Dagur - 07.09.1991, Síða 7

Dagur - 07.09.1991, Síða 7
Laugardagur 7. september 1991 - DAGUR - 7 SÖGUBROT Stefán Sæmundsson Baráttan um Suðurskautiö Eins og titill þessa sögubrots ber með sér er ég nú kominn óralangt frá norðlenskum skáldum og merkismönnum en þetta er aðeins tímabundið frávik, ekki stefnu- breyting. Þó má segja að hollt sé að láta andann stöku sinnum reika á fjarlægar slóðir og mér finnst tilvalið að minnast þess að 80 ár eru nú iiðin frá kapphlaupi Amundsens og Scotts um Suðurskautið, hetjudáð sem endaði með harmleik. Lát- um þá hugann reika og setjum okkur í við- eigandi stellingar. Tuttugasta öldin gengur í garð. Undan- farnar aldir hefur maðurinn lagt sig í líma við að afla sér meiri vitneskju um jörðina og sólkerfið og rökstyðja kenningar sem áður voru fram komnar. Stjörnur var skiljanlega aðeins hægt að rannsaka úr fjarlægð en um jörðina gátu menn ferðast, þvera og endilanga. Landkönnuðir héldu til þeirra svæða er merkt voru „Terra incognita" (óþekkt landsvæði) og smátt og smátt var að komast fullkomin mynd á jörðina okkar. Áður óbyggð lönd blómstr- uðu af lífi og framkvæmdum þegar 20. öld- in gægðist forvitin fram í dagsljósið. Rann- sóknarþörf mannsins varð því að beinast í annan farveg. Dýralíf og jarðlög urðu snar þáttur í athugunum manna, en brátt stefndi áhuginn í loft upp. Æ síðan hefur himingeimurinn verið freistandi fyrir þessa sterku hvöt okkar til könnunar nýrra landsvæða þar sem jörðin er nánast þurr- ausin. Samt sem áður bar 20. öldin í skauti sér jarðneska leyndardóma sem enginn maður hafði hróflað við. Pað voru skaut jarðar, Norður- og Suðurskautið, sem höfðu get- að spornað gegn allri átroðslu mannanna og stóðu því enn óspjölluð í byrjun aldar- innar. Þau voru rækilega varin ísgörðum og réðust að gestum með svo miklum stormi og ógnarfrosti að öllum atlögum var hrundið á brott. En þessir erfiðleikar stöppuðu bara stálinu í ofurhugana og þjóðarrembingurinn var mikill. Hér gilti öfug ungmennafélagshugsjón: Aðalmálið var að verða fyrstur. Amundsen og Scott undirbúa sig Norðmaðurinn Roald Amundsen var fæddur árið 1872 og var hann kominn af bændum og sjómönnum. Faðir hans var skipstjóri og ólst Roald upp við sjó- mennsku. Á tíma leit þó út fyrir að hann myndi leggja læknisfræði fyrir sig en eftir að hafa lesið bækur enska heimskautafar- ans John Franklins var framtíð hans mörkuð. Hann tók að æfa íþróttir og fór í glæfralegar ferðir um hálendi Noregs að vetrarlagi. Eftir að hafa innt herþjónustu af hendi réðist hann á skip og vann sig fljótlega upp í stýrimannastöðu. Þá fór hann að stefna að takmarki drauma sinna og sigldi m.a. til Suðuríshafsins og um Norðvesturleiðina svokölluðu. Robert Falcon Scott var fæddur árið 1868, breskur í húð og hár og má t.a.m. finna sagnaskáldið fræga, sir Walter Scott, í ættartölu hans. Scott stundaði sjóliðanám um borð í Brittaníu og hóf síðan feril sinn í sjóhernum og kleif þar upp metorðastig- ann. Segja má að árið 1887 hafi sir Clements Markham, heiðursritari ,og seinna forseti Konunglega landfræðifélagsins, markað framtíðarbraut Scotts. í augum hans var Suðurskautið eina svæðið sem endanlega gæti skorið úr um karlmennsku Breta og hann hafði augastað á Scott sem leið- angursstjóra slíkrar farar. Árið 1899 fékk Scott loks að vita um fyrirætlun Markhams og leist honum vel á verkefnið. Þar með hófst undirbúningur að fyrri glímu Scotts við Suðurskautið 1901. Þrátt fyrir mikinn undirbúning, orðu frá Játvarði konungi og lúðrablástur við brottför mistókst tilraunin en leiðangurinn komst þó yfir íshelluna miklu og að föstu landi í janúar 1902, nær Suðurskautinu en nokkur maður hafði áður komist. Leiðangursmenn björguðust, sumir við illan leik s.s. Shackleton, sem síðar á eftir að koma við sögu. Scott varð eftir ásamt átta mönnum og dvöldu þeir við rannsókn- ir á árinu 1903 en í ársbyrjun 1904 var skip þeirra sprengt úr ísnum og hópurinn hélt heim. Tilrauninni var lokið. Scott hylltur en Shackleton gerði betur Scott kom heim frægur maður. Þótt tak- markinu hefði ekki verið náð skýrðu fjöl- miðlar almenningi frá hinum geysimikla vísindalega árangri sem áskotnast hafði með för þessari. Scott var gerður að kafteini og sæmdur heiðursorðum. Þessi duli, ein- ræni maður var skyndilega í sviðsljósinu og þurfti að sitja veislur og halda fyrir- lestra vítt og breitt. Á þessum árum var mikið umstang hjá Shackleton, fyrrum leiðangursfélaga Scotts. Hann hafði ákveðið að halda aftur á Suðurskautið sem hann og gerði. Leiðangur Shackletons gekk bærilega eftir bréfum að dæma og er hann sneri heim í mars 1909 tilkynnti hann að þeir hefðu komist 400 mílum nær Suðurskaut- inu en Scott og verið aðeins 112 mílum frá markinu. Hann var ákaft hylltur og stóð nú uppi sem nokkUrs konar sigurvegari. Sir Clements Markham, bakhjarl Scotts, hikaði samt ekki við að segja að Shackleton hefði falsað leiðarbók sína og enn í dag hefur ekki tekist að hnekkja þeirri ásökun. Þegar hér er komið við sögu má ekki halda að aðrar þjóðir hafi fylgst aðgerðar- lausar með brölti Breta öll þessi ár. Þjóð- verjar, Frakkar og Svíar höfðu sent leið- angra til Suðurskautslandsins og fengist við ýmsar rannsóknir, sem féllu þó í skuggann. Scott undirbjó nú leiðangur sem átti skilyrðislaust að komast alla leið á Suður- skautið. Hann fór til Noregs með véisleða og gerði tilraunir með þá í snævi þöktum hlíðum. Norðmaðurinn Nansen reyndi að benda honum á, líkt og 1901, að hunda- sleðar væru mun heppilegri en Scott var ekki sannfærður. Leiðangur Scotts lét úr höfn á skipinu Terra Nova í júní 1910. Scott var breyskur í huga yfir því að þurfa að yfirgefa eigin- konu og nýfæddan son, en samt var sú hugsun ofarlega í muna hans að nú skyldi þessi klakahöll, sem hafði sigrað hann síðast, fá að lúta í lægra haldi. Óvænt kapphlaup hafíð Víkur þá sögunni að Amundsen. Hann hafði ákveðið að freista þess að finna Norðurskautið og fékk í því skyni umráð yfir hinu víðfræga skipi dr. Nansens, Fram. En einmitt þegar öllum undirbún- ingi var lokið barst honum sú fregn að Peary aðmíráll hefði komist á Norður- skautið í apríl 1909. Þetta var talsvert áfall fyrir Amundsen en hann lét engan bilbug á sér finna. Hann tilkynnti að ekki yrði hætt við förina því vísindalegur árangur yrði eftir sem áður mjög mikill. Amundsen lét úr höfn í ágúst 1910. Eftir allnokkra siglingu kom leiðangurinn til Madeira og þá tilkynnti Amundsen að hann hefði ákveðið að halda til Suður- skautsins þar sem Norðurskautið væri þeg- ar fundið. Félagar hans fögnuðu því ein- róma og þótti mikið til koma. Því næst sendi Amundsen skeyti til Ástralíu, þar sem leiðangur Scotts var í höfn, og tjáði honum að hann stefndi til Suðurskautsins. Kapphlaupið var hafið. Skeytið vakti að vonum úlfaþyt í herbúð- um Scotts en eftir langa og erfiða sjóferð mjakaðist Terra Nova inn McMurdonsund 2. janúar 1911. Vistir voru fluttar á sleðum yfir ísinn og að skálanum sem Scott lét reisa 1902. Vélsleðarnir fóru strax að kvarta og kveina en hestarnir og hundarnir reyndust bærilega. Sláumst í för með leiðangri Scotts. Fyrri hluti árs 1911 var notaður til að koma upp birgðageymslum fyrir hið mikla ferðalag sem framundan var. Myrkur og frost, sprungur og stormar voru verstu óvinirnir. Einn dag kom könnunarleiðangur heim í búðirnar með þær fréttir að vetrarsetustöð Amundsens hefði fundist á íshellunni miklu. Skyndiiega varð Scott ljóst að það var ekki við náttúruöflin ein að etja heldur líka hinn harðgerða Norðmann, Roald Amundsen. Hann mældi nú fjarlægð búða hans á kortinu og komst að því sér til skelf- ingar að Amundsen var 60 mílum nær skautinu, auk þess sem hann gæti lagt fyrr af stað um „vorið“ því hundar hans voru sterkari en hestar Scotts í glímunni við frostið. Náttúruöflin og Norðmaðurinn sigra í byrjun nóvember, fyrir hartnær 80 árum, lögðu Scott og félagar af stað í smáhópum. Hann sendi sífellt fleiri og fleiri til baka þegar þeir höfðu lokið hlutverki sínu. Veðurofsinn setti strik í reikninginn og þeir urðu að skjóta alla hestana í desem- ber. Ef Scott hefði vitað að á þessum tíma væri Amundsen staddur nokkrum breidd- arstigum sunnar hefði hann trauðla lagt í síðasta áfanga kapphlaupsins. Ódauðleiki frægðarinnar hefði vikið fyrir þeirri stað- reynd að við ofurefli var að etja og auk þess minnkaði þrótturinn með mílu hverri. En það var enginn uppgjafarbragur á Scott og fimm útvaldir héldu áfram á vit óvissunnar en aðrir voru látnir snúa við til að undirbúa hjálparleiðangur. í byrjun janúar 1912 komust fimmmenningarnir fram hjá þeim stað er Shackleton hafði komist lengst og 10. janúar voru þeir aðeins 85 mílur frá skautinu. Áfram skjögruðu þeir með sleðana í eftirdragi en 16. janúar dundi reiðarslagið yfir er þeir komu auga á tjald Amundsens. Tveimur dögum síðar komust þeir á leiðarenda og þar blakti norski fáninn sigri hrósandi. Í tjaldi fundu þeir skjal með tilmælum frá Amundsen að næsti maður sem komi þangað færi það Hákoni Noregskonungi. „Hérna er ekkert að sjá, ekkert, sem stingi í stúf við ömurleikann og tilbreytingaleys- ið síðustu dagana,“ segir Scott í dagbók sinni og vonsviknir stungu þeir breska fán- anum niður við hliðina á þeim norska. Heimförin var sannkallað helvíti og úr því slapp enginn. Scott og tveir aðrir voru enn á lífi 21. mars og áttu ekki eftir nema 10 mílur að næstu birgðastöð en þá gerði kolbrjálað veður og þeir komust ekki úr tjaldi. Vistirnar voru á þrotum, frostið 40 stig. í átta daga hírðust þeir í tjaldinu og biðu ósigur að lokum. En ekki munaði miklu að hjálparsveitir næðu til þeirra í tæka tíð, veðrið neyddi þær til að snúa við er skammt var eftir. Hvað fór úrskeiðis hjá Scott? Þannig atvikaðist það að Suðurskautið, sem hafði staðið ósnortið milljónir ára, fannst tvisvar með mánaðar millibili. Amundsen náði þangað 14. desember 1911 en Scott og félagar 17. janúar 1912. Norðmennirnir fóru þennan leiðangur án verulegra erfiðleika og komust heilir heim en Scott og félagar urðu að gjalda fyrir með lífi sínu. Eflaust hefur leiðangur Amundsens frá upphafi verið betur skipulagður. Einnig voru aðstæður allar honum í hag. Hann valdi sér bækistöð á íshellunni miklu því hann vissi að veður var þar skömminni skárra en á meginlandinu þar sem Scott hafði sína. Það er líka vert að hafa það hugfast að bækistöð hans var 60 mílum nær skautinu en búðir Scotts. Sú leið sem Amundsen fór reyndist líka greiðfærari, en það hlýtur að vera tilviljun. Það sem skipti sköpum, að flestra mati, var þekking Amundsens og traust á sleðahundum. Hann tók með sér fleiri hunda heldur en með þurfti því áætlun hans byggðist á því að með vissu millibili yrðu hundarnir, sem voru umfram, leystir frá ækinu og lógað til manneldis. Þess vegna þurftu þeir ekki að draga með sér eins óskaplega mikið af vist- um og Scott. Þessi áætlun stóðst fullkom- lega. Bretar hófu Scott upp til skýjanna og ekkja hans tók við mörgum heiðursmerkj- um. Á afrek Amundsens var lítið minnst og í sumum breskum skólum var jafnvel kennt að Scott hefði fundið Suðurskautið. Af þessu og ýmsum móðgunum sem Amundsen varð fyrir í Bretlandi dró hann þá ályktun að Bretar þyldu ekki að bíða lægri hlut. Það kann að vera eitthvað til í þessu hjá Norðmanninum. Stefán Sæmundsson. (Heimildir: Roald Amundsen: Sókn mín til heim- skautanna, Ak. 1941. Peter Brent: Kapteinn Scott, Öm & Örlygur, Rvík 1975.) Hér má sjá grófan upp- drátt af leiðum Amundsens og Scotts á Suðurskautið en nær ógjörningur er að gera sér grein fyrir hve landslagið er hrikalegt og frostið bítandi. Litlu munaði að hjálp- arflokkur næði til Scotts og félaga í mars 1912 en hann þurfti að snúa við vegna mann- skaðaveðurs. Tjald félaganna fannst ekki fyrr en í nóvember 1912, aðeins 10 mílum frá birgðastöð. HEIMSKAUTSSLtTTAN SU0URSKAUT10 Amundsen 15. des. 1911 Scott 17. jan. 1912 A. / .....' Hjélparflokkur sneri » við 1912 R0SSHAF

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.