Dagur - 11.09.1991, Blaðsíða 10

Dagur - 11.09.1991, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Miðvikudagur 11. september 1991 Dagskrá FJÖLMIÐLA ...........:............'.................................................: i kvöld, miövikudag, kl. 21.45, er á dagskrá Sjónvarpsins bandarískur óskarsverölaunavestri frá 1952, sem heitir Háski á hádegi. Aðalhlutverk: Gary Cooper, Grace Kelly og Lloyd Bridges. Áður á dagskrá 20. janúar 1978. Sjónvarpið Miðvikudagur 11. september 17.50 Sólargeislar (20). 18.20 Töfraglugginn (18). Blandað erlent barnaefni. 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Fjör í Frans (6). (French Fields). 19.20 Staupasteinn. 19.50 Hökki hundur. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Franskir tónar. Þáttur um nýbylgjuna í franskri dægurtónlist gerður í tilefni af frönsku rokkhausti sem haldið verður á íslandi í september og október. í þættinum er m.a. rætt við Jack Lang menningarmála- ráðherra Frakka. 21.00 Vá í lofti. (Crisis in the Atmosphere). Bandarísk heimildamynd um orsakir gróðurhúsa- áhrifa, afleiðingar þeirra og ýmis ráð til að snúa þessari óheillaþróun við. 21.55 Háski á hádegi. (High Noon). Bandariskur óskarsverð- launavestri frá 1952. Lögreglustjóri smábæjar vestra er nýkvæntur og ætl- ar burt með brúði sinni. Þá fregnar hann að misindis- maður, sem þykist eiga hon- um grátt að gjalda, sé laus úr fangelsi og væntanlegur til bæjarins með hádegis- lestinni. Aðalhlutverk: Gary Cooper, Grace Kelly og Lloyd Bridges. Áður á dagskrá 20. janúar 1978. 23.00 Ellefufréttir. 23.10 Háski á hádegi - framhald. 23.25 Dagskrárlok. Stöð 2 Miðvikudagur 11. september 16.45 Nágrannar. 17.30 Sígild ævintýri. 17.40 Töfraferðin. 18.00 Tinna. 18.30 Nýmeti. 19.19 19:19. 20.10 Á grænni grund. 20.15 Réttur Rosie O’Neill. (Trials of Rosie O'Neill). Þetta er nýr myndaflokkur þar sem fylgst er með raun- um Rosie O’Neill. Hún er nýlega fráskilin og fer að vinna fyrir lögfræðiskrifstofu j sem rekin er af ríkinu til að gefa lítilmagnanum kost á verjendum. 21.05 Alfred Hitchcock. 21.30 Spender. Þriðji þáttur af átta um lög- reglumanninn Spender. 22.20 Tíska. 22.50 Bílasport. 23.25 í ljósum logum. (Mississippi Burning). Þrír menn, sem vinna í þágu mannréttinda, hverfa sporlaust. Tveir alríkislög- reglumenn eru sendir á vett- vang til að rannsaka málið. Þegar á staðinn er komið gengur erfiðlega að vinna að framgangi málsins. Enginn vill tjá sig um það og kyn- þáttahatur þykir sjálfsagður hlutur. Aðahlutverk: Wilham Dafoe og Gene Hackman. Stranglega bönnuð börnum. 01.30 Dagskrárlok. Rás 1 Miðvikudagur 11. september MORGUNÚTVARP KL. 06.45-09.00 06.45 Veðurfregnir • Bæn. 07.00 Fréttir. 07.03 Morgunþáttur Rásar 1. - Trausti Þór Sverrisson og Bergþóra Jónsdóttir. 7.30 Fréttayfirlit - fréttir á ensku. Kíkt í blöð og fréttaskeyti. 7.45 Vangaveltur Njarðar P. Njarðvík. 08.00 Fréttir. 08.15 Veðurfregnir. 08.40 í farteskinu. Upplýsingar um menningar- viðburði erlendis. ÁRDEGISÚTVARP KL. 09.00-12.00 09.00 Fréttir. 09.03 Laufskálinn. Létt tónlist með morgun- kaffinu og gestur lítur inn. Umsjón: Bjarni Sigtryggs- son. (Frá Akureyri). 09.45 Segðu mér sögu. 10.00 Fréttir. 10.03 Morgunleikfimi með Halldóru Bjömsdóttur. 10.10 Veðurfregnir. 10.20 Milli fjalls og fjöru. Þáttur um gróður og dýralíf. Umsjón: Guðrún Gunnars- dóttir. (Frá Akureyri). 11.00 Fréttir. 11.03 Tónmál. 11.53 Dagbókin. HÁDEGISÚTVARP KL. 12.00-13.30 12.00 Fréttayfirlit á hádegi. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. 12.48 Auðlindin. Sjávarútvegs- og við- skiptamál. 12.55 Dánarfregnir • Auglýs- ingar. 13.05 í dagsins önn - Sam- band sveitarfélaga á Austurlandi. Umsjón: Inga Rósa Þórðar- dóttir. (Frá Egilsstöðum). MIÐDEGISÚTVARP KL. 13.30-16.00 13.30 Lögin við vinnuna. 14.00 Fréttir. 14.03 Útvarpssagan: „í morgunkulinu" eftir William Heinesen. Þorgeir Þorgeirsson les (18). 14.30 Miðdegistónlist. 15.00 Fréttir. 15.03 í fáum dráttum. SÍÐDEGISÚTVARP KL. 16.00-18.00 16.00 Fréttir. 16.05 Völuskrín. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Á förnum vegi. Á Austurlandi með Haraldi Bjarnasyni. (Frá Egilsstöðum). 16.40 Lög frá ýmsum löndum. 17.00 Fréttir. 17.03 Vita skaltu. 17.30 Hafið eftir Claude Debussy. FRÉTTAÚTVARP KL. 18.00-20.00 18.00 Fréttir. 18.03 Hér og nú. 18.18 Að utan. 18.30 Auglýsingar • Dánar- fregnir. 18.45 Veðurfregnir • Auglýs- ingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Kviksjá. KVÖLDÚTVARP KL. 20.00-01.00 20.00 Framvarðasveitin. 21.00 Á ferð um rannsóknar- stofur. 21.30 Sígild stofutónlist. 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Orð kvöldsins • Dagskrá morgundagsins. 22.30 Sumarsagan: „Drekar og smáfuglar" eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson. Þorsteinn Gunnarsson les (10). 23.00 Hratt flýgur stund á Siglufirði. 24.00 Fréttir. 00.10 Tónmál. 01.00 Veðurfregnir. 01.10 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Rás 2 Miðvikudagur 11. september 07.03 Morgunútvarpið - Vaknað til lífsins. Leifur Hauksson og Eiríkur Hjálmarsson hefja daginn með hlustendum. Inga Dagfinnsdóttir talar frá Tokyo. 08.00 Morgunfréttir. - Morgunútvarpið heldur áfram. 09.03 9-fjögur. Úrvals dægurtónlist í allan dag. Umsjón: EvaÁsrún Alberts- dóttir, Magnús R. Einarsson og Margrét Blöndal. 12.00 Fréttayfirlit og veður. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 9-fjögur. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagskrá: Dægurmála- útvarp og fréttir. 17.00 Fréttir. - Dagskrá heldur áfram. Útvarp Manhattan. Þulur í dag er Hallgrímur Helgason. 18.00 Fréttir. 18.03 Þjóðarsálin - Þjóðfund- ur í beinni útsendingu, simi 91-68 60 90. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Hljómfali guðanna. 20.30 Gullskífan: „Back from Rio“ með Robert McGuinn frá 1991. 21.00 Uppáhaidstónlistin þín. 22.07 Landið og miðin. 00.10 í háttinn. 01.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttirkl. 7,7.30,8,8.30,9,10, 11,12,12.20,14,15,16,17,18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 01.00 Næturtónar. 02.00 Fréttir. 02.05 Næturtónar. - hljóma áfram. 03.00 í dagsins önn. 03.30 Glefsur. 04.00 Næturlög. 04.30 Veðurfregnir. - Næturlögin halda áfram. 05.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 05.05 Landið og miðin. 06.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 06.01 Morguntónar. Ríkisútvarpið á Akureyri Miðvikudagur 11. september 08.10-08.30 Útvarp Norður- lands. 18.35-19.00 Útvarp Norður- lands. Aðalstöðin Miðvikudagur 11. september 07.00 Morgunútvarp. Umsjón: Ólafur Tr. Þórðar- son. Kl. 7.30 Morgunorð. Séra Cecil Haraldsson. 9.00 Fram að hádegi. Umsjón: Þuríður Sigurðar- dóttir. Kl. 9.20 Heiðar, heils- an og hamingjan. Kl. 9.30 Heimilispakkinn. Kl. 10.15 Hver er þetta? Verðlaunagetraun. Kl. 11.30 Á ferð og flugi. 12.00 í hádeginu. Létt lög. Óskalagasímimi er 626060. 13.00 Á sumarnótum. Umsjón: Ásgeir Tómasson. 16.00 Á heimleið með Erlu Friðgeirsdóttur. 18.00 Á heimamiðum. íslensk dægurlög að ósk hlustenda. Óskalagasíminn er 626060. 19.00 Kvöldtónar. 20.00 Blítt lætur blærinn. Umsjón: Pétur Valgeirsson. 22.00 í lífsins ólgusjó. Umsjón: Inger Anna Aik- man. 24.00 Næturdagskrá Aðal- stöðvarinnar. Umsjón: Randver Jensson. Bylgjan Miðvikudagur 11. september 07.00 Morgunþáttur. Eiríkur Jónsson og Guðrún Þóra næringarráðgjafi. Frétt- ir á heila og hálfa tímanum. 09.00 Bjarni Dagur Jónsson. Veðurfregnir kl, 10. íþrótta- fréttir kl. 11. 12.00 Hádegisfréttir. 12.15 Haraldur Gíslason á vaktinni. íþróttafréttir kl. 14 og fréttir kl. 15. 14.05 Snorri Sturluson. Veðurfréttir kl. 16. 17.00 Reykjavík síðdegis. Hallgrímur Thorsteinsson og Sigurður Valgeirsson. Fréttir kl. 17.17. 20.00 Ólöf Marín. 00.00 Heimir Jónasson. 04.00 Næturvaktin. Hljóðbylgjan Miðvikudagur 11. september 16.00-19.00 Pálmi Guðmunds- son leikur gæðatónlist fyrir alla. Þátturinn Reykjavík síð- degis frá Bylgjunni kl. 17.00- 18.30. Fréttir frá fréttastofu Bylgjunnar/Stöð 2 kl. 17.17. Tími tækifæranna kl. 18.30. Þú hringir í síma 27711 og nefnir það sem þú vilt seija eða kaupa. Þetta er ókeypis þjónusta fyrir hlustendur Hljóðbylgjunnar. Félags- heimilið Harmur? &ST0RT Prentvillupúkinn fer oft illa með menn eins og flestir þekkja af eigin raun. í leik- skrá knattspyrnuliðs Þórs slæddist púkinn frægi nýlega inn og útkoman var ansi sniðug. Guðmundur Svans- son var þar með hugrenning- ar um bikarleikinn gegn Val, sem Þórsarar töpuðu illu heilli. Og Þórsarar hafa greinilega verið yfirbugaðir af sorg yfir ósigrinum því Guðmundur sagði að stuðn- ingsmenn liðsins hefðu híst í félagsheimilinu HARM! fyrir og eftir leik. Eins og flestir vita heitir félagsheimilið reyndar Hamar - eða hét a.m.k. fram að bikarleiknum umrædda. # Hvað sagði maðurinn? I síðasta eintaki af „Blaða- manninum,“ félagstíðindum Blaðamannafélags íslands, er grein eftir Jón Ásgeir Sig- urðsson, fréttaritara RÚV í Bandaríkjunum. Hann fjallar þar um ýmis dæmi um óljós- an skilning á samskiptaregl- um blaðamanna og viðmæl- enda og er víst að það mál þarfnast umræðu. Það vill henda að viðmælendur íslenskra blaðamanna telja slg fara illa út úr samskiptum sínum við þá en þeir virðast mega vel við una í saman- burði við það sem gerist í Bandaríkjunum. Jón Ásgeir segir m.a: „Blaðamaður forðast að gefa að ófyrirsynju niðrandi mynd af viðmælanda, bæði með því að fullvissa sig um hvað hann meini og einnig með því að færa svör i betra horf - án þess þó að breyta merkingunni. Þessi síðastanefndi fyrir- vari varð tilefni málshöfðunar og dómsúrskurðar sem hæstiréttur Bandaríkjanna felldi nýlega. Jeffrey Masson sálfræðingur höfðaði mál á hendur tímarltinu New York- er fyrir að gera honum upp ummæli í frásögn um hann sem birtist í blaðinu. Greinin var Masson eflaust ekkert fagnaðarefni, þar er honum lýst sem sjálfumglöðum monthana og frunta, hann sé þegar allt komi til alls kjáni og sjálfum sér verstur. Tíma- ritið New Yorker fullyrti í undirrétti að jafnvel þótt rangt væri haft eftir Masson sálfræðlngi væru þær tilvitn- anir hvorki ærumeiðandi né í mikilvægum atriðum frá- brugðnar því sem sálfræð- ingurinn hefði sagt i viðtali sem Janet Malcolm blaða- maðurtók upp á segulband.“ Það hefði óneitanlega verið gaman að heyra hvað maður- inn sagði í viðtalinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.