Dagur - 07.09.1991, Blaðsíða 9
8 - DAGUR - Laugardagur 7. september 1991
Stefán Karlsson er einn af fremstu sérfræðingum okkar í málfræði og málvísind-
um, ekki síst hvað varðar íslensk handrit og íslenskt mál á miðöldum og munu
fáir vísindamenn í heiminum honum fremri í þeim efnum. Hann hefur gert víð-
reist en engu að síður er hann tengdur nánum böndum heimabyggð sinni, Akur-
eyri og Fnjóskadal. Blaðamaður Dags hitti hann að máli á dögunum.
vi minni má skipta í þrjú
jafnlöng skeið; ég er rúm-
lega sextugur og var þriðj-
ung ævinnar á Akureyri og
í Fnjóskadal og Eyjafirði á
sumrin. Annan þriðjung
var ég erlendis, lengst af í Kaupmannahöfn,
og þann þriðja hér í Reykjavík, sagði Stefán
Karlsson handritafræðingur þegar blaða-
maður hitti hann að máli í íbúð hans á Víði-
mel á dögunum.
„Ég er Þingeyingur að ætt og uppruna,
kominn af bændafólki að langfeðgatali. Ég
þarf að fara meira en tvö hundruð ár aftur í
tímann til að finna nokkurn prest eða ann-
arrar stéttar mann meðal forfeðra,“ segir
Stefán kíminn.
„Ég er fæddur á Belgsá í Fnjóskadal en
faðir minn fórst þar í snjóflóði þegar ég var
á fyrsta ári. Ég fluttist þá til Akureyrar með
móður minni sem gerðist ráðskona hjá
ógiftum systkinum sínum og þar var amma
mín líka og reyndar ömmusystir þegar ég
man fyrst eftir mér. Ég ólst þannig upp í
stórfjölskyldu á Akureyri.
Mér finnst að okkar fjölskylda og sjálf-
sagt mjög margar aðfluttar fjölskyldur á
Akureyri á þessum tíma hafi haldið áfram
að lifa í fyrra umhverfi. Ég held að langflest
af því fólki sem kom á heimili okkar hafi
verið annað hvort Fnjóskdælingar sem voru
fluttir til Akureyrar eða Fnjóskdælingar í
kaupstaðarferð sem komu til að heilsa upp á
okkur og borðuðu og gistu.
Ég kalla mig aldrei Akureyring. Ég kalla
mig Þingeying eða Fnjóskdæling - alinn upp
á Akureyri - bæti ég við ef ég er nákvæm-
ur,“ segir Stefán og hlær.
„Hitt er annað mál að ég leita alltaf til
Akureyrar og þykir gott að koma þar og ég
fer helst ekkert annað í fríum en norður til
Akureyrar og á upprunaslóðir mínar í
Fnjóskadal.
Skógræktin hefur átt Belgsá í marga ára-
tugi en einum hektara var haldið eftir handa
mér og þarna get ég frílystað mig á sumrin,
búið í tjaldi mínu og höggvið skóg. Það er
nú sú skógrækt sem þar er mest þörf á. Og
á mörgum bæjum eru frændur og vinir.“
Ætlaði að verða dönskukennari
Stefán er stúdent frá Menntaskólanum á
Akureyri árið 1948 en hvernig atvikaðist
það að hann fór utan til náms?
„Það má nú segja að það hafi verið hálf-
vikur eitt sumar og ég hafði töluverð tengsl
við Færeyinga því að á fyrstu námsárum
mínum í Höfn og reyndar fram eftir var æði
mikill samgangur fslendinga og Færeyinga;
við sóttum samgöngur hvorir hjá öðrum svo
að ég bjarga mér á íslenskuskotinni fær-
eysku.“
Stefán er sagður hafa vald á fimm norður-
landamálum því auk íslenskunnar ku hann
tala mjög góða færeysku og að sjálfsögðu
dönsku eins og innfæddur.
„Þetta er nú ofmælt en á námsárum mín-
um tók ég tvo vetur í að fara á milli landa.
Ég var einn vetur hér í Reykjavík og skipti
öðrum vetri á milli Óslóar og Uppsala, ekki
síst til þess að fá veður af því hvernig
kennsla væri í þessum löndum og líka til að
venja mig við að tala sænsku og norsku en
þessi mál verða dönskublandin í munni mér
þegar ég reyni að bregða þeim fyrir mig.
Handritamálið
Strax á fyrri hluta aldarinnar og einkanlega
eftir að ísland var orðið fullvalda komu upp
óskir um að íslensk handrit í Danmörku
yrðu afhent hingað og 1928 var afhent tölu-
vert af skjalagögnum; dálítið úr ríkisskjala-
safni Dana og líka var þar um að ræða
skjalagögn sem Árni Magnússon hafði á sín-
um tíma fengið léð úr söfnum biskupsstól-
anna og klaustranna á íslandi.
Svo er þetta mál tekið upp að nýju eftir
stríðið. Árin 1945-46 starfaði dönsk/íslensk
nefnd, sem átti að ganga frá ýmsum málefn-
um ríkjanna í kjölfar lýðveldisstofnunar.
íslensku nefndarmennirnir báru handrita-
málið upp þar en danski nefndarhlutinn
taldi sig enga heimild hafa til þess að ræða
það mál.
Danska þingið setti síðan nefnd á laggirn-
ar til þess að meta þetta mál. í nefndinn
voru bæði stjórnmálamenn og fræðimenn og
nefndin skilaði áliti 1951 og var margklofin.
Ótal minnihlutaálit spönnuðu yfir alla
möguleika: að afhenda ekki nokkurn
skapaðan hlut og yfir í að afhenda hérumbil
öll íslensk handrit.
Sanngirnismál en ekki
Iagaiegur réttur
Síðan kom fram 1954 af hálfu danska
menntamálaráðherrans hugmynd um lausn
en henni var hafnað af íslenskri hálfu. Sú
hugmynd fól í sér að handritin yrðu sameign
sanngirnismál, sem Danir urðu að gera upp
við sjálfa sig.
Aukinn áhugi á íslenskum fræðum
Þama var um að ræða handrit í opinberum
söfnum; annars vegar Konunglega bóka-
safninu, sem var nú lítið fjallað um, og hins
vegar safni Árna Magnússonar, sem Árni
hafði arfleitt Hafnarháskóla að. Auðvitað
hefur honum ekki dottið í hug þá að háskóla
yrði komið upp á íslandi. Sanngirniskrafan
byggðist á því að þarna væru gripir, sem
hefðu lent til Danmerkur vegna pólitísks
sambands ríkjanna en ættu nú að koma aft-
ur til heimalandsins sem væri orðið sjálf-
stætt ríki og hefði sinn eigin háskóla.
Þess vegna hafa íslendingar aldrei haft
uppi neitt handritamál gagnvart Svíum þó
að þeir eigi margt af gömlum og merkileg-
um íslenskum handritum enda eru það
handrit sem þeir hafa yfirleitt keypt eða
eignast með öðrum hætti.
Ég var ánægður með lausnina þó að við
fengjum ekki öll handritin og megi segja að
skiptingin hafi ekki að öllu leyti verið upp á
það skynsamlegasta. Sú staðreynd að æði
mikið af íslenskum handritum verður eftir í
Danmörku veldur því líka að Danir hafa
skyldu til þess að halda uppi rannsóknar-
starfsemi í kringum þessi handrit.
Það er mjög mikilvægt að rannsóknir á
íslenskum handritum fari fram víðar en hér
í Reykjavík og langbestu skilyrðin til þeirra
utan Islands eru í Kaupmannahöfn. Á
Árnastofnun þar er t.a.m. mun stærra safn
ljósmynda af íslenskum handritum en við
eigum hér heima enn. Yfirleitt er það svo
með allar rannsóknir að það er heppilegt að
í þeim sé fólk sem hefur ólíkan grundvöll að
byggja á; misjafna menntun og ólíkt
umhverfi. Það sást vel á 8. fornsagnaþinginu
í Gautaborg sem ég var að koma af en þar
voru 230 manns úr öllum heiminum, þ. ám.
Ítalíu, Sovétríkjunum, Japan og Ástralíu,
sem áttu það sameiginlegt að hafa sýslað við
forníslenskar bókmenntir. Obbinn af þessu
fólki er læs á íslenska forntexta og brýst
fram úr nútímatextum þó að ekki séu nema
sumir talandi á íslensku enda er eitthvert
annað germanskt mál aðal-kennslugrein
flestra. Áhugi á íslenskum fræðum hefur
aukist stórlega víða um lönd á síðustu ára-
tugum í tengslum við aukinn áhuga á
evrópskum miðöldum yfirleitt, sem flestum
þótti lengi lítið til koma.
Farsæl lausn
Endanlega var gengið frá skiptingu handrit-
anna 1971. Öll handritin sem eiga að koma
eru reyndar ekki komin. „Það var sam-
handritamálinu. Hitt var annað mál að með-
an deilurnar voru sem mestar, einkum á
árunum 1961-65, þá ýfðu þær mjög upp
gömul sárindi Dana út af sambandsslitun-
um. En auðvitað eru nú tiltölulega fáir Dan-
ir sem eru svo gamlir að sambandsslitin sitji
í þeim og mér finnst líka að margir sem voru
á móti afhendingu handritanna á sínum
tíma hafi alveg jafnað sig á því. Samstarf
þessara tveggja Árnastofnana hefur líka
alltaf verið mjög gott.
Danir komu upp rannsóknarstofnun í
Kaupmannahöfn 1956 í samræmi við mála-
miðlunartillögu sína. Þá fyrst var kominn
fjárhagslegur grundvöllur fyrir verulega
rannsóknarstarfsemi þar, sem óx alveg
gríðarlega á sjöunda áratugnum þegar
þrennt fór saman: Áhugi og vitund um
handritin jókst vegna handritamálsins. í
öðru lagi var forysta Jóns Helgasonar, sem
var gríðarlega áhugasamur um þessar rann-
sóknir, og í þriðja lagi er sjöundi áratugur-
inn þetta mikla þensluskeið í Danmörku
þegar ríkisstofnanir og þ.á m. háskólastofn-
anir blésu út.
Áhugi á þjóðfélagsmálum heima
En var það afleiðing þess að handritin komu
heim að Stefán fluttist heim um sama leyti?
„Jú, en kannski ekki bein afleiðing því ég
var í ágætu starfi við handritarannsóknir í
Danmörku og launin hafa alla stund verið
helmingi hærri þar en hér. Ég var hins vegar
búinn að vera það lengi erlendis að ég varð
að gera það upp við mig hvort ég ætlaði að
koma mér heim eða setjast alveg að þar.
Ég valdi þann kostinn að fara; ekki síst af
því að mér bauðst starf hérna við stofnun-
ina. Þó að ég væri í sjálfu sér ánægður í
fyrra starfi mínu voru tvær meginástæður
fyrir því að ég vildi frekar flytja mig en að
vera um kyrrt. Önnur var sú að mér fannst
vera ófullnægjandi að eiga til lengdar heima
í þjóðfélagi sem kom manni ekki við. Ég var
íslenskur ríkisborgari og hafði allan minn
áhuga á þjóðfélagsmálum hér.
í annan stað átti ég von á því að hér væri
fleira fólk sem hefði áhuga á því sem ég var
að sýsla við. Þetta seinna hefur nú kannski
ekki alveg gengið eftir því að sannleikurinn
er sá að það er ákaflega fámennur hópur hér
sem hefur beinan áhuga á handritarann-
sóknum þó að stærri hópur hafi áhuga á
þeim textum sem handritin hafa að geyma.“
Árnastofnun alþjóðleg
En kemur áhugaleysi fram í skorti á fjár-
veitingum?
„Það er nú varla hægt að segja annað en
að sæmilega hafi verið við okkur gert í fjár-
„Hefði misst höfuðið í Rússlandi
Stefán Karlsson handritafrœðingur í helgarviðtali
gerð tilviljun. Ég var dálítið óráðinn í því
hvað ég ætti að gera eftir stúdentspróf,
þ.e.a.s. ég hafði hugsað mér að verða kenn-
ari. Ég varð stúdent úr stærðfræðideild en
hafði meiri áhuga á tungumálum og það
varð úr að ég fór til Kaupmannahafnar í
dönskunám; ætlaði mér að verða dönsku-
kennari."
En var það ekki viðkvæmt mál að fara að
læra dönsku rétt eftir lýðveldisstofnunina?
„Nei, það þótti aðallega skrýtið. Margir
kennarar mínir og fleiri voru undrandi á
þessu námsvali en eftir að ég impraði á
þessu hvatti Þórarinn Björnsson, skóla-
meistari MA, mig enda gerði hann sér vonir
um að fá mig seinna sem dönskukennara að
skólanum en ég sveik hann nú um það af því
að áhugamálin fóru að beinast að öðru.
Smám saman eftir að ég fór að lesa annað
mál og aðrar bókmenntir þá vaknaði og
jókst áhuginn á eigin máli og eigin bók-
menntum. Þannig að eftir að ég lauk fyrri-
hlutaprófi í dönsku fór ég yfir í norræn mál
almennt og lagði megináherslu á íslensku.
Sá kostur fylgdi því að vera í Kaupmanna-
höfn að þar var maður í nábýli við handrit-
in.
Tengsl við Færeyinga
Hluti af mínu námi í norrænum málum var
færeyska og ég sótti tíma í færeysku marga
vetur í Höfn. Ég var í Færeyjum nokkrar
þjóðanna tveggja og að Árnastofnun væri
ein en henni yrði skipt í tvær deildir; önnur
væri í Kaupmannahöfn og hin í Reykjavík
og á þessum stöðum yrði komið upp rann-
sóknarstofnunum. Þessi lausn, sem íslend-
ingar höfnuðu þá, hefði í framkvæmd orðið
mjög áþekk þeirri lausn sem síðar fékkst
með miklum harmkvælum. Sú lausn var
einnig fólgin í skiptingu þannig að vissir
flokkar íslenskra handrita verða kyrrir í
Kaupmannahöfn.
íslenskir og danskir stjórnmálamenn
komu sér saman um þá lausn, sem varð ofan
á. Hún var borin fram í danska þinginu og
samþykkt 1961 og aftur 1965.
Svo urðu málaferli; fyrst út af því hvort
lögin færu í bága við stjórnarskrána og síð-
an um það hvort ríkið ætti að borga skaða-
bætur. Þessu var ekki lokið fyrr en 1971 og
þá byrja handritin að koma.“
En hvar stóð Stefán sjálfur í handritamál-
inu?
„Auðvitað fylgdist ég grannt með þessu
og liðsinnti ofurlítið dönskum stuðnings-
mönnum okkar, veitti þeim fróðleik og
skrifaði sjálfur fáein lesendabréf í dagblöð
þegar missagnir andstæðinga gengu alveg
fram af mér. Það lá náttúrulega fyrir - ekki
bara í þessu danska nefndaráliti heldur var
það líka almennt viðurkennt af íslendingum
- að íslendingar hefðu engan lagalegan rétt
í þessu máli þannig að þar með var þetta
komulag um að afhenda þau smám saman á
25 árum og það eru eftir fimm ár af því
tímabili. Líklega er um fimmtungur ókom-
inn af því sem ákveðið er að komi.
Yfirleitt er gert við handritin áður en þau
fara; þau eru ljósmynduð mjög vel og ljós-
myndirnar bornar vandlega saman við
frumskjölin einmitt vegna rannsóknanna í
Danmörku. Auk þess er það öryggisatriði
að senda ekki nema fá handrit í einu en þau
eru öll flutt með skipi.
Þó að hér á landi hafi lengi verið stunduð
íslensk fræði var tiltölulega lítið um beinar
handritarannsóknir þangað til að því dró að
ísland fengi þessi gömlu handrit frá Dan-
mörku til varðveislu og þegar gengið var frá
endanlegri skiptingu íslenskra handrita í
Danmörku milli þessara tveggja landa þá
lýstu dönsk stjórnvöld þeirri skyldu sinni að
styðja áfram við rannsóknir þar í landi.
Þessi málalok í Danmörku eru einstök og ég
held að fáar aðrar þjóðir en Danir hefðu
leyst þetta mál svona farsællega."
Gömul sárindi ýfð upp
En finnur Stefán mun á sambandi íslend-
inga og Dana eftir að handritadeilan leyst-
ist?
„Það er merkjanlegur munur hér á ís-
landi; að Danir eru, nærri því að segja, allra
þjóða vinsælastir eftir að lausn fékkst á
veitingum miðað við aðrar stofnanir en það
er þó alls ekki nóg. Eitt er það sem ekki hef-
ur fengist full viðurkenning á hjá þeim sem
með fjármálin fara; að handritin skuli vera
hér flest núna það leggur ekki aðeins þær
skyldur á okkur að sinna þessum rannsókn-
um sjálfir heldur er Árnastofnun hér ein af
örfáum alþjóðlegum vísindastofnunum á
íslandi. Það er ótrúlegur fjöldi erlendra
fræðimanna sem kemur hingað til rann-
sókna á hverju ári; sérstaklega á sumrin því
að þetta eru mest háskólakennarar sem eru
bundnir af sinni kennslu á veturna.
Sumir gestanna vilja gjarnan að verk
þeirra séu gefin út hér en það kostar bæðí
peninga og drjúgan tíma fyrir okkur sem
erum fastráðin á Árnastofnun að liðsinna
þessu fólki. Það er því smám saman minni
og minni hluti af okkar vinnutíma sem við
getum varið til eigin rannsókna vegna þjón-
ustu við fræðimenn og aðra sem til okkar
leita. Við þyrftum því að vera liðfleiri og
hafa meira fé til útgáfustarfsemi.“
Fornbréfarannsóknir
Eitt af fyrstu rannsóknarverkefnum Stefáns
eftir að áhugi hans fór að beinast að hand-
ritarannsóknum var að kanna mál íslenskra
fornbréfa fram til 1450, sem ekki höfðu ver-
ið gefin út nógu nákvæmlega áður.
„Fornbréfin hafa þann kost fram yfir
Laugardagur 7. september 1991 - DAGUR - 9
venjuleg handrit að það er tekið fram hvar
og hvenær þau eru skrifuð þannig að rann-
sóknir á þeim geta auðveldað að komast að
því á hvaða tíma og hvar í landinu einstök
handrit eru skrifuð.
Eitt af því sem ég hef unnið mest við í
mínum rannsóknum er að koma tímasetn-
ingu handrita á traustari grundvöll og jafn-
framt að reyna að komast að því í hvers
konar umhverfi og hvar á landinu þau eru
skrifuð! Það eru ákveðnar ritvenjur á hverj-
um tíma sem virðast vera bundnar að miklu
leyti við landshluta þó að mállýskumunur sé
mjög óverulegur og ekki sé vitað hvernig
mállýskur hafa skipst á fyrri öldum.
Handritin heim - í fjórðunginn
Mér hefur stundum verið legið á hálsi að ég
fari með öll handrit norður í land og það er
svolítið til í því. Það er nú kannski ekki bara
vegna þess að ég vilji koma þeim í minn
fjórðung heldur einnig hitt að varðveisla
fornbréfa af landinu sem heild er mjög mis-
jöfn - það er svo miklu meira af fornbréfum
til úr Norðlendingafjórðungi en úr öðrum
landshlutum og þess vegna er auðveldara að
komast að því hvaða handrit hafa verið
skrifuð á þeim slóðum.
Þetta hefur verið skýrt öðrum þræði með
veðurfari og það er áreiðanlega hluti af
skýringunni að loftslags vegna hafi skinnin,
og seinna pappír, sem skrifað var á, varð-
veist betur. Fleira kemur til þvf það er
t.a.m. gríðarmikið til af skjallegum heimild-
um frá Hólum en mjög lítið af frumritum frá
Skálholti vegna þess að þar urðu svo oft
brunar.
Til að mynda er hægt að setja tvö mjög
stór konungasagnahandrit niður í Eyjafirði
út frá þessum samanburði á skrift á tíma-
settum bréfum. Annað þeirra er frá
seinni hluta 14. aldar, kallað Hulda, og
reyndist vera skrifað með sömu hendi og tvö
bréf sem voru skrifuð í Munkaþverár-
klaustri 1375. Hitt er Hrokkinskinna, um
hálfri öld yngra, með sömu hendi og bréf
sem var skrifað í Lögmannshlíð 1423.
Handrit skrifuð á stórbýlum
Stefán segir suma erlenda fræðimenn hafa
ímyndað sér að mjög mikill hluti handrita,
ekki síst þau sem voru skrifuð af fleiri en
einum skrifara, væri skrifaður annað hvort á
biskupsstólunum eða í klaustrum. Stefán
hefur hins vegar andmælt því að öll meiri-
háttar bókagerð hafi verið bundin við
klaustur og biskupsstóla. Skilyrði til menn-
ingarframleiðslu hafa að mati Stefáns víðar
verið góð.
„Á íslandi voru að vísu engir kaupstaðir
þannig að menn hafa ímyndað sér að
klaustrin og biskupsstólarnir hafi verið einu
menningarmiðstöðvarnar í landinu en hins
Mynd og texti:
Gísli Tryggvason
vegar var fjölmenni á stórbýlum eins og
t.a.m. Möðruvöllum í Eyjafirði þar sem bjó
ríkasta fólk á landinu. Prestastéttin var líka
miklu fjölmennari þá en núna og á þessum
stórbýlum, sem jafnframt voru kirkjustaðir,
áttu yfirleitt að vera tveir prestar og 1-2
djáknar að auki þannig að á hverjum stað
voru allt að því fjórir vígðir menn og börn
efnafólksins hafa án efa lært að lesa og
skrifa."
Raungreinar fyrir ráðherra
Síðast þegar Stefán var vetrarlangt á Akur-
eyri kenndi hann við sinn gamla Mennta-
skóla veturinn 1951-52. „Ég kenndi aðallega
raungreinar og guma stundum af því að hafa
kennt Hjörleifi Guttormssyni og Júlíusi
Sólnes efnafræði,“ segir Stefán og hlær.
Þá var það enn til siðs meðal manna með
stúdentspróf að ganga með svartar stúdents-
húfurnar til merkis um prófið. „Ég bar húf-
una daglega þangað til hún týndist eða rifn-
aði í aftakastormi þennan vetur.“
Stúdentafélagið í utanríkispólitík
En hvernig fékk Stefán útrás fyrir pólítískan
áhuga sinn erlendis í þjóðfélagi sem kom
honum ekki beinlínis við?
„í íslensku nýlendunni var mikið rætt um
þessi mál og við vorum frægir í Félagi
íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn fyrir
að þar var alla tíð mjög eindregin andstaða
gegn hersetunni. Stúdentafélagið gerði líka
samþykkt 1954 þar sem við fundum að því
að málamiðlunartillögu Dana til lausnar
handritamálinu hefði verið hafnað af íslend-
ingum að lítt athuguðu máli.
Við vorum nokkuð einir um þá afstöðu.
Veturinn 1954-1955 þegar ég kenndi við
Samvinnuskólann þá man ég að Jónas frá
Hriflu, skólastjóri Samvinnuskólans, fór að
tala við mig um þessa afstöðu Hafnarstúdenta
og sagði: Ef þetta hefði gerst í Ameríku eða
Rússlandi að hópur ungra menntamanna
hefði gengið í berhögg við stefnu stjórn-
valda í tveimur mikilsverðustu utanríkis-
málurn - handritamáli og herstöðvamáli -
þá hefðu þessir menn misst höfuðið í Rúss-
landi en æruna í Ameríku.“
ísland kom þægilega á óvart
Stefán segir þessa gagnrýni sína út í margt í
íslensku þjóðfélagi á Hafnarárunum hafa
orðið til þess að búsetan hér varð auðveldari
en ella því það sem kom á óvart var yfirleitt
betra en hann bjóst við.
„Ég uppgötvaði t.d. kosti fámennisþjóð-
félagsins, sem ég hafði ekki haft auga fyrir.
Og svo var það veðurlagið; fyrir mér var
það svo í endurminningunni frá þessum eina
vetri sem ég hafði verið áður hér í Reykja-
vík að hér væri alltaf rok og rigning. Það var
mjög þægilegt að komast að því að það var
nú stundum stillt og þurrt veður.
Þessi löngun til að skipta sér af umhverf-
inu fékk nokkra útrás hjá mér eftir að ég
kom heim frá Danmörku. Ég kalla mig allt-
af framsóknarmann og tala stundum um
okkur framsóknarmenn hvar í flokki sem
við stöndum út frá því sjónarmiði að margir
okkar, sem ólumst upp í framsóknarum-
hverfi, hafa haldið fast við þær grundvallar-
hugmyndir um lýðræðislega og þjóðlega
félagshyggju sem Framsóknarflokkurinn
var reistur á þó að okkur hafi stundum þótt
aðrir flokkar fara nær þeim stefnumálum.
Ég var í Þjóðvarnarflokknum á sínum tíma
og reyndar í framboði í Eyjafirði 1956
ásmat nafna mínum á Hlöðum og fleiri góð-
um mönnum.
Eftir að ég fluttist heim 1970 fór Alþýðu-
bandalagið að setja mig í nefndir án þess að
ég gengi þó í þann flokk fyrr en löngu
seinna og ég sat eitt kjörtímabil í því ágæta
útvarpsráði sem Njörður P. Njarðvík var
formaður fyrir og átti sinn þátt í því að gera
Ríkisútvarpið opnari fjölmiðil en það hafði
verið.
Ég hef nú áhyggjur af uppgangi auð-
hyggju. Velferðarþjóðfélagið, byggð víða
um landið og þjóðleg verðmæti, allt á þetta
í vök að verjast þegar sem fæst má gera án
þess að það borgi sig í beinhörðum pening-
um. Hitt verð ég að viðurkenna að eftir því
sem á ævina líður er ég orðinn latari við
félagsmálastarf; mér finnst ég hafa takmark-
aðan tíma til að koma frá mér ýmsu í
fræðunum sem ég á efnivið í.“ GT