Dagur - 11.09.1991, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 11. september 1991 - DAGUR - 3
Fréttir
„Moldar- og sandmökkinn ber niður yfir Akureyri úr malarkrúsunum, ef gjólar af suðri,“ sagði viðmælandi Dags
í blaðinu í gær. Ekki er vestanáttin betri sem sjá má af myndinni. Mynd: Hörður
Akureyri:
Umhverfisnefnd
Alþingis fundar
Umhverfísnefnd Alþingis
kemur saman til funda á Akur-
eyri í dag og á morgun. Sam-
kvæmt tilkynningu frá nefnd-
inni er þetta liður í því starfí
nefndarinnar að kynnast betur
málum landsbyggðarinnar.
Meðal þeirra málefna sem
nefndin mun ræða eru náttúru-
fræðistofnanir og mun nefndin í
því sambandi skoða Náttúru-
fræðistofnu Norðurlands á Akur-
eyri. Þá verður einnig rætt um
starsleyfi vegna álvers á Keilis-
nesi og um fyrirhugaða Fljóts-
dalslínu.
Formaður umhverfisnefndar er
Tómas Ingi Olrich, þingmaður
Sjálfstæðisflokks í Norðurlands-
kjördæmi eystra. Aðrir í nefnd-
inni eru Valgerður Sverrisdóttir,
Gunnlaugur Stefánsson, Árni
Mathiesen, Árni R. Árnason,
Kristín Einarsdóttir, Lára
Margrét Ragnarsdóttir og Ólafur
Ragnar Grímsson. JÓH
Loðskinn hf.
á Sauðárkróki:
Á leiðinni
í rétta átt
- segir fram-
kvæmdastjórinn
Verkalýðsfélag A-Húnavatnssýslu:
„Viljum mirnia á nauðsyn hækkunar lægstu launa“
- samþykkt vegna komandi kjarasamninga
Verkalýðsfélag A-Húnavatns-
sýslu samþykkti á fundi sínum
fyrir skömmu tillögu þar sem
m.a. er farið fram á til handa
launafólki, 75 þús. króna lág-
markslaun og skattleysismörk
þau sömu og lágmarkslaun.
Að sögn Valdimars Guð-
I júlímánuði voru fluttar út
vörur fyrir um rösklega 8,1
milljarð kr. og inn fyrir röska
7,7 millarða kr. fob. Vöru-
skiptajöfnuðurinn í júlí var því
hagstæður um 0,4 milljarða kr.
en í júlí í fyrra var hann hag-
stæður um 1,9 milljarða kr. á
sama gengi.
Fyrstu sjö mánuði þessa árs
voru fluttar út vörur fyrir 54,6
milljarða kr. en inn fyrir 54,2
milljarða kr. fob. Vöruskipta-
jöfnuðurinn á þessum tíma var
Nýtt hús fyrir
Slökkvilið Akureyrar:
Hönnim lokið
á árinu
Ljóst er að engar framkvæmd-
ir verða á þessu ári í nýju hús-
næði fyrir Slökkvilið Akureyr-
ar en Akureyrarbær keypti
nýtt hús fyrir slökkviliðið við
Arstíg á síðasta vetri.
Húsnæðismál Slökkviliðs
Akureyrar voru í umræðunni á
dögunum vegna endurskoðunar
fjárhagsáætlunar bæjarsjóðs
Ákureyrar. Sigurður J. Sigurðs-
son segir að ákveðið hafi verið að
ljúka hönnun á innréttingum á
þessu ári sem og kostnaðaráætl-
un. Pessir hlutir muni þá liggja
ljósir fyrir þegar til gerðar fjár-
hagsáætlunar fyrir næsta ár
kemur. JÓH
mannssonar, formanns félags-
ins, vilja þeir leggja mikla
áherslu á að lægstu iaunin
verði hækkuð í komandi kjara-
samningum og þess vegna hafí
þessi tillaga verið samin og
samþykkt.
Samþykkt þeirra í verkalýðs-
því hagstæður um 0,4 milljarða
kr. en á sama tíma í fyrra var
hann hagstæður um 4,9 milljarða
kr.
Fyrstu sjö mánuði ársins var
verðmæti vöruútflutningsins ívið
minna á föstu gengi en á sama
tíma í fyrra. Sjávarafurðir voru
um 83% alls útflutnings og voru
6% meiri en á sama tíma í fyrra.
Útflutningur á áli var 18% minni
og útflutningur kísiljárns var
44% minni en á sama tíma í
fyrra. Útflutningsverðmæti ann-
arraf vöru (að frátöldum skipum
og flugvélum) var 18% minna
fyrstu sjö mánuði ársins en á
sama tímabili í fyrra, reiknað á
föstu gengi.
Verðmæti vöruinnflutnings fob
fyrstu sjö mánuði ársins, var 9%
meira en á sama tíma í fyrra.
Verðmæti innflutnings til stóriðju
var 9% meira en í fyrra, verð-
mæti sérstakrar fjárfestingarvöru
(skip, flugvélar, Landsvirkjun)
var um 51% minna en í fyrra en
verðmæti olíuinnflutnings fyrstu
Þórunn Sveinsdóttir VE, sem
Slippstöðin tók upp í samnefnt
nýsmíðaskip, er enn óseld.
Eignahöllin í Reykjavík annast
sölu skipsins fyrir Slippstöðina
og telja starfsmenn þar að sala
kunni að bresta á innan tíðar.
félaginu er svohljóðandi:
Varðandi komandi kjarasamn-
inga samþykkir fundurinn eftir-
farandi:
1. Lágmarkslaun verði krónur
75 þús. á mánuði.
2. Skattleysismörk verði þau
sömu og lágmarkslaun.
sjö mánuði ársins var um 5%
minna en á sama tíma í fyrra,
reiknað á föstu gengi. Þessir inn-
flutningsliðir eru jafnan breyti-
legir frá einu tímabili til annars
en séu þeir frátaldir reynist annar
innflutningur (80% af heildinni)
hafa orðið nær 23% meiri í fyrra,
reiknað á föstu gengi.
Hjónin Sigurbjörg Þorsteins-
dóttir og Haraldur Guðmunds-
son í Húsabrekku í Svalbarðs-
strandarhrcppi hafa í hyggju
að byggja veitingaskála í landi
Halllands, við þjóðveg eitt,
skammt norðan við Vaðlareit á
Svalbarðsströnd. Einnig er
Margir hafa spurst fyrir um
Pórunni Sveinsdóttur, ekki síst
útgerðaraðilar af Suðvesturlandi.
Vandkvæði í sölu skipsins felast
fyrst og fremst í að kaupandi þarf
að eiga endurnýjunarrétt eða
eiga skip upp í kaupin. Úrelda
3. Kaupmáttur launa verði sá
sami og hann var árið 1987.
4. Fæðingarorlof lengist um
einn mánuð í senn næstu sex árin
og verði tólf mánuðir árið 1997.
Þá mótmælir fundurinn harð-
lega öllum hugmyndum um inn-
flutning á unnum landbúnaðar-
vörum. Þar sem víst er að slíkt
veiki mjög stöðu þeirra fyrir-
tækja sem vinna úr landbúnaðar-
vörum hér á landi og hefði alvar-
leg áhrif á atvinnulíf landsbyggð-
arinnar.
„Það hefur aldrei orðið neitt úr
neinu varðandi hækkun á lægstu
launum í neinum kjarasamning-
um og það er staðreynd að úti á
landi er meira um að taxtarnir
séu notaðir „strípaðir" en á
höfuðborgarsvæðinu. Þess vegna
finnst okkur nauðsynlegt að þetta
komi inn í heildarkjarasamning-
ana í eitt skipti fyrir öll og viljum
minna á það með samþykkt
okkar,“ segir Valdimar og ítrek-
ar að hækkun skattleysismarka
leysi engan vanda heldur þurfi
einnig að hækka lægstu launin
sem séu í dag allt niður í tæpar 43
þús. krónur á mánuði. SBG
hugmynd þeirra hjóna aö reka
tjaldsvæði í tengslum við veit-
ingaskálann.
Heilbrigðisnefnd hefur þegar
tekið jákvætt í erindi þeirra Sig-
urbjargar og Haraldar um bygg-
ingu veitingaskálans, en í sam-
þykkt hennar er bent á greinar
heilbrigðisreglugerðar, sem fjalla
þarf því jafn stórt skip á móti,
eigi kaupin að fá samþykki. Þetta
atriði segja sölumenn að vefjist
fyrir mörgum útgerðum en víða
sé leitað lausna á þessum vanda.
Því kunni ekki að þurfa að bíða
lengi eftir að skipið seljist. JÓH
„Þetta gengur hægt, en er á
leiðinni í rétta átt. Við erum að
byrja að taka á móti gærum
haustsins frá sláturhúsum
þessa dagana, en ég býst ekki
við að fyrirtækið fari að skiia
fullum afköstum fyrr en í byrj-
un næsta árs,“ segir Birgir
Bjarnason, framkvæmdastjóri
Loðskinns hf. á Sauðárkróki.
Að sögn Birgis vinna nú á bil-
inu 40-50 manns hjá fyrirtækinu
og er vinnudagurinn yfirleitt átta
stundir þó unnin sé yfirvinna þeg-
ar þurfa þykir. Hann segir enga
fjölgun verða á störfum hjá
Loðskinni á Sauðárkróki samfara
móttöku og söltun á gærum, en
aftur á móti segir hann tíu menn
bætast við þá þrjá sem vinna á
vegum fyrirtækisins við að salta
gærur á Hellu og í Djúpadal.
Ekki er enn ljóst að sögn Birgis
hvort fyrirtækið muni fá eitthvað
af þeim ærgærum sem leggjast til
vegna sauðfjárfækkunar í haust.
Ef ekkert verður um slíkt mun
Loðskinn trúlega salta í kringum
180 þús. gærur í haust.
Birgir segir að sala á fullunnum
skinnum sé nokkuð góð og
Loðskinn standi í svipuðum við-
skiptasamböndum og undanfarin
ár. Mestur hluti skinnanna fer til
Ítalíu, Bretlands og Skandinavíu
og þar er unninn úr þeim mokka-
fatnaður af ýmsu tagi. Auk sölu á
fullunnum skinnum segir Birgir að
einnig sé selt hálfunnið hráefni
en það sé bara gert til að ekki
safnist upp birgðir. SBG
um ónæði frá nálægri umferð og
umferðaröryggi.
Sigurbjörg Þorsteinsdóttir
sagði í samtali við Dag að auk
samþykktar heilbrigðisnefndar
lægi fyrir jákvæð afgreiðsla
hreppsnefndar Svalbarðsstrand-
arhrepps. Beðið væri eftir svari
annarra nefnda og ráða sem mál-
ið varðaði, t.d. skipulagsnefndar
og bygginganefndar.
Sigurbjörg sagði að þau væru
ekki að hugsa um rekstur veit-
ingaskálans á næsta sumri, þó svo
að öll tilskilin leyfi fengjust. Hins
vegar miðuðu þau við að reka
tjaldsvæðið strax næsta sumar.
„Ég er bjartsýn á að þetta gangi
upp, annars værum við ekki að
hugsa um þetta,“ sagði Sigur-
björg. óþh
Vöruskiptin við útlönd fyrstu sjö mánuði ársins:
Vöruskiptajöfnuðurimi hag-
stæður um 0,4% milljarða
- útflutningur sjávarafurða jókst um 6%
miðað við sama tímabil í fyrra
Margir vilja kaupa Þórimni Sveinsdóttur
Svalbarðsströnd:
Hyggjast byggja veitinga-
skála norðan við Vaðlareit