Dagur - 11.09.1991, Blaðsíða 5

Dagur - 11.09.1991, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 11. september 1991 - DAGUR - 5 „Starfsfólkið er mjög meðvitað um gildi fyrirtækisins og ber góðan hug til þess“ - spjallað við Gunnar F. Jónasson, verkstjóra hjá Fiskiðju Raufarhafnar Fiskiðja Raufarhafnar var stofnuð upp úr Jökli hf. árið 1985. Fyrir þann tíma var rekstur frystihúss og togara sameiginlega á hendi hlutafé- lagsins Jökuls. Sami fram- kvæmdastjóri og sömu eigend- ur eru þó að báðum fyrirtækj- unum. Jökull hf. er að lang- mestu leyti í eigu Raufarhafn- arhrepps, sem á yfir 90 prósent í fyrirtækinu. Jökull hf. á aftur 60 prósent í Fiskiðju Raufar- hafnar hf. Gunnar F. Jónasson, verk- stjóri hjá Fiskiðju Raufarhafnar, segir að þar séu um sextíu heil störf, árið um kring. Fyrst og fremst er unnið við frystingu í húsinu, en saltfiskverkun er þar einnig. Hún er þó ekki nema aukabúgrein vegna takmarkaðs magns af fiski sem tekið er í salt. Litlar sveiflur „Við tökum á móti þrjú þúsund til þrjú þúsund og fimm hundruð tonnum á ári liérna í húsinu," segir Gunnar. „Árið í fyrra var ágætt, þó var það ekkert toppár í framleiðslu en stóð vel undir sér afkomulega séð. Sveiflur eru litl- ar í starfsmannahaldi frá ári til árs. Vinnukrafturinn er mjög stöðugur, og það er í raun atriðið sem gerir fyrirtækið sterkt.“ Fiskiðja Raufarhafnar er stærsti vinnuveitandinn á Raufar- höfn. Að sögn Gunnars er óhætt að segja að a.m.k. þriðjungur íbúanna hafi framfærslu af fisk- vinnslunni. Margt starfsfólk hef- ur unnið árum saman í húsinu, og lítið er um að nýliðar bætist í hópinn. Um 80 af hundraði starfsfólksins starfar þar árið um kring, ár eftir ár. Alltaf er eitt- hvað tekið inn af skólafólki á vorin, þegar vana fólkið fer í sumarfrí. Fiskiðja Raufarhafnar flutti í nýtt húsnæði I. febrúar 1988. Þá var tekin í notkun ný bakkalína. Gunnar segir að bakkalínan skili ekki síðri afköstum en flæðilínur á klukkustund. Eru flæðilínur þá ekki sá stóri sannleikur eða fram- tíðarlausn sem ýmsir hafa haldið fram? „Ég tel að það hafi að hluta til verið vanstjórnun að taka upp flæðilínur svo víða. Þær hafa vissulega sína kosti, og ég er enginn andstæðingur flæðilína. Ég sé hinsvegar ekki þessa mörgu kosti sem verið er að tala um. Aðalkosturinn við flæðilínu er hraðinn á hráefninu gegnum húsið. Ekkert gagn er þó að meiri hraða ef auka þarf yfirvigt á sama tíma, vegna þess að menn eru að missa mikinn vökva úr fiskinum áður en þeir koma honum í frost,“ segir Gunnar. Öll aðstaða breyttist til hins betra Bakkalínan liefur gengið mjög vel undanfarin ár í frystihúsinu. Öll aðstaða til vinnslunnar breyttist rnjög til hins betra eftir breytingarnar og að flutt var í nýtt húsnæði fyrir rúmum þremur árum. Áður var vinnslan á tveim- ur hæðum, hráefnið var flutt milli hæða í lyftu, sem var mjög óhag- kvæmt. Vinnuaðstaða fyrir starfsfólk var líka mjög léleg miðað við það sem þarna gerist í dag. „Hérna getur hver kona set- ið í þægilegum stól, sem hún get- ur hækkað og lækkað, dregið fram og til baka og stillt hæð stól- baksins, auk þess sem unnt er að stilla þrýsting stólbaksins að lík- amanum. Svo er hægt að hækka og lækka borðin. Starfsfólkið er alls staðar í réttri seilingu við lín- una. Bakkarnir koma til kvenn- anna eftir pöntun, þær panta bakkana með því að ýta á hnapp, en þessu er stjórnað með iðnað- artölvu. Þetta kerfi er mjög gott, maður þarf ekkert afl til að kippa bökkunum niður á borðin, þeir renna liðlega,“ segir Gunnar. Víða um land hefur leikfimi verið tekin upp í fiskvinnsluhús- um og öðrum vinnustöðum. Þetta hefur einnig verið gert á Raufarhöfn með góðum árangri. Leikfimin hefur verið stunduð frá því að flutt var í nýja húsið, en Magnús Ólafsson, sjúkraþjálfari, sá um undirbúning og kennslu. Fiskiðja Raufarhafnar. Lítið er um fjarverur starfsfólks vegna atvinnusjúkdóma eða slits. Langur vinnutími borgar sig ekki Undanfarnar vikur hefur verið nóg að gera hjá Fiskiðju Raufar- hafnar. Gunnar segir að unnið sé í snyrtingu og pökkun frá klukk- an átta til fimm. Ef mikill afli berst að landi er unnið á laugar- dögum, en þó aldrei lengur en að framan greinir. „Þessi störf eru mjög erfið. Við teljum að við séum búin að sannreyna að það kemur til baka aftur ef við förum að vinna lengri vinnutíma. Þá verður fólkið þreyttara, afköstin minnka og mætingar versna hugs- anlega. Fólkið vill oft á tíðum ekkert endilega hafa meiri tekjur. Það tekur tekjurnar þá bara meira í næturvinnu og eftir- vinnu. Þegar mikið berst að landi leggur fólkið á sig, t.d. fullorðnar konur sem vinna venjulega hálf- an daginn. Þær mæta þá til vinnu þann hluta dags sem þær voru vanar að vera heima. Fólk er mjög meðvitað um gildi fyrir- tækisins og mikilvægi vinnunnar. Starfsfólk ber almennt mjög góð- an hug til fyrirtækisins. Mórallinn er líka mjög góður, þótt ég sé ekki rétti maðurinn til að tjá mig um það. En fólk sem hefur kom- ið hingað hefur haft orð á því,“ segir Gunnar. Gunnar hefur unnið í sautján ár hjá Fiskiðju Raufarhafnar. Hann fékk viðurkenningu fyrir 15 ára samfelldan starfsaldur árið 1989. Verkstjóri hefur hann verið frá 19 ára aldri. Á Raufarhöfn er gerður út skuttogarinn Rauðinúpur, eins Mynd: EHB og kunnugt er, en auk þess landa allmargar trillur hjá Fiskiðjunni. Rauðinúpur sér húsinu þó fyrir um áttatíu af hundraði þess hrá- efnis sem þar fer í gegn. Stundum kemur fiskur af Stakfellinu frá Þórshöfn, en Jökull hf. átti eitt sinn liluta í því skipi. Þegar uppi- hald verður hjá Rauðanúpi, t.d. vegna slipptöku, bitnar það auð- vitað fljótt á fiskvinnslunni á staðnum. Reynt er að stjórna þessu eftir fremsta megni. Rauði- núpur var t.d. í slipp á Akureyri á dögunum, en urn þetta leyti árs berst oft mikill afli að landi úr trillum. Þær bjarga því miklu. Eins er reynt að haga veiðum eftir þörfum hússins, til dæmis með því að senda togarann á sjó í tæka tíð fyrir verslunarmanna- helgina, þannig að hann geti landað á fyrsta vinnudegi eftir | helgina. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.