Dagur - 11.09.1991, Side 11

Dagur - 11.09.1991, Side 11
Miðvikudagur 11. september 1991 - DAGUR - 11 Bþróttir ' ■ . ■ Í'Z /'/ / ■ //' '•"» ••• v " ’ .. > Rut Sverrisdóttir hefur unnið til verðlauna á alþjóðavettvangi og sett mikinn fjölda af íslandsmetum. Mynd: Goiii Golf: Sveit VMA verður fulltrúi íslands á St. Andrews í vor - í alþjóðlegri skólakeppni Sveit Verkmenntaskólans á Akureyri stóð sig frábærlega á Framhaldsskólamótinu í golfi sem fram fór á Grafarholtsvelli í Reykjavík um síðustu helgi. Sveitin hafnaði I 2. sæti í mót- inu og Sigurpáll Geir Sveins- son hafnaði í 2. sæti í einstakl- ingskcppninni. Þá var einnig keppt um þátttökurétt í alþjóðlegu skólamóti sem fram fer á hinum heimsfræga St. Andrevvs velli í Skotlandi í vor og verður sveit VMA fulltrúi íslendinga þar. I einstaklingskeppninni sigraði Birgir Leifur Hafþórsson, Grundarskóla á Akranesi, á 74 höggum. Sigurpáll Geir varð annar á 75 og jafnir í 3.-4. sæti á 76 urðu Þórður Ólafsson, Fjöl- brautarskóla Vesturlands, og Vil- hjálmur Ingibergssc n, Fjölbraut- arskólanum í Ármúla. Sveitakeppnin, eða skóla- keppnin, var miðuð við 19 ára og yngri og þar fór sveit Fjölbrautar- skólans á Akranesi með sigur af Steftian launapall að komast á verð- á Ólympíuleikunum - segir sundkonan Rut Sverrisdóttir Rut Sverrisdóttir, sundkona frá Akureyri, náði mjög góð- um árangri á Evrópumeistara- Hópferð á Fylkir-Þór Stuðningsmenn knattspyrnu- liðs Þórs ætla að standa fyrir hópferð á leik Fylkis og Þórs sem fram fer á Fylkisvellinum á laugardag. Farið verður með leiguflugi til Reykjavíkur á laugardagsmorg- un og heim strax eftir leik. Farið fram og til baka kostar 5000 kr. á manninn og eru stuðningsmenn Þórs hvattir til að fjölmenna en leikurinn getur skipt sköpum um hvort Þórsarar leika í 1. eða 2. deild næsta ár. Sætaframboð er takmarkað og þeir sem hafa áhuga eru beðnir að skrá sig í Hamri (sími 22381) eftir kl. 16 í dag. Skíðaráð Ak.: Æfingar 6-12 ára Vetrarstarf Skíðaráðs Akur- eyrar er þegar hafið og um helgina hefjast æfingar fyrir 6- 9 og 10-12 ára börn. Æfingartímarnir verða á laug- ardögum og sunnudögum. 6-9 ára æfa á laugardögum í íþrótta- húsi Glerárskóla kl. 9.30 (ganga og alpagreinar) og á sunnudögum í Kjarnaskógi kl. 10.30 (ganga) og 13 (alpagreinar). 10-12 ára æfa í íþróttahúsi Glerárskóla á laugardögum kl. 10.30 (ganga og alpagreinar) og á sunnudögum í Kjarnaskógi kl. 10.30 (ganga) og 13 (alpagrein- ar). 10-12 ára æfa að auki á mið- vikudögum í íþróttahöllinni kl. 18 (ganga og alpagreinar). Nánari upplýsingar veitir Ingi- björg í síma 22177. móti fatlaðra sem fram fór í Barcelona í sumar en hún vann þar tvenn bronsverðlaun og ein gullverðlaun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún vinnur til verðlauna á erlendum vett- vangi því í maí í vor vann hún til gull- og bronsverðlauna á Norðurlandameistaramótinu. Þá hefur hún sett fjölniörg Islandsmet í flestum greinum í flokki sjónskertra og segist sjálf ekki hafa tölu á þeim. Rut er 16 ára gömul og hefur æft sund í fjögur ár. Hún æfir rneð Óðni og er eini fatlaði sund- maðurinn í hópnum en segir það litlu skipta. „Það skiptir engu máli, það er svo gott að æfa með Óðni. Ég fæ mikla hjálp þar og félagsskapurinn er góður,“ segir Rut. Tímafrekt en þess virði Hún eyðir miklum tíma í sundið. „Við æfum 8 sinnum í viku á sumrin, 2-3 tíma í einu. Við æfum tvisvar á miðvikudögum og laugardögum en eigum frí á sunnudögum. Þetta er rólegt þessa dagana meðan að vetrar- starfið er að fara í gang en í vetur æfum við svona sjö sinnum í viku. Svo fer ég út að keppa 2-3 á ári þannig að maður gerir ekki mikið annað. Það er skólinn og sundið og þá er tíminn búinn. En þetta er líka alveg þess virði.“ Rut er hógvær þegar talið berst að öllurn Islandsmetunum sem hún hefur sett. „Ég hef sjálfsagt sett mörg met í flestum greinum en það er eðlilegt því það eru fáir sjónskertir sem æfa sund. Hér heima keppi ég á mótum fyrir ófatlaða og það er ágætt.“ Stefnir á verðlaun á OL Evrópumeistaramótið í sumar var undirbúningur fyrir Ólympíu- leika fatlaðra sem fara fram í Barcelona í september á næsta ári. Líklega verða 14 íslendingar meðal þátttakenda þar og Rut er einn af þeim. „Stefnan er að komast á verðlaunapall þar, helst í fleiri en einni grein. Ég er sterk- ust í flugsundinu og baksundinu og bind helst vonir við þær grein- ar. Málið er að æfa nógu vel og ég ætla að gera það. Við eigum örugglega eftir að fara í 1-2 undirbúningsferðir í viðbót til útlanda og síðan verður nóg af æfingum og keppni hér heima. Núna í nóvember erum við t.d. að fara að keppa í 1. deild bikar- keppninnar en við komumst upp í fyrsta sinn í fyrra. Ég vona bara að það gangi vel,“ sagði Rut Sverrisdóttir. Skíði: Alpalandsliðið í Austurríki íslenska landsliöið í alpagrein- um hélt utan um síöustu helgi og dvelur í Austurríki næstu dagana við æfingar. Fjórir Akureyringar og einn Ólafs- firðingur eru í 8 manna lands- liðshópnum. Þau sem fóru út eru Guðrún H. Kristjánsdóttir, Harpa Hauksdóttir, María Magnúsdótt- ir og Valdentar Valdemarsson, öll frá Akureyri, Kristinn Björns- son frá Ólafsfirði, Ásta Halldórs- dóttir og Arnór Gunnarsson, ísa- firði, og Örnólfur Valdimarsson, Reykjavík. Þá er ótalinn lands- liðsþjálfarinn Sigurður Jónsson. Liðið hélt fyrst til Frankfurt í Þýskalandi þar sem farið var í þrekpróf en liðið dvelur síðan þessa viku og þá næstu á jökli í Hintertux í Austurríki. hólmi á 231 höggi. Verkmennta- skólinn á Akureyri varð í 2. sæti á 234 og Menntaskólinn við Sund í 3. á 238. Alþjóðlega skólamótið í St. Andrews er haldið árlega á veg- um stofnunar sent heitir The Golf Foundation. Hún er rekin af öll- um golfsamböndum í Bretlandi og vinnur að eflingu unglinga- starfs, aðallega í skólurn. Keppn- in er ntilli skóla frá 12 löndum víðs vegar að úr heintinum, m.a. Bretlandi, Ástralíu, Nýja-Sjá- landi, Svíþjóð o.fl. íslendingar hafa tekið þátt sl. 4 ár. Keppnin er ntiðuð við breska skólakerfið þannig að meðlimir sveitanna sent keppa þar máttu ekki vera orðnir 18 ára 1. ágúst sl. Þetta þýddi að maður í sigur- sveit Fjölbrautaskóla Vestur- lands var orðinn of gamall og því þurfti að telja skor annars sem var lakara og sveitin féll úr 1. sæt- inu. VMA og MS voru jafnir í 1. sætinu á 238 höggum en þá var tekið skor tveggja bestu og VMA hafði vinninginn. Sveitina skip- uðu þeir Sigurpáll Sveinsson, sent lék á 75 höggum, Örn Arn- arson, 80, og Ríkarður Ríkarðs- son, 83. Keppnin fer fram í maí nk. og verður leikið á gantla vellinunt í St. Andrews sem segja má að sé heilagur reitur í golfheiminum. Leiknar verða 36 holur á tveimur dögum. Sigurpáll Svcinsson og Ríkarður Ríkarðsson cru báðir í sveit VMA sem spil- ar á St. Andrews í vor. Sigurpáll varð annar í einstaklingskeppninni í fram- haldsskólakeppninni. Jóhaimsbikariim 1991 Opið öldungamót fyrir 50 ára og eldri verður haldið á Jaðarsvelli Akirreyri, laugardaginn 14. september nk. og hefstkl. 10.00. Skráning í golfskálanum í síma 22974 eða í síma 23752 (Stefán) og skal henni lokið fyrir föstudaginn 13. september ld. 20.00. Nú skemmtaþeir gömlu sér! Mótaueíiid.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.