri einu ástæðu að þær leiddu f Ijós að íslendingar eru ekki eins skattpíndir og frjálshyggjuliðiö hefur haldið fram. Þaö er hlutverk fjölmiöla aö greiöa úr rugl- ingnum og halda stjórnmálamönnum við efn- iö. Þeir eiga ekki að komast upp með aö forö- ast málefnalega umræðu með því að halda uppi endalausu þjarki um keisarans skegg. Fjölmiölar eiga að sjá til þess aö stjórnmála- umræðan snúist um það sem máli skiptir en sé ekki innihaldslaus talnaleikur. Framsóknarfólk Húsavík Skrifstofa Framsóknarflokksins að Garð- arsbraut 5, 2. hæð, verður framvegis opin á laugardögum kl. 11-12 árdegis. Fyrsta sinni, að afloknu sumarleyfi, laugardaginn 14. september. Konur og karlar! Mætum og ræðum bæjar- málin, landsmálin og stofnfund Samtaka framsóknarkvenna í Norðurlandskjördæmi eystra, sem haldinn verður á Húsavík 21. sept. Kaffi á könnunni. Stjórn Framsóknarfélags Húsavíkur. Sveitarstjórnarmenn, forsvarsmenn fyrirtækja, félaga og stofnana Alþingismenn Norðurlandskjördæmis eystra verða til viðtals dagana 11.-14. september sem hér segir: Raufarhöfn, miðvikudag 11. september. Húsavík, fimmtudag 12. september. Akureyri, föstudag 13. september. oglaugardag 14. september. Þeir sem óska að nýta sér þetta hafi samband við skrifstofur Raufarhafnarhrepps, Húsavíkurbæjar eða Akureyrarbæjar eftir því sem við á og panti tíma eigi síðar en 10. september nk. Alþingismenn Norðurlandskjördæmis eystra.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.